Morgunblaðið - 10.12.1989, Page 38

Morgunblaðið - 10.12.1989, Page 38
38 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 HÖ6NA SIGURDARDÓTTIR arkitekt er uppfull af fslandi en útlagi í eigin heimalandi. Hún segir að stíll íslenska samfélags- ins sé erfiður en eftirsóknarverður og það skipti miklu máli að rækta sérkennin hjá landi og þjóð ÍSLENDINGAR Í PARÍS EF TIL VILL EMI SMÁmiOIH BIMDÓMLEBIIST VLL í svo mikið jafnvægi' heima og finn að svo margir elska mann á ís- landi. Ég skil franska heiminn vel, en það er allt annað og erfiðara eftir því sem ég eldist. Okkar íslenska kímni er mín, franska kímnin er meira á kostnað náung- ans, Hún er góðlátlegri heima þótt oft' sé broddur í henni. Sú franska er ekki minn stíll. Mér finnst ævin- týralegt að ferðast um ísland. Maður hugsar meira um lífið og eilífðina á íslandi Vestmannaeyjar eru stórkost- legar, en þær kalla á svo mikinn trega í mér að mér finnst auðveld- ara að fara allt annað. Maður er einn frammi fyrir sjálfum sér í þessu iandi okkar og verður að svara spurningum sem á sækja og það er ekki auðvelt þegar maður er eins konar útlagi. Annað finnst mér kalla þegar ég kem heim til Islands.í hvert skipti verður maður eftir Árna Johnsen Þ AR SEM hún fer fylgir tign og hlýja, en þó fyrst og síðast glæsileiki, hún verður ósjálfrátt drottning umhverfis síns. Högna Sigurðardóttir arkitekt er óstöðvandi þjóðernissinni í hjarta sínu, en sem vanur heimsborgari fer hún vel með þá straumelfúr sem tengsl hennar við heimahagana eru ósjálfrátt í lífi hennar og tilveru á erlendri grund. Högna er frá Vestmannaeyjum og ég minnist þess þegar ég fór með henni heim til Eyja nokkrum árum eftir gos. Þá hafði hún ekki komið til Eyja síðan gosið skall yfir Heimaey og hún var svo ósátt við þann vágest sem henni fannst gosið vera að hún var jafnvel ósátt við Eyjamar sínar. Við stóðum uppi á Eldfellinu og horfðum vestur yfir bæ- inn og fjöll Heimaeyjar. Hún starði drykklanga stund eins og eilífðin hefði stöðvast, tár spratt úr auga og hún sagði eins og við sjálfa sig: „Guð minn almáttugur, hvers vegna fór ég héð- an?“ Hitinn og aflið í eldgosi er lítið mál við hliðina á slíkri til- finningu sem að baki býr. Hún hefúr öðlast frama á erlendri grund sem snjall og frumlegur arkitekt með persónulegan stíl og hvarvetnayæri hún fær í flestan sjó í sínu fagi. En hveraig er þá að vera íslendingur í útlöndum, hver er sú ramma taug sem rekka dregur fóðurtúna til? Er sú taug hlutlaus í útl- andinu, eða skapar hún endalausan titring í lífsins melódí? að er mikið rót í landinu okkar, ísland er svo sérs- takt land,“ sagði Högna í upphafi samtals okkar þar sem við sátum á veitinga- stað í París, „við erum svo mikið ættarfólk og það er sérstætt hvernig við tengjum okkur við landið. Við erum í raun eins og ein stór Qölskylda og ég finn mik- ið til þess að vera rifin frá henni. Við vorum að ræða um það nokkr- ir íslendingar í París fyrir skömmu hvort við gætum greint á milli þess hvað hefði dýpstar rætur í okkur, fólkið, landið eða ættin- gjamir. Mönnum bar ekki saman, en ég er í rauninni aldrei sátt við það að hafa ekki eytt ævinni heima. Þótt ég tæki ákvörðun um að búa hér, fannst mér það hræðí- lega erfitt, en lífið tekur fram fyr- ir hendumar á manni og maður finnur sér farveg sem getur þá verið erfitt að losna úr af ýmsum ástæðum þótt maður gæti það ef til vill síðar vegna breyttra að- stæðna. Veistu, mér líkar svo vel við íslenska tónlist, en mér finnst oft erfitt að hlusta á hana og stund- um get ég það hreinlega ekki af því að ég er ekki nógu sterk. Eins hef ég ótæmandi áhuga á íslenskri ljóðlist, en það er einnig mjög við- kvæmt fyrir mig. Þannig er það undarlegt að vera að heiman en þó heima. Auðvitað langar mig alltaf að gera eitthvað heima, ég hef ekki gert nóg, hef ekki eytt orkunni heima. Það skiptir mestu máli að mínu mati að vera heiðar- legur og samkvæmur sjálfum sér, en samt sakna ég þess að hafa ekki skilað meiru verki heima. Ég er svo mikill patríot, við vorum þannig mín kynslóð strax í bernsku. Unga fólkið núna hugsar ef til vill meira á heimsmæli- kvarða. Þegar ég var tvítug að útskrifast úr menntaskóla var allt óskaplega mikið mál utan þess hrings sem maður var vanur. Við Islendingar verðum að vera pat- ríotar, gæta okkar ef við ætlum að halda velli og standa upp úr sem þjóð. Við verðum að rækta sér- kennin og kraftinn. Sterkir landa- mæraveggir eru ef til vill ekki það besta, en ég hef viljað að dætur mínar tengdust þessum arfi sem ég hef frá Islandi og sem betur fer gengur það eftir. Allir sem þekkja landið best, finnst það vega þungt í sál íslendingsins. Það er svo satt að römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til og ég nýt þess að fara heim og baða mig í umhverfinu og andrúminu. Þegar ég var búin að vera hér í París í 8 ár sagði einn landinn við mig: „Högna, verður þú ekki að fara heim mörgum sinnum á ári til þess að láta sjávarrokið dynja á þér?“ Maður birgir sig upp með því að koma heim. Vinir, ættingjar og landið, era ein heild og ég kemst Morgunblaðið/Ámi Johnsen ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.