Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 39
C 39 MORGÚNBLAÐIÐ SUNfíUDAGUR 10. DESEMBER 1989 að gera upp við sig hvar maður er staddur í lífinu. Hér úti rennur allt saman í eitt hjólfar, en heima er maður berskjaldaður gagnvart raunveruleikanum. í raun finnst mér að heima verði ég að hugsa meira um lífið og eilífðina; þar er maður í stöðugu sambandi. Hér er sefjun í mannhafinu, en.heima er allt svo nálægt, maður verður svo áhrifamikill þátttakandi í lífinu sjálfu, himni og hafi. Það er miklu erfiðara, en mér finnst það já- kvætt og þess vegna er það líka nauðsynlegt fyrir mig að fara heim og staldra við. Fyrst eftir að ég lauk námi og áður en ég eignaðist börn, spurði ég mig oft: Hvað er ég eiginlega að gera hér? Það er margt gott við að vera hér og ég kann vel við mig í París og það fólk sem er hér. Það neikvæðasta heima finnst mér vera smásjáin, en hún gerir líka meiri kröfur og menn verða enn frekar að standa sig vel. Mér finnst að hver einstaklingur eigi að gera það besta úr þeim hæfileik- um sem honum hafa verið gefnir, smíða úr þeim af kostgæfni og alúð. Guðrún Finnboga sagði svo oft við mig að maður ætti alltaf að standa með lítilmagnanum. Ef maður getur það og hefur verið heiðarlegur og trúr gagnvart ná- unganum, þá getur maður horfið, dáið Drottni sínum. En lífið er marglitt og túlkunin er persónuleg. Eg minnist þess oft hvemig hún Malla vinkona mín í Eyjum þétti orðræðuna um lífið með sína djúpu reynslu: „Svona er lífið, la lí la,“ eða „lífið er skippelsi,“ sagði hún sönglandi glöð í hversdagsbrasinu. Guð er í smáatriðunum, auðvitað er hann í öllu, en ef til vill em smáatriðin guðdómlegust. Þar dreymir fólk meira og verður órjúfanlegair hluti af náttúrunni Jú, ísland er mikið í mér og ég hugsa að það hafi orðið til þess að ég reyni að binda saman íslenska hefð í nútíma form, því þegar ég teiknaði húsin, sem hafa verið byggð eftir mínum teikning- um heima, var ég ekki að spá í þetta en það varð ósjálfrátt útkom- an. Hér úti hef ég mikið unnið við skólabyggingar og það hefur verið talað um að það hafi verið skand- inavísk áhrif sem komi þar í ljós. Það hefur ekki verið skilgreint íslenskt, en eitthvað annað en franskt.“ Ég hafði á orði við Högnu að í verkum hennar sæi ég augljóslega áhrif úr formum Vestmannaeyja, fjöllum og bjargvéggjum með fles- um og bringjum, slökkum og hrekkum alveg eins og oft hefði komið í gegn í myndum Sverris heitins Haraldssonar listmálara. „Formin í Vestmannaeyjum eru margvísleg, bæði þetta ljúfa form Helgafells og svo aftur hin saman- þjappaða mynd í Heimakletti og úteyjunum, himinn og haf, ótal myndir og ofboðslegt birtuspil. Þar er óstjórnleg ólga í náttúruöflunum og mörgu slær saman.Tengslin milli Kletts og Klifs, hvernig Háin tekur á móti þessu öllu og allt verður svo aðgengilegt. Svo er líka þessi bústaður okkar á eyju. Það er sérstakt að vera fæddur á eyju, þar dreymir fólk meira og það rennur meira saman við náttúruna en annarsstaðar og verður óijúfan- legur hluti af henni. Stundum vildi ég helst vera fugl, kannski bara mávur.“ vinnur Á Þorláksmessu er dregið í jólahappdrætti Sjálfsbjargar . ........... ............. Þá gætu draumar þínir ræst 1. vinningur: sóitógn. Vinningaskráin er glæsilegri en nokkurn tíma áitur eriendis. Vetð bílsmser kr. 2.300.»»»- Sannkölluð glæsikerra. 2. - 6. vinningur: Fimm Toyota Corolla 1300ST hlaðbakar, hver um sig að verðmæti kr. 716.000,- Þessir bflar hafa svo sannarlega sýnt að þeir henta við íslenskar aðstæður. 7.-65. vinningur: Loks eru 59 val- vinningar að verðmæti kr. 100.000.- hver. Ef þú hlýtur einn af þeim get- ur þú valið ferð hvert sem er með Ferðaskrifstofunni Útsýn - Úrval eða skartgripi fyrir þá upphæð. Misstu ekki af glæsilegum vinningi, sem gæti látið drauma þína rætast, um leið og þú tekur þátt í baráttu Sjálfsbjargar fyrir bættri framtíð fatlaðra í landinu. SAMEINAÐA/SlA HAPPÐRÆTTI SJÁLFSBJARGAR 1989 SMRISJOÐUR VÉLSTJÓRA m —i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.