Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ. FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 C 2SF Dagskrárritstjóri hættir; Pylsur á dagskrá Sverrir Friðþjófsson, dagskrárritsljóri ríkissjónvarpsins, lætur af störf- um um næstu mánaðamót. Þessi ríkisstarfsmaður hefur gerst kapítal- isti; keypt pylsuvagninn í Austurstræti af Ásgeiri Ilannesi Eiríkssyni alþingismanni Borgaraflokksins. Undanfarið eitt og hálft ár hefur Sverrir ritstýrt dagskrá Sjón- varpsins, þar áður á hann að baki farsælan starfsferil i þjónustu Reykjavíkurborgar, var m.a. um níu ára skeið forstöðumaður Fellahellis. Sverrir var inntur eftir ástæðum þess að hann hættir í opinberri þjón- ustu. Hann kvað launakjörin hjá því opinbera ekki bjóðandi nokkrum manni. Vissulega væri gaman að vinna hjá sjónvarpinu og þar væri mjög gott fólk en hann hefði að baki langan starfsferil hjá ríki og sveitarfélögum og langað til að standa á eigin fótum. Hann hefði því afráðið að reyna fyrir sér á öðrum vettvangi og fjárfest í pylsu- vagni, „einni smæstu einingu kapít- alismans". Sverrir kvaðst munu sjálfur sinna afgreiðslu og pylsu- suðu í vagninum, hefði reyndar nú þegar gert það í ígripum nokkrar Sextíu nýir hluthafar í Fróða hf. Hlutafjársala í Fróða hf., al- menningshlutafélag það sem stofnað hefur verið um bóka- og tímaritaútgáfu Fijáls framtaks hf., gengur vel, að sögn Steinars J. Lúðvíkssonar, aðalritstjóra fyrirtækisins. Um það bil sextíu nýir hluthafar eru komnir inn í fyrirtækið, einstaklingar og starfsmenn. Þá hafa þrjú fyrir- tæki keypt sig inn í Fróða hf. Það eru fyrirtækin Vífílfell hf., málningaverksmiðjan Harpa hf. og Qárfesjingafélag Birkis Bald- vinssonar hf. Hlutafé í fyrirtæk- inu nemur alls 162 milljónum króna og stefnir Frjálst framtak hf. að því að eiga áfram 30% þess hlutaijár. Hlutabréf að upp- hæð 113 milljónir króna eru því til sölu. Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur Frjálsu framtaki ver- ið skipt í tvö fyrirtæki. Útgáfustarf- semin hefur verið klofin út úr Frjálsu framtaki og um hana hefur verið stofnað nýtt hlutafélag, Fróði hf., sem er ætlað að vera almenn- ingshlutafélag. Fijálst framtak verður áfram í eigu Magnúsar Hreggviðssonar og fjölskyldu hans og stendur það fyrirtæki að bygg- ingarstarfsemi. Steinar sagði mjög misjafnt hversu mikið menn og fyrirtæki keyptu fyrir. Lágmarkshlutur væri 45 þúsund krónur, en mjög algengt væri að einstaklingar keyptu fyrir 90 þúsund krónur. Með því fá þeir fullan skattaafslátt, 35 þúsund krónur. Steinar sagði það vera trún- aðarmál ennþá hversu mikið hlutafé fyrirtækin þrjú hefðu lagt Fróða hf. til. Hann sagði að hlutafjárkaup allmargra annarra fyrirtækja myndu jafnvel skýrast fyrir jól. FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANNA (Jó-deild, sbr. jó-lasveinar) Okkur þykir sjálfsagt að geta þess, að á morgun á afmæli og verður 48, þingmaður krata í Norðurlandskjördæmi vestra, Jón Sæmundur Siguijónsson. Um Jón má meðal annars segja að hann er einn af þessum dæmigerðu krataþingmönnum um fimmtugt með nafh sem byijar á „Jó“. Alþýðubl. kvöld- og helgarnætur. Pylsusalinn kvaðst ekki vera meiri pylsuæta en gengur og gerist; þó hefði ekki far- •ið hjá því að neysla sín á þessum matvælum hefði aukist, þótt ekki væri fyrir annað en að fylgjast þyrfti með gæðum söluvörunnar. Stefnir Sverrir pylsusali að sömu metorðum og Ásgeir fyrirrennari hans? „Ég læt mér nægja að vera á Alþingi götunnar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sverrir Friðþjófsson í nýju starfí. Helgarsj ónvarp enn laust í reipunum „Þetta er enn mjög laust i reipun- um, bæði tæknilega og fjárhags- lega og óvíst er hvenær við get- um hafið útsendingar. Við ætlum þó að reyna að byija í vetur," sagði Björn Br.Björnsson hjá Sýn hf. þegar hann var inntur eftir því hvernig undirbúningi að helgarsjónvarpi miðaði. Eins og fram kom í fréttum ekki alls fyrir löngu, fékk kvik-. myndagerðin Sýn hf. leyfi til sjón- varpsreksturs og var markmiðið að ýta helgarsjónvarpi úr vör upp úr áramótum. „Það er verið að vinna í málinu af fullum krafti. Það er ekkert sem stoppar okkur af eða stendur í veginum ennþá,“ sagði Björn. Hann sagði að enn væri ekki ljóst hveijir eigendur stöðvarinnar yrðu, en verið væri að ræða við menn um hugsanlega fjármögnun helgarsjónvarpsins. „Við veijumst allra frétta af þessu fyrr en við erum komnir með allan pakkann á borðið. Stefnan er sú að vera ekk- ert að gaspra um þetta í fjölmiðlum á meðan þetta er ekki orðið nagl- fast,“ sagði Bjöm. og sala íbúðar Lög um húsbréfaviðskipti giida um kaup og sölu notaðra íbúða, sem eiga sér stað eftir 15. nóvember 1989. Hvað eru húsbréf? Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar getur fengið hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem kaupandi íbúðarinnar gefur út. Húsbréf eru verðtryggð og gefin út með föstum vöxtum til 25 ára. Gengi þeirra er opinberlega skráð daglega. Húsbréf eru með ríkisábyrgð og undanþegin skatti. ráðgjafastö&var er skilyrði fyrir tilbo&i. Hvemig fer sala íbúðar ftam? Allir kaupendur I húsbréfakerfinu verða að hafa í höndum skriflega umsögn ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar um greiðslugetu sína og kaupverð íbúðar, áður en þeir geta gert seljanda kauptilboð. Seljandi fær kauptilboð. z==\.-7,‘ \ Tilvonandi kaupandi sýnir seljanda umsögn ráðgjafastöðvar og gerir honum kauptilboð með tilliti til greiðslugetu sinnar skv. umsögninni. \Tilboði tekið með fyrirvara um . skuldabréfaskipti. Þegar samkomulag hefur náðst um kaupverð, samþykkir seljandi kauptilboðið með fyrirvara um skuldabréfaskipti við húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar. Allt að 65% af kaupverði íbúðarinnar getur verið fasteignaveðbréf sem kaupandinn gefur út og seljandinn fær skipt fyrir húsbréf. Fasteignaveðbréfin geta verið tvö, ef seljandi þarf að afiétta skuldum sem kaupandi tekur ekki við, frumbréf og viðauka- bréf. Undirbúningur að skuldabréfa- skiptum. Þegar seljandi hefur gengið að tilboði, fer tilvonandi kaupandi fram á skuldabréfaskipti við húsbréfadeildina. Afgreiðsla húsbréfadeildar. Húsbréfadeild metur veðhæfni íbúðar og matsverð og athugar greiðslugetu væntanlegs kaupanda. Samþykki hún kaupin, sendir hún væntanlegum kaupanda fasteignaveð- bréfið, útgefið á nafni seljanda. /\ c. \ Kaupsamningur undirritaður - fasteignaveðbréf afhent seljanda. ibúðarkaupandi og íbúðarseljandi gera með sér kaupsamning og kaupandi afhendir seljanda fasteignaveðbréfið. /\ -» \ Kaupandi lætur þinglýsa * \ kaupsamningnum. X^Seljandi lætur þinglýsa fasteignaveðbréfinu. Fram að 15. maí 1990 eiga þeir einir aðgang að húsbréfakerfinu sem sóttu um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars sl. og hafa lánsrétt. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEiLD SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK SÍMl 696900 Seljandi skiptir á fasteigna- veðbréfi fyrir húsbréf. Óski seljandi eftir því að fá húsbréf, fær hann þau afhent hjá húsbréfadeildinni í skiptum fyrir fasteignaveðbréfiö. «yrv\Húsnæðisstofnun annast inn- V__A heimtu fasteignaveðbréfsins af kaupanda, enda orðinn eigandi þess, þegar hér er komið. Seljandi ráðstafar húsbréfunum að Vild. Seljandi getur átt bréfin, notað þau við íbúðarkaup eða leyst þau út. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.