Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 ER HÆGT AÐMÆLA Oflast er það svo, að nemendur sem fá lágar einkunnir í skóla eru ekki álitnir jafngreindir og þeir sem háar einkunnir fá. En ekki er nú allt sem sýnist í þeim efnum. Af og til eignumst við snillinga sem næsta lítinn árangur sýndu í skóla, sennilega sökum leiða á námsefni, og má í því sambandi nefna sjálfan Aibert Einstein, sem þótti enginn afburða nemandi sem bam, Winston Churchill sem þijóskaðist við að læra latínu og stærðfræði, nóbelskáldið okkar Halldór Laxness, sem ieiddist víst alveg óskaplega í menntaskóla, og Ólaf Thors sem hafði meiri áhuga á útgerð og skák en skólanámi. Því er aldrei að vita nema vísinda- maður, stjómmálaforingi eða skáld búi í slökum námsmanni þrátt fyrir allt. Gáfur nemandans geta legið á öðrum sviðum, sem gefa ekki síður möguleika á glæstri framtíð. Islendingar hafa hingað til álitið sig meðal greindari þjóða, en því miður er ekki hægt að mæla greind þeirra í heild og bera síðan saman við aðrar þjóðir, því greindarpróf eru ætíð stöðluð fyrir ákveðinn menning- arhóp. Því verða menn að dæma GREINDAX- VÍSITALA Mönnum má skipta i fiokka eftir greindarvisitölu þeirra: Örviti.......GV undir.25 Hálfviti.........25-50 Vanviti...........50-70 Treggreindur.......70-80 Með lága meðalgreind.80-90 Meðalgreindur...90-100 Velgefinn.......110-120 Mjög vel gefínn.120-140 Afburðagreindur.yfir 140 greind þjóða eftir afrekum þeirra, stjómarfarslegum og menningarleg- BORIS BECKER þóttiekki líklegurtil mikilla afreka. Upphaf greindarprófa má rekja til ársins 1896 þegar franskur sál- fræðingur að nafni Binet, sem lengi hafði fylgst með sálrænum þroska skólabama, lagði til að stofn- aðir yrðu sérstakir bekkir fyrir böm sem höfðu litla greind og áttu erfítt með að læra. Atta árum síðar var Binet falið það verkefni að komast að því hvaða böm í almennum skól- um ættu heima í slíkum bekkjum. Ekki þótti ráðlegt að treysta á dóm- greind kennaranna í þeim efnum, og var því brýn þörf fyrir hlutlaust próf sem mælt gæti greind bama á ná- kvæmum og sambærilegum grund- velii. Binet og samverkamaður hans, Simon, fundu síðan eftir margar til- raunir ýmsar þrautir sem hæfa böm- um á hveiju aldursári þeirra, frá 3 til 16 ára. Eru þar sömu þrautimar lagðar á sama hátt fyrir alla og úr- lausnir metnar eftir föstum reglum. Binet-prófíð var fyrst tekið í notk- un árið 1905, síðan endurbætt tvisv- ar af höfundi. Árið 1911 tóku Banda- ríkjamenn við, gerðu prófíð nothæft við bandarískar aðstæður og endur- bættu það é ýmsan hátt. Síðasta endurþótin er frá 1960. Aðal hvata- menn þessarar bandarísku aðlögunar og endurbóta eru sálfræðingamir Terman og Merríll, enda er prófíð venjulega nefnt Terman-Merrill-próf. Hér á landi var greindarpróf Binet iagað að íslenskum stað- háttum og endurbætt af dr. Matthíasi Jónassyni, og tekið í notkun árið 1956. Ymsar tilraunir hafa verið gerðar til að búa til nothæf smá- barnapróf, og era þijú þeirra þekkt- ust: próf Charlotte BUhlers, Amold Gesells og Psyche Cattell. Einnig era til próf sem mjög lítil munnleg fyrir- mæli þarf til að leggja fyrir, einkum ætluð bömum sem hvorki geta heyrt né talað eða haldin era veralegum heyrnar- eða málgöllum: Arthur- prófíð, Leiter-prófið og Ravens-próf- ið. Bandaríkjamaðurinn David Wech- sler hefur gert tvö greindarpróf, sem nú era orðin mjög þekkt. Er annað prófið ætlað fullorðnum en hitt böm- um. Hefur prófíð fyrir hina fullorðnu verið notað hér á landi síðan 1961 og skiptist í tvo aðskilda hluta, munnlegan og verklegan. Er það talið eitt besta einstaklingspróf fyrir fullorðna sem til er. jr Ialmennu greindarprófi era gefín stig, frá 25 stigum og upp í 140 og þar yfir, og teljast þeir vera örvitar sem lægstu stigin hafa, en afburðagreindir sem hæstu stigin fá. Meðalgreindur maður er talinn hafa greindarvísitölu milli 90 og 110. En í hvaða tilvikum era greindar- próf notuð hér á landi, og hvaða próf eru notuð? Samvæmt upplýsingum frá Sigur- jóni Bjömssyni prófessor og Friðriki H.Jónssyni lektor við Háskóla ís- lands, svo og Einari Guðmundssyni hjá sálfræðideiid skóla, era greindar- próf notuð til að meta vitsmunastarf einstaklingsins, La.m. við sálfræði- deildir skóia þegar veita þarf námsr- áðgjöf, á sjúkrahúsum þegar meta þarf afieiðingar heilasköddunar hjá bömum og fullorðnum, á geðdeild- um, og þegar meta þarf sakhæfí ein- staklings eins og ákvæði laga segja til um. í stórum dráttum eru greindarpróf byggð upp þannig, að þau ná yfir ALBERT EiNSTEIN þótti enginn afburðanemandi sem bam. ÓLAFUR THORS hafði meiri áhuga á útgerð og skák en skólanámi. WINSTON CHURCHILL þijóskaðistvið ' að læra latinu og stærðfræði. HALLDðR LAXNESS leiddistvíst alveg óskaplega í menntaskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.