Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NOVEMBER 1989 fclk f fréttum Morgunblaðið/Björn Blöndal Sveinbjörg Ormsdóttir frá Efri-Ey í Meðallandi elsti núlifandi borgarinn í Keflavík á 100.’ af- mælisdaginn. En þá gerði hún sér dagamun og tók á móti ættingjum og vinum. 100 ARA Sveinbjörg Orms- dóttir elsti borgari Keflavíkur Sveinbjörg Ormsdóttir frá Efri-Ey í Meðallandi og elsti núlifandi borgari í Keflavfk varð 100 ára mánudaginn 23. október sl. Sveinbjörg hefur dvalið í Sjúkrahúsi Keflavíkur undanfarin ár, en í tilefni dagsins gerði hún sér dagamun og tók á móti börnum, barnabörnum, ættingjum og vinum í félagsheimilinu Stapa og var þar margt um manninn. Sveinbjörg giftist Eiríki Jónssyni frá Auðnum í sömu sveit og fluttu þau hjónin til Suðurnesja árið 1915. Þau bjuggu fyrst í Sandgerði en fluttu síðar í Norðurkot á Miðnesi. Þau hjónin eignuðust 12 börn, tvö dóu í bernsku, en 10 komust upp, nú á hún 9 börn á lífi. Mann sinn missti Sveinbjörg árið 1940 og bjó hún í 10 ár eftir það með börnum sínum í Norðurkoti, en árið 1950 flutti hún til Keflavíkur þar sem hún hefur búið síðan. Ættliðirnir eru nú orðnir 5 og afkomendur hennar eru orðnir 144. BB Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Nemendur yngstu bekkjardeilda Grunnskóla Blönduóss heimsóttu nokkur fyrirtæki á Blönduósi og kynntu fyrir starfs- fólki þeirra gildi góðrar islensku. KJOTBORÐ Kjötiðnað- armenn á námskeiði Kjötiðnaðarmenn hafa verið að endurmennta sig að undanf- öi'nu. Halldór Ragnarsson kjötiðnaðar- maður, Sem lært hefur erlendis, hefur verið að kenna félögum sínum að setja upp kjötborð í Nýja Garði við Leirubakka, þar sem hann starf- Morgunblaðið/RAX ar. Grunnskólanemendur á Þingeyri í kröfugöngu. Morgunblaðið/Hulda Sigmundsdóttir TÓNLIST Mæðgur syngja jólalög Mæðgurnar Svanhildur og Anna Mjöll hafa sungið jólalög inn á nýja hljómplötu _en útsetningar, alla söngtextana og eitt lag- anna á plötunni gerði Olafur Gaukur, eiginmaður Svanhildar og faðir Önnu Mjallar. Það er orðið alllangt síðan Svanhildur og Ólafur Gaukur hafa látið til sín heyra á hljómplötu og dóttirinn Anna Mjöll er nýliði á þessu sviði. Hljómplatan heitir Jólaleg jól og á henni flytja mæðgurnar tíu jólalög í_ einkar ,jólalegum búningi“, að sögn útsetjarans og stjórnandans Ólafs Gauks. Hann lætur þess líka getið að margir góðir tónlistar- menn hafi lagt hönd á plóginn í þessu verkefni, svo sem þeir Jón Kjell hljómborðsleikari, Gunnlaugur Briem, trommari, saxafónleikar,- arnir Rúnar Georgsson og Stefán Stefánsson, trompetistinn Ásgeir Steingrímsson og óbóleikarinn Ólafur Flosason, að ógleymdum-upp- tökumanninum Gunnari Smára. BLÖNDUOS * Islenskudag'ar í Nemendur fjögurra yngstu bekkjardeildanna í Grunnskóla Blönduóss lögðu á dögunum land undir fót og kynntu starfsfólki helstu fyrirtækja á Blönduósi mikilvægi íslenskunn- ar. Þessi kynningarherferð yngstu nemenda skólans var eins- konar uppskeruhátíð barnanna að afloknu þriggja daga íslenskunámi í skólanum. Heimsóttu þau ýmis fyrirtæki á grunnskólanum Blönduósi og kynntu fyrir starfsfólki þeirra hvað þau hefðu verið að gera undanfarna þtjá daga í skólanum. Jafnframt þessu vöktu börnin athygli á gildi góðrar íslensku með slag- orðaspjöldum og tónlistarflutningi. Auk þess að heimsækja fyrirtækin litu börnin inn til eldri borgara á Hnitbjörgum og fluttu þeim dagskrá sína við mikla hrifningu og þakklæti. ÞINGEYRI Grunnskólinn í kröfugöngu Barnabókavika var á bókasafninu fyrir alla er gátu lesið, einnig fór fram mælskukeppni efstu bekkja um íslenskuna og enskuslettur. Afrakstur vikunnar var bókaður og kemur hann út í bókar- formi. I skrúðgöngunni var allur skólinn og var stansað hjá eldri borgurunum á elliheimilinu, sungið þar, líka í frystihúsinu og við verslanirnar og lá enginn á liði sínu, hvorki nemendur né þeir sem hylltu þá. Kröfuspjöldin munu verða sýnd í verslunum á Þing- eyri næstu daga. - Hulda Að loknu vikulöngu málræktarátaki í Grunn- skóla Þingeyrar fóru nemendur í kröfugöngu frá skólanum um plássið. Þeir sungu íslensk ljóð og lög við harmónikkuundirleik Guðmundar Ingv- arssonar símstjóra. Á milli sín báru börnin áletraða og skreytta borða með hvatningarorðum eins og: „íslenska er mál sem enginn getur verið án“ og „íslenska er okkar mál“ ásamt ótal kröfuspjöldum með slagorðum eins og „Engar enskuslettur, bara vatnsslettur" og fleira. Voru sum börnin skreytt kórónum áletruðum í sama dúr. )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.