Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUIUlAR SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 Ný sending Kjólar - flauelspils - blússur samkvæmisbuxur - samkvæmistöskur kjólabelti - skartgripir skartgripakassar - náttföt >- sloppar Cterkurog hagkvæmur auglýsmgamiðill! Simar: 67 24 00 67 2401 31599 U-NAFJIJR kynlífs, I NNF£KBISLEC fYvtSKlPTl P NVIU LIÓSI DR£wstanway Unaður kynlífs og ásta Formála ritarJóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfrædingur Þessari bók er ætlað aö auka á hæfileika þína og kunnáttu á sviði kynlífs og ástarmála. Hún lýsir hvernig slíkt má gera með því að auka vitneskju þína um kyneðli sjálfs þíns og tjáningarhæfni. Dr. Stanway ræðir kynferðismálin í samhengi við ást og rómantík ekki síður en á tæknisviðinu - og er það sannarlega ánægjulegt viðhorf á þessum tímum kynferðislegra áhyggjuefna. Hversvegna elska karlmenn konur — Hversvegna yfirgefa karlmenn konur Höfundar: Dr. Connell Cowan og Dr. Melvyn Kinder Hvað er það í fari konu sem fær karlmann til að fella ástarhug til hennar. f þessari bók svara höfundarnir fjölda örlagaríkra spurninga. Meðal kafla í bókinni eru: Ástin er stundum ótrygg - Ósjálfráður ótti kvenna við náin kynni. - Saklausar væntingar geta orðið hættulegar. - Hér er um athyglisverða bók að ræða sem hefur náð metsölu víða um heim. LÆKNISFRÆÐI/ta var Sertumer? MORFÍN ENDRUM OG eins þurfa jafiivel hreystiskrokkar hinir mestu á verkjalyfi að halda. Við sem nú lifum erum ekki á flæðiskeri stödd; höfuðverkjar- og gigtar- töflur eru til á flestum heimilum en kvalastillandi stílar og spraut- ur standa þeim til boða sem þjást af steinsótt í galli eða þvagfær- um. En kynslóðir fyrri tíma áttu ekki margra kosta völ. Flest húsráð dugðu lítt ef á reyndi og meira að segja töfradrykkir lyQa- bruggara áttu það til að bregð- ast þegar neyðin var stærst. Svo fannst morfínið í byijun nítjándu aldar og það breytti veröldinni eins og allar miklar uppgötvanir gera. Frá ómunatíð höfðu menn þekkt kostuleg áhrif af mjólkurlituð- um vökva úr draumsóleyjum og þurrkað hann og hantérað á ýmsan veg. Þeir hrærðu hann saman við önnur efni, tuggðu hann síðan eða reyktu sér til ynd- isauka og kölluðu hann ópíum, en það nafn er dregið af gríska orðinu opion sem þýðir plöntusafi. I „mjólk“ úr þessari jurt er fjöldinn allur af kröftugum efnum en langt út í þá sálma verð- ur ekki farið hér; aðeins minnst á tvö. Annað er kódeín sem allir þekkja nú sem hóstasefandi lyf og vægt verkjastillandi að auki. Hitt er moi-fín. Það fannst fyrst og sá fundvísi var þýskur lyfjasveinn, rúmlega tvítugur. Friedrich Sertiirner fæddist árið 1783 í Westfalen skammt frá Pad- erborn og 16 ára gamall fór hann þangað til þess að vinna og læra í apóteki. Að loknu Ijögurra ára námi tók hann próf sem lyfjasveinn o'g fyrir utan barnaskólagöngu heima varð lyfjanámið sú eina viður- kennda menntun sem hann hlaut um ævina. Á hinu þykir enginn vafi leika að meðfram vinnunni í apótekinu hafi hann stundað sjálfs- nám í náttúrufræðum og þó einkum efnafræði en 1806 fékk hann birta eftir sig grein um „ópíumsýi-u“ í tímariti um lyfjafræði. Ekki varð hann mosavaxinn í Paderbom en áður en hann fluttist þaðan til Ein- beck sem er nágrannabær hafði hann afrekað það sem tiyggði hon- um sess í sögu lyfja og lækninga. í ritgerðinni frá 1806 segir hann menn hafa verið í vafa um hvort í rauninni væri til efni sem nefna mætti ópíumsýru. Því hefði sér dott- ið í hug að athuga þetta nánar og nú tekist að færa sönnur á tilveru þess. Aðferð hans var sú að láta þynntar sýrur verka á ópíum og blanda svo seyðið ammóníaki. Þá féllu til botns hvítir kristallar og þegar áhrif efnisins urðu kunn var það kallað morfín. Nafngiftin var enn sem fyrr sótt til Grikkja en guð svefnsins í goðafræði þeirra hét Morfeus. Sertúmer gaf hundum nýja efnið til þess að prófa verkan- ir þess á dýr. Þeir urðu latir og daufgerðir og féllu síðan í fasta- svefn. Sjálfur greip hann til þess ráðs dag nokkum þegar hann var að sálast úr tannpínu að smakka á duftinu og viti menn, verkurinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. Árið 1817 ritaði hann ýtarlega grein um morfín og hún birtist í öðru tímariti sem einnig fjallaði um lyíjafræði en var þekktara og út- breiddara en hitt. Vitneskjan um nýtt og öflugt verkjalyf breiddist út og æ fleiri nutu góðs af líknar- mætti þess. En engin rós er án þyrna, og þegar leið á öldina varð lýðum ljóst að morfín er vandmeð- farið. Slys urðu tíð af misnotkun og margir ánetjuðust þessari bjarg- vætti hinna þjáðu og lífið varð þeim eintóm kvöl. Þá var Sertúrner kom- inn undir græna torfu. Hann andað- ist 58 ára gamall og fékk aldrei fregnir af skuggahliðum verkjalyfs- ins góða sem hann hafði ýtt úr vör. Samt var hann hijáður maður síðari hluta ævinnar, þunglyndur og bitur og fannst sér jafnan ónóg- ur sómi sýndur, en eftir að háskól- inn í Jena gerði hann að heiðurs- doktor skrifaði hann ævinlega Dr. fyrir aftan nafnið sitt. 4 NÝJAR BÆKUR UM GRETTI Elskhuginn mikli - í blíðu og stríðu - Oddi er besta skinn og Hvað er í matinn? Af hverju er Grettir svona latur? Kemur hvolpavitið Gretti að gagni? Er Jón líkur Gretti eða er Grettir líkur Jóni? Er Oddi hvolpur eða vangefinn köttur? Þarf Grettir stærri matarskál? ALLT ÞETTA OG MEIRA TIL í BÓKUNUM UM GRETTI. FORLAGIÐ ÆGISGÖTU 10, SÍMI91-25188 O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.