Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 31
G8t![ JI3HI/Í3V0X ,G }['JOaUUTí/íM!'>I UltJIAIIViUíJflÖM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1989 31 Mánaðarleg innheimta launaskatts: 200 millj. tilfsersla frá fyr- irtækjunum til ríkissjóðs - segir Friðrik Sophusson BREYTING sú sem ríkisstjórnin hefúr lagt til á lögum um launa- skatt og felur i sér að skatturinn verði innheimtur í hverjum mánuði í stað þess að hann er gerður upp á tveggja mánaða fresti, felur í sér 200 milljóna tilfærslu frá fyrirtækjunum í landinu til ríkissjóðs að sögn Friðriks Sophussonar, þing- manns Sjálfstæðisflokksins. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra mælti í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um breytingu á lögum um launaskatt. Skattur þessi er nú innheimtur með tveggja mánaða millibili en fram- varpið gerir ráð fyrir því að skatt- urinn verði innheimtur mánaðar- lega. Ólafur kvað þetta fyrirkomu- lag vera í samræmi við stað- greiðslukerfið og gera þannig bæði eftirlit virkara og auðveldara og leiða til hagræðingar í bókhaldi og uppgjöri fyrirtækja. „Sumir munu sakna þess að hafa ekki þessa fjármuni í veltunni en það er ekki í samræmi við hagsmuni skattgreiðanda að þeir séu í veltu fyrirtækjanna." Ólafur taldi þessa breytingu hafa í för með ser bætta greiðslustöðu ríkissjóðs sem næmi 200 milljónum. Friðrik Sophusson (S/Rv) benti á að þegar verið væri að bæta greiðslustöðu ríkissjóðs með þessum hætti, versnaði greiðslu- staða fyrirtækjanna að sama skapi. Þegar þau hefðu þessa fjár- muni ekki inni í veltunni þyrftu þau að leita á önnur mið. Það út af fyrir sig væri ef til vill í lagi ef ekki kæmi ástand það á fjár- magnsmarkaðnum sem ríkis- stjórnin hefði skapað; endalaus eftirspurn eftir fjármagni sem héldi vöxtunum uppi. Ingi Björn Albertsson (FH/Vl) lýsti yfir_ andstöðu síns flokks við frumvarpið og boðaði brejdingartillögur. Ríkisstjórnin væri með þessu enn að stuðla að auknu atvinnuleysi. Verið væri að íþyngja fyrirtækjunum og hækka með því vöraverð. „Hvað segir Borgaraflokkurinn við því?“ Ingi Björn taldi almennt fáránlegt að skattleggja fyrirfæki fyrir að taka menn í vinnu. Ráðuneyti umhverfísmála: Landgræðslan og Skógræktin áfram hjá landbúnaðarráðuneyti MÞinGI Stjórnarfrumvarp, ' sem Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra mælti fyrir í neðri deild Alþingis í gær gerir ráð fyrir því í ákvæðum til bráðabirgða að umhverfisráðherra „skipi nefnd til þess að semja frumvarp til laga um umhverfisvernd", en að því er stefnt, að sérstakt umhverfísráðu- neyti taki til starfa 1. janúar 1990. Fyrir 1. nóvember 1990 skal um- hverfisráðherra í samráði við við- komandi ráðuneyti beita sér fyrir endurskoðun á lögum um Sigl- ingamálastofnun ríkisins, lögum um Landgræðslu ríkisins og lög- um um Skógrækt ríkisins. í greinargerð með frumvarpinu, sem lagt var fram í gær, segir að erfiðasta ákvörðunarefni nefndarinn- ar, sem unnið hefur að undirbúningi þessa máls, varði málefni land- græðslu og skógræktar. Fjórar leiðir hafi komið til greina. Átti sú skoðun nokkru fylgi að fagna að sameina Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins í eina stofnun sem færð yrði undir hið nýja umhverfisráðuneyti. Fjármálaráðherra: V erkalýðshreyf- ingin vanþakklát Niðurgreiðslur vóru auknar um 700-800 m.kr. Olafúr Ragnar Grímsson íjármálaráðherra sagði í þing- ræðu að það væri rangt hjá ASI og Karvel Pálmasyni (A-Ví) að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við fyrirheit gefin verkalýðshreyf- ingunni við undirritun síðustu kjarasamninga. Þegar hafi ver- ið fullstaðið við átta af tólf fyrir- heitum, m.a. það þýðingar- mesta, að auka niðurgreiðslur á búvöru um 500-600 m.kr. Efndirnar hafi verið 700-800 m.kr.! Fjármálaráðherra sagði að hækkanir á verði opinberrar þjón- ustu hafi verið innan Ijárlagafor- senda á árinu, ef undan er skildar orkuveitur í eigu sveitarfélaga. Setja þurfi þær undir undir Verð- lagsráð. Karvel Pálmason (Á-Vf) sagði ráðherra hafa viðurkennt í svari sínu að fjögur fyrirheit ríkisstjórn- arinnar, gefin í tengslum við kjarasamninga, væru óefnd. Hann gagnrýndi ráðherra og ríkisstjórn harðlega fyrir að hafa vanrækt samráð við verkalýðshreyfinguna við undirbúning og framkvæmda- ákvörðun varðandi virðisauka- skatt, sem sóttur yrði í verð vöru og þjónustu frá og með komandi áramótum. Ríkisstjómin valdi hins vegar aðra leið, fjórðu leiðina, en um hana segir svo í athugasemdum með frumvaip- inu: „Loks í fjórða lagi að landbúnaðar- ráðuneytið fari áfram með skógrækt og landgræðslu, enda sé hér um at- vinnuveg að ræða sem óeðlilegt sé að fara með á annan hátt en svipuð atvinnumálefni á sviði iðnaðar og sjávarútvegs...“ Náttúruverndarráð fær hinsvegar ákveðið verndunar- og eftirlitshlut- verk á sviði gróðurfars- og skógrækt- armála, og heyrir undir umhverfis- ráðuneytið. Undir hið nýja ráðuneyti heyra m.a. Hollustuvernd ríkisins, Eiturefnanefnd, Geislavarnir ríkis- ins, Siglingamálastofnun, Skipulags- stjóri, Landmælingar ríkisins, Emb^ ætti veiðistjóra, Veðurstofa, Hús- friðunarnefnd, Náttúrufræðistofnun o.fl. í framsögu sinni sagði Steingrím- ur Hermannsson meðal annars að ákveðið hefði verið að fara milliveg í þessu frumvarpi. Annars vegar væru þau sjónarmið að unnt væri að vinna að þessum málaflokki í sam- vinnu ráðuheyta og hins vegar að setja ætti á stofn umhverfisráðu- neyti með umfangsmikið verksvið og völd. Meðalvegurinn sem fylgt væri, væri í samræmi við þau sjónarmið sem meðal annars kæmu fram í umhverfisskýrslu fyrrum forsætis- ráðherra Noregs, Gro Harlem Brund- tland, að atvinnuvegirnir væru gerð- ir meðábyrgir. Steingrímur gat þess að í þessu frumvarpi væri horfið frá skiptingu Hollustuverndar, sem áformað hefði verið þegar frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi. Um Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins sagði Steingrímur að hann gæti fallist á ummæli forsvarsmanna landbúnað- arins að þær stofnanir ættu að heyra áfram undir landbúnaðarráðuneytið. Hins vegar myndi Náttúruverndar- ráð, sem heyrði undir hið nýja ráðu- . neyti vinna að eftirliti með þessum stofnunum og umhverfisráðuneytinu yrði heimilað að grípa inh í mál. Ólafur G. Einarsson (S/Rn) gagnrýndi það að frumvarpið skyldi tekið til umræðu án þess að þing- menn hefðu færi á að kynna sér það til hlítar; sjálfstæðismenn hefðu eng- an þátt átt í samningu þess. Sjálf- stæðismenn myndu tjá sig frekar um efnisatriði frumvarpsins við framhald fyrstu umræðu. Ólafur vísaði til frumvarps þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, sem fyrr hefði verið lagt fram á þinginu og Matthías Á. Mathi- esen (S/Rn) hafði framsögu fyrir. Sjálfstæðismenn legðu áherslu á að vinna að umhverfismálum ætti sér stað í samvinnu ráðuneyta en ekki í sérstöku ráðuneyti. „Við viijum fækka ráðuneytum en ekki fjölga," sagði Ólafur og bætti við að sjálf- stæðismenn vildu frekar verja þeim 34 milljónum sem gert væri ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs til hins nýja ráðuneytis, til landgræðslu. Ólafur vitnaði meðal annars til um- mæla Lafontaine, forsætisráðherra Saarlands, þess efnis að rangt væri að fela umhverfismál sérstöku ráðu- neyti. Júlíus Sólnes hagstofuráðherra fagnaði því að nú hillti loks undir að tilraunir til að koma á sam- ræmdri stjórn umhverfismála tæk- just. Sagði hann þær raddir hjáróma sem töluðu gegn stofnun sérstaks umhverfisráðuneytis. Júlíus kvaðst hafa orðið var við mjög mikla umræðu og áhuga. á umhverfismálum, síðan hann hefði farið að skipta sér af þessurn mála- flokki. Væri líklegt að síðar meir yrði næsta öld kölluð öld umhverfis- mála. Júlíus taldi nauðsynlegt að íslendingar fylgdust vel með því sem gerðist í heiminum á sviði umhverfis- mála; margt væri nú til umræðu og ákvörðunar á alþjóðlega vísu, sem varðaði okkur íslendinga beint. Að þeim orðum töiuðum kvaðst ráðherra Hagstofunnar myndu sitja fund um- ■ hverfismálaráðherra Norðurlanda, sem haldinn yrði á næstunni. Kristín Einarsdóttir (SK/Rv) kvaðst fagna því að nú væri komið fram frumvarp um stofnun sérstaks umhverfisráðuneytis. Kristín sagði að þótt frumvarpið félli ekki alveg að óskum Kvennalistans, hefði margt í því breyst til hins betra frá síðasta frumvarpi. Kristín taldi það afar óheppilegt að Landgræðslan og Skógrækt ríkisins skyldu áfram heyra undir landbúnaðarráðuneytið, þar með færi hið nýja ráðuneyti ekki með stærsta umhverfisvandamálið hérlendis, gróðureyðingu. Júlíus Sólnes: Titlar sig umhverf- ismálaráðherra > ____ - segir Olafur G. Einarsson JÚLÍUS Sólnes ráðherra Hag- stofu íslands titlar sig „minister of environmental affaires“ í með- mælabréfum sem hann hefur sent frá sér. Þetta kom fram 1 um- ræðu um frumvarp ríkisstjórnar- innar um sérstakt umhverfis- ráðuneyti. Ólafur G. Einarsson (S/Rn) lét í ljós þá skoðun sína við umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um stofnun umhverfisráðuneytis að menn hefðu farið full fijálslega með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að stofna til sérstaks ráðuneytis. Enn hefði frumvarp ekki verið samþykkt um þetta í þinginu, en samt sem áður væri farið að kalla Júlíus Sól- nes „miljöminister" í tímaritinu „Nordisk Kontakt" og í bréfum stíluðum á erlenda aðila kallaði ráð- herra Hagstofu íslands sig „minist- er og environmental affaires". Júlús Sólnes hagstofuráðherra sagði vegna þessa að samkvæmt sérstöku erindisbréfi forsætisráð- herra væri sér falin yfirstjórn um- hverfismála. Þingmaðurinn ætti að geta séð að í viðkomandi bréfi væri við þetta átt. . Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra benti á að Geir Hallgrímsson hefði þegar hann var forsætisráðherra, falið félagsmála- ráðherra stjórn umhverfismála. Þessu hefði hann nú breytt með sérstöku erindisbréfi. Væri slíkt ekki í bága við stjórnarráðslögin. ÁLFABAKKA 8 FÖSTUD. 10. NÓV. OG LAUGARD. 11. NÓV. GESTIR FORSALA AÐGÖNGUMIÐA HEFST MÁNUD. 6/11 MIÐAVERÐ KR. 2000.- HLJÓMSVEITIN GILDRAN í ÖLLUM HLJÓMPLÖTUVERSLUNUM STEINARS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.