Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR .9. NOVEMBER1989 SJÓVÁ-ALMENNAR i^i Sparisjóöur Reykjavíkurog nágrennis KAUPÞINC HE XJöfðar til IJLfólksíöllum starfsgreinum! yrirtækin SJÓVÁ-ALMENNAR, Kaupþing hf. og Sparisjóður Reykjavíkur og nógrennis opna í nýju húsnæði, Kringlunni 5. Kaupþing hefur starfsemi sína ó nýja staðnum mónudaginn 13. nóvember en SJÓVÁ- ALMENNAR og SPRON þriðjudaginn 14. nóvember. KRINGLUMYRARBRAUT | Bopjirfclkhusa Krlnglan ver8lunarmlðstöö ; - 14. \Ó\ IV \l l> lu K - munu fyrirtækin þrjú í Kringlunni 5 halda opnunardaginn hótíðlegan. Við vonumst svo sannarlega til að sem flestir líti inn þann dag og þiggi góðgjörðir. Eins og sjó mó ó af- stöðumyndinni hér fyrir ofan, þó er Kringlan 5 gegnt versl- unarmiðstöðinni Kringlunni, við hliðina ó Húsi verslunar- innar og örstutt fró Borgarleikhúsinu. Verið velkomin! Svar ASÍ vegna efnda ríkisstjórnarinnar á loforðum vegna kjarasamninga: Beita hefiir þurft þrýstingi til að stjórnvöld standi við loforðin UMRÆÐUR hafa undanfarið spunnist á Alþingi vegna efnda ríkisstjórnarinnar á Ioforðum í tengslum við kjarasamninga Al- þýðusambands íslands 1. maí í vor. Af því tilefni fór Karvel Pálmason, alþingismaður, þess á leit við ASÍ að það gerði grein ■Tyrir efndum ríkisstjórnarinnar og birtist svar ASI hér í heild. í tilefni fyrirspurnar þinnar um við hvað hafi verið staðið af fyrir- heitum þeim sem ríkisstjórnin gaf aðildarfélögum jAlþýðusambands íslands í kjarasamningum í maí sl. er e.t.v. rétt að fara yfir bréf forsæt- isráðherra sem forsætisráðherra sendi til Alþýðusambandsins. „í því skyni að greiða fyrir kjara- samningum milli Alþýðusambands íslands.annars vegar og Vinnuveit- endasambands íslands og Vinnu- málasambands samvinnufélaganna hins vegar hefur ríkisstjórnin eftir viðræður við fulltrúa Alþýðusam- bandsins ákveðið eftirfarandi: 1. Atvinnumál Ríkisstjórnin mun skipa sérstaka nefnd með fulltrúum ASÍ, VSÍ og VMS auk fulltrúa stjórnvalda til að ijalla um ástand og horfur í at- vinnumálum og móta langtíma- stefnu um atvinnuuppbyggingu í landinu. Fyrst í stað skal nefndin þó einbeita sér að þróun atvinnu- mála á næstu misserum. Svar: Forsætisráðherra hefur með bréfi dagsettu 7. september sl. skip- að sérstaka nefnd um atvinnumál, sem í eiga sæti 11 fulltrúar, þar af 6 frá aðilum vinnumarkaðarins. Hún hefur haldið einn fund. Hann var í september sl. 2. Atvinnuleysistryggingar Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að á yfirstandandi þingi verði lögum um atvinnuleysistryggingar breytt þannig að heimilt verði að lengja bótatímabil atvinnuleysis- trygginga úr 180 dögum í 260 daga. Jafnframt verði kannað með hvaða hætti megi tryggja verkafólki við landbúnaðarstörf rétt til atvinnu- leysisbóta. Svar: Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um atvinnuleys- istryggingar þess efnis að nú hefur stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs heimild til þess, í ákveðnum tilvik- um, að lengja bótatímabil atvinnu- leysistrygginga úr 180 dögum í 260 daga. Frá því í október 1988 hefur verið að störfum nefnd til að endur- skoða lög og reglur um atvinnuleys- istryggingar. Fyrirheit ríkisstjórn- arinnar varðandi könnun á því með hvaða hætti tryggja mætti rétt verkafólks við landbúnáðarstörf til atvinnuleysisbóta var komið á fram- færi við nefnd, sem endurskoðar lög og reglur varðandi atvinnuleysis- tryggingar, strax í vor. Vegna frá- falls formanns nefndarinnar hefur heilbrigðis- og tryggingaráðherra þegar skipað nýjan formann og er- indi Alþýðusambandsins verið ítrek- að við hann. Þess hefur jafnframt verið óskað að nefndarstarfinu ljúki fyrir lok nóvember nk. 3. Verðlagsmál Ríkisstjórnin mun sporna eins og MARGVERÐLAIMÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.