Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 35
Aldarminning'. MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 C 35 Lárus Björnsson í Grímstungu Fæddur 10. desember 1889 Dáinn 27. maí 1987 Afi okkar hann Lárus Björnsson í Grímstungu hefði orðið 100 ára í dag 10. des. 1989. Hann var fædd- ur á Réttarhól í Austur-Húnavatns- sýslu, sonur hjónanna Björns Ey- steinssonar og Helgu Sigurgeirs- dóttur. Að Grímstungu fluttist afi á tíunda árinu eða vorið 1899, og var hann þar mest alla ævi sína. Afi hóf búskap í Grímstungu um vorið 1910. Veturinn áður en afi hóf búskap kom að Grímstungu ung stúlka aðeins 13 ára gömul með fósturforeldrum sínum. Þau höfðu verið ráðin í vinnumennsku þangað. Þetta var amma okkar hún Pét- urína Björg Jóhannsdóttir f. 22. ágúst 1896. Fósturforeldrar hennar hétu Jakob Árnason og Kristín Sveinsdóttir en foreldrar ömmu hétu Jóhann Skarphéðinsson og Halla Eggertsdóttir. Amma var fædd í Hvammi í Vatnsdal og átti alltaf heimili sitt í Vatnsdalnum. Afi og amma giftu sig vorið 1915, eignuðust þau átta börn og eru afkomendur þeirra á milii 90 og 100. í Grímstungu bjuggu þau allan sinn búskap. Sök- um heilsuleysis kom amma hingað til okkar á Bakka upp úr 1970 og var hún hjá okkur þangað til hún dó 1985. Afi kom nokkrum árum seinna, en hann var alltaf með hug- ann við Grímstunguna og hrossin sín sem honum þótti svo afskaplega vænt um. Mjög þótti okkur bræðrum vænt um ömmu og afa og styttu þau okkur stundir með sögum sínum. Margar voru sögurnar sem við fengum að heyra hjá þeim. Þau sögðu svo skemmtilega frá að við lifðum okkur inn í þær. Oft voru sögur afa af veiðiferðum inn á heið- arnar, en þar var hann oftsinnis í huganum þegar hann raulaði vísur sem hann kunni ógrynni af. Líka voru þetta sögur af hestunum hans en hann átti mikið af góðum og glæsilegum reiðhestum. Margsinnis þegar við bræður komum inn í herbergi þeirra ömmu og afa hér á Bakka voru þau að tala um hestana sem þau höfðu átt, en þau höfðu mikinn áhuga á hestum bæði tvö. Afi sat þá við rúmið hennar ömmu og hélt í hönd- ina á henni og töluðu þau tímunum saman um gömlu dagana. Þetta sýndi vel hve kærleikurinn var mik- ill á milli þeirra og voru þau eins og nýtrúlofað par. Marga uppáhalds hesta átti afi, einn þeirra hét Funi og orti amma vísu um hann sem er svona. Þegar fákur fer á sprett, fykur burtu mjöllin. Funi í taumum ieikur létt, lipur stiklar völlinn. Heiðin var líf og yndi afa og hugsaði hann oft fram til heiðarinn- ar, sérstaklega þegar fór að hausta og göngurnar nálguðust. Síðasta haustið sem afi lifði fór- um við bræður með hann á bíl í fylgd með undanreiðarmönnum fram'a Sísvatnsás en þar sést fyrst fram á heiðina, þar fórum við út úr bílnum og stoppuðum hjá gangnamönnum og þar fékk afi sér snafs af pela hjá þeim og kvað svo eina stemmu með þeim og ánægjan skein af andliti hans. Að lokum er hér vísa sem gerði Kristján Sigurðsson kennari hér í sveitinni, um afa Lárus, þótti hon- um mjög vænt um þá vísu því að hann kvað hana oft. Sótti á brattan, brast ei hug bóndans undi veldi. Haltu Lárus hetjudug, hinsta lífs að kveldi. Amma andaðist 23. júlí 1985, 88 ára gömul. Afi andaðist 27. maí 1987, 97 ára gamall. Hinsta kveðja til elsku afa og ömmu. Svenni og Jonni á Bakka Grímstunguhjónin Lárus og Péturína. LADA vetrarskoóun Skiptum um kerti, skiptum um platínur, skiptum um loftsíur, strekkjum á tímakeðju eða tímareim, efþarf, hreinsum bensínsíu íblöndungi, vélastill- um, athugum viftureim, mælum olíuá vél, gírkassa og drifi, athugum innsog, mælum hleðslu, athugum Ijós, Ijósastillum, athugum virkni rafkerfis, athugum þurrkur og rúðuspraut- ur og ísvara bætt á rúðusprautu efþarf, mælum frostþol, smyrjum hurðalæsingar, athugum und- irvagn, stillum kúplingu, athugum stýrisbúnað, athugum virkni hemla og reynsluökum. Verð aðeins kr. 5.485. “ án efnis LADA SAMARA - verð aðeins kr. 4.690,-án efnis Bifreiðaverkstæðið Stimpiil, Auðbrekku 30, Kópavogi, sími 641095. Kona að nafni Jackie Einstaklega opinská og persónuleg ævisaga Jacqueline Kennedy Onassis, umdeildrar konu sem hefur í meira en aldarfjórðung hlotið meiri frægð og umtal en flestar kynsystur hennar. Raktar eru ótrúlegar sögur af óbeisluðu ástarlífi forsetans og óstjórnlegri eyðslusemi Jackie og þar er skýrt hvers vegna og hvernig Jackie varð eins og hún er - dáð eða hötuð, en ætíð jafn dularfull og ætíð jafn umtöluð. ÍÐUNN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.