Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 C 5 Sv*"'Á>rd.i|d | G*E'NDAS/>tö, 'WCHSltss ®ÖSNUM A,htJOofmd! Það getur því verið erfitt að koma auga á líkamlegu hæfileikana ekki síður en hina andlegu. Að sögn Siguijóns Björnssonar getur greindarvísitala mannsins breyst með árunum, hækkað eða lækkað eftir því hversu vel hann þjálfar sig á hinum einstöku sviðum. 40 til 60% af námshæfni eiga beinar rætur að rekja til erfða, en síðan eru það aðstæður einstaklingsins sem áhrif hafa. „Greind sem samsett fyr- irbæri er erfið í skilgreiningu," segir Siguijón, því hér er annars vegar um hugtök að ræða og hins vegar um líkamleg einkenni.“ Það er ekki lítil guðsgjöf að hafa mikla námshæfileika og háa greind- arvísitölu. En sennilega kemur sú gjöf að litlu gagni ef einstaklingurinn er með öllu óhæfur í mannlegum samskiptum sökum óyndislegrar framkomu. En það eru einnig til menn sem hafa þau áhrif að mönnum finnst þeir verða betri þegar þeir koma af fundi þeirra. „Við segjum um þessa einstaklinga að þeir séu vel gerðir menn,“ segir Siguijón.„Þeir þurfa ekki endilega að búa yfir miklum námshæfileikum, en eru í svo góðu jafnvægi að það geislar frá þeim. Traustir menn, öruggir, hlýir, ein- lægir og gefa mikið.“ En því miður korgg þessir eigin- leikar að litlum notum þegar menn spreyta sig á greindarprófum. greindarvotturinn, — að vera orð- heppinn eða geta sagt fyndnar sög- ur. En það það vita allir bæði guð og menn að þetta fylgir ekki ein- kunnum í skóla. Ein tegund greindar getur líka birst í verkum tónskálda, og önnur hjá viðskipta- eða fjármála- manninum. Aftur veit hver maður af reynslu sinni að fjármálávit helst ekki í hendur við skólaeinkunnir. Próf sem taka ekki tillit til þess- ara mikilvægn atriða eru öldungis ómerk og hafa menn ekkert leyfi til að kalla þau greindarpróf.“ Howard Gardner telur það ákveðna greind að geta leikið t.a.m. tennis vel, en eins og Frið- rik Jónsson bendir á, þá hefur tennis- leikur ekki hagnýtt gildi fyrir skólan- ám og því ekki tekinn alvarlega í þjóðfélaginu. Auk þess væri mæli- kvarðinn á það hveijir yrðu góðir tennisleikarar óljós. Það hefði sýnt sig best þegar Vestur-Þjóðveijar vildu fara að dæmi austantjaldsland- anna og koma upp sérstöku afreks- mannakerfi, þjálfa upp hina útvöldu frá unga aidrt, þá þótti tennisleikar- inn heimsfrægi, Boris Becker, aldrei líklegur til mikilla afreka. FORSÍÐA GREINDARFRÓFS. Prófíð skiptist í 12 þætti, munnlega og verklega. Munnlegir þættir eru t.a.m. þekking, skilningur, reikningur, líkingar, og það sem fengist er við í hinum verklega þætti eru t.d. ófullgerðar myndir, myndaröðun, hlutaröðun og fl. SJð GERDIR GREINDAR Samkvæmt kenningu Howards Gardners prófessors við Harvard- háskólann í Bandaríkjunum hefur maðurinn eftirtalin sjö greindar- svið: Formskynjun: Ratvísi frumstæðra manna hefur lengi verið furðuefni siðmenntuðum mönnum, en þeir sem hafa þessa tegund greindar geta alltaf ratað á áfangastað hvort heldur þeir eru staddir á sjó eða landi. Þeir hafa sterka tilfinningu fyrir áttum og umhverfi og eiga því t.a.m. ekki í nokkrum vandræðum með að rata í ókunnri stórborg. Þeir þekkja einnig hluti og umhverfi aftur eftir langan tíma jafnvel þótt breyting hafi orðið á. Þessi gáfa mannsins fer vaxandi eftir því sem hann eldist. Málgreind: Hjá rithöfundum er þessi tegund greindar ákaflega þroskuð og getur rökfræði þeirra verið hárbeitt ekki síður en hjá stærðfræðisnillingum. Þeir leika sér með hin ýmsu til- brigði málsins, og skapa sífellt nýj- ar setningar og orð sem eru hveij- um meðalmanni á þessu sviði of- viða. Tönlistargáfa: Skapándi tónlistargáfa hefur lítið með hina beinu hugsun að gera. Tónlistargáfa stendur ein og sér og hefur það sannast á bömum sem hafa frábæra tónlistarhæfileika þótt greind þeirra á öðrum sviðum sé í lágmarki. Að öllum líkindum gengur tónlistargáfa í erfðir, og ef hæfileikar barna á þessu sviði eru þjálfaðir strax í æsku getur árang- urinn orðið ótrúlegur síðar meir. Innsæi: Sá einstaklingur sem býr yfir innsæishæfileikum þekkir sjálfan sig og eigið tilfinningalíf. Þegar menn skilja innra líf sitt, fara þeir mýkri höndum um eigin tilfinningar en ella og öðlast ákveðna víðsýni. Innsæi er algengt hjá góðum rithöf- undum og eldra fólki sem hefur upplifað andlegt ríkidæmi. Félagshæfni: Þeir sem búa yfir þessum hæfi- leikum eiga mjög auðvelt með að umgangast fólk. Þeir sýna skilning og virðast skynja tilfinningar og líðan annarra og eiga auðvelt með að koma á sáttum, hvort sem er í fjölskyldu eða fyrirtæki. Hjá börnum kemur þessi hæfi- leiki fljótlega í ljós þegar þau bregð- ast við fólki og umhverfi á mismun- andi hátt. Þeir sem ekki hafa þessa félagsgáfu eru yfirleitt erfiðir í sam- búð. Hreyfileikni: Skurðlæknar og látbragðsleikar- ar sýna t.a.m. mikla hæfni á þessu sviði, en þeir geta stjórnað ákveðn- um hluta líkama síns af einstakri nákvæmni. Þetta gildir einnig um dansara, sundmenn, myndhöggv- ara, tennisleikara, píanóleikara, leirkerasmiði og veggfóðrara. Rökgreind: Þegar barn fer að skynja um- hverfi sitt, stígur það inn í veröld rökhúgsunar og þroskar með sér hæfileikann til að hugsa óhlutstætt í tölum, myndum og hugtökum. Rökgreind kemur lítið tilfinningum við, en góðar gáfur á þessu sviði hafa lengi verið í hávegum hafðar í flestum vestrænum þjóðfélögum. Eftir því sem tölvutæknin verður meiri, minnka kröfumar um getu einstaklingsins til rökhugsunar, að áliti Gardners, og aðrir greindar- þættir verða eftirsóknarverðari. 11. íi ímftlliítisítSjiiííiií! irr:iíiiifTikíiíiTin miSiiiítsHiiítumifíi ÁSGEIR BLÖNDAL MAGNÚSSON grefst hér fyrir um uppruna 40000 íslenskra orða og skyldleika þeirra við orð í öðrum málum. Þetta er fyrsta verk sinnar tegundar á íslensku og er það ómetanlegur fengur öllum þeim sem láta sér annt um íslenska tungu og vilja þekkja sögu hennar. Útgefandi er Orðabók Háskólans Kynningarverð er aðeins 8700 kr Mal IMI og menning ■ ■ i ÞJÓÐBRAUT HEIMSBÓKMENNTANNA Síðumúla 7-9. Sími 6885/7. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. IENSK IDSU'IABOIv iillli ilillttiit liflii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.