Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 35
MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1989 frekast er kostur við verðhækkun- um á næstu misserum. Verðstöðvun verður sett á opinberá þjónustu þannig að verðlagning hennar mið- ist við forsendur fjárlaga fyrir árið 1989 og ríkisstjórnin mun beita sér fyrir aðhaldi að verðákvörðunum einokunarfyrirtækja og markaðs- ráðandi fyrirtækja. í samstarfi við samtök launafólks' verði unnið öflugt verðkönnunar- og kynning- arstarf. Jafnframt mun ríkisstjórnin veija 500-600 milljónum króna til aukinna niðurgreiðslna á verði land- búnaðarvara frá 1. apríl til ársloka, þannig að þær verði óbreyttar í krónutölu út árið, eða grípa til ann- arra jafngildra aðgerða til lækkunar á verði nauðsynjavöru. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir sérstakri lækkun á verði dilkakjöts. Svar: Ekki er greinanlegt að öðru- vísi hafi verið staðið að verðlags- málum eða spymt fastar við verð- hækkunum en áður hefur tíðkast. Hækkun á heildsöluverði raf- magns frá Landsvirkjun hefur hækkað meira en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir. Yfirlit um hækkanir verðlags og launa frá apríl og maí 1989 fram í október. Orlofsuppbót og hækkun desemberuppbótar upp á kr. 917 á mánuði bætt við kauptaxta. apr.-okt. maí-okt. Búvörur 14,9% 13,9% Innlendar matvörur 11,3% 8,9% Innfluttar matvörur 13,9% 13,8% Hiti og rafmagn 10,8% 10,8% Fargjöld 18,2% 18,2% Vísitala framfærsluk. 11,5% 9,3% Lágmarkslaun 13,2% 4,1% Fiskvinna e. 7 ár 12,2% 3,8% 50.000 kr. laun 8,8% 2,8% Verðkönnunar- og kynningar- starf hefur verið unnið í samráði við samtök launafólks. Um hversu öflugt það hefur verið má deila. Að minnsta kosti hefur gengið hægt að fá fé til þess starfs. Verðhækkanir í júní. Um mánaðamótin maí/júní átti verð á bensíni að hækka um kr. 8,20 pr. lítra, og af þeirri hækkun áttu kr. 4,40 að renna beint til ríkis- sjóðs. Fulltrúar launþega reyndu að koma í veg fyrir þessar hækkan- ir í Verðlagsráði, en án árangurs. Þann 5. júní hækkuðu búvörur í verði um 5-15%. T.d. hækkaði mjólkurlítrinn 12,8%. Á þessum tíma stóðu ASÍ og BSRB fyrir margs konar aðgerðum til þess að mótmæla slíkum verð- hæHkunum í kjölfar kjarasamning- anna, má þar t.d. nefna íjöhnennan útifund á Lækjartorgi, áskoranir til fólks um að kaupa ekki mjólkurvör- ur og að láta bílinn standa í tvo daga. í kjölfar þessara aðgerða lét ríkisstjórnin undan þrýstingi og ákvað að lækka verð á mjólk og bensíni. Verð á mjólk lækkaði um 4 kr. pr. lítra og bensín um 2 kr. pr. lítra. Þessar aðgerðir sýndu að í raun þurfti að beita stjórnvöld miklum þrýstingi til þess að fá þau til þess að standa við eigin loforð. Verðhækkanir í september. Þann 1. september hækkuðu mjólkurvörur á bilinu 10-14%, en auk þess hækkuðu egg, kjúklingar og nautakjöt nokkuð minna. Megin- orsök hækkunarinnar var mikil hækkun launaliðar bænda sem hækkaði langt umfram laun verka- fólks. Miðstjórn ASÍ og fleiri mót- mæltu þessum hækkunum kröftug- lega og var rætt um að þörf væri svipaðra aðgerða og í júní. Þann 19. september voru mjólk- urvörur lækkaðar í verði um 3-6%, t.d. lækkaði nýmjólk um 4%. Þetta var því í annað sinn á samningstímabilinu sem hluti af hækkun mjólkurvara var dreginn til baka. Það vekur athygli í sambandi við þessar hækkanir að í bæði skiptin þarf kröftug viðbrögð frá launþeg- um og samtökum þeirra til þess að ná árangri þrátt fyrir að ríkisstjórn- in hafí lofað að stuðla að aðhaldi í verðlagsmálum. Ríkisstjórnin beitti sér fyrir sér- stakri lækkun dilkakjöts enda var birgðastaða þess orðin þannig að nauðsynlegt var orðið að losna við það. 4. Skattamál Ríkisstjórnin mun hafa samráð við samtök launafólks um úrbætur í skattamálum meðal annars um aðgerðir til að koma í veg fyrir skattsvik. Þá mun ríkisstjórnin láta kanna skattlagningu lífeyrisið- gjalda meðal annars með tilliti til tvísköttunar. Ríkisstjórnin mun hafa samráð við samtök launafólks um undirbúning og framkvæmd virðisaukaskattsins sem tekinn verður upp um næstu áramót, með- al annars um hugsanleg tvö þrep í skattinum. Svar: Alþýðusambandinu er ekki kunnugt um að samráð hafi verið haft við samtök launafólks um úr- bætur í skattamálum eða aðgerðir til að koma í veg fyrir.skattsvik. Alþýðusambandinu er ekki kunn- ugt um efndir þess að ríkisstjórnin hafi látið kanna skattlagningu lífeyrisiðgjalda með tilliti til tvísköttunar. Alþýðusambandinu hefur ekki gefist kostur á að fylgjast með því sem Ijármálaráðuneytið fyrirhugar með virðisaukaskattinn. 5. Vaxtamál Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir áframhaldandi lækkun raunvaxta á verðtryggðum lánum. Jafnframt verði þjónustugjöldum banka og sparisjóða veitt aðhald. Svar: Það kann að vera að ríkis- stjórnin hafi beitt sér í þessum málum. Árangur af því er ekki merkjanlegur frá því í maí. 6. Húsnæðismál Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir sérstöku átaki í félagslegum íbúða- byggingum þannig að á síðari hluta þessa árs verði hafnar framkvæmd- ir við að minnsta kosti 200 nýjar íbúðir í félagslega íbúðakerfinu. Svar: Heimiidir hafa fengist til að framkvæmdir hæfust við allt að 200 nýjar íbúðir í félagslega íbúða- kerfinu. Ekki sjást merki þess í endurskoðuðum fjárlögum ársins 1989 og ekki heldur í frumvarpi til fjárlaga ársins 1990 að ríkissjóður geri ráð fyrir sérstöku fjármagni til þessa verkefnis. 7. Lífeyrismál Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir ftamlengingu laga um eftirlaun til aldraðra. Ríkisstjórnin mun kanna með hvaða hætti er unnt að greiða fyrir aðild starfsfólks verndaðra vinnu- staða að lífeyrissjóðum þannig að niðurstaða liggi fyrir 1. júní nk. Svar: Alþýðusambandinu er ekki kunnugt um að efnt hafi verið lof- orð ríkisstjómarinnar um að hún beiti sér fyrir framlengingu laga um eftirlaun aldraðra. Fjármálaráðuneytið hefur kynnt sér gögn varðandi aðild starfsfólks verndaðra vinnustaða að lífeyris- sjóðum, þ. á m. gögn frá samtökum launafólks. Það er niðurstaða ráðu- neytisins að ekki sé unnt að ráða af þessum gögnum að meiri áhætta sé fyrir lífeyrissjóði vegna þessa fólks en annars launafólks. Því er það mat ráðuneytisins að hér sé fyrst og fremst um að ræða úr- lausnarefni fyrir samtök launafólks. Ríkisstjórnin er reiðubúin að beita sér fyrir viðræðum sem miða að því að leysa þetta mál með samráði samtaka launafólks og almenna lífeyrissjóðakerfisins. Fáist ekki farsæl lausn á málinu með slíkum viðræðum er ríkisstjórnin reiðubúin að beita sér fyrir því, að þessi hóp- ur starfsfólks fái aðild að Söfnunar- sjóði lifeyrisréttinda. 8. Bætur almannatrygginga Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að bætur almannatrygginga hækki í samræmi við almennar launahækkanir á samningstímabil- inu. Svar: Ríkisstjórnin hefur staðið við loforð um að bætur almanna- trygginga hækki í samræmi við ai- mennar launahækkanir á samn- ingstímabilinu. 9. Réttarstaða starfsmanna við gjaldþrot o.fl. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að á yfirstandandi þingi verði samþykkt lög sem tryggi launafólki fyrirtækja sem verða gjaidþrota rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta þann tíma sem það er án atvinnu á uppsagnarfresti, meðan það bíður eftir endanlegu uppgjöri á launa- kröfum sínum samkvæmt lögum um ríkisábyrgð á launum. Ríkisstjórnin vinnur nú að mótun almennra reglna um veitingu at- vinnuleyfa til að girða fyrir mis- notkun, t.d. stofnun gervifyrirtækja til-að komast hjá eðlilegum skyldum gagnvart launafólki og opinberum gjöldum. Svar: Réttur verkafólks til greiðslu atvinnuleysisbóta meðan það bíður eftir endanlegu uppgjöri á launakröfum sínum vegna gjald- þrota fyrirtækja er tryggður. Á vegum dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins er verið að vinna að _____________________________35 ~ undirbúningi lagabreytinga til þess að girða fyrir misnotkun á heimild- um til að takmarka ábyrgðir eig- enda atvinnufyrirtækja við gjald- þrot o.þ.u.l. Það hefur nýlega verið samþykkt á Alþingi að hækka lágmarksfjár- hæð hlutafjár úr kr. 20.000 í kr. 400.000 frá og með 1. mars 1990. Það er mat ríkisstjórnarinnar að þetta ákvæði eigi að draga úr stofn- un svokallaðra „gervihlutafélaga". Þá skipaði dómsmálaráðherra hinn 8. september sl. nefnd embætt- ismanna til að semja frumvarp til laga um bann við atvinnustarfsemi vegiia brota tengdri slíkri starf- semi. Alþýðusambandinu er ekki kunnugt um það hvort á vegum ríkisstjórnarinnar sé unnið að mót- un almennra reglna um veitingu^ atvinnuleyfa til að girða fyrir mis- notkun núverandi reglna. 10. Starfsmenntun Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að áfram verði haldið upp- byggingu „starfsmenntunar og stefnt að því að koma á samræmdu starfsmenntunarkerfi á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins. Svar: Nefnd hefur verið skipuð í málið. Hún hefur haldið allmarga fundi. Frumdrög að lögum um starfsmenntun í atvinnulífinu liggja fyrir. 11. Fæðingarorlof Ríkisstjórnin mun skipa nefnd, sem hafi það verkefni að skoða og útfæra þá stefnumörkun, er fram kemur í álitsgerð nefndar, sem samdi frumvarp til Iaga um fæðing- arorlof, og miðar að því að konur hvar sem þær eru í starfi njóti jafn- réttis hvað varðar fæðingarorlof. Svar: Nefnd var skipuð í málið þann 19. október sl.'Einn fundur hefur verið haldinn. Hann var 1. nóvember sl. 12. Félagsmálaskóli alþýðu Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að frumvarp um Félagsmála- skóla alþýðu verði lögfest á yfir- standandi þingi. Svar: Lög um Félagsmálaskóla alþýðu hafa verið samþykkt á Al- þingi. Óljóst er um fjárveitingar. F.h. Alþýðusambands íslands, Lára V. Júlíusdóttir frkvstj. Iðntæknistofiiun íslands: Athugasemd — við skýrslu yfirskoðunarmanna rík- isreiknings og Ríkisendurskoðunar í NÝLEGRI skýrslu frá Ríkisendurskoðun og yfirskoðunarmönnum ríkisreiknings eru gerðar athugasemdir við rekstur Iðntæknistofnun- ar Islands árið 1988. Ymislegt sem þar kemur fram er villandi. Undirritaður telur því nauðsynlegt að gera skýra grein fyrir stað- reyndum málsins. (þús. kr. 120000 100000 80000 60000 40000 20000 0 1985 1986 1987 1988 Ár Sértekjur og ríkisframlag til Iðntæknistofnunar íslands 1985—1988 á verðlagi des. ’88. 1. Tekjur Iðntæknistofnunar ís- lands eru annars vegar sértekjur, sem aflað er með sölu I þjónustu til atvinnulífsins, einkum fyrirtækja í iðnaði og hins vegar ríkisframlag. í fjárlögum fyrir árið 1988 var gert ráð fyrir að stofnunin fengi 65 millj. kr. í ríkisframlag og umfang rekstrarins yrði að öðru leyti háð sértekjum. Þetta þýddi verulegan niðurskurð frá því sem verið hafði næstu árin á undan (sj'á töflu). í þessu sambandi má einnig benda á að í fjárlagafrumvarpi fyrir 1989 kemur fram að fjárveiting til Iðn- tæknistofnunar Islands hafi verið vanáætluð árið 1988. Leiðrétting fékkst á árinu 1988 upp á 18 millj. kr. Fjárveiting árs- ins 1988 hækkað því í 83 millj. kr., sértekjur urðu 101,3 millj. Heildartekjur námu því 184,3 millj. kr. en rekstrargjöld ársins urðu 186,6 millj. kr., eða 2,3 millj. kr. umfram tekjur. í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir: „Heildargjöld til stofnunar- innar voru 85,3 millj. kr. umfram fjárlög eða 31%.“ Þetta er rangt. Hið rétta er að um áramótin 1988/1989 nam skuld stofnunar- innur við ríkissjóð (framlag umfram fjárveitingu) alls 7,7 millj. kr., eða 9,25% af fjárveitingu. Því má svo bæta við að skuld Iðntæknistofnunar íslands frá 1988 hefur þegar verið gerð upp við ríkis- sjóð. _ 2. 1 skýrslu Ríkisendurskoðunar segir um þá 18 millj. kr. leiðrétt- ingu sem fékkst á framlagi til Iðn- tæknistofnunar íslands á árinu 1988: „Skýringin er m.a. sú að á und- anförnum árum hafa umsvif stofn- unarinnar aukist talsvert umfram það sem áætlanir fjárlaga gerðu ráð fyrir." Þetta er rangt. Skýringin er verulegur niðurskurður á framlög- um til Iðntæknistofnunar íslands í ljárlögum fyrir 1988 (65 millj. kr.), frá því sem verið hafði næstu tvö árin á undan, sjá töflu. 1985 1986 1987 1988 íjárveiting 77,890 85,669 77,308 83,160 Br. milli ára 9.99% +9,76% 7,56 Tafla: Ríkisframlag til Iðntækni- stofnunar íslands 1985-1988 á verðlagi dés. 1988. 3. I skýrslunni er fullyrt að Iðn- tæknistofnun íslands hafi ekki tek- ist að afla þeirra sértekna sem áformað hafi verið. Þetta er einnig rangt. I starfs- og fjárhagsáætlun stofnunarinnar fyrir 1988 var gert ráð fyrir að sértekjur yrðu 89,9 millj. kr. á meðalverðlagi 1988. Reyndin er hins vegar að séilekjur urðu 101,3 millj. kr., eða 12,7% umfram það sem áformað hafði verið. Frá 1986-1988 hækkaði heildarvelta Iðntæknistofunnar ís- lands á föstu verðlagi úr 168 millj. kr. í 184 millj. kr. Sértekjur hækk- uðu um 19 millj. kr. en ríkisframlag lækkaði um 2,5 millj. kr. Sértekjuhlutfall Iðntæknistofn- unar fslands hafði aldrei verið jafn hátt og árið 1988, sjá mynd. Sér- tekjuhlutfall stofnunarinnar er eitt það hæsta meðal sambærilegra stofnana. það var 54,3% af veltu 1988 og slefnir í að verða 58% á árinu 1989. 4. Umsvif Iðntæknistofnunar ís- lands hafi aukist verulega á undan- förnum árum. Þessi aukning er að mestu til komin vegna aukinna sér- tekna, eins og sjá má á mynd. Eins og fram kemur í töflu hefur fjárveit- ing til Iðntæknistofnunar íslands nánast staðið í stað frá 1986. Á sama tíma hefur Iðntæknistofnun íslands tekist að auka og etla veru- lega þjónustu sína við atvinnulífið án þess að ríkisframlag til stofnun- arinnar hafi hækkað. Þessi árangur er fyrst og fremst starfsfólki Iðn- tæknistofnunar að þakka. Starfs- menn hafa lagt sig fram við að veita þá þjónustu sem atvinnulífið hefur haft þörf fyrir á hveijijjjj^ tíma. Kostnaður vegna aukningar á starfsmannafjölda hefur því ekki verið fjármagnaður með ríkisfram- lagi, eins og látið er að liggja í skýrslu Ríkisendurskoðunar, heldur auknum sértekjum. 5. I skýrslu Ríkisendurskoðunar segirf „ .. . ógreidd gjöld eru ekki færð upp um áramót hjá stofnun- inni eins og vera ber.“ Varðandi þetta atriði gildir um Iðntækni- stofnun íslands nákvæmlega þac sama og fjölda annarra sambæri legra stofnana. Fram til þessa hefui það ekki verið í verkahring stjórn- enda Iðntæknistofnunar íslands að sjá um með hvaða hætti ógreidd gjöld eru bókfærð um áramót. Afkoma Iðntæknistofnunar ís- lands er að miklu leyti háð trúnað- artrausti fyrirtækjanna í landinu. Stofnunin vinnur að fjölda hagnýtra rannsókna- og þróunarverkefna og er ráðgefandi í ýmsum rekstrar- og tæknimálum. Auk þess hefur hún með höndum gæðaeftirlit og prófanir á ýmsum sviðum iðnaðar, rekur fræðslustarf fyrir atvinnulífið og hefur yfirumsjón með stöðlum. Forsenda þess að Iðntæknistofnun íslands geti sinnt hlutverki sínu og aflað þeirra sértekna sem henni ei ætlað er að þeir aðilar sem hún er ímestum tengslum við beri til henn- ar trúnaðartraust. í skýrslu Ríkis- endurskoðunar eru bornar fram óréttmætar ásakanir og rangar full- yrðingar sem geta haft slæm áhrií á þetta traust. Slíkt hlýtur að kalla á viðbrögð af hálfu Iðntæknistofun- ar íslands. Páll Kr. Pálsson, forstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.