Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989
C 9
Þessi 27 ára gamla einstæða
móðir er altekin leiklistar-
bakteríunni og hefur vakið
mikla athygli gagnrýnenda og
ieikhúsgesta á tveggja ára
leikferli sínnm
og þá væri ekki verra að hafa stúd-
entspróf.
Myndlist og tónlist í
frístundum
Ég reyndi fyrst við inntökuprófið
í Leiklistarskólann 18 ára en komst
ekki inn. Mér fannst ég vera nokk-
uð góð en dómnefndin var ekki á
sama máli. Ég reyndi aftur tveimur
árum síðar og fannst ég ekki eiga
neina von um að komast inn. Ekki
var ég dómbær á frammistöðu mína
frekar en í fyrra skiptið, því ég
komst inn í skólann.
Ég tók inntökuprófið á sama tíma
og stúdentsprófin og var á tímabili
dauðskelkuð um að ef til vill næði
ég hvorugu. Þá hafði ég í bak-
höndinni myndlistina. Ég hef ríka
sköpunarþörf og fæ útrás fyrir hana
í myndlist og tónlist en fyrst og
fremst í leik. Þessa stundina hef
ég lítinn tíma til að sinna mínum
áhugamálum. En ég tek stundum
syrpur og spila á gítarinn sem mér
var gefinn þegar ég var tólf ára
eða mála,“ segir Ólafía og bendir
á líflegar myndirnar á veggjunum.
„Þegar ég var yngri helltust stund-
um yfir mig tímabil þar sem ég sat
tímunum saman inni á herbergi og
glamraði á gítarinn. Á einu slíku
uppgötvaði ég að ég gæti samið
lög. Það kemur fyrir að ég fínn hjá
mér knýjandi þörf til að semja eitt-
hvað og þá syng ég það inn á band.“
Tvisvar sinnum hafa lög eftir
Ólafíu verið flutt opinberlega; á
vísnakvöldi þar sem Ólafía varð að
syngja lagið ofan í flautuleikarann
þar sem hún kann ekki að skrifa
nótur; og svo á Laxness-helgi vorið
1986, þar sem hún samdi þijú lög
við ljóð skáldsins. Þá var hún söng-
kona í Frökkunum í stuttan tíma
og segist hafa haft mjög gaman af.
Kveníiahljómsveit
Nýlega stofnaði Óiafía kvenna-
' hljómsyéitíná Járþrúði ásamt vin-
koiium sínum og þær leika lögin
herinar og gamla slagara. „Égverð
að fá áð prófa að spila í hljóm-
sveit,“ segir hún með áherslu. „Og
ég fæ mikið út úr því. Okkur gef-
ast fáar stundir til að æfa en við
höfum tímann fyrir okkur, getum
dútlað við spilamennskuna fram
undir sjötúgt. Það eina sem þarf
er vilji, það eru svo margar stelpur
sem halda áð þær geti þetta ekki.“
Eru kvenréttindahugsjónir að
baki hljómsveitinni? „Nei, við erum
eingöngu að þessu okkur til ánægju,
það gætu rétt eins verið einhverjir
strákar í hljómsveitinni."
En hvaða hugsjónir áttu þér þá?
„Að vera góð manneskja, við gæt-
um öll verið miklu betri hvert við
annað. “
Stefnir þú að einhveiju sérstöku
í framtíðinni? „Að komast í eigin
húsnæði og búa barninu mínu gott
heimili. Þetta eru ósköp jarðbundn-
ar óskir,“ segir Ólafía, eins og af-
sakand léiklistinni finnst mér
best að einbeita mér
að líðandi
stund."
Sem Magnína í
Ljósi heimsins:
“Skapaði þarna eina
af eftirminnilegustu
persónunum í verk-
inu með einstaklega
vel unnu látbragði
og svipbrigðum."
— Auður Eydal í
DV.
Fyrsti leiklistarkennarinn
Ólafía er fædd í Reykjavík 1962,
en þegar hún var átta ára fluttist
fjölskyldan til Hafnar í Hornafírði.
Þar bjó hún í sjö ár en fluttist svo
til Eskifjarðar, þar sem faðir henn-
ar var bankaútibússtjóri og þeir
voru ekki nema skamman tíma á
hveijum stað. „Mér líkaði vel á
Homafirði og kem þangað ennþá
til að heimsækja fólkið mitt og vini.
Þar fékk ég þennan gífurlega áhuga
á leiklist og þar býr fyrsti leiklistar-
kennarinn minn, Anna. Hún er jafn-
aldra mín, vinkona og leikari af
guðs náð. Flestir okkar leikir beind-
ust að því að búa til leikrit; spinna.
Það myndaðist samkeppni og metn-
aður á milli okkar í því að gera
þetta vel hvor fyrir aðra. Við skoð-
uðum fólk, hermdum eftir því og
Anna kenndi mér á vissan hátt að
sjá það fyndna og sérkennilega í
fari fólks. Síðan varð áhuginn og
metnaðurinn meiri og ef ég fékk
hlutverk í skólanum eða hjá leik-
félaginu þá máttu skólabækurnar
eiga sig.
Að loknum grunnskóla fór ég í
Ménntaskólann á Laugarvatni,
skemmti mér konunglega í tvö ár
og hætti svo. Tók mér frí frá námi,
vann í síld á Homafirði, svo í vefn-
aðarvöradeildinni hjá KASK og lék
með leikfélaginu. Svo hélt ég til
Reykjavíkur og kláraði stúdent-
inn frá Fjölbráutaskólanum við
Ármúla. Égvarþóalltaf með
leiklistina í kollinum og
þegar mér reyndist stærð-
ffæðin strembin, sagði
við sjálfa mig að
þyrfti ekki að
hana því ég
ætlaði að verða
leikkona. En
tækist það
ekki yrði ég
að finna
mer eitt-
hvað
annað
Stórbrotnár mannlýsingar og
náttúrulýsingar fléttast saman við
fjörmiklar og lifandi frásagnir af
veiðum og veiðiferðum í þessari
bók. Hún flytur frásöguþætti af
níu skotveiðimönnum og lýsir
sérstæðri og margháttaðri
lífsreynslu sem tengist veiðum,
íslenskir skotveiðimenn eltast
við ýmsa bráð og því er á síðum
bókarinnar víða drepið niður
fæti í íslenskri náttúru. í orðum
veiðimannanna koma fram öll
helstu sérkenni veiðidýranna;
kænska og þrautseigja refsins
jafnt og varkárni gæsarinnar. Þar
má líka finna glögg merki um þá
virðingu sem veiðimaðurinn ber
fyrir bráð sinni og fyrir
náttúrunni allri.
IÐUNN