Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 9
MORGIÍNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 9. NÓVÉMBER 1989 9 Aðeins tveir dagar eftir á gamla staðnum Kæru viðskiptavinir! Um helgina flytjum við starfsemi okkar í nýtt húsnæði í Kringlunni 5. Á mánudaginn opnum við svo að nýju þannig að flutning- arnir koma hvergi niður á þjónustu við ykkur. Kringlan 5 er um 50 metrum sunnan við Iíús verslunarinnar sem hefur verið okkar aðalað- seturfrá upphafi. Við höldum síðan upp á flutningana þriðjudaginn 14. nóvember og bjóðum ykkur í opið hús í Kringlunni 5- Á jarðhæð Kringlunnar 5 verðum við með verðbréfamiðlun og sölu Einingabréfa, Skammtímabréfa og Lífeyrisbréfa. Þeir við- skiptavinir sem þess óska geta nýtt sér hrað- þjónustu víð sölu og innlausn Eininga- og Skammtímabréfa. Þar verður viðskiptavinum einnig boðið upp á fjármálaráðgjöf sem með- al annars felst í gerð greiðsluáætlana. Á 6. hæð Kringlunnar 5 verður Fjárvarsla, Verðbréfavarsla, Kröfukaup, Varsla verðbréfa- sjóða og Innheimtudeild Kaupþings hf. Afgreiðsla Kaupþings hf. í Kringlunni 5 verður opin daglega frá kl. 9:00-17:00. Verið ávallt velkomin til okkar í Kringluna 5. Kær kveðja, Starfsfólk Kaupþings hf. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA PANN 9. NÓV. 1989 EININGABRÉF 1 4.391,- EININGABRÉF 2 2.423,- EININGABRÉF 3 2.882,- LÍFEYRISBRÉF 2.207,- SKAMMTlMABRÉF 1.504,- KAUPÞING HF Húsi vérslunarinnar, sími 686988 Guðsþjónustan íVolowoska Magnús Þorkell Bernharðsson segir frá mið- stjórnarfundi Alkirkjuráðsins í Moskvu í Víðförla, tímariti Þjóðkirkjunnar, m.a. fyrstu guðsþjónustu í klausturkirkjunni í Volowoska síðan 1917, en þá var hafin herför gegn kristni í Sovétríkjunum. Staksteinarstaldra við þessa grein í dag. Fólkaðbaki forsíðu- fréttum Magnús Þorkell Bem- harðsson segir m.a. í grein sinni að hann hefii lestur Morgunbluðsins á baksíðu vegna þess að hún tíundi fréttir úr heimaranni, er varði Is- lendinga á líðandi stund. Porsíðan mæti afgangi vegna þess að hún spegli fjarlæga atburði í öðmm heimshomum. Þar kom að Magnús Þorkell sat miðstjómar- þing Alkirkjuráðsms í Moskvu þar sem fólk irá öllum heimshomum skiptist á skoðunum og upplýsingum um heima- slóðir, hagi og aðstæður fólks. Orðrétt segir: „Þama opnuðust því augu mín fyrir því að til væri fólk, eins og ég og þú, sem em að lenda í þessum hrakningum sem daglega koma fyrir sjón- ir manns á forsíðu Morg- unblaðsins. Að það var virkilega fólk að baki þessum fréttum. Það ætti að vera hlutverk okkar sem búum við forréttindi hér á Islandi að vera meira á varðbergi gagn- vart því sem er að gerast út í hinum mikla heimi og láta í okkur heyra þegar grundvallarmann- réttindi em fótum troð- in.“ Trúaráhugi ótrúlega mikill Magnús Þorkell segir í grein sinni: „Það sem mönnum þótti merkilegast við þennan fúnd var sú stað- reynd að hami var hald- inn í Sovétrikjunum, í boði rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar. Fyrir nokkmm ámm hefði slíkt verið óhugsandi. En vegna „perestrojku" hef- ur kirkjan í Sovétríkj- unm komið æ meir upp á yfirborðið siðustu árin. Allt fiá 1917 hafði verið bannað að iðka sína trú í Sovétríkjunum. Kirkj- um var lokað og breytt í söfii og kristnir memi urðu fyrir margs konar ofsóknutn. En eftir að Mikhail Gorbatsjov kom til valda hefur kirkjunni verið skilað ýmsum eign- um sínum. Ríkisstjómin lítur á kirkjuna sem sam- starfemann í framkvæmd „perestroiku" og til að vinna bug á ýmsum fé- lagslegum vandamálum í Sovétríkjunum svo sem ofdrykkju. Ég átti þess kost að vera viðstaddur guðs- þjónustu í klausturkirkju sem ríkisstjórnin hafði nýlega afhent kirkjunni til afnota. Þessi kirkja var í Volowoska eða rétt hjá þeim stað sem Rússar stöðvuðu sókn Þjóðverja í seinni heimsstyijöld- inni. Þetta var fyrsta guðsþjónustan þama síðan 1917. Kór hafði komið sérstaklega Irá Moskvu til að syngja við guðsþjónustuna og hef ég aldrei séð eða heyrt aðra eins aðdáun og gleði hjá söfimðinum. Það er ekki oft sem maður sér fólk gráta af gleði í kh-kju. Það eitt að vera viðstaddur messu í Sov- étrKjunum (sem em allt að 4 klst. langar) er ólýs- anleg tilfinning og reynsla, trúarhiti fólksins og áhugi þess slíkur að orð ná ekki að lýsa hon- um.“ Enginn matur 1 búðum I greininni segir síðar: „Það em ekki ýkjur þegar sagt er að það fyr- irfinnist enginn matur í matvömbúðunum. Alls staðar sást fólk standa í biðröðum I von um að eitthvað ætilegt væri við endaim á röðinni. Fólkið er þreytt á ástandinu, enda hefúr verið sagt að umbóta- áætlun Gorbatsjovs hafi ekki enn breytt miklu hinum almenna borg- arbúa til hagsbó.ta. Þreyta og vonleysi ein- kenndi fólkið og sást það vel, t.d. á því hversu garðar og hús vom illa hirt, fólkið illa klætt og óhreinlæti almennt.. Forréttindi að vera * Islendingur Enn segir Magnús Þorkell: „I minum hópi vom einstaklingar frá Líban- on, Filippseyjum, Barb- ados, Austur-Þýzkalandi og Zimbabwe. Skipzt var á að tala um sitt eigið land og lífsskilyrði þar. Það var því rætt um vandamál sem era sam- fara borgarastyijöldum, þegar almenn mannrétt- indi em fótum troðin, þegar fólk hefúr ekki rétt til að iðka sína trú eða tjá eigin skoðanir án þess að eiga það á hættu að vera varpað í fangelsi. Þegar komið var að mér að lýsa lífinu hér hcima og eftir að hafa hlýtt á við hvers konar aðstæður þetta fólk þarf að búa þá setti mig hljóð- an. Það var hálf kynlegt að þurfa að greina frá því að þau helztu vanda- mál manns hér heima em hvort maður nái strætis- vagninum í tæka tíð eða hvemig eigi að redda Visa-reikningnum ... Bréf frá Líbanon Greinarhöfúndur segir frá þvi að honum hafi borizt bréf frá kristnum Líbana, sem þingið sat. „Hami bað mig um að hugsa til sín þar sem bardagamir í Beirút höfðu versnað, húsið hans hafði verið sprengt í loft upp og að hann byggi núna lijá ættingj- um og kæmist varla út fyrir hússins dyr... A sama tíma sat ég á Is- landi og það var helzt í fréttum að mjólkurfræð- ingar höfðu boðað verk- fall“. Új'ijti) Á(,/ho valmeline BARNASKOR Jólaskórnir komnir. Stærðir: 28-37. Svart lakk, hvítt leður. Ennfremur: Kvenskór - karlmannaskór - stígvél. Skóverslun Kópavogs, Hamraborg 3, sími 41754. LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. $ Múlalundur 5 ■=> 3 i P/fltul/i ift Laugavegi 59, 2. h., sími: 1 52 50 V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! BRÉFA- S BINDIN 1 frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. 5 ^ Múlalundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.