Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 C 45 Larib Semichat píndir enn meir. Ég vil búa á ís- landi en líklegast verður endirinn sá að ég neyðist til að flýja til Ástralíu aftur.“ Túnisbúinn Larib Semichat læt- ur ekki heldur sitt eftir liggja við verðmætasköpunina og hefur unn- ið við frystitækin í Hraðfrystistöð- inni í þrjá mánuði. Hann kom til Islands fyrir átta árum og á hér sex ára gamla dóttur. „Ég kann sæmilega við mig héma og starfs- fólkið er ágætt. íslendingar eru svolítið feimnir, en þeir reynast Morgunblaðið/Bjami Þórarinn Víkingur Gunnarsson góðir vinir þegar maður kynnist þeim. Hins vegar er erfitt að fram- fleyta sér á íslandi. í Túnis er allt miklu ódýrara. íslensk stjómvöld mættu líka hugsa meira um hag verkafólksins. Ég vann til dæmis á stað þar sem loftræstingin var engin. Starfsörygginu er einnig ábótavant, menn geta átt á hættu að verða reknir hvenær sem er. Verkamenn njóta til dæmis mun meiri virðingar í Danmörku. Ég væri líklega farinn ætti ég ekki dóttur hérna.“ Steindór Gunnarsson hefur ver- ið verkstjóri í vinnslusal frysti- hússins í fimm ár. „Þetta er kre- fjandi starf og skemmtilegt; vinna allan sólarhringinn,“ sagði hann. í Hraðfrystistöðinni eru unnin 3-20 tonn á dag, eftir því á hvaða verði fiskurinn er á mörkuðunum. Steindór vann í 17 ár sem verk- stjóri í hraðfrystihúsum úti á landi og sagði að ekki væri rétt að lands- byggðin héldi höfuðborgarbúum uppi. „Ég þekki þessa tilfinningu mæta vel þar sem ég vann þar svo lengi, meðal annars á Akranesi og Norðfirði. Reykjavík er næst- mesta löndunarhöfn landsins á eftir Vestmannaeyjum svo menn leggja hér líka hönd á plóginn. Höfuðborgarbúar veita einnig ýmsa þjónustu fyrir fólk á lands- byggðinni og það væri ekkert bet- ur sett ef þjónustan yrði flutt eitt- hvert annað. Ég tel að fjármag- nið, sem landsbyggðarfólkið skap- ar, skili sér áftur til þeirra. Öll fyrirtæki búa við það sama, fá sama verð fyrir vöruna, hvar sem þau eru í landinu." Hafa vopn- aðir glæpa- menn meiri rétt en borg- ararnir? Njáll Arason skrifar: Astandið í miðborg Reykjavíkur er að sönnu orðið ógnvekjandi, hópar vopnaðra ribbalda virðast fá að vaða þar uppi og ógna lífi með- bræðra sinna. Þetta er vandi sem krefst skjótra viðbragða og það er rétt sem borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins benti á að svo virðist sem aðaláherslan sé lögð á að framfylgja heimskulegum reglum um bifreiða- skoðun í stað þess að vernda borgar- ana. Almenningur hér á landi er vita- skuld löngu orðinn vanur bjálfalegum yfirlýsingum svonefndra ráðamanna og hættur að kippa sér upp við það er þeir láta ljós sitt skína og opin- bera andlegt atgervi sitt í fjölmiðlum. Ég vil hins vegar leyfa mér að vekja athygli á orðum Óla Þ. Guðbjatsson- ar, hins nýja dómsmálaráðherra þjóð- arinnar, er hann var inntur álits á þessum ógnvænlegu tíðindum í sjón- varpsviðtali á dögunum. Hann sagði orðrétt: Við skulum ekki gleyma því að þeir sem verða fyrir ofbeldi eiga bágt en þeir sem valda of- beldi eiga ennþá bágara.“Hafa menn nokkum tíma heyrt annað eins! Það er einmitt þetta viðhorf, ásamt rakalausum þvættingi sumra félags- og sálarfræðinga, sem er hluti skýr- ingarinnar á þessum vanda. Vopnað- ir ofbeldismenn og ribbaldar eiga samkvæmt þessu meiri samúð skylda en þeir sem reknir eru á hol á götum Reykjavíkur eða verða fyrir mis- þyrmingum af hendi sturlaðra ungl- inga. Maður sem lætur þvílíka þvælu út úr sér á opinberum vettvangi er ekki starfi sínu vaxinn. Grimmdar- seggir, ungir jafnt sem gamlir, og glæpamenn hafa engan rétt. Með athæfi sínu segja þeir sig úr lögum við mannlegt samfélag.' Vitaskuld þarf að herða eftirlit en það þarf einnig að herða refsilöggjöf- ina og hraða meðferð dómsmála. Síðast en ekki síst þarf að gera mönnum ljóst að þeir eru ábyrgir fyrir gjörðum sínum og verða að taka afleiðingum. Sú lífseiga kenning að þjóðfélagið allt beri ábyrgðina og að réttlæta megi framferði glæpa- manna með svonefndum „félagsleg- um skýringum“ er ekki aðeins röng heldur einnig hættuleg. Hvers vegiia ég gerðist kaþólskur Kæri Velvakandi. Arið 1978 var ég við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík, en skólaárið 1977-1978 opnaði Kvennaskólinn í fyrsta sinn dyrnar fyrir karlkyns nemendur. Þennan vetur kynntist ég í fyrsta sinn kaþ- ólskum presti, sem kom í skólann til að kynna hina kaþólsku trú. Prestur þessi var írskur frá bænum Tippar- ery, og kallaður faðir Róbert Brads- haw. Þarna talaði hann um það hvers vegna kaþólskir prestar giftast ekki, að hjónabandið sé samkvæmt guðs- lögum óijúfanlegt og sagði okkur heilmikið um móður um Jesú Krists, Maríu mey. Þegar þetta er skrifað, í nóvember 1989, hefur faðir Róbert nýtekið mig inn í hina kaþólsku kirkju, eftir að vera búinn að ræða við mig um undir- stöðu trúarinnar, kenningar kirkj- unnar og sent mér lesefni til að kynn- asýtrúnni og siðum betur. Ég er ánægður með stöðu mína í dag. í fyrsta sinn í mörg ár er ég sáttur við sjálfan mig, Guð og menn. Ég sæki kirkju á hverjum sunnudegi þegar ég get, og virka daga ef ég óska þess og get. Ég skrifta, þ.e. játa syndir mínar fyrir presti reglulega ög fæ altaris- sakramentið, líkama Krists. Ég á mitt talnaband, sem er keðja með perlum á, og róðukrossi, sem er kross með Kristsstyttu á. Ég á rósakrans- hring, sem nunnumar í Hafnarfirði gáfu mér í veikindum mínum; en rósakranshringur er smækkuð mynd af talnabandi. Til Kermelnunnanna í Hafnarfirði get ég hringt hvenær sem er og þær biðja fyrir mér. Einn- ig get ég haft samband við presta kaþólsku kirkjunnar, sem eru til stað- ar allan sólarhringinn, þegar á þarf að halda. Ég er ngög hamingjusamur maður í dag. Ég hef eignast nýtt líf, ríku- lega skreytt bænum sérhvern dag. Þjáningar og mótlæti, hinir þungu krossar, sem við þurfum að bera á göngu okkar í gegnum lífið, fá nú allt aðra merkingu. Nú er hægt að bera þungar byrðar með léttri lund. Nýr skilningur opnast mönnum, og ábyrgðartilfinningin vex. Samviskan er vakin af löngum dvala. Nú skal trúað á Guð og breytt samkvæmt vilja hans, án tilslakana. Ég var sjúkur, en nú veit ég hvers vegna, og að Guðs vilji er ávallt sann- ur. Þó að á tímum örvæntingar sé oft ekki auðvelt að eygja tilganginn með þrautum okkar. En tilgangurinn er þarna og smátt og smátt fer að komast heildarmynd á verkið. Stykki púsluspilsins falla hvort að öðru, þó ein og sér virðist þau ekki vera til neins. Faðir Róbert sagði mér einnig hvar sakleysi Krists væri að finna í mannlegu samfélagi, þar sem við erum öll limir á líkama Krists. Hann sagðist það opinberast í hinum and- lega vangefnu. Sá nýi skilningur veitti mér nýjan skilning, og ólýsan- lega gleði. Það er einnig unun að vita að hjónabandið sé eilíft á tímum skiln- aða og hórdóms. Hjónum er ekki leyfilegt að skilja, þó það sé tíska og jafnframt faraldur í nútíma þjóð- félagi. Hjónabandið-er lífstíðarsátt- máli, eins og Kristur boðaði. Svo sannarlega vil ég gjöra hans vilja, heldur en að stofna lífi mínu, heilsu og sál í hættu, og bijóta lög hins algóða Guðs fyrir stundargaman. Því lífið er útlegð frá Guði, aðeins skamman tíma. Kaþólska kirkjan gerir þá útlegð bærilega, þangað til við förum til himna til Guðs. Einar Ingvi Magnússon KVIKMYNDALEIKUR Ég er að leita að ungu fólki í stóran framhaldsmyndaflokk fyr- ir sjónvarp og bíó sem gerist á 10. öld og ber nafnið „Hvíti víkingurinn“. A) Stúlku, sem getur leikið 15-16 ára höfðingjadóttur. Sam- kvæmt handriti er höfðingjadóttirin sjálfstæð, viljasterk og töfrandi falleg. Með orðinu falleg er átt við persónu- töfra. Sú stúlka, sem leikur hlutverkið, verður að vera ung, á aldrinum 15-19 ára. Hún þarf að hafa brennandi áhuga á kvikmyndaleik, búa yfir viljastyrk og óbifandi sjálfstrú. B) Tveimur ungum mönnum, 15 og 17 ára, sem eiga að leika hálfbræður. Bræðumir em ólíkir, en báðir afgerandi ein- staklingar og sterkir persónuleikar. Sömu kröfur um áhuga og viljastyrk em gerðar til þeirra, sem sækja um hlutverk bræðranna. C) I „Hvíta vikingnum" em ýmis, bæði minni og stærri, hlut- verk fyrir fólk á sama aldri. Þau, sem hafa brennandi áhuga á að spreyta sig á þessu verk- efni og langar til að taka þátt í mjög erfiðu og krefjandi ævin- týri, sendi mynd ásamt persónulegum upplýsingum um hvaða hlutverki viðkomandi sækist eftir og hvers vegna. Allt ungt fólk á áðumefndum aldri kemur til greina, en hvers konar reynsla af leiklist eða öðm öguðu listnámi, t.d. hljóð- færaleik, dansi eða söng, mun koma að góðum notum. Æfingar hefjast í mars, en upptaka snemma í vor og lýkur síðla næsta haust. Megin hluti verksins verður kvikmyndaður erlendis. Góð laun í boði. Umsóknir sendist á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. desember 1989 merktar: „Hvíti víkingurmn — 6300“ Umsækjendur verða að útbúa umsókn sína sjálfir. Hrafn Gunnlaugsson. ll Uppþvottovél og éttu manna matarstell ffyrir ótrúlegt verd Verðið á þessari PHILIPS uppþvottavél erótrúlegt í augum þeirra sem kynnast gæðunum. Og hvemig hún uppfyllir kröfur okkar um - áð taka mikið - að auðvelt sé að raða í vélina - að vinna hljóðlega Vélin tekur allt að 12 manna fullkominn borð- búnað. Hún er klædd að innan með ryðfríu stáli. Sex þvottakerfi. Spamaðarstilling. Þrenns konar hrtastig. Sérstaklega virk vatns- dreifing frá tveimur örmum. Stillanlegur vatnsþrýsinguráefri armi. Hægt að hafa efri grindina í tvenns konar hæð. Ljós gefur til kynna hvort vélin er í gangi o.m.fl. PHIUPS ABÓT Með Philips uppþvottavélinni Verð frá getum við boðið fulikomið kr. 59.950.- 8 manna matar og kaffisteíl stgr. á aðeins kr. 299.- Heimilistæki hf Sætúni 8 SÍMI 69 15 15 • Kringlunni SÍMI69 15 20 Csamuf^xoK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.