Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DÉSEMBER 1989 22 C feril minn frá upphafi til dagsins í dag,“ seg- ir Björgvin. “Það er búið að vinna töluverða undirbúningsvinnu í sambandi við þetta dæmi en spuming er hvenær maður hefur tíma til að hella sér af krafti í málið. Ætli maður reyni það ekki á næsta ári.“ Björgvin segir að hann hafi reynt að taka það saman hve mörg lög hann hefur sungið inn á plötur í gegnum tíðina og ljóst að þau skipta hundruðum. Hann á sér nokkra eftir- lætislagahöfunda og nefnir þar fyrstan Gunn- ar Þórðarson. “Mér finnst mjög gaman að syngja lög eftir Gunnar, eins eftir Magnús Eiríksson, Jóhann G. og Valgeir Guðjónsson," segir Björgvin. Hann hefur einnig samið nokkuð af lögum sjálfur og má þar nefna lög eins og “Vertu ekki að plata mig“, “Riddari götunnar" og nýjasta lag hans er að finna á “Heima er best“ en það er lagið “í útvarpinu heyrði ég lag“. En eftirminnilegustu plötumar segir Björg- vin vera vísnaplöturnar sem hann gerði með þeim Gunnari Þórðarsyni og Tómasi Tómas- syni er þeir bjuggu allir þrír í Englandi. Þess- ar plötur “Einu sinni var“ og “Ut um græna grundu" féllu í góðan jarðveg hérlendis og segir Björgvin að það hafi honum þótt sér- staklega ánægjulegt. Ör tækniþróun Þegar Björgvin lítur yfir farinn veg söng- ferils síns og þær breytingar sem orðið hafa á þessum vettvangi almennt verður honum tíðrætt um þá öm tækniþróun sem orðið hef- ur. “Þegar við vomm að byija með Ævintýri vom hér aðeins til staðar ein útvarpsstöð og svo kanaútvarpið," segir hann. “Og tæknin var mjög fmmstæð miðað við það sem geng- ur og gerist á hljóðstofum í dag. Eg man til dæmis eftir því að eitt sinn fékk Ævintýri að taka upp lagið “Friður á jörð“ í aðalhljóð- stofu ríkisútvarpsins. Til þessa komu flestir af þekktustu dægurlagasöngvumm landsins og upptaka hófst. Hún hafði ekki staðið í margar mínútur er einn af starfsmönnum útvarpsins kom með miklu írafári inn í hljóð- stofuna og sagði að við yrðum að hætta þessu strax. Lagið heyrðist sem sagt í fréttasend- ingu útvarpsins sem fram fór á sama tíma.“ Nú er hinsvegar öldin önnur. Hljóðstofur svo fullkomnar að hægt er að gera nánast hvað sem er í þeim, sjónvarpsstöðvamar em orðnar tvær, útvarpsstöðvamar mun fleiri og svo höfum við fyrirbæri á borð við gervi- hnetti og kapalsjónvarp. “Þetta hefur leitt til þess miðlunin er orðin örari og hægt er að ná til mun fleira fólks á mun skemmri tíma en áður,“ segir Björgvin. Meðal þess sem finna má á yfirhlöðnu skrifborðinu er lítill handhægur farsími. Og Björgvin þarf greinilega að vera í góðu sam- bandi því tveir aðrir símar eru til staðar á skrifstofunni. Og hann afgreiðir símtöl úr þeim báðum meðan á stuttu spjalli okkar stendur. Eins og hjá flestum íslendingum í desember virðist líf hans þessa dagana snú- ast um að finna tíma til eiginlega hvers sem er. eftir Friðrik Indriðoson/ mynd:Bjarni Eiriksson ÞÓTT EKKI sé hann jafnspengilegur og þegar hann steig fyrst fram á sviðið með hljómsveitinni Ævintýri fyrir einum tutt- ugn árum ber hann aldurinn merkilega vel. Það rétt mótar fyrir maganum og einu ellimörkin önnur eru þau að hann fyllir betur út í kinnarnar en áður. En hvað sem árunum líður heldur Ejörgvin Halldórsson söngvari enn sínu striki og nú fyrir þessi jól syngur hann á tveimur plötum, nýrri plötu með HLH-flokknum og jólaplötu sem mun vera nokkurskonar framhald plötunnar “Jólagestir" sem kom út í hitteðfyrra. Við mælum okkur mót á skrifstofu hans hjá íslensku auglýsingastofunni en þar hefur hann unnið undanfarið ár. Skrifstofan er á stærð við meðalkústaskáp og skartar fáu öðru en yfirhlöðnu skrifborði og frístandandi tölvuskerm. En nafnskiltið fyrir utan hurðina er smart. Á því stendur, undir nafni Björg- vins, þykkum svörtum stöfum á glansandi álgrunni: Ljósvakamiðlar. Á meðan á viðtalinu stendur er Björgvin svoldið á iði, ýmist styður hann hönd á kinn og párar krúsidúllur í dagbók sína eða hallar sér aftur í stólnum með hendur spenntar fyr- ir aftan hnakka. “Hvað ertu eiginlega orðinn gamall Björg- vin?“ Þessi spurning kemur honum á óvart og svarið er langt usssss með miklum áhersl- um á essunum. Svo hlær hann stundarhátt og Iætur þess getið, eftir nokkra umhugsun, að hann sé orðinn 38 ára. “En aldurinn er afstætt hugtak í þessum bransa, málið er að hafa tilfinningu fyrir því sem maður er að gera“, segir Björgvin. Platan sem HLH-flokkurinn gefur út núna, “Heima er best“, er sú fimmta í röðinni á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að Björg- vin og þeir bræður Halli og Laddi komu sam- an. Nafn plötunnar segir Björgvin þannig til komið að þeim hafi þótt það bæði “huggulegt og kósí“. Hann bætir því svo við frá eigin bijósti að heima sé alltaf best. Platan er í sama stíl og aðrar plötur þeirra félaga, áhersla lögð á lög frá sjötta áratugnum. Undirbúning- ur að þessari plötu hófst í júlí í sumar en hún var síðan tekin upp í Hljóðrita í vetur. Ýmis- legt spaugilegt kom upp á við gerð plötunnar enda eru þeir bræður Halli og Laddi öðru fremur þekktir fyrir húmor sinn. Raunar má finna eitt af þessum atriðum á plötunni sjálfri. { einu laginu sem Laddi syngur leikur hann á nef sér, svipað og Mills-bræður voru þekkt- ir fyrir á sinni tíð og er um gamalt lag þeirra að ræða. í miðjum klíðum hlekktist Ladda eitthvað á í laginu svo út kom ákaflega skrækt nefhljóð. Þeim leist svo vel á hljóðið að ákveð- ið var að láta það standa eins og það er. ítölsk jólalög Björgvin segir að hann hafi dvalið á Ítalíu i sumarfríi sínu og þar hafi komið kveikjan að jólaplötu þeirri sem hann, ásamt öðrum, syngur á og hlotið hefur heitið “Allir fá þá eitthvað fallegt". Öll lögin á plötunni eru ítölsk að uppruna en Jónas Friðrik hefur sam- ið textana við þau. “Ég heyrði þessi lög á Ítalíu og þau snertu mig mikið, höfðu ein- hvem vingjamlegan blæ yfir sér,“ segir Björgvin. “Ég er mjög ánægður með þessa plötu sjálfur og hún er að vissu leyti nokkuð frábrugðin þeim jólaplötum sem hér hafa verið gefnar út enda eru lögin sjálf ekki beint jólalög." Björgvin segir að líta megi á þessa jóla- plötu sem framhald plötunnar “Jólagestir" sem kom út fyrir tveimur árum. Svipað og þá fær Björgvin nokkra söngvara með sér sem gesti á plötuna. Þessir gestir nú eru Eyjólfur Kristjánsson, Rut Reginalds, Ari Jónsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Þá er einn- ig að f inna dóttur Björgvins, Svölu, á plötunni. Önnur tuttugu ár ekki áformuð Nú eru komin nokkuð yfir tuttugu ár síðan Björgvin hóf söngferil sinn, fyrst með skóla- hljómsveit í Flensborgarskólanum. Aðspurður um hvort hann hyggist starfa önnur tuttugu ár i viðbót á þessu sviði segir hann slíkt ekki áformað en hann ætlar ekki að hætta í bráð, svo mikið sé víst. Og þótt næstu tuttugu ár séu ekki skipulögð er hinsvegar áformað að halda upp á þau tuttugu sem liðin eru á ein- hvern hátt. “Það hefur verið í deiglunni lengi að setja upp söngsýningu sem myndi spanna þennan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.