Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989
C 33
MYNDLISTÆrz/ listaverkjjárfesting?
„Listaverk eru
tilfinningaleg eign“
SUMIR TALA um listaverk eins og verðbréf og fasteignir; menn
geti keypt þau og beðið síðan rólegir á meðan listamennirnir verða
frægir, verkin þekkt og eftirsótt, og verðgildi þeirra margfaldast.
Raunin er samt önnur, og enn sem komið er kaupa flestir myndlist
á nokkuð öðrum forsendum en gróðahyggjunni einni saman. Slíkt
tal er því lítið annað en draumórar, og í engum tengslum við stað-
reyndir um listaverkakaup á Islandi. Þessi tálsýn er að líkindum
sprottin af þeim fréttum sem annað slagið berast utan úr heimi um
himinháar upphæðir sem greiddar eru fyrir fræg listaverk.
Tómas R. Einarsson og félag-
ar enginn á stærri þátt í breyttum
og bættum vinnubrögðum en
hann ...
hleypur ekki framúr sjálfum sér ein-
sog honum hættir oft til þegar hann
blæs í altóinn. Rúsínan ? pylsuendan-
um er leikur Péturs Östlunds. Slíkan
trommuleik heyrir maður ekki á
hveijum degi — þó erlendis sé. Hann
glæðir tónlistina slíku lífi að þessi
skífa er gjaldgeng hvar sem er. Ekki
það að góðar djassplötur hafi ekki
verið gefnar út á Islandi áður og
einstaka ópus betri en það sem heyra
má hér — en þetta er í fyrsta skipti
sem íslensk djassskífa er heil í sjálfu
sér og án nokkurs veikleika sem
rekja má til vinnubragða áhuga-
mannsins.
Það eru nokkur ár síðan ég reitti
nokkra vini mína til reiði er ég skrif-
aði að íslenskur djass stæði langt
að baki þeirri djasstónlist sem leikin
er í Skandinavíu. Astæðan er ekki
sú að við eigum verri listamenn en
frændur okkar heldur að vinnubrögð
atvinnumanna hafa ekki tíðkast hér
í djasstónlist. Menn hafa ekki lagt
allt í sölurnar einsog kollegamir á
Norðurlöndum gera jafnan. Þetta er
að breytast með nýrri kynslóð og
enginn á stærri þátt í því en Tómas
R. Einarsson. Enn er þó nokkuð í
land að skífa eins og Nýr tónn verði
gerð án gesta frá útlöndum, íslenskra
sem erlendra, en það er í sjónmáli.
Nýr tónn er öllum sem að henni
standa til álitsauka og gleðilegt að
stóru útgáfufyrirtækin skuli gefa út
djasstónlist. Nú er hlutur djass-
unnenda eftir — og eitt er víst: Nýr
tónn sómir sér vel í hvaða djassplötu-
safni sem er.
Dýrasta listaverk sögunnar var
selt á uppboði 11. nóvember
1987. Var það myndin „írisblómin"
eftir Vincent van Gogh, og hljóðaði-
hæsta boð upp á fimmtíu og þijár
milljónir og níu
hundruð þúsund
Bandaríkjadali. í
minna metnum
íslenskum gjald-
miðli samsvarar
þetta (þessar vik-
umar) nálægt
þremur milljörðum
þijú hundruð níutíu
og sex milljónum króna
(3.396.000.000,00 kr.). Kaupandinn
reyndist ástralskur milljarðamæring-
ur, þekktur siglingaáhugamaður, og
segir sagan að myndin hafi til
skamms tíma hangið í anddyri skrif-
stofu hansí háhýsi í Perth.
„Það væri ýmislegt hæjgt að gera
fyrir þessa upphæð hér á Islandi, þar
sem alltaf vantar peninga. Flugstöð-
in væri ekkert mál; það væri hægt
að reisa tvö Tjarnarráðhús, og samt
yrði afgangur; það væri hægt að
bjarga nokkrum Patreksfjörðum, eða
koma loðdýraræktinni á réttan kjöl.
— En það er raunar út í hött að
velta sér upp úr slíkum þönkum, því
þeir sem eiga peningana hljóta að
ráða í hvað þeir eru notaðir. Ástral-
inn hafði aðgang að fénu, og kaus
sem sagt að kaupa fyrir það einn
Van Gogh (þó sagan segi líka að
hann hafi átt í nokkrum erfiðleikum
með að standa í skilum — en það
eiga fleiri, og þarf minna til!).
„En þetta var þar, ekki hér. Á
íslandi er lítið um peninga, eins og
allir vita, og enn minna um að þeir
séu nýttir til að fjárfesta í listaverk-
um. Til að skýra litla endursölu lista-
verka, má setja fram eftirfarandi
kenningar:
1. Minnihluti framleiðslu mynd-
listarfólks selst nokkurn tíma.
2. Minnihluti listaverkaeignar ís-
lendinga hefur verið keyptur
af núverandi eigendum.
3. Aðeins lítill hluti þeirra lista-
verka, sem seljast einu sinni,
selst nokkurn tíma aftur.
Fyrsta kenningin bendir á einfald-
ar staðreyndir. Myndlistarmaður,
sem sýnir þijátíu myndir á tveggja
ára fresti, er ekki að sýna allt sem
hann hefur gert á þessu tímabili,
heldur aðeins það sem hann vill sýna
(og væntanlega selja). Annað finnst
honum ef til vill ekki nógu gott, ekki
í samræmi við önnur verk hans, eða
þá svo bundið sér persónulega, að
hann vill ekki láta það frá sér. Þann-
ig er nokkrum hluta verka vandaðra
listamanna haldið frá sölu. Loks ber
að nefna, að sá listamáður sem selur
helming þeirra verka sem eru á sýn-
ingu má telja sig koma vel frá því
dæmi; fáir selja meira nema um lítil,
ódýr verk sé að ræða.
Það kann að hljóma hastarlega
að halda því fram að minnihluti lista-
verka í eigu heimila hafi verið keypt-
ur af núverandi eigendum. Samt er
þetta mjög líklega rétt, og kemur
þar einkum þrennt til: Arfur, stórgja-
fatilhneiging íslendinga almennt, og
að endingu peningaleysi og/eða gjaf-
mildi einstakra listamanna.
Listaverk eru oft á tíðum fjöl-
skyldudýrgripir, sem ganga frá einni
kynslóð til hinnar næstu, og má gera
ráð fyrir að meirihluti verka elstu
íslensku málaranna séu á þann hátt
komin í hús núverandi eigenda. Það
er líka mjög algengt að listaverk séu
gefin af sérstökum tilefnum, t.d. sem
brúðkaupsgjafir, á stórafmælum, við
starfslok o.s.frv. Loks má nefna, að
þekktar eru ýmsar skemmtilegar
sögur um hvemig margir listamenn
hafa notað verk sín sem gjaldmiðil
í stað peninga, t.d. til að greiða skuld-
ir og jafnvel
opinber gjöld;
einnig er
frægt hversu
gjafmildir
sumir lista- ■
menn hafa
" verið á verk
„írisblómin" sín. Þannig er
eftir Vincent van vafamál hvort
Gogh. Jóhannes
------------------ Kjarval seldi
fleiri myndir
um ævina en
hann gaf vinum, vandamönnum og
vandalausum, sem leituðu ásjár hjá
honum; þau skipta hið minnsta
ófáum hundruðum listaverkin sem
íslensk heimili þáðu að gjöf frá meist-
aranum í gegnum tíðina.
Síðasta kenningin á sér síðan aug-
ljósar orsakir, sem í raun eru þegar
komnar fram. Flestir tengja listaverk
við heimilið og fjölskylduna, en líta
ekki á þau sem innrammaða pen-
inga, sem hægt sé að grípa til hve-
nær sem er. Vegna þessa koma fæst
þeirra listaverka nokkum tíma á
markað aftur, sem hafa einu sinni
komist í eigu landsmanna. Þau em
tilfinningalegar eignir líkt og fjöl-
skyldumyndimar, sem ganga í erfðir
og fæstir gætu hugsað sér að bjóða
til sölu.
Og hvað gerist síðan, þegar fólk
ákveður að selja listaverkin, sem það
hafði keypt, fengið að gjöf eða erí
eftir látna ættingja? Fæst fyrir þau
eitthvert það verð, sem réttlætir að
talað sé um þau sem fjárfestingu?
Það era nefnilega ekki bara myndir
eftir Kjarval og Ásgrím, sem hanga
á veggjum landsmanna. Hvað fengist
nú fyrir myndir eftir Magnús Á.
Árnason, Jón Þorleifsson, Eggert
Guðmundsson eða Ólaf Túbals, svo
dæmi séu tekin?
— Það er hætt við að margir yrðu
fyrir vonbrigðum með það verð, sem
boðið yrði í fjölskyldudýrgripina —
sérstaklega ef nýliðin listaverkaupp-
boð era höfð til viðmiðunar.
ehir Eirík
Þorlóksson
Honda sigraði í Formúla-1
heimsmeistarakeppninni í kappakstri fjögur
ár í röð. Sú reynsla og tækniþekking sem
fékkst við hönnun Honda kappakstursbílanna
. hefur verið nýtt við gerð fólksbíla.
Honda Accord 1990 er enn eitt dæmið um
yfirburði Honda. Þar er að finna alla þá þætti
sem prýða vandaðan bfl. Vélin sem er
úr áli er mjög kraftmikil. Hún er 16 ventla,
2,0L/112 hestöfl og 2,0-i/135 hestöfl.
Tvöfaldir jafnvægisásar eru á sveifrás sem
minnka titring og hávaða.
Hægt er að velja um 5 gíra beinskiptingu
eða fjögurra þrepa tölvustýrða sjálfskiptingu
sem hefur verið endurbætt. Fjöðrunin,
sem er sjálfstæð fyrir hvert hjól, gefur frábæra
aksturseiginleika. Áhersla hefur verið lögð á
aukna hljóðeinangrun. Honda Accord 1990
er stílhreinn að utan og innan. Allur frágangur
er til fyrirmyndar á þessum glæsilega
og rúmgóða bíl fyrir 5 fullorðna.
Sýning í dag kl. 13-17
HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900