Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 9 NÖVÉMBER 1989 Fj órir háhyrning- ar bíða útflutnings FJORIR háhyrningar eru í Sædýrasafhinu og bíða þess að verða flutt- ir úr landi. Að sögn forráðamanna safhsins hafa þeir þegar verið seldir. í frétt breska dagblaðsins Daily Express, er því haldið fram að þeir hafi verið seldir fyrir 600.000S eða tæplega 60 milljónir króna, hver. Ráðamenn Sædýrasafhsins neita þeirri upphæð. Magnús Skarphéðinsson, tals- maður Grænfriðunga, segist hafa fengið upplýsingar að utan um að tveir háhyrninganna hafi verið seld- ir dótturfyrirtæki Sea World í Hong Kong eða Japan og að þeir verði sendir þangað á næstu dögum. Lögum samkvæmt megi sædýra- söfn í Bandaríkjunum, Kanada og flestum Evrópuríkjum ekki kaupa lifandi háhyrninga sem eru veiddir í sjó en leyfilegt er að selja þá milli safna. Þess vegna fari háhyming- arnir fyrst til Hong Kong. Þá segir Magnús að líklega fari tveir háhyrninganna á safn í Frakk- landi, samkvæmt þeim upplýsing- um sem hann hafi fengið. „Ég vissi til að deild í Sea Shepherd ætlaði að koma hingað til lands og reyna að koma í veg fyrir veiðarnar en þeir voru of seinir,“ sagði Magnús. VEÐUR í frétturr) breska blaðsins Daily Express kemur fram að blaðamanni hafi verið neitað að skoða dýrin í Sædýrasafninu og að þeirra sé gætt allan sólarhringinn. Forráða- menn safnsins segja að engum blaðamönnum og allra síst erlend- um væri hleypt að safninu. Reynsl- an hefði sýnt að erlendu blaða- mönnunum væri ekki treystandi, í skrifum þeirra væru tómir útúr- snúningar. Þeir vildu ekki staðfesta að söluverð háhyrninganna væri rétt, sögðu aðeins: „Betur að satt væri,“ þegar þeir heyrðu uþphæð- ina. Þetta verð væri ijarstæða og dæmigert fyrir meðferð erlendra blaðmanna á staðreyndum. Jafn- framt fullyrtu þeir að háhyrning- arnir færu ekki til Hong Kong en vildu ekki segja hvert eða hvenær þeir færu. Japanska skipið Kayo Maro Síldarfrysting: Japanskt skip kom- ið til Norðflarðar Neskaupstað. JAPANSKA skipið Kayo Maro, sem flytur frysta síld héðan til Jap- ans, kom til Norðíjarðar á fostudag. Það liggur úti á firðinum en búist er við að það leggist að bryggju í dag eða einhvern næstu daga. A Neskaupstað er búið að frysta 20 tonn af síld á Japansmark- að og um 400 tonn á Evrópumarkað. Hins vegar höfðu 900-1.000 tonn verið fryst á Japansmarkað 2. nóvember í fyrra. Evrópukeppnin: TR með forystu TAFLFÉLAG Reykjavíkur hlaut 3 vinninga en NTK Búdapest 2 í fyrri umferð i Evrópukeppni skákfélaga, átta liða úrslitum, sem tefld var í Búdapest í Ung- verjalandi í gær. Úrslit urðu þau að Jóhann Hjart- arson tapaði fyrir Portisch, Jón L. Árnason vann Zsuzsa Polgar, Mar- geir Pétursson gerði jafntefli við Judit Polgar, Helgi Ólafsson vann Barbero, Hannes Hlífar Stefánsson gerði jafntefli við Forintos og Karl Þorsteins gerði jafntefli við Zsofia Polgar. Seinni umferðin verður tefld í dag. Hér var 800 tonnum af frystri síld skipað út í japanskt skip 2. VEÐURHORFURIDAG, 9. NOVEMBER. YFIRLIT í GÆR: Norðaustanstinningskaldi og snjókoma nyrst á Vest- fjörðum en austan- eða suðaustangola annars staðar á landinu. Skúr- ir voru við suður- og austurströndina en skýjað og þurrt annars stað- ar. Hiti víöast 1 til 4 stig á láglendi. SPÁ: Suðaustan- og síöar austan- eða norðaustanátt, stinningskaldi eða allhvass með slyddu eða snjókomu norðan til á Vestfjörðum en gola eða kaldi annars staðar. Skúrir sunnanlands og austan í kvöld en léttir heldur til suðvestanlands á morgun. Skýjað með köflum, dálít- il slydduél á annesjum en annars þurrt að kalla á Vestur- og Norður- landi. Hiti víðast 0-5 stig en þó vægt frost í innsveitum noröanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðaustanátt með éljum norðan- og austanlands en björtu veðri syöra. Hiti um og yfir frostmarki sunnanlands á föstudag en tveggja til fjögurra stiga frost norðanlands. Á laugardag verður frost um allt land. TÁKN: Heiðskírt {jfc Léttskýjað Zjik. Hál,skýiað 'wm%m Á: , Skýjað Alskýjað x Nórðan, 4 vindstig: *' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * # # # Snjókoma * * * ■JQ Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tfma hiti veöur Akureyri 0 skýjað Reykjavik 3 skýjað Bergen 9 skýjað Helsinki 5 súld Kaupmannah. 8 þokumóða Narssarssuaq +13 heiðskirt Nuuk +10 léttskýjað Osló vantar Stokkhólmur 4 skýjað Þórshöfn 7 léttskýjað Algarve 21 léttskýjað Amsterdam 10 rigning Barcelona 19 léttskýjað Berlín 6 þokumóða Chicago 7 alskýjað Feneyjar 14 hálfskýjað Frankfurt 8 alskýjað Glasgow 6 þokumóða Hamborg 8 skýjað Las Palmas 22 úrkoma London 13 skýjað Los Angeles 12 þokumóða Lúxemborg 5 skýjað Madríd 18 mistur Malaga 23 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Montreal 3 alskýjað New York 13 þokumóða Orlando 17 skýjað París 13 alskýjað Róm 14 léttskýjað Vfn 8 skýjað Washington 11 þoka Winnipeg 0 snjókoma nóvember í fyrra en 19. og 20. sama mánaðar var 500 tonnum til við- bótar skipað út í Kayo Maro. Hugsanlegt er að síld, sem fryst hefur verið um borð í skipum í haust, verði skipað um borð í Kayo Maro. Óvíst er hvort skipið muni bíða eftir að meira verði fryst af síld á Japansmarkað en í haust hefur lítið veiðst af stórri síld, sem hentar til frystingar á þann markað. Ágúst Húsnæðislán: Stúdentar afhenda und- irskriftir AÐ FORGÖNGU Stúdenta- ráðs hefúr undanfarna daga verið safnað undirskriftum gegn þeirri grein Qárlaga- frumvarpsins, sem gerir ráð fyrir að 60 milljónir af fé Happdrættis Háskóla íslands renni til Þjóðarbókhlöðunnar. í gær voru komnir inn listar með nöfnum 2.200 stúdenta og fleiri listar voru væntanlegir. Stúdentar ætla að afhenda Guð- rúnu Helgadóttur forseta Sam- einaðs þings listana í Alþingis- húsinu í dag kl. 13.30. Seðlabanki mælir með vaxtahækkun SEÐLABANKI Islands mælir eindregið með að vextir af lánum Bygg- ingarsjóðs ríkisins verði hækkaðir um einn hundraðshluta að lág- marki, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Hús- næðismálastjórn felldi fyrir skömmu tillögu um slíka vaxtahækkun en samþykkti þess í stað tillögu um óbreytta vexti. Jóhanna segir að i áliti Seðla- bankans komi fram að vextir þyrftu að hækka af öilum lánum Bygging- arsjóðs, bæði nýjum og eldri lánum. Hins vegar segir hún stefnu ríkis- stjórnarinnar vera að hækka ekki vexti af eldri lánum. Ríkisstjórnin hefur vaxtaákvörðunina nú til með- ferðar og kveðst Jóhanna hafa gert stjórninni grein fyrir því, að um tvo kosti sé að ræða. Ánnars vegar hækkun vaxta, hins vegar auknar fjárveitingar til Byggingarsjóðs. Verði hvorug þessara leiða farin stefni Byggingarsjóðurinn í gjald- þrot á skömmum tíma. Vextir af almennum húsnæðis- lánum eru nú 3,5% og hækka í 4,5% ef farið verður eftir tillögu Seðla- bankans. Vaxtamunur á teknum lánum Byggingarsjóðs og veittum lánum er um þrír hundraðshlutar, en verður tveir ef vextirnir hækka. Skoðanakönnun Gallups: Ahorfendum Ríkis- sjónvarpsins flölg- að frá fyrri könnun SAMKVÆMT niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup á íslandi á sjón- varpsáhorfun 2.-4. nóvember síðastliðinn, hefur þeim íjölgað frá fyrri skoðanakönnun sem horfa á Ríkissjónvarpið. Þar sem útsending- ar beggja stöðvanna sjást horfðu 59—72% einhverntíma á Ríkissjón- varpið, en 44—48% á stöð 2. Samkvæmt skoðanakönnun I september horfðu 55—59% á Ríkissjónvarpið og 41—47% á Stöð 2. Könnunin var unnin fyrir ís- Ienska sjónvarpsfélagið, Ríkisút- varpið sjónvarp og Samband íslenskra auglýsingastofa. I úrtak- inu voru 850 manns á aldrinum 15—70 ára, og af þeim svöruðu 599, eða 70% úrtaksins. Af að- spurðum sögðust 93% hafa eitthvað horft á sjónvarp þessa þrjá daga, 86% sögðust ná útsendingum beggja stöðva og 58% sögðu að myndlykill væri á heimilinu. Flestir horfðu á fréttir Ríkissjón- varpsins, en 36—50% þátttakenda á samanburðarsvæðinu horfðu á þær þá_ daga sem könnunin var unnin. Á fréttir Stöðvar 2 horfðu 20—29% þátttakenda. í könnuninni voru lagðar nokkrar aukaspurningar fyrir þátttakendur. Þar kom meðal annars í ljós að af þeim sem svöruðu horfðu 72% á þáttinn Á tali hjá Hemma Gunn í Ríkissjónvarpinu, og 26% horfðu á spurningakeppni Ómars Ragnars- sonar, Bæirnir bítast, á Stöð 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.