Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 32
32 C morgunblaðið MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 LEIKLIST /Hvemig tekur íslenskt leikhús á móti „nýburum “t Að veðja á óþekkta hesta FYRIR réttum áratug flutti Sveinn Einarsson erindi á aðal- fundi Hins íslenska bókmenntafé- lags um leikstjórn, sem síðar birt- ist í tímariti þess, Skírni, 1980. Þar rekur hann sögu leikstjórnar allt frá dögum forn-Grikkja og fram á okkar tima, m.a. sögu íslenskrar leiksljórnar. Þetta er athyglisverð grein í dag þegar við sjáum fyrir okkur stöðuga flölgun og endurnýjun í stétt íslenskra leikstjóra. Eins og bent var á hér í síðasta pistli þá hafa nýlega komið fram hugmyndir og tillögur að íslenskri leikstjóramenntun við Leiklistarskóla Islands. Með nýjum iögum um lista- háskóla hérlendis, sem eru nú til um- 'ræðu og í mótun, verður brýnt að koma að þætti leik- stjómar í þeirri leiklistarmenntun sem slíkur skóli eftir Hlin stæði fyrir. Leik- Agnarsdóttur listarskóli íslands hefur frá stofnun 1976 útskrifað yfir 60 leikara. Af þeim fjölda eru ekki allir starfandi sem leikarar. Fáir hafa þó yfirgefið listgreinina fyrir fullt og allt, sumir hafa farið út í kennslu, skrif fyrir leikhús og jafn- vel_ leikstjórn. í áðurnefndri Skírnisgrein bendir Sveinn Einarsson réttilega á, að fyrstu leikstjörar okkar í íslensku atvinnuleikhúsi hafi verið menntaðir leikarar (Indriði Waage, Haraldur Bjömsson og Lárus Pálsson). Á 6. og 7. áratugnum bætast við enn fleiri leikstjórar úr leikarastétt, m.a. Gísli Halldórsson, Helgi Skúlason og Baldvin Halldórsson. Það er ekki fM m Stefán Baldursson Sveinn Einarsson Maria Kristjánsdóttir fyrr en kringum og upp úr 1970 sem leikstjórar með öðruvísi bakgmnn (þ.e. ekki menntaðir sem leikarar) koma til starfa í íslensku leikhúsi að Sveini Einarssyni undanskildum. Þar má nefna Eyvind Erlendsson, Stefán Baldursson og Maríu Kristj- ánsdóttur sem höfðu hvert um sig menntað sig í leikstjóm, að vísu eft- ir mismunandi námsleiðum í mis- munandi löndum (Rússlandi, Svíþjóð. og A-Þýskalandi). Þórhildur Þorleifs- dóttir er líka ein þeirra leikstjóra sem komu „bakdyramegin" inn í leik- húsið, ef svo má að orði komast (þ.e. kom ekki úr leikarastétt). Hún hafði dansinn og sjálfstæða leikhúsreynslu að bakhjarli. Á þetta er minnst hér vegna þess að í dag verður æ algengara að fólk sæki sér leikstjóramenntun erlendis með það í huga að starfa í íslensku leikhúsi að námi loknu. Sú menntun er af ýmsum toga, ýmist við leiklist- ardeildir háskóla eða sérstaka leik- listarskóla og stofnanir. (Reyndar hafa íslenskir leikarar líka sótt menntun sína erlendis, oft vegna takmarkaðrar inntöku nemenda í Leiklistarskóla íslands.) Spurningin er því þessi: Hvernig tekur íslenskt Ieikhús á móti „nýburum" í grein- inni? Er það tilbúið að taka áhætt- una, sem fylgir því að veðja á unga, óþekkta hesta? Áuðvitað er gildi sér- stakrar leikstjóramenntunar afa um- deilanlegt og ekki endilega víst að hún skili góðum leikstjórum, því ekki nægir að mennta fólk, ef hæfileikana skortir. En hver á að skera úr um hver sé hæfur? í allri umræðu um hæfni og getu leikstjóra verður fólki tíðrætt um tækifærin — þ.e. ef leik- stjóri fær ekki tækifæri til að sýna hvað í honum býr, þá getur hann heidur ekki sannað ágæti sitt eða öfugt. Það er skiljanlegt m.a. út frá fjárhagssjónarmiði að leikhúsin vilji ekki veðja á ungt og óreynt fólk í þessum efnum, jafnvel þótt það skarti prófgráðum. Hins vegar er kominn tími til að endurskoða margt í þeirri afstöðu á málefnalegan og fordómalausan hátt. Þá hætta „ungu“ leikstjórarnir okkar að vera miðaldra loksins þegar þeir fá tæki- færi til að spreyta sig í fullgildu at- vinnuleikhúsi.' S turtuktöar h* m Sturtuklefar p - þæglleg lausn á smaerrl baöherbergl | >;-r. « * n Sturtuveggir - fyrlr öll helmlll Allt til | pípulagna - fyrlr bað- herberglð þltt Hreinlætis- b tæki -1 mlklu úrvall :há Baðkör - fyrlr alla | | sj Qölskylduna íWBMBk m S érfræði- || aðstoö t - fagmanna I verslun okkar BJóðum m.a. upp á þennan gullfallega sturtuklefa sem fer vel á smærrl baðherbergjum. Elnnig sem vlðbót vlð baökarlð og nuddpottlnnl VISAogEURO greiöslukjör Við sérhæfum okkur í öllu sem við kemur baðherbergis- og hrelnlætistækjum. Vertu velkominnl ^ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 - 673416 DJRSS/Erum vid orbnirgjaldgengirf Sú fyrsta keilsteypta ÞÁ ER EINA íslenska djassplata ársins komin út. Nýr tónn nefnist hún og má þar heyra kvintett bassaleikarans Tómasar R. Ein- arssonar leika átta tónverk hljómsveitarstjórans. Skífan gef- ur út. Tómas hljóðritaði fyrst með Nýja kompaniinu og var þar með honum einn liðsmannanna á Nýjum tóni: Sigurður Flosason. Næsta verk Tómasar var Þessi ófétis djass og þar sló Eyþór Gunnarsson píanóið. Það gerir hann einnig hér og það gerði hann á þriðju djassskífunni er Tómas hljóðritaði: Hinsegin blús. Þar var einnig kominn úr Dana- veldi trompetblásarinn Jens Winther og svo vel tókst til með þá samvinnu að hann er kominn aftur og blæs á Nýjum tóni. Sá eini sem Tómas hefur ekki hljóð- ritað með fyrr er trommarinn. Sjálftir Pétur Östlund sem alltof sjaldan yfirgefur höfiiðborg Svíþjóðar til að heimsækja landa sína. Tómas var kominn yfir tvítugt þegar hann fór að leika á bassa og markar það að sjálfsögðu leik hans. Tómas hefur hallast æ meir að hinum klassíska djassbassaleik ______ þar sem bassinn er fyrst og fremst bassi og eðli hljóð- færisins fær að njóta sín. Tónverk hans eru vel upp- byggð og ballöð- urnar búa yfir eftir Vernhorð þokka. Þar nýtur Linnet hinn ljóðræni blást- ur Jens Winthers sín uridravel — ekki síst í Trúnaði í stofunni. Eyþór Gunnarsson á þar einnig góðan ein- leikskafla — honum tekst alltaf betur og betur að segja mikið með fáum tónum. Sigurður Flosason blæs bæði í altó- og barýtón-saxafón á þessari skífu og þó meira í barýtóninn. Þó hann hafi ekki tærasta tón á byggðu bóli hefur hann af miklu listfengi ofið saman mýkt og málmgjallanda og það er einsog þetta þunga hljóð- færi haldi afturaf honum svo hann BIÁIS/Borgar sig að henda plötuspilaranum f Geislablús GEISLADISKURINN er kominn til að vera og gildir þá einu hvað vínyláhugamenn segja. Svo hreint ganga geislamenn til verks víða um heim að t.a.m. í Bandaríkjunum eru stórverslanir að hætta að selja vínylplötur hver á eftir annarri, þó ekki eigi nema þriðjungur heimila geislaspilara, en rúm 70% vínylspilara. Þeir sem hlusta á blús og aðra tónlist sem á sér fáa formælendur hafa hingað til flest- ir haldið fast í vínylinn, enda margir titlar þar sem seint verða gefti- ir út á geisladisk. Það verður þó ekki af geisladisknum skafið að hann hefur ýmsa kosti sem henta blúsnum ekki síður en annarri tónlist. Aeinn geisladisk má koma rúmum klukkutíma (upp undir 70 mínútum) af tónlist með betri hljóm en vínylplötu og að slepptum öllum vangaveltum um líftíma diskanna (10—100 ár eftir því hver segir frá) verður ekki á móti því mælt að diskinn getur þú spilað eins oft og þig lystir og oftar án þess_ að slit angri þig. Ota- eftir Arna Hð er svo að margir Matthíasson plötuútgefendur nota sér plássið á disknum til að koma á hann fleiri lögum en mögu- legt er með plötu, sem gerir diskinn eigulegri fyrir vik- ið. Dæmi um slíkt bárust mér fyrir skemmstu, fyrstu diskarnir frá breska blúsfyrir- tækinu Flyright. Á þessum fyrstu diskum eru Cobra- upptökur Magic Sam og Otis Rush, Chiefupptökur Junior Wells og JOB-upptökur J.B. Lenoirs. Hingað til lands bárust diskarnir með Magic Sam og J.B. Flyright hefur áður sent frá sér plötur með þessum listamönnum öll- um og á vínylútgáfunni af Cobralög- um Magic Sam eru tólf lög, en 21 á disknum. Það má því segja að diskur- inn sé tæpar tvær plötur, en alls eru um 60 mínútur af tónlist á honum. J.B. Lenoir Úr rytmískum raf- blús í hápólitíska mótmælablúsa. aukalögin ekki Hljómurinn er góður, þó ekki sé hann fullkominn, en það sem skiptir mestu er að hafa öll þessi lög á einni plötu (diski), en Magic Sam, sem dó ung- ur, var einn frumlegast og skemmti- legasti gítarleikari og söngvari Chicagoblúsins. J.B. Lenoir var vinsæll söngvari og lagasmiður í rafblús Chicago á sjötta áratugnum og kom fram í síðum röndóttum jakka og dansaði með gítar í fanginu milli þess sem hann söng með hárri rödd angur- væra ástarsöngva með hálfgerðri rokksveiflu. Á sjöunda áratugnum söðlaði hann um og tók< upp há- pólitíska órafmagnaða mótmæla- blúsa. Fyrsta platan með slíkum blús, Alabama Blues, var reyndar ekki gefin út í Banda- ríkjunum á meðan Lenoir lifði, enda voru . útgefendur þar í landi ekki reiðubúnir að gefa út slíka tónlist með litum flytjanda. Á Lenoirdisknum er 21 lag líkt og hjá Magic Sam, en þar sem 14 lög voru á vínylútgáfunni eru nema“ 7. Af ofangreindu má vonandi sjá að geisladiskurinn hefur kosti fyrir blúsáhugamenn ekki síður en aðra tónlistaráhugamenn og til marks um fjölbreytnina má nefna að blúspóst- saia sem ég skipti mikið við býður þeim sem áhuga hafa geisladiskalista með yfir 3.000 titlum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.