Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 1
SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 BLAÐ Karl nokkur fyrir nordan var svo snjall að hann kunni mörk á öllu sauðfé Skagfirðinga og nærliggjandi sýslna. Stóð hann við rétt- arvegginn og þuldi þindar- laust nöfn eigenda þegar mörkin voru kölluð upp. Þessi karl átti að heita ílla gefinn, var víst ekki al- mennilega læs, en hafði þetta yfirgengiiega minni. Fróðlegt hefði verið að sjá frammistöðu hans í al- mennu greindarprófi sem t.a.m. er notað í sálfræði- deildum skóla þegar meta þarf líkur á námsárangri. Mörgum þykir greindarpróf vera nokkuð einhæfur mæli- kvarði og hafa gagnrýnt þau harðlega, þar á meðal How- ard nokkur Gardner, próf- essor við Harvardháskólann í Bandaríkjunum, og Þor- steinn Gylfason dósent við heimspekideild Hóskóla is- lands. Álíta þeir prófin ekki réttmæt og jafnvel hættuieg. Samkvæmt niðurstöðum Gardners hefur maðurinn sjö greindarsvið og eru þau ekki eingöngu bundin víð rökgreind og málgreind, heldur telur hann það ekki síður til greindar að geta dansað vel eða spilað tennis af leikni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.