Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1989 PáUFrið- bertsson látinn PÁLL Friðbertsson frá Súganda- firði lést á Hrafnistu í Reykjavík síðastliðinn sunnudag. Hann var fæddur 10. nóvember 1916 og hefði því orðið 73 ára á morgun. Páll rak versiun, útgerð og fisk- vinnslu á Suðureyri, var meðal annars einn af stofiiendum og for- stjóri Fiskiðjunnar Freyju hf. Foreldrar Páls voru Friðbert Guðmundsson hreppstjóri og út- gerðarmaður og Elín Þorbjarnar- dóttir kona hans. Þau voru bæði ættuð úr Súgandafirði. Átján ára hóf Páll afskipti af útgerð er hann, eftir nám í Héraðsskólanum á Núpi, var nokkur sumur í Siglufirði og sá þar um útgerð fjögurra síldar- báta. Hann stofnaði eigin verslun á Suðureyri árið 1940 og rak hana í þijá áratugi. Samhliða verslunar- rekstrinum stundaði hann útgerð. Árið 1952 stofnaði hann fiskverkun með tveimur bræðrum sínum, skip- stjórunum Ólafi og Gissuri. Árið 1961 stofnuðu þeir hraðfrystihús, Fiskiðjuna Freyju hf., sem er helsta atvinnufyrirtækið á Suðureyri. Með fiskvinnslunni gerðu bræðurnir út báta og síðar skuttogara. Létu þeir til dæmis smíða skuttogarann Eh'nu Þorbjarnardóttur ÍS og gáfu nafn móður sinnar. Páll var forstjóri Páll Friðbertsson. Fiskiðjunnar Freyju hf. og annarra fyrirtækja þeirra bræðra þangað til þeir seldu fyrirtækið til Sambands íslenskra samvinnufélaga árið 1981. Þá hætti hann afskiptum af útgerð og fiskvinnslu. Páll sat í hreppsnefnd Suður- eyrarhrepps í nokkur ár. Páll hefur búið í Reykjavík síðast- liðin fimm ár, síðasta árið á dvalar- heimilinu Hrafnistu. Eftirlifandi eiginkona hans er Svanhvít Ólafsdóttir úr Reykjavik. Hann eignaðist fimm syni, Gylfa, Sævar, Gunnar, Friðbert og Leó. Útför Páls Friðbertssonar fer fram frá Bústaðakirkju klukkan 13.30 næstkomandi föstudag. Athugasemd frá Landsvirkjun: Raunlækkun rafinagns Morgunbiaðinu hefúr borist eft- irfarandi athugasemd fr'á Halldóri Jónatanssyni, forsljóra Lands- virkjunar: „I Morgunblaðinu miðvikudaginn 8. þ.m. er fjallað um bréf Alþýðu- sambands Islands til forsætisráð- herra varðandi fyrirspurn frá Kar- veli Pálmasyni, alþingismanni, um efndir á þeim fyrirheitum sem ríkis- stjórnin gaf Alþýðusambandi ís- lands í tengslum við gerð kjara- samninga síðastliðið vor. í þessari umfjöllun blaðsins er upplýst að í bréfi Alþýðusambands- ins komi fram „að heildsöluverð rafmagns frá Landsvirkjun hafi hækkað meira en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir“. Af þessu tilefni óskar Landsvirkjun að taka fram eftirfarandi: 1. í forsendum fjáralagafrum- varpsins fyrir árið 1989 er gert ráð fyrir því að innlent verðlag hækki um 12% að meðaltali milli áranna 1988 og 1989 og vísitala bygging- arkostnaðar um 10%. Þessar for- sendur hafa brugðist því nú gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að verð- bólgan í ár verði um 24% í stað 12% og að vísitala byggingarkostnaðar hækki um 23% í stað 10%. 2. Meðalverð á rafmagni frá Landsvirkjun til almenningsraf- veitna var kr. 1,72/kWst 1988 og áætlast verða kr. 1,95/kWst 1989. -Verðið áætlast því hækka um kr. 0,23/kWst milli 1988 og 1989 eða um 13%. 3. Miðað við núverandi spá Þjóð- hagsstofnunar um að vísitala bygg- ingarkostnaðar hækki um 23% milli áranna 1988 og 1989 lækkar um- rætt meðalverð Landsvirkjunar um 8% að raungildi frá 1988 til 1989 og hefur raunverðið þá lækkað alls um 38% síðan 1984. Af þessu má sjá að hækkunin á heildsöluverði Landsvirkjunar 1989 fylgir nánast forsendum fjárlaga- frumvarpsins fyrir árið í ár enda þótt þær hafí gjörsamlega brugðist í raun og leiði til þess að raf- magnsverð Landsvirkjunar lækkar fyrirsjáanlega að raungildi um 8% í ár eins og að framan greinir.“ Skerðingin bitnar þungt á læknadeild FORSETl læknadeildar Há- skóla íslands, Þórður Harðar- son, hefur óskað eflir birtingu á eftirfarandi yfirlýsingu: í fjárlagafrumvarpi því sem fjármálaráðherra hefur lagt fyrir Álþingi er gert ráð fyrir að Há- skóli Islands verði sviptur for- ræði eigin aflafjár og hluta þess varið til verkefna utan Háskól- ans. Jafnframt er fyrirsjáanlegt að eigin tekjur Háskólans fara þverrandi. Afleiðingin verður stórskertar framkvæmdir á veg- um Háskólans, nýbyggingar og viðhald. Þetta mun bitna þungt á læknadeild og námsbrautum hennar. Hús læknadeildar við Vatnsmýrarveg er aðeins fyrsti áfangi uppbyggingar á svæðinu. Það er enn hálfkarað og um- hverfí ófrágengið. Námsbrautir í sjúkraþjálfun og lyfjafræði lyfsala búa við all- sendis ófullnægjandi bráða- birgðaaðstöðu að nokkru í leigu- húsnæði, sama er meðal annars að segja um kennslugreinarnar lyfjafræði, félagslæknisfræði, réttarlæknisfræði, heimilislækn- isfræði og heilbrigðisfræði. Deildarráð læknadeildar og fulltrúar námsbrauta vjlja ein- dregið mótmæla ásælni fjármála- ráðherra í sjálfsaflafé Háskóla íslands og vara við afleiðingum þess að brýnar framkvæmdir á vegum deildarinnar séu stöðvað- ar með þessum hætti. Verkamannasambandið kynnir ríkisstjórninni ályktanir sínar; Gert ráðfyrir fiindahöld- um VMSI og ríkisstjórnar „Við kynntum ríkisstjórninni þær ályktanir sem þing Verkamanna- sambandsins samþykkti fyrir nokkru síðan," sagði Karl Steinar Guðna- son, varaformaður VMSI, eftir fúnd fúlltrúa framkvæmdastjórnar sam- bandsins með ráðherrum stjórnarflokkanna í gær. Hann sagðist búast við að framhald yrði á þessum viðræðum. „Það voru ýmsar spuming- ar lagðar fram sem ekki vora efiii til að svara einmitt nú og við ráð- gerum annan fund á næstunni." Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, tók í sama streng og sagði að aðilar myndu hittast aftur. Hann sagði fúndinn hafa verið mjög gagnlegan. Karl Steinar sagði að ályktanimar fjölluðu um orkufrekan iðnað og nauðsyn þess að virkja og selja ork- una til að auka hagvöxt og skapa atvinnutækifæri. Einnig hefði verið kynnt ályktun um sjávarútvegsmál, þar sem gerð væri krafa til þess að allur fískur yrði seldur á mörkuðum innanlands, þannig að tryggt væri að íslendingar hefðu sama rétt og útlendingar til að bjóða í aflann og þannig yrði komið í veg fyrir að físk- vinnsla hér drægist saman á sama tíma og fískvinnsla í Bretlandi væri byggð upp. „Við ræddum sérstaklega at- vinnumálin. Við höfum stórar áhyggjur af þeim. Það er atvinnu- leysi víða um land og við kröfðumst skjótra viðbragða í þeim efnum.“ Hann sagði að ráðherrarnir hefðu lýst áhuga sínum á að stuðla að skjótum úrbótum í atvinnumálum. Varðandi orkufrekan iðnað hefði verið bent á að viðræður um þær stæðu yfir og þrátt fyrir afturkipp nú yrði unnið áfram af fullum krafti í þeim málum. Karl sagði að einnig hefði verið rætt um vanda skipasmíða. „Við bentum á að það yæri óhæfa að við- gerðaverkefni færu úr landi. Við teljum að íslenskar skipasmíðastöðv- ar geti sinnt þeim verkefnum og það þarf að gera umhverfið þannig að þau fái þau verkefni sem eru hér innanlands. Okkur er Ijóst að þetta er ekki síður mál sjávarútvegsins, en þeir tóku mjög vel í að beita sér fyrir því að þessi starfsemi geti far- ið fram hér innanlands." Karl Steinar sagði aðspurður að næstu kjarasamninga hefði að sjálf- sögðu borið á góma, en gildandi samningar VMSI renna út um ára- mót. Kjarasamningar væru hins veg- ar gerðir við Vinnuveitendasam- bandið og Vinnumálasambandið en ekki við ríkisstjórnina og það verk- efni væri í undirbúningi. Verðtrygg- ing og vextir hefðu einnig verið ræddir og sú krafa þings VMSÍ að annað tveggja yrðu laun verðtryggð eða allar verðtryggingar afnumdar. Lítið hefði komið fram varðandi þessa kröfu, en á það bent sem væri alveg rétt að þetta væri samn- ingsatriði VMSÍ við sína viðsemjend- ur. Verðtrygging á launum meiriháttar mistök „Fulltrúar frá Verkamannasam- bandinu lögðu fram sínar ályktanir á þessum fundi og gerðu grein fyrir þeim. Við svöruðum því sem við gátum, én ákváðum að hittast aftur og fara ítarlega yfir málið,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra um fund sinn með fulltrú- um Verkamannasambandsins. „Ég tel fundinn hafa verið mjög gagnlegan og ég fagna því þegar verkalýðshreyfíngin kemur með jafn jákvæðar ábendingar, eins og ég tel að hafí komið þama fram og bauð þeim upp á samráð þar að lútandi,“ sagði forsætisráðherra. Aðspurður um þá kröfu Verka- mannasambandsþingsins að annað hvort yrði tekin upp verðtrygging á laun á nýjan leik, eða hún afnumin með öllu, sagði Steingrímur: „Ég teldi það meiriháttar mistök ef verð- •trygging á launum væri tekin upp á nýjan leik og við hyrfum þar með aftur í sama farið og við vorum í á árunum 1982 og þar á eftir. Hins vegar fer ég ekkert í launkofa með þá skoðun mína, að ég tel að við eigum að afnema verðtryggingu á öllum sviðum.“ Samdráttur þorskaflans: Skerðing útflutnings- tekna 2,5 milljarðar VERÐI þorskafli á næsta ári 30.000 tonnum minni en á þessu, eins og nú hefúr verið ákveðið, hefúr það í fór með sér nálægt 2,5 milljarða króna samdrátt á útflutningstekjum fyrir sjávarafurðir miðað við það verð, sem nú er á afúrðunum. Það samsvarar um 3,6% af áætluðum heildarvöruútflutningi þessa árs, en 5,3% af útflutningi sjávarafurða. Verðmæti þessa afla upp úr sjó er um 1,2 milljarðar króna og skerð- ast telgur sjómanna í heild um nálægt 400 milljónum króna. Það gæti skert laun hvers sjómanns um 70.000 til 100.000 krónur á ári að meðal- tali. Skerðing á þorskafla kemur harðast niður á þeim skipum, sem hafa hlutfallslega mestan þorsk I kvóta sinum. Hjá togara með 3.000 tonna kvóta, þar af 2.000 tonn af þorski, lækka brúttótekjiir um 8 milljónir króna miðað við 40 króna meðalverð á kíló upp úr sjó. Væri þorskur hins vegar aðeins 1.000 tonn af kvótanum, lækka tekjurnar aðeins um 4 milljónir, þar sem breytingar á hámarki annarra tegunda eru vart teljandi. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið hámark á afla helztu botn- fisktegunda fyrir næsta ár, sem falla undir kvóta. Um er að ræða um 10% samdrátt á þorskaflamarki en að auki eru lítils háttar breytingar á aflamarki annarra tegunda. Ætlunin er að draga nokkuð úr grálúðuafla, auka ufsaafla um 10.000 tonn og karfaafla Iítillega. Samanlögð skerð- ing á heildarbotnfiskafla verður því 6 til 7% hvað verðmæti aflans varð- ar. í þjóðhagsáætlun fyrir komandi ár er gert ráð fyrir sama niðurskurði á aflaheimildum. Um áhrif þess á utanríkisviðskipti og viðskiptakjör segir í áætluninni að heildarvöruút- flutningur munu á næsta ári dragast saman um 1,6%. Minnkandi sjávar- vöruútflutningur sé helzta skýring þess, en reiknað sé með að hann dragist saman um 4,5%. Fiskifræðingar höfðu lagt til að þorskaflinn yrði takmarkaður við 250.000 tonn á næsta ári. Með því myndi bæði fiskveiðistofn og hrygn- ingarstofn vaxa nokkuð. Við 300.000 tonna markið telja þeir að veiðistofn- inn muni minnka um 70.000 tonn, en hrygningarstofninn vaxa lítið eitt. í þessum útreikningum er ekki gert ráð fyrir göngu þorsks frá Græn- landi, en við hana eru nokkrar vonir bundnar. í skýrslu Hafrannsókna- stofnunar um aflahorfur á næsta ári er sá möguleiki einnig reiknaður út og gert ráð fyrir því að árin 1991 og 1992 gangi þorskur af Græn- landsmiðum í sama mæli og árin 1980 og 1981. Verði, miðað við það, veidd 400.000 tonn af þorski árin 1990 og 1991, mun veiðistofninn nánast standa í stað, en hrygningar- stofninn vaxa um rúmlega 100.000 tonn. Við 300.000 tonna afla á árinu 1990 mun veiðistofninn vaxa um 20% næstu tvö árin, rúm 200.000 tonn, en hrygningarstofn um 250.000 t. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að tillaga sjávarútvegsráðherra um heildarafla sé byggð á von um göngu frá Græn- landi, en við tillögur sínar hafi fiski- fræðingar stofnunarinnar ekki gert það. Með þessu væri því tekin viss áhætta, sem stofnunin hefði ekki viljað taka. Kæmi gangan frá Græn- landi ekki, sigi verulega á ógæfuhlið- ina. Hver niðurstaðan yrði, réðist í framtíðinni. Karl Steinar Guðnason, varafor- maður Verkamannasambands ís- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að samdráttur sem þessi bitn- aði ekki aðeins á verkafólki, heldur allri þjóðinni. Því væri mikilvægt að flytja sem minnst af óunnum fiski úr landi. Formönnum ríkisstjórnar- flokkanna hefði vegna þess verið 10°/( o minni þorskafli á næsta ári Minnkað aflaverð- mæti upp úr sjó 1,2 milljarðar Lækkaðar útflutnings- tekjur af sjávarafurðum 2,5 milljarðar þar af leiðandi verður: 3,3°/t minnkun heildar- O útnutningstekna 5 00/ minnkun útnutnings- jO /O tekna af sjávarafuröum þar af: 800 milljónir kr. til útgerðar 400 milljónir kr. til sjómanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.