Morgunblaðið - 10.12.1989, Page 21

Morgunblaðið - 10.12.1989, Page 21
20 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 Zhívkov er 78 ára og hafði verið 35 ár við völd, leng- ur en nokkur annar kommúnistaleiðtogi í Austur-Evrópu. Hann var einn dyggasti bandamað- ur Rússa, en sambúðin hafði kólnað eftir valda- töku Míkhaíls Gorbatsjovs og honum virðist hafa verið vikið frá völdum með virkum stuðningi nýju herranna í Kreml. Heima fyrir studdist Zhívkov við svokallaða Tsjavdar-klíku, sem réð lögum og lofum í stjórnamefnd kommúnistaflokksins, politburo, ásamt honum. Klíkan var kennd við sveit skæruliða, sem Zhívkov stjórn- aði í síðari heimsstyijöldinni. Margir gamlir vinir hans, sem deildu með honum völdunum í 35 ár, höfðu barizt með honum í stríðinu. Tatko (pabbi), eins og stuðnings- menn Zhívkovs kölluðu hann, studdist einnig við annan hóp gamalreyndra fulltrúa í stjórn- arnefndinni. Sá hópur var skipaður mönnum, sem Zhívkov kom til valda og metorða á fyrstu valdaárum sínum. Þeirra á meðal voru Petar Mladenov, hinn nýi flokksleiðtogi, sem nú ertalinn frjáls- lyndur og mun fylgja Gorbatsjov að málum, Yordan Yotov, íhaldssamur ritstjóri, og Pencho Kubadenski. Hreinsanir Herirjn var viðriðinn misheppnaða byltingartilraun 1965, en annars voru völd Zhívkovs sjaldan í hættu. Til þess að treysta sig í sessi hreins- aði hann oft til í forystuliði flokksins og gerði það síðast í júlí í fyrra. Helztu fómarlömb þeirrar hreinsun- ar voru Tsjúdomír A. Alexandrov, sem margir töldu skæðasta keppina- ut hans, og Stojanov Míkhajlov, yfir- maður hugsjónafræðideildar mið- stjórnarinnar. Alexandrov hafði um- sjón með „liðskjörnum" flokksins og hafði gagnrýnt stefnuleysi í efna- hagsmálum og lagt til að flokkurinn losaði sig við „gamla, einskis nýta menn“. Þegar Alexandrov og Míkhajlov voru reknir höfðu kröfur um umbæt- ur færzt í aukana um eins árs skeið vegna áhrifa frá breytingum Gor- batsjovs í Sovétríkjunum. Kunnur ritstjóri, Evtím Evtímov, var rekinn úr flokknum fyrir að gagnrýna stefn- una í umhverfismálum. Eins fór fyr- ir Damjan Obreskov, sem lýsti spiil- ingu í valdastéttini í dagblaðinu Trud. Á sama tíma kom hreyfíng „græningja" fram á sjónarsviðið og hóf baráttu fyrir umhverfisvemd. Það var eitt fyrsta dæmið um upp- steyt menntamanna gegn stjóm kommúnista og forkólfamir vora reknir úr flokknum. Óánægja með spillinguna, sem lýst var í Trud og fleiri blöðum, átti þátt í falli Zhívkov-stjórnarinnar. Margt var líkt með síðustu valdaár- um Zhívkovs og Leoníds Brezhnevs í Sovétríkjunum. Eftir fall Zhívkovs var frá þvi greint að 1.500 af gæð- ingum hans væra milljónamæringar. Boris konungur hafði aðsetur á fjóram stöðum og var sakaður um braðl, en Zhívkov átti 30 heimili með öllum nútímaþægindum. Einn af dvalarstöðum hans var konungshöll- in í Euxinograd, sem var opin al- menningi í tíð konungs, en Zhívkov- hjónin létu loka henni til að fá að vera í friði. Spilaskuldir Vladímír, 37 ára gamall sonur Zhívkovs, hefur tapað tveimur millj- ónum dollara í fjárhættuspiii að sögn Financial Times. Enginn veit hvaðan það fé kom eða hvert það fór. Svör hafa ekki fengizt við spumingum um dauða vinsæls sjónvarpsþular, Tatj- önu Títíanóvu, sem lézt skömmu eft- ir að Vladímír heimsótti hana í fyrra. Dóttir Zhívkovs, Ljúdmíla, var einnig umdeild þegar hún lézt með dularfullum hætti 1981, 39 ára gömul. Hún fór með stjóm menn- ingarmála og reyndi að bæta aðstöðu stjórnenda lista- og bókmenntamála. Hún þótti greind og hafði áhuga á austrænni dulspeki og vestrænni skynsemishyggju. Þegar hún lézt var stofnaður menningarsjóður, sem var kenndur við hana. Fé sjóðsins var komið fyrir á bankareikningum í Sviss, en nú er því haldið fram að fjármununum hafi verið sólundað eða að þeir hafi „horfið“ og að verðmætum listmun- um hafi verið smyglað frá Búlgaríu. Þess hefur verið krafizt að þessi og önnur spillingarmál verði rann- sökuð. Rannsóknin mun líklega einn- ig beinast að starfsmönnum utanrík- isþjónustunnar, sem era sakaðir um eyðslusemi. Einn háttsettasti maður hennar er sagður skulda nokkur hundrað þúsund dollara. Sennilega mun hún einnig ná ti! stofnana, sem annast viðskipti við útlönd, vegna gruns um misferli hjá þeim. Tyrkir ofsóttir Bágborið ástand efnahagsmála og slæm stjórn þeirra flýttu einnig fyrir falli Zhívkovs. Efnahagsumbætur, sem hann boðaði fyrir nokkram árum, höfðu ekkert að segja. Skortur er á smjöri, sykri, osti og annarri nauðsynjavöru. Skuldir við útlönd hafa aukizt um helming í átta millj- arða dollara á tveimur áram. Málefni tyrkneska minnihlutans hafa aukið efnahagsvandann og rýrt álit Búlgara út á við. Fyrir fímm árum hófst miskunnarlaus barátta fyrir því að ein milljón tyrkneskætt- aðra landsmanna tæki upp búlgörsk nöfn og semdi sig að búlgörskum háttum. í vor hafði Petar Mladenov utanríkisráðherra smám saman tekizt að bæta stöðu Búlgara eftir þann álitshnekki, sem þeir höfðu orðið fyrir vegna máls tyrkneska minnihlutans og ásakana um að þeir HERlENDaa HRINGSJÁ eftir Eftir Guóm. Halldórssott rastöðinKapikulo; : starf Mladenovs var eyðilagt. Landamæi ÞEGAR BERLINARMURINN var reistur 1961 hafði Todor Zhívkov verið valdamesti maður Búlgaríu í sjö ár. Sama dag og hann missti völdin, 9. nóvember, var múrinn opnaður. Samkvæmt opinberri tilkynningu sagði hann af sér af fúsum vilja, en í raun og veru var honum steypt af stóli í „ hallarbyltingu", sem Petar Mladenov, arftaki hans, hafði undirbúið í nokkra mánuði með stuðningi annarra valdamanna í flokknum. ZHIVKOVS hefðu verið viðriðnir tilraun til að ráða páfann af dögum 1981. í maí hvatti Zhívkov hins vegar tyrkneskættað fólk að flytjast til Tyrklands og flýtti þar með óafvit- andi fyrir falli sínu. Um 300.000 Tyrkir flúðu yfir landamærin unz Tyrkir sáu sig tilneydda að loka þeim, þar sem þeir réðu ekki við ástandið. Skyndileg brottför þessa mikla fjölda olli röskun í búlgörsku efnahagslífi. Tóbaksuppskera varð minni en ella og verksmiðjuframleiðsla dróst sam- an. Þegar 60.000 Tyrkir ákváðu að snúa heim olli það einnig erfiðleikum. Flóttamennirnir kvörtuðu yfir of- sóknum í heimsblöðunum og Mlad- enov utanríkisráðherra varð að svara gagnrýni erlendra ríkja. Starf hans hafði nánast verið lagt í rúst og hann komst að þeirri niðurstöðu að Zhívkov yrði að víkja. Hann átti hins vegar fáa bandamenn í stjórnarnefnd flokksins þangað til í júlí, þegar Vlad- imír Zhívkov var hækkaður í tign og skipaður yfirmaður nýrrar menn- ingardeildar miðstjómarinnar. Stöðuhækkun Vladímír hafði smám saman komizt til aukinna metorða, þótt hann sé talinn hæfileikasnauður. Sumir töldu jafnvel að hann keppti að því að ná æðstu völdum, þegar faðir hans félli frá. En hann varð að tákni þeirrar tilhneigingar valda- mestu manna Búlgaríu að hygla ættmennum sínum og stöðuhækkun hans virtist mælast illla fyrir í Pól- Iandi, Ungveijalandi og Moskvu. Stöðuhækkunin naut stuðnings Milko Balevs, 69 ára gamals banda- manns Zhívkovs eldra í stjórnar- nefndinni. Balev var talinn hugsan- legur eftirmaður gamla leiðtogans og stóð í ráðabraggi til að ná því takmarki. Hann hafði stöðugt setið á svikráðum við utanríkisráðuneytið og Mladenov. Siðgæði hans var ekki talið til fyrirmyndar og hann var líklega óvinsælasti fulltrúinn í stjórn- arnefndinni. Stuðningur hans við Vladímír jók ekki vinsældir hans. Annar gamall samheiji Zhívkovs, Dobri Dzurov landvarnaráðherra, lagðist eindregið gegn upphefð Vlad- imirs. Dzurov hafði verið góður vinur Zhívkovs síðan þeir börðust saman í stríðinu, en hann taldi of langt gengið að gera Vladimír að yfir- manni menningardeildarinnar. Dzurov hafði áhuga á róttækum breytingum og hefur góð sambönd í Moskvu. Dzurov fór varlega í sakirnar. Hann reyndi fyrst að draga úr áhrif- um 2.000 manna lífvarðar Zhívkov- ættarinnar. Hann reyndi einnig að tryggja stuðning hersins, sem for- ystumenn kommúnista hafa van- treyst síðan hann var viðriðinn bylt- ingartilraunina 1965. Loks fékk hann til liðs við samsærið þá Georgi Atanasov forsætisráðherra og An- drei Lukanov utanrikisviðskiptaráð- herra, sem höfðu áhyggjur af vax- andi skorti á vinnuafli vegna flótta Tyrkja. Vladímír rekinn Þar með hafði sigur þó ekki verið tryggður, því að Mladenov, Dzurov, Atanasov og Lukanov urðu að bjóða innanríkisráðuneytinu og þar með leynilögreglunni birginn. Zhívkov studdist mjög við Georgi Tanev inn- anríkisráðherra síðustu mánuði valdaferils síns. í ráðuneytinu gætti enn áhrifa Dimitars Stojanovs, sem hafði verið innanríkisráðherra í 14 Mótmæli í Sofia: einsdæmi frá stríðslokum. Vandlega undirbúin hallarbylting í Sofia MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 C 21 Zhívkov: neyddur til að segja af sér. Verkamenn kynna sér áróður græningja í Sofia: umrótið hófst með mótmælum þeirra. Mladenov: undirbjó samsærið. fiottamaour Tra uuigariu: oisoKmr gegn Tyrkjum höfðu áhrif á valdabaráttuna. ár unz hann lét af því starfi í desem- ber í fyrra og tók við stjórn skipu- lagsmála flokksins. Stojanov hafði staðið fyrir því að búlgarskir Tyrkir voru neyddir til að taka upp búlgörsk nöfn 1984. í októ- ber fyrirskipaði hann barsmíðar á óháðum umhverfisverndarsinnum í Sofia, þegar þar var haldin evrópsk vistfræðiráðstefna fyrir atbeina Mladenovs. Ráðstefnan og mótmælin vöktu svo mikla gremju harðlínu- manna að getum var að því leitt að flokksforystan mundi reyna að losa sig við Mladenov. Hann varð einnig að svara harðri gagnrýni frá Vestur- löndum og við lá að hann missti móðinn. Hinn 24. október bauðst Mladenov til að segja af sér eftir hörkurifrildi við Zhivkov. Síðan sendi hann stjórn- arnefndinni, miðstjórninni og þjóð- þinginu bréf, sem þótti bera vott um mikið hugrekki. Þar fór hann hörðum orðum um Zhívkov og sakaði hann um að steypa þjóðinni í glötun með spillingu og valdníðslu. Bréfi Mlad- enovs lauk á þá leið að hann og ijöl- skylda hans „mundu taka afleiðing- unum“, en þar með gaf hann i skyn að hann óttaðist um líf sitt. Zhívkov varð furðu lostinn þegar hann las bréf Mladenovs og neitaði að taka lausnarbeiðnina til greina. En skömmu síðar kom Mladenov við í Moskvu þegar hann var á Ieið til Peking í opinbera heimsókn og virð- ist hafa fengið samþykki fyrir því að hann gerði stjórnarbyltingu í Sof- ia. Þegar 5.000 stuðningsmenn Eco- Glasnost, nýrrar hreyfingar græn- ingja, tóku þátt í fyrstu mótmælaað- gerðunum í Sofia frá stríðslokum í byijun nóvember virtist ekki fara á milli mála að Zhívkov væri að missa tökin. Andófsmenn notuðu tækifærið til að hvetja til aukins lýðræðis og aukinn styrkur hreyfingarinnar vakti furðu valdaforystunnar. Afsögn Zhívkovs Tillaga um að Zhívkov segði af sér var borin fram á stormasömum fundi í stjómarnefndinni í Sofia 9. nóvember. Tíu aðalfulltrúar höfðu atkvæðisrétt og staðan var jöfn. Zhívkov gat reitt sig á stuðning Gris- ha Filipovs, Balevs, íhaldsmannsins Yordans Yotovs og Pencho Kubad- enskis. Kubadenski snerist hugur á síðustu stundu og atkvæði hans réð úrslitum. „Lausnarbeiðni" Zhívkovs var samþykkt með fimm atkvæðum gegn ijóram. Zhívkov varð að segja af sér og Mladenov var kjörinn leið- togi flokksins. Fullyrt er að sovézki sendiherrann í Búlgaríu hafi' sagt Zhívkov að ef hann viki ekki til hlið- ar gæti hann átt það á hættu að vera neyddur til að segja af sér eins og Erich Honecker í Austur-Þýzka- landi. Þrátt fyrir það vildi Zhívkov ekki leggja niður völd, þótt hann neyddist tii þess að lokum. Zhívkov viðurkenndi mistök í skýrslu til miðstjórnarinnar. Hann hvatti til víðtækrar „aðlögunar“ í stjórnmálum og efnahagsmálum, t.d. með því að auka völd þingsins og breyta verkaskiptingu þingsins og flokksins, og sagði: „Okkur hefur hvergi tekizt að ná veralegum ár- angri.“ Mladenov lýsti því yfir að flokkur- inn yrði að laga sig að nýjum aðstæð- um og að „eini kosturinn“ væri „end- urskipulagning“ hagkerfisins og 14II ||il lilíl 11 lllilli | Zhívkov sýndur sem Hitler á mótmælafundi: lýðræðis krafizt í Sofia. stjórnkerfisins. Hann sagði að núver- andi kerfi hefði „staðið í vegi fyrir framföram á öllum sviðum" og bætti við: „Við verðum að breyta Búlgaríu í nútímalýðræðisríki." Frami Mladenovs og brottvikning Zhívkovs komu nokkuð á óvart íbú- ar Sofia skáluðu fyrir falli Zhívkov- stjómarinnar og andófsmenn héldu hátíðarfund í einum garði borgarinn- ar. Óháða mannréttindafélagið sendi Mladenov heillaóskaskeyti. Stjórnar- nefnd kommúnistaflokksins sam- þykkti 13. nóvember að 11 menn, sem höfðu verið reknir fyrir að gagn- rýna stjórnina, skyldu teknir aftur í flokkinn. Vladímír rekinn Mladenov flýtti sér að treysta sig í sessi. Á fundi í miðstjórninni 16. nóvember var samþykkt að reka Milko Balev, Grisha Filipov og Dimit- ar Stojanov úr stjómarnefndinni. Andrei Lukanov og tveir aðrir tiltöiu- lega ungir og umbótasinnaðir menn voru kjömir í þeirra stað. Vladímír Zhivkov var sviptur stöðu sinni í miðstjórninni og sex aðrir háttsettir menn í flokknum urðu einnig að víkja. En Georgi Tanev hélt stöðu sinni sem innanríkisráð- herra og Mladenov virðist ekki hafa unnið fullan sigur í viðureigninni við innanríkisráðuneytið. Valdabarát- tunni virðist því ekki lokið. Á þingfundi 18. nóvember sagði Zhívkov af sér embætti forseta og Mladenov var kjörinn í hans stað. Mladenov lagði áherzlu á nauðsyn pólitískra breytinga. Eftir þingfund- inn hvatti hann til þess að þingið fengi meiri völd og sagði: „Persónu- lega er ég hlynntur fijálsum kosning- um,“ en hann virtist ekki vilja leyfa öðram flokkum að bjóða fram. Svo var að sjá að hann vildi aðeins efna- hagsumbætur og glasnost — opnun — og ekki stofna forystuhlutverki kommúnistaflokksins í hættu. Öllum á óvart var sjónvarpað beint frá þingfundinum. Farið var hörðum orðum um Zhívkov og þingmenn flis- suðu þegar vanvirðingar hans vora taldar upp. Hann var borinn þeim sökum að hann hefði verið hrokafull- ur, svikull, óheiðarlegur, spilltur harðstjóri, sem hefði grafið undan stofnunum ríkisins, sölsað undir sig fé og völd og eytt Qármunum rikis- ins í óhóf. I „Búlgaría varð veiðilenda forset- ans,“ sagði einn þeirra þingmanna, sem fengu málið, Slavko Trensky, sem hafði barizt með skæruliðum í stríðinu og síðar orðið landvamaráð- erra. Hann sagði að Zhívkov hefði verið verri en konungurinn og hvatti til rannsóknar á Ijárreiðum Ljúdmílu-sjóðsins og spilaskuldum Vladímírs. „Lýðræði!“ „Frelsi!" Þingið felldi úr gildi 273. grein hegningarlaganna, þar sem gagnrýni á stjórnina var talin jafngilda glæp og samþykkti að náða þá sem hefðu verið dæmdir samkvæmt þeirri grein. Síðar um daginn vora myndir af hinum fallna foringja rifnar í tætlur á útifundi, sem stjómin hélt til að treysta sig í sessi. Tíu þúsund manns fengu frí frá vinnu til að sækja fund- inn. Eftir fundinn neitaði mannfjöidinn að dreifa sér og gekk um miðborgina til að kreflast hraðstígari breytinga. Um 150 manns söfnuðust saman við aðalskrifstofu kommúnistaflokksins og hrópuðu „Lýðræði!“ og „Frelsi!“ Daginn eftir fögnuðu a.m.k. 50.000 manns endalokum Zhívkov- stjórnarinnar og hvöttu til umbóta á fjölmennasta, óháða útifundinum, sem hafyi verið haldinn í Sofia í valdatíð kommúnista. „Við viljum lýðræði strax!“ hrópaði mannfjöld- inn. Margir héldu á borðum með teikningum af Zhívkov, þar sem hann var sýndur eins og Hitler. Þess var krafizt að hann yrði leiddur fyrir rétt og samin yrði ný stjórnarskrá. „Hér með hefur lýðræði aftur haldið innreið sína í Búlgaríu," sagði einn fundarmanna. „Þetta er kraftaverk, sem við höfum ekki séð í 45 ár.“ Efasemdir Þannig virtust Búlgarar skipa sér við hlið annarra Austur-Evrópu- þjóða, sem reyna að koma á breyting- um. Þó draga margir Búlgarar í efa ' að Mladenov sé fullkomin alvara og telja hann dæmigert afkvæmi Zhívkov-kerfisins. „Hann var skjól- stæðingur Zhívkovs og utanríkisráð- herra hans í 18 ár og hvar var hann allan þann tíma?“ spurðu þeir. „Þær breytingar, sem era boðaðar, eru aðeins andlitslyfting," sagði Yanko Yankov, lagaprófessor og stjórnar- andstæðingur. „Þeir hrófla ekki við kerfinu, en því verður að breyta ef lýðræði á að komast á.“ Mladenov hefur hafizt handa um efnahagsumbætur, en óljóst er hve róttækar breytingar hann hefur í huga. Kunnugir telja líklegt að hann muni taka sér Gorbatsjov til fyrir- myndar og ekki koma á eins örum breytingum og Pólveijar og Ungveij- ar. Margir Búlgarar efast þó um að hann muni fara eins hratt í sakirnar og Gorbatsjov. Þeir vilja gefa honum eins árs umþóttunartima til að sýna umbótavilja sinn í verki, err eru ekki ýkja bjartsýnir. Ein helzta krafan nú er að óháðir stjórnmálaflokkar verði leyfðir. Þeg- ar hefur verið ákveðið að endurvekja Bændaflokkinn gamla, sem hefur verið bannaður síðan leiðtogi hans, Nikolai Petkov, var tekinn af lífi 1947. Flokkurinn verður kenndur við Petkov og stofnandann, Alexander Stambolisky, til að greina hann frá bændaflokki kommúnista. Þess er einnig krafizt að fleiri lög verði felld úr gildi og að skjöl leyni- lögreglunnar um andófsmenn verði eyðilögð. Stjórnin hefur boðað að „sjötta deild“ innanríkisráðuneytis- ins, sem hundelti andófsmenn, verði lögð niður. Þótt þeir fagni þeirri yfir- iýsingu segja þeir að eftir eigi að koma í ljós hvort raunverulegt eftir- lit leggist niður. iHllÍifllIlili

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.