Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 29
MORgUNBIADm FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1989 — 29 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Grettir í samnefiidum söngleik, en alls koma um 30 leikarar fram í sýningunni. Söngleikurinn Grettir frumsýndur í Keflavík LEIKFELAG Keflavíkur frumsýnir söngleikinn Grettir í Félagsbioi annað kvöld og er þetta eitt viðamesta verkefnið sem félagið hefur fengist við í ijölda ára. Höfundar eru þeir Olafur Haukur Símonarson, Þórarinn Eldjárn og Egill Ólafsson og var verkið fyrst sýnt hjá Leik- félagi Reykjavíkur árið 1980. Leikstjóri er Edda Þórarinsdóttir, en hún hefur áður komið við sögu hjá Leikfelagi Keflavíkur þegar hún setti upp barnaleikritið Línu langsokk fyrir 10 árum og átti Lína aðsóknar- metið hjá félaginu þar til í vor. Leikfélagið var endurvakið fyrir tveim árum, en starfsemi þess hafði legið niðri í nokkur ár. Á síðasta vori flutti Leikfélagið reviuna „Við kynntumst fyrst í Keflavík“ eftir Ómar Jóhannsson og sló sú sýning öll fyrri aðsóknarmet. Hjördís Árna- dóttir formaður Leikfélags Kefla- víkur sagði í samtali við Morgun- blaðið að gott gengi revíunnar væri kveikjan að því að félagið réðst í þetta viðamikla verk. „Þá kom í ljós að hér er mikið af ungu fólki sem, auk þess að leika, kann að syngja og leika á hljóðfæri. Um 30 manns koma við sögu á sýningunni og er þetta mest ungt — og umfram allt áhugasamt fólk sem hefur blásið lífi að nýju í leiklistarstarfsemina,“ sagði Hjördís. Æfingar hafa staðið yfir frá því í september og hafa þær bæði verið langar og strangar, en leikhópurinn hefur æft 6 daga vikunnar í 4 tíma ■ í senn. Edda Þórarinsdóttir leikstjóri sagði að boðskapurinn í söngleiknum Gretti ætti enn fullt erindi til leikhús- gesta, þrátt fyrir að 10 ár væru liðin frá því að verkið var samið. Edda sagði að sér hefði fundist ákaflega gaman að vinna með leikfélagsfólk- inu í Keflavík, sem bæði væri metn- aðarfullt og hefði hæfileika í ríkum mæli. Rp Ráðstefiia Landverndar um umhverfisráðuneyti LANDVERND heldur föstudaginn 10. nóvember ráðstefhu um um- hverfisráðuneyti í Félagsheimili Kópavogs. Ráðstefnan hefst klukkan 13.30 og er öllum opin. Daginn eftir, laugardaginn 11. nóvember, verð- ur aðalfundur Landverndar haldinn á sama stað. I frétt frá Landvernd kemur fram að umhverfisráðuneyti hefur lengi verið baráttumál hjá Landvernd. Nú virðist það í sjónmáli en ýmsar hug- myndir um verksvið þess. Frartjsögu- menn verða Oddmund Graham ráðu- neytisstjóri norska umhverfisráðu- neytisins. Hann mun segja frá upp- byggingu þess ráðuneytis í Noregi. Júlíus Sólnes ráðherra mun gera grein fyrir fyrirætlunum íslenskra ráðamanna um verkefnasvið væntan- legs ráðuneytis hér á landi. Hallgrímur Indriðason fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Ey- firðinga mun velta upp spurningunni hvort skógrækt á Islandi sé land- búnaður eða umhverfismál og Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt segir frá hugmyndum áhugamanna um verkefni þessa ráðuneytis. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 8. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 80,00 38,00 65,19 5,958 388.393 Þorskur(ósL) 70,00 41,00 67,01 ' 2,659 178.184 Þorskur(smár) 51,00 51,00 51,00 0,055 2.805 Ýsa 94,00 90,00 91,98 2,193 201.669 Ýsa(ósl.) 93,00 71,00 86,23 7,925 683.344 Steinbítur 50,00 20,00 29,74 0,176 5.220 Karfi 20,00 20,00 20,00 0,012 230 Ufsi 32,00 32,00 32,00 0,383 12.240 Langa 40,00 38,00 39,14 0,467 18.283 Lúða 325,00 170,00 216,97 0,175 37.861 Samtals 74,90 21,025 1.574.785 í dag verður selt óákveðið magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 89,00 60,00 76,31 16,715 1.275.468 Ýsa 90,00 65,00 82,48 13,413 1.106.367 * Karfi 47,00 37,00 38,13 105,757 4.032.886 Ufsi 47,00 15,00 45,70 8,735 399.191 Steinbítur 55,00 53,00 53,54 3,641 194.950 Langa 56,00 44,00 54,23 4,773 258.835 Lúða 370,00 205,00 262,39 0,474 124.375 Skarkoli 40,00 40,00 40,00 0,523 20.920 Keila 24,00 24,00 24,00 0,280 6.720 Samtals 47,96 155,432 7.454.438 Selt var meðal annars úr Margréti EA, Jóni Vídalín ÁR og Freyiu RE. i dag verður selt úr línu- og netabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur(3.n.) 28,00 28,00 28,00 0,200 5.600 Þorskur(ósL) 75,50 50,00 68,82 28,867 1.986.650 Ýsa(ósL) 91,00 60,00 82,01 9,482 777.665 Karfi 43,50 15,00 38,14 2,050 78.181 Ufsi 21,00 15,00 16,98 0,224 3.804 Steinbítur 35,00 15,00 21,99 0,292 6.420 Langa 44,00 15,00 39,78 2,191 87.162 Lúða 240,00 220,00 233,97 0,136 31.820 Keila 18,50 10,00 17,33 2,455 42.535 Skata 90,00 90,00 90,00 0,080 7.200 Samtals 65,54 46,247 3.031.087 Selt var úr Búrfelli KE Ólafi GK, Sæmundi HF, Bjarna KE og Reyni GK. 1 dag verða meðal annars seld 45 tonn af þorski, 30 tonn af karfa og óákveðið magn úr línu- og netabátum. Skátar byggja upp fyrir fatlaða ONNUR sölusýning sumarbúða skáta að Ulfljótsvatni var opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi, laugardaginn 4. nóvember sl. Sýningin mun verða opin til 17. nóvember. Hér er á ferðinni sýning á verk- um 8-12 ára barna sem dvöldu í sumarbúðum skáta að Úlfljótsvatni síðastliðið sumar. Verkin sem eru til sýnis eru ljósmyndir teknar á myndavélar sem börnin bjuggu sjálf til og flestir þekkja sem kassa- myndavélar. Sýningin er sölusýning. Öllum ágóða af sölu myndanna verður varið til uppbyggingar á aðstöðu fyrir fatlaða að Ulfijótsvatni. Hljómsveitin Nazareth. Nazareth í Glym BRESKA hljómsveitin Nazareth heldur tónleika í Reykjavík næstkomandi föstudag og laug- ardag. Tónleikarnir verða í Glym, þar sem áður var veitinga- húsið Broadway. Nazareth kom hingað til lands fyrir fimmtán árum og lék þá í Laugardalshöll. Hljómsveitin er enn skipuð sömu mönnum, þeim Darrell Sweet, Manny Charlton, Pete Agnew og Dan McCafferty. Á tónleikunum í Glym leikur hljóm- sveitin lög af nýrri plötu, Snakes and ladders, auk eldri lag svo sem Love hurts, Razamanazz og Bad, bad boy. Tónleikarnir hefjast klukkan 23 bæði kvöldin, en íslenska hljóm- sveitin Gildran leikur á undan Naz- areth. Aðgöngumiðar eru seldir í öllum hljómplötuverslunum Steina hf. og í Glym. Bók um sr. Magnús Runólfs- son væntanleg í TILEFNI þess að í febrúar á næsta ári eru liðin 80 ár frá fæðingu sr. Magnúsar Runólfs- sonar, sem um árabil var fram- kvæmdastjóri KFUM í Reykjavík, er nú verið að und- irbúa útkomu bókar með efni eftir sr. Magnús og æviágripi hans. Safnað verður áskrifcnd- um að bókinni og er ráðgert að bókin komi út kringum afmælis- dag sr. Magnúsar, 21. febrúar næstkomandi, en hann lést 24. mars 1972. Séra Magnús Runólfsson var um skeið aðstoðarprestur á Akranesi og síðar sóknarprestur í Árnesi á Ströndum og Þykkvabæ, en áður hafði hann starfað fyrir KFUM í Reykjavík sem framkvæmdastjóri félagsins. Hópur vina og vanda- manna séra Magnúsar hefur ann- ast undirbúning útgáfunnar, en í bókinni verða nokkrar ræður hans, söngvar og æviágrip. Bókagerðin Lilja mun annast útgáfuna og er hægt að gerast áskrifandi með því að senda nafn óg heimilisfang í pósthólf 1203, 121 Reykjavík. Aðalheiður Valgeirsdóttir. Sýningu Aðal- heiðar að ljúka SYNINGU Aðalheiðar Valgeirs- dóttur í Ásmundarsal við Freyju- götu lýkur næstkomandi sunnu- dag. Sýningin hefur staðið frá 28. október. Á sýningunni eru 36 verk, 15 þurrkrítarmyndir og 21 dúkrista. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Sýningin er opin frá kl. 14-20 alla daga. Námskeið í ættrakningu Hjá Ættfræðiþjónustunni, Sól- vallagötu 32a, heíjast á mánudag námskeið í ættrakningu, bæði fyrir byijendur og lengra komna. Þar er veitt fræðsla um leitarað- ferðir, gefið yfirlit um helstu heim- ildir og leiðbeiningar veittar um gerð ættartölu og niðjatals. Þá fá þátttakendur tækifæri til að þjálf- ast í verki við að rekja eigin ættir og frændgarð með afnotum af gagnasafni, m.a. kirkjubók'um um allt land, manntölum, ættartölu- handritum og útgefnum bókum. Nafti misritaðist I leikdómi Jóhönnu Kristónsdótt- ur, um sýningu Leikfélags Hafnar- fjarðar á leikritinu „Leitin að týnda brandaranum" misritaðist nafn eins leikarans, Guðbjartar Kvien. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Parsons leiðbein- ir tónlistarfólki GEOFFREY Parsons, píanóleik- ari, er væntanlegur til landsins á næstunni til þess að leika und- ir á tónleikum fyrir Sigríði Ellu Magnúsdóttur, söngkonu. Parsons mun halda „Master class“ fyrir nokkra söngvara og undirleikara þeirra, mánudags- kvöldið 13. nóvember kl. 20.30 í sal Tónlistarskólans í Reykjavík. Öllum er fijáls aðgangur. Geoffrey Parsons fæddist í Ástr- alíu og heldur reglulega tónleika í föðurlandi sínu. Hann hefur leikið inn á fjölmargar hljómplötur, nú síðast með Jessye Norman og nokkrar plötur með Olaf Bár. Piltur sem var í Firðinum gefi sig fram Rannsóknarlögreglan í Hafii- arfirði óskar eftir að hafa tal af pilti, sem var að skemmta sér í veitingahúsinu Firðinum þar í bæ aðfaranótt sunnudagsins 22. október. Ástæða þess að lögreglan ræða við piltinn er sú, að hann lenti í áflogum við annan pilt. Þegar þeir tókust á slasaðist nærstödd kona nokkuð í andliti. Lögreglan hefur þegar rætt við annan pilt- anna, en óskar eftir upplýsingum um hver hinn er. Hann var á skemmtistaðnum með hópi Horn- firðinga. Þeir sem gætu veitt upplýsingar um hver pilturinn er eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlög- regluna í Hafnarfirði, en auk þess er skorað á piltinn sjálfan að gefa sig fram. Djass í Djúpinu Friðrik Karlsson gítarleikari, Gunnlaugur Briem slagverks- leikari, Richard Korn bassaleik- ari og Reynir Sigurðsson víbra- fónleikari halda djasstónleika í Djúpinu, kjallara veitingahúss- ins Hornsins við Hafharstræti í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er aðgangur ókeypis. Sveinn Björnsson. Sýningu Sveins að ljúka SÝNINGU Sveins Björnssonar, listmálara, á Kjarvalsstöðum lýkur á sunnudagskvöld, en að- sókn að henni hefúr verið góð. Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslitamyndir, grafík, málaðir steinar og málaðar höggmyndir. Öll verkin eru unnin á síðustu 2-3 árum. Sýning Sveins Björnssonar er opin á venjulegum opnunartíma Kjarvalsstaða, frá klukkan 11-18 daglega. Símahappdrætti til rekstrar sum- ardvalarheimilis STYRKTARFÉLAG lamaðra og fatlaðra hefur hafið sölu á mið- um í símahappdrætti félagsins. Tilgangurinn er að safha fé til rekstrar sumardvalarheimilisins í Reykjadal. í frétt frá SLF segir að happ- drættið hafi um margra ára skeið gert félaginu kleift að reka sum- ardvalarheimilið og byggja upp mannsæmandi aðbúnað fyrir börn. Vegna peningaskorts hefur hins- vegar ekki verið hægt að nýta húsið á vetúrna og stefnt sé að bæta úr því. Náði ekki kjöri í Sauðlauksdals- prestakalli Innri-Múla, Baröaströnd. Á Birkimel á Barðaströnd fór fyrir nokkru fram prestkosning í Sauðlauksdalsprestakalli. Einn var í kjöri, séra Jón Isleifsson, settur prestur í Sauðlauksdal og náði hann ekki kjöri. Jón fékk 6 atkvæði, einn seðill var ógildur og 19 auðir. Af 30 kjör- mönnum mættu því 26 til kosning- anna. Jón náði ekki kjöri þar sem vill ' tvö þriðju hluta greiddra atkvæða þarf til að prestur sé rétt kjörinn. Presturinn á Patreksfirði mun því sinna prestakallinu, fram að ára- mótum. Flosi Magnússon, prófastur, stjórnaði kosningunum. SJÞ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.