Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 36
36 C MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 Ágæti lesandi, hér er ætlunin að biðja um athygli þína litla stund, að þú komir með aftur í tímann um sjötíu og fimm ár, aftur til ársins 1914. Þá bjuggu í Dalsseli undir Vestur-Eyjaíjöllum Guðlaug Helga Hafliðadóttir og Auðunn Ingv- arsson. Ef við miðum við 11. desem- ber, þá er þann dag að fæðast þeim hjónum áttunda barnið, Valdimar. En áður höfðu þau eignast Guð- rúnu, Ólaf Helga, Leif, Hafstein, Ingigerði Önnu, Hálfdán og Mar- gréti. Seinna fæddust Konráð Öskar, og Guðrún Ingibjörg, einnig áttu þau saman tvö börn sem dóu ung, og Auðunn með fyrri konunni einn son, Markús. Auk þess að vera stórbúskapur í Dalsseli þá var líka þar verslun, sem auðvitað gerði staðinn að mið- stöð samfélags, annars fábrotins mannlífs. Að vakna til lífsins og vaxa úr grasi eins og stundum er •sagt, er öðruvísi við þessar aðstæð- ur en flestir upplifðu á þeim árum að ég held. Því í Dalsseli var bæði Valdimar J. Auðuns- son, Grenstanga einsemd íslensks sveitabæjar og fjölbreytileiki mannlegs samfélags, sem hlýtur að myndast þegar marg- ir hittast, enda komu nágrannarnir stundum bara til að fylgjast með. Til að fá fréttir úr sveitinni og úr nágrannasveitunum. Taka þátt í umræðunum og sjá skoplegu hlið- arnar á tilverunni. Bóndinn og kaupmaðurinn Auð- unn í Dalsseli var heldur ekki í vandræðum með að leiða umræð- umar, þeir sem lesa minningar sem hann skrifaði í Goðastein annað hefti 1972, sjá að hann kom vel máli sínu til skila. Þar er engin andleg fátækt, heldur ríkidæmi. En hvort Auðunn var ríkur á veraldlega vísu veit ég ekki. En umsvifin voru heilmikil miðað við það sem þá var á sveitabæjum. Og vinnufólk meira og minna við bústörfin. Það var líka margt að gera í sambandi við versl- unarreksturinn, að sækja vörur í sandinn og til Reykjavíkur, og fara með vörur. Fyrsti vöruflutningabíllinn kom árið 1927, líklega með burðargetu upp á eitt og hálft tonn, sem sturt- að var af með handafli. Á honum voru bara tveir gírar, áfram, hæ ogló. Og hann bar einkennisstafina RÁ 6. Næsti bíll sem keyptur var að Dalsseli 1929, var fimm manna fólksbíll, RÁ 5, fyrst með blæjum, en svo var byggt yfir hann í vagna- smiðju Kristins Jónssonar í Reykja- vík. Það var fyrsti bíll sem kom í Þórsmörk. Árið 1935. Ogleiðin sem hann fór var fyrst norður fyrir Stóra-Dímon, og þaðan á þurru á milli vatna í Þórsmörk. Markarfljót rann þá í Þverá og Krossá í farveg Markarfljóts, sem nú er. Bílstjóri í þessari ferð far Ólafur Auðunsson, og með honum fóru bræður hans Hafsteinn, Valdimar og Konráð, ásamt tveimur nágrönnum, þeim Baldvin Sigurðssyni og Leó Ing- varssyni. Þannig væri hægt að halda áfram að segja frá starfi og leik Valdi- mars heima í Dalsseli. En það kom að því að hann fór að vinna við annað, þó fyrst og fremst í huga sínum hefði hann áhuga á búskap, og ekki kom annað til en fara eitt- Meiamin ■ " ■ ■ BAÐINNRÉTTING með plasthúðuðum spónaplötum SIMAKERFI með eiginleikum NYIUM Suðurlandsbraut 20, Reykjavík - Simi 91-84090 Hafðu samband við söludeild okkar og fáðu nánari upplýsingar. Við sendum líka upplýsingar um hæl. EXCEL er á hagstæðu verði. Nýju EXCEL símakerfin hafa eiginleika sem engin önnur símakerfi á markaðnum bjóða í dag. S0NDERBORG^ K0KKENET Afborgunarkjör: 44.400,- innrétting 12.240,-vaskur + blöndunart. 56.640, - innrétting m/vaski og blt. VISA og EURO greiðslukjör Staðgreiðsluverð: 41.640, - innrétting 10.660,—vaskur + blöndunart. 52.300,- innrétting m/vaski og blt. Q. Idhúshornið hf. m Dugguvogi 2 • sími: 687570 ÍlLaHI^: SKOGLUND • BOSEBECK • TONI sími 15250 1 ík ■ í hvað í heyskapinn á sumrin. En nú var hann kominn með konu sér við hlið, Þuríði' Ingjaldsdóttur, sem hann hitti fyrir kaupakonu í Vorsabæ. Ung og falleg stúlka sem heillaði hann. Og saman eiga þau átta böm. Að gera út og keyra leigubíl í Reykjavík varð aðal starfið. En það var lítil rómantík í því. Hitt var mikið skemmtilegra að koma að Dalsseli og gera eitthvað sem þurfti við búið. Og flytja hestana sína þangað á vorin, taka þá svo aftur á haustin, hitta þá í leiðinni ná- grannana og labba með þeim vestur í hrútakofa. Þukla, meta og frétta næst þegar komið var hvort ráðu- nautarnir hefðu dæmt eins. Ærnar voru líka flestar með nöfnum, og þess vegna hægar að taka þær til umræðu. Það var ekki hægt að losna við þessa bakteríu, þetta aðdráttarafl sem sveitin var. Þess vegna var það árið 1964 að Valdimar keypti land á þessum slóðum og fór að gera sér nýbýli. Það satt að segja sást ekki hvernig gæti gengið upp að fjármagna og lifa af því. Hann var heldur ekkert að rökræða það. Fékk kunningja sinn til að hjálpa sér að byggja Htinn bráðabirgða- og ódýr- an skúr sem hann gat haft afdrep í. Skúrinn var eldhús og svefn- herbergi. Og það mætti líka kalla hann stofu eða skála, því þangað söfnuðumst við nágrannarnir, stundum til að hjálpa örlítið við uppbygginguna, eða bara til að hitta þennan glaða mana Hús- bóndann þarna og húsfreyjuna um leið. Sem stóð við eldavélina að hella uppá með trekt ofan á kaffi- könnunni þar sem hann hafði pok- Siglir um hnöttinn hálfan ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu bókin Kjölfar Kríunnar - Á skútu um heimsins höf eftir Unni Jökulsdóttur og Þorbjörn Magn- ússon. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í þessari óvenjulegu ferðabók segja þau frá draum sem rættist - þau smíðuðu sér skútuna Kríu og sigldu á henni um hálfan hnöttinn. Fley þeirra bar þau m.a. til Eng- lands, Frakklands, Portúgals, Kanaríeyja, Grænhöfðaeyja, Seneg- al. Venesúela og Panama, á vit Hver trúir tveimur tíu ára strákum sem segjast hafa komist á snoðir um afbrot. Gunnhildur Hrólfsdóttir kann að segja börnunum sögu. Spennandi og skemmtileg, myndskreytt barnabók ÍSAFOLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.