Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 10
ABR - 68ÓI2! 10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 ENN ÞRENGIST HRINGURINN FRÁ og með árinu 1992 verður skylda að hafa viðvaranir á öll- um vindlingapökkum, sem seld- ir eru í Evrópubandalagsríkj- unum. Var það samþykkt á iimdi í Brussel fyrir nokkrum dögum þrátt fyrir andmæli Breta. Sátu þeir hjá við at- kvæðagreiðsluna og báru því við, að það væri ekki í verka- hring bandalagsins að standa vörð um heilsu manna. Aöllum tóbaksvörum verður viðvörun þar sem segir, að „tóbakið hefur alvarleg áhrif á heilsuna“ og framleiðendur verða að hafa aðra að auki, til dæmis „reykingar valda krabbameini" eða „ófrískar konur: reykingar geta skaðað bamið“. Þá verður einnig að gefa upp nikótín- og tjöruinnihaldið í tóbakinu og hafa verið settar skorður við hve mikið það má vera. Ef Evrópuþingið samþykkir lög þessa efnis verða tóbaksfyrirtæk- in að minnka tjöruinnihaldið í vindlingum svo það verði ekki meira en 15 mg 1992 og 12 mg 1997. Grikkjum, sem eru vanir mjög sterkum vindlingum, fá þó frest til að veröa við þessu fram til 2006. Bretar voru þeir einu, sem voru andvígir samþykktinni, og Marg- aret Thatcher forsætisráðherra hótaði að fara með málið fyrir Evrópudómstólinn á þeirri for- sendu, að það væri utan lögsögu Evrópubandalagsins að hafa vit fyrir fólki í heilsufarsmálum. Virginia Bottomley, heilbrigðis- ráðherra Breta, sagði aftur á móti, að hinir ráðherrarnir hefðu verið sammála Bretum um, að nauðsynlegt væri að auka rann- sóknir á orsökum krabbameins. Framkvæmdanefnd EB segir, að Brusselsamþykktin sé mikil- vægur áfangi í baráttunni við krabbamein og er vonast til, að eftir 15 ár látist 15% færri úr sjúk- dómnum en nú. WHO, Alþjóða- heilbrigðisstofnunin, áætlar, að 440.000 manns í aðildarríkjum EB deyi árlega af völdum reykinga og á ári hveiju anda reykingamenn í þessum löndum að sér óþverranum úr rúmlega 500 milljörðum vindlinga. Forsvarsmenn þeirra samtaka í Bretlandi, sem berjast gegn reykingum, hafa fagnað sam- þykktinni en talsmaður bresku tóbaksfyrirtækjanna er ekki sama sinnis. „Við hörmum, að fijálsum samningum okkar við stjórnvöld skuli nú ýtt til hliðar með laga- boði. Hér er um að ræða óþörf afskipti EB af okkar þjóðlegu stefnu í heilsufarsmálum," sagði hann. ÖÐRUVÍSIBÆKUR i'lWmwjwwtfW'fWM JOHN KENNEDY TOOLE AULABANDALAGID Ég þori ekki að kalla þetta gamansögu, sem hún óneitanlega er. Hún er miklu meira en það. Hún er gleðileikur í anda Falstaff. En hún er líka grátleg. Þó er ekki ljóst hvað veldur þeirri sorg. rí&caa NYfAR ENSKAR BÆKUR FYRIR FAGURKERA BÓKABÚÐ STEINARS Bergstaðastræti 7, s. 12030 Opið 9-18 í desember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.