Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 24
24 C
rrrmmmrnmrnrmTmmTn rnTnTnxni mnTTfi mn ri iTrnrrmi
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989
TinTmTmTffriTrnTmrri
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAG
INNUDAGUR 10. DESEMBER' 1989
EYJÓLFUR | AA
JÓNASSON 1 UU
ÁRA
Eyjólfur Jónasson fæddist á
Gillastöðum í Laxárdal, Dalasýslu,
15. mars árið 1889. Foreldrar
hans voru Jónas Guðbrandsson í
Sólheimum og kona hans Ingi-
gerður Sigtryggsdóttir. Hann
stundaði skólanám í Búðardal og
Hjarðarholti. Eyjólfur bjó fyrst á
Svalhöfða, en fluttist að Sólheim-
um 1919, þar sem hann síðan bjó
allan sinn búskap. Hann hefur
síðan í sumar dvalið á sjúkrahús-
inu á Akranesi. Fyrri eiginkona
Eyjólfs var Sigríður Ólafsdóttir,
ættuð úr Lundarreykjadal í Borg-
arfirði. Börn þeirra urðu fjögur,
þar af er eitt látið. Eyjólfur missti
konu sína árið 1925, og var hún
þá aðeins 29 ára gömul. Hann
giftist aftur Ingiríði Guðmunds-
dóttur frá Leiðólfsstöðum í Lax-
árdal og átti tvö börn með henni.
Þau skildu. Eyjólfur Jónasson er
landskunnur hagyrðingur og
hestamaður.
HANSÍNA | Ari
GUOMUNDSDÓTTIR 1 Uv3
ÁRA
Hansína Guðmundsdóttir fædd-
ist á Hnausum í Þingi í Húna-
vatnssýslu 9. desember árið 1886.
Þar voru foreldrar hennar í vinnu-
mennsku.Hansína giftist Erlendi
Hallgrímssyni, en hann lést árið
1943, rúmlega fimmtugur að aldri
upp úr mislingaveiki. Erlendur og
Hansína bjuggu í Tungunesi í
Húnavatnssýslu og eftir andlát
hans tók einkasonur þeirra hjóna,
Þorvaldur, við búinu. Hann bjó í
Tungunesi ásamt móður sinni til
ársins 1955, en þá fluttu þau
mæðginin til Sauðárkróks þar sem
þau hafa búið síðan. Þorvaldur
annaðist um móður sína þar til
fyrir fimm mánuðum að hún fór
á ellideild sjúkrahússins á Sauðár-
króki.
MAR6RÉT 4 AA
RÖGNVALDSDÓTTIR 1UU
ÁRA
Margrét Rögnvaldsdóttir fædd-
ist í Réttarholti í Blönduhlíð í
Skagafirði 8. október árið 1889.
Foreldrar hennar voru Rögnvaldur
Bjömsson og Freyja Norðmann.
Börn þeirra voru sjö talsins. Mar-
grét giftist Þorsteini Björnssyni
frá Miklabæ í Skagafirði 11. júní
árið 1912. Hann var sonur séra
Björns prófasts þar og Guðfinnu
Jensdóttur. Margrét og Þorsteinn
settust að á Hrólfsstöðum í Skaga-
firði og eignuðust þijár dætur.
Vegna fötlunar Þorsteins hættu
þau búskap upp úr 1940 og gerð-
ust brúarverðir við Austurvatna-
brú í Skagafirði. Brúarverðir voru
þau hjón í 24 ár eða þar til þau
voru um áttrætt. Þá fóru þau
Margrét og Þorsteinn á Hrafnistu
í Reykjavík, en Þorsteinn lést árið
1980. Margrét býr nú á Hrafnistu
í Hafnarfirði.
ANTON
ÞORVARÐARSON
100
ÁRA
Anton Þorvarðarson fæddist á
Vestri-Klasbarða í Vestur-Lan-
deyjum 26. september árið 1889.
Foreldrar hans voru Þorvarður
Sigurðsson og Margrét Magnús-
dóttir. Árið 1903 fluttist fjölskyld-
an að Klauf í sömu sveit. Arið
1922,33 ára að aldri, giftist An-
ton Guðrúnu Guðmundsdóttur frá
Glæsistöðum i Vestur-Landeyjum
og hófu þau þar búskap. Þau
Anton og Guðrún eignuðust fjóra'
syni. Þeir eru allir ógiftir og bú-
settir á Glæsistöðum þar sem þeir
búa með kýr, kindur og hross.
Guðrún lést á heimili sínu 20. jan-
úar árið 1980. Anton býr enn á
Glæsistöðum ásamt sonum sínum.
Hann hefur fulla fótavist, en hefur
skerta heyrn og skerta sjón.
GUÐRÚN f A |
HALLVARÐSDÓTTIR 1 U 1
ÁRS
Guðrún Hallvarðsdóttir fæddist
á Eystri-Sólheimum í Mýrdal 17.
október árið 1888. Foreldrar henn-
ar voru Þórunn Sigurðardóttir frá
Raufarfelli og Hallvarður Ketils-
son frá Bólstað í Mýrdal. Fljótlega
eftir að Guðrún fæddist urðu for-
eldrar hennar að fara af jörðinni
og létu þau Guðrúnu þá frá sér
aðeins nokkurra vikna gamla, en
Guðrún var fjórða barn þeirra
hjóna. Alls urðu systkinin tíu.
Guðrún ólst upp á Brekkum í
Mýrdal til fermingaraldurs, en þá
fór hún til Guðmundar Þorbjarnar-
sonar, bónda á Stóra-Hofi á R tng-
árvöllum. Þar var hún fram yfir
tvítugsaldurinn. Guðrún hélt til
Reykjavíkur þar sem hún réð sig
sem vinnukonu á heimili. Eftir
tveggja vetra dvöl í Reykjavík
hélt hún til Vestmannaeyja þar
sem hún kynntist mannsefni sínu,
Jóni Valtýssyni frá Önundarhorni
undir Eyj'afjöllum. Hann stundaði
þar sjóinn og síðar ýmsa verka-
mannavinnu í landi. Þau hjónin
bjuggu ætíð í Eyjum og eignuðust
fjögur börn, þar af dó eitt ungt.
Fjölskyldan stundaði einnig bú-
skap á Kirkjubæ í Vestmannaeyj-
um, en í eldgosinu 1973 fór jörðin
undir ösku. Guðrún flutti ásamt
uppkomnum bömum sínum til
Reykjavíkur, en siðan aftur til
Eyja eftir að sonur hennar hafði
fest kaup á húsi þar. Eiginmaður
Guðrúnar lést árið 1958, en Guð-
rún hefur verið á sjúkrahúsinu í
Vestmannaeyjum síðan í apríl á
síðasta ári.
VAL6ERÐURSTEINUNNJ AA
FRIÐRIKSDÓTTIR 1UU
ÁRA
Valgerður Steinunn Friðriks-
dóttir fæddist á Hánefsstöðum í
Svarfaðardal 3. maí árið 1889.
Foreldrar hennar voru Guðrún
Friðrika Jóhannsdóttir og Friðrik
Friðriksson, sem bjuggu á hálfum
Hánefsstöðum frá 1885 til 1909.
Tvær systur eldri átti Valgerður,
Önnu Friðriku óg Elínu. Báðar eru
þær dánar og náðu háum aldri.
Yngri bróðir þeirra systra lést
ungur. Valgerður fékk góða
barna- og unglingafræðslu í Svarf-
aðardal. Hún fór í vist til Sigríðar
og Siguijóns Jónssonar, læknis-
hjónanna á Grenivík, og var þar
í tvö ár. Tvítug að aldri fór Val-
gerður til Akureyrar og réðst sem
vinnukona hjá Þórönnu og Pétri
Péturssyni, kaupmanni í Gránu, í
eitt ár og var svo vinnukona í
þijú ár hjá Önnu og Hendrik Schi-
öth, bankagjaldkera. Hún fór
sumarið 1913 í verbúðarvinnu í
Þorgeirsfjörð, sem er miðja vegu
milli Flateyjar á Skjálfanda og
Gjögra við Eyjafjörð. Þar kynntist
hún Jónasi Franklín frá Syðra-
Kálfskinni sem varð eiginmaður
hennar síðar það ár. Þau hófu
búskap á Ákureyri, bjuggu á Aðal-
stræti 20 og síðar á Aðalstræti
5. Jónas var lengst af sjómaður
og Valgerður vann almenn störf
tengd sjávarútvegi. Hún tók virk-
an þátt í starfi slysavarnafélags-
ins, kvenfélaga og góðtemplara-
reglunnar á Akureyri. V algerður
og Jónas eignuðust tvö börn, Jó-
hann Friðrik og Þóni Rósu, sem
bæði létust á sjötugsaldri, en eiga
afkomendur. Valgerður hefur búið
á elliheimilinu Hlíð á Ákureyri
undanfarin.sautján ár.
eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
„ÖLDUNGUR“ ÞÝÐIR „gamall maður“ samkvæmt
íslenskri orðabók Menningarsjóðs. Það hlýtur þó að
vera einstaklingsbundíð hvenær talið er að menn séu
orðnir gamlir og sú skilgreining breytist gjarnan
eftir því hvað við eldumst sjálf. Fimm ára gömlu
barni kann að fínnast maður um fertugt gamall þó
sá fertugi hafi allt aðra skoðun á því máli. Löggilt
gamalmenni verða menn 67 ára og samkvæmt
lagabókstafnum eiga menn þá rétt á ellistyrk.
EINARSDÖTTIR 105
ÁRA
Aldís Ejnarsdóttir er elst
kvenna á íslandi, 105 ára. Hún
fæddist á Núpufelli í Saurbæjar-
hreppi 4. nóvember árið 1884, en
fluttist á næsta bæ þriggja ára.
Þremur árum síðar fluttist fjöl-
skyldan svo að Stokkahlöðum i
Eyjafirði þar sem Aldís átti eftir
að ala manninn í tæpa öld. Aldís
kvæntist aldrei og eignaðist engin
börn. Hún bjó á Stokkahlöðum til
ársins 1985 og helgaði sig bústörf-
um. Fyrir aðeins fjórum árum
fluttist Aldís á Kristnesspítala'í
Eyjafirði, þá að verða 101 árs, en
síðustu tuttugu árin á Stokkahlöð-
um bjó hún ein. Aldís tók við bú-
skapnum á Stokkahlöðum ásamt
systkinum sínum Rósu og Bjarna
þegar foreldrarnir fóru að reskj-
ast. Aldís fór á kvennaskóla, en
áhugi hennar beindist snemma að
ræktun hvers konar. Hún stakk
sjálf upp sína kartöflu- og kál-
garða og var mikið fyrir tijárækt.
Aldís er sögð við góða heilsu og
vel ern. Hún fylgist með fréttum
með lestri dagblaða, hefur fótavist
og pijónar mikið af sokkum og
vettlingum. Foreldrar Aldísar voru
Einar Sigfússon og Guðríður
Brynjólfsdóttir. Þeim varð fjög-
urra barna auðið. Eitt þeirra,
Brynjólfur, dó aðeins níu ára, en
hin þijú systkinin unnu saman að
bústöffum á Stokkahlöðum.
STEINUNN 4AA
GUÐMUNDSDÓTTIR 1UU
ÁRA
Steinunn Guðmundsdóttir, fyrr-
um ljósmóðir og húsfreyja á Skrið-
insenni í Bitru, fæddist á Dröngum
í Árneshreppi í Strandasýslu 4.
nóvember árið 1889. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Péturs-
son bóndi og kona hans, Anna
Jakobína Eiríksdóttir, og var hún
elst fjögurra barna þeirra. Sextán
ára gömul fór Steinunn í Kvenna-
skólann á Blönduósi veturlangt.
Eftir þann tíma vann hún heima
í foreldrahúsum til rúmlega
tvítugsaldurs. Þá fór hún í vist til
Reykjavíkur, sótti saumanám-
skeið, matreiðslunámskeið, dön-
skutíma og söngtíma, en lærði
síðan til Ijósmóður, sem varð henn-
ar ævistarf frá 1914 til 1956.
Steinunn kvæntist Jóni Lýðssyni,
bónda á Skriðinsenni, árið 1923.
Börn þeirra hjónapru fimm, Anna
Jakobína, Lýður, Ólafía, Lilja og
Anna Guðrún. Hjá þeim ólst einn-
ig upp Guðlaug Guðmundsdóttir
sem nú er látin. Steinunn og Jón
bjuggu á Skriðinsenni til ársins
1958. Þá fluttu þau til Reykjavík-
ur um skeið, en svo aftur að Enni
ásamt dótturinni Lilju og tengda-
syni, Hákoni Ormssyni. Jón Lýðs-
son lést árið 1969,82ja ára að
aldri. Steinunn hefur að undanf-
ömu búið á elliheimilinu í
Hólmavík.
TRYGGVI 4 A4
KRISTJÁNSSON I U 1
ÁRS
Tryggvi Kristjánsson fæddist á
Meyjarhóli á Svalbarðsströnd í
Suður-Þingeyjarsýslu 22. desem-
ber árið 1888. Foreldrar hans voru
Kristján Guðmundsson, bóndi á
Meyjarhóli, og Friðrika Kristjáns-
dóttir, ættuð úr Fnjóskadal. Hún
hafði verið gift áður. Fyrri eigin-
maður hennar drukknaði í Eyja-
firði, en saman áttu þau einn
dreng, Kristján að nafni. Með
Kristjáni, seinni manni sínum, átti
hún þijú börn, þeirra elst var
Kristján, síðan Bernólína og
yngstur var Ferdinand. Tryggvi
missti föður sinn á fermingar-
aldri, en hann hélt áfram búskap
með móður sinni á Meyjarhóli.
Skólaganga hans var nánast eng-
in. Hann gifti sig árið 1910, Jó-
hönnu V aldimarsdóttur frá Leifs-
húsum á Svalbarðsströnd. Á Meyj-
arhóli bjuggu þau til ársins 1944,
en fluttust þá til Akureyrar. Jó-
hanna lést árið 1965, en þau hjón-
in áttu fjögur börn. Tryggvi var
lengst af pakkhúsmaður hjá heild-
verslun Valgarðs Stefánssonar
eftir að hann fluttist til Akur-
eyrar. Síðustu starfsárin vann
hann hjá syni sínum í burstagerð
og springdýnuframleiðslu. Árið
1982 fór Tryggvi á elliheimilið
Skjaldarvík og fimm árum síðar
fór hann á sjúkradeild elliheimilis-
ins Hlíðar.
JÓHANNA
JÓNSDÓTTIR
100
Jóhanna Jónsdóttir fæddist 6.
júlí árið 1889 á Bakka í Svarfaða-
dal þar sem foreldrar hennar,
Svanhildur Björnsdóttir frá
Syðra-Garðshorni og Jón Sofaní-
asson frá Bakka, bjuggu. Jóhanna
flutti með foreldrum sínum ferm-
ingarvorið sitt 1904 yfir Heljar-
dalsheiði í Skagafjörð, að Neðra-
Ási í Hjaltadal, en þá jörð hafði
fjölskyldan keypt árinu áður. Jó-
hanna dvaldi að mestu á heima-
slóðum fram að tvítugsaldri en
hleypir þá heimdraganum og fer
allvíða, meðal annars í kaupavinnu
í Deildartungu í Borgarfirði, Sand-
læk í Árnessýslu og víðar. Hún fór
einnig til Reykjavíkur og vann á
saumaverkstæðum og var í vist,
m.a. hjá Jóni Þorlákssyni verk-
fræðingi og alþingismanni. Róm-
aði hún mjög veru sína á því heim-
ili og taldi sig hafa lært þar
margt. Árið 1923 eignaðist Jó-
hanna dóttur með Sigurði Sigurðs-
syni, fyrrum búnaðarmálastjóra.
Hún var skírð Birna, er hjúkrunar-
kona og búsett á ísafirði. Árið
1934 giftist Jóhanna Sigurbirni
B. Hólm frá Narfastöðum í Viðvík-
ursveit, fæddum 1903. Þau bjuggu
á Freyjugötu 32 á Sauðárkróki.
Sigurbjörn stundaði bifreiðaakstur
og rak síðan bifreiða- og hjól-
barðaverkstæði. Hann lést árið
1984. Þau eignuðust engin börn.
Saumaskapur var aðalstarf Jó-
hönnu á seinni starfsárum hennar.
Hún hafði ekki verið í eiginlegu
námi þar að lútandi, en tileinkaði
sér margt með vinnu á saumaverk-
stæðum, einnig segist hún hafa
lært mikið af eldri systur sinni sem
verið hafði á kvennaskóla. Hún
þótti fjölhæf og smekkleg í sauma-
skapnum og enn hefur hún næma
tilfinningu fyrir fallegum fötum.
Jóhanna hefur dvalið um tíu ára
skeið á öldrunardeild sjúkrahúss
Skagfirðinga á Sauðárkróki.
IEiginleg merking orðsins „öldungur“ er maður, sem
lifað hefur mjög langa ævi, en aldursmörk öldungs
eru þó ekki tilgreind. Átján íslendingar eru nú á
lífi sem komnir eru yfir hundrað ára aldurinn,
samkvæmt upplýsingum firá Hagstofú íslands, og
má að minnsta kosti með sanni segja að þeir séu
öldungar íslands. Þess má geta að meðalævilengd
íslenskra karla 1987-1988 var 74,5 ár og
meðalævilengd kvenna á sama tímabili var 79,7 ár.
SIGURÐUR 4AP
ÞORVALDSSON lUj
ÁRA
Sigurður Þorvaldsson er elsti
núlifandi íslendingurinn, fæddur
23. janúar árið 1884 í Miðhúsum
í Álftaneshreppi í Mýrasýslu og
'fluttist síðan með foreldrum sínum
í Álftaneskot. Foreldrar hans voru
Þorvaldur Sigurðsson og Valgerð-
ur Jónsdóttir. Sigurður lauk kenn-
arapróf i frá Flensborgarskóla í
Hafnarfirði og að því búnu hélt
hann í danskan lýðháskóla. Eftir
heimkomuna gerðist hann kennari
við lýðháskólann á Hvítárbökkum
í Borgarfirði og þar kynntist hann
konuefni sínu, Guðrúnu Sigurðar-
dótur frá Víðivöllum í Skagafirði,
sem þar var við nám. Ungu hjónin
héldu til ísafjarðar þar sem Sig-
urður starfaði sem kennari við
barnaskólann í nokkra vetur og
árið 1914 keyptu þaujörðina
Sleitustaði í Skagafirði þar sem
þau hófu búskap og bjuggu alla
sína tíð eftir það. Sigurður starf-
aði við kennslu á veturna með
bústörfum. Þau Guðrún og Sigurð-
ur eignuðust tólf börn. Átta kom-
usttil fullorðinsára, en séx þeirra
eru nú á lífi. Aldárgamall fluttist
Sigurður frá Sleitustöðum og á
ellideild sjúkrahúss Sauðárkróks
þar sem hann nú er. Tveir synir
Sigurðar búa nú á Sleitustöðum.
Titongs-
Maótom
svonalengi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GUÐBJÖRG 4 AA
GUÐDRANDSDÖTTIR1 UU
ÁRA
„MÉR fínnst tilgangslaust að
tóra svona lengi. Mér líður
vel hér á Grund og dagarnir
líða hjá hver aföðrum. Maður
hetur bara ekkert með það
að gera að verða svona gam-
all. Það er bara della,“ segir
Guðbjörg Guðbrandsdóttir,
sem fyllti öldina á heimili
dóttur sinnar þann 27. júlí
síðastliðinn.
Guðbjörg fluttist á elliheimil-
ið Grund 89 ára að aldri
og hefur dvalið þar í ellefu ár.
Hún segist heyrá vel. Hún hlusti
mikið á fréttir og annað efni í
útvarpi og sjónvarpi, en sjónin
sé farin að bila aðeins. Hún
segist auðvitað hafa orðið vör
við miklar þjóðfélagsbreytingar
í gegnum árin, sumar hveijar
mjög til hins betra. Unga fólkið
sé sérstaklega jákvætt og gott.
Að minnsta kosti hafí hún ekki
haft nein óþægindi af ungdómn-
um, síður en svo.
Guðbjörg er fædd að Brúna-
stöðum í Hraungerðishreppi í
Árnessýslu. Foreldrar hennar
voru Guðbrandur Guðbrandsson
og Katrín Jónsdóttir. Guðbjörg
hefur hvorki gifst né átt börn,
en vann lengst af við saumaskap
og bjó hjá ættmennum sínum í
Reykjavík. „Ég var á Brúna-
stöðum bara eins og hver annar
krakki og fór þaðan ung, níu
ára að niig minnir. Foreldrar
mínir hættu búskap nokkuð
snemma og fluttumst við á Eyr-
arbakka, þar sem við bjuggum
í nokkur ár. Síðan flutti fjöl-
skyldan til Reykjavíkur og þá
hef ég verið unglingsstelpa.
Skólagangan var lítil. Ég fór
reyndar í barnaskóla og á hús
stjórnarskóla, en að öðru leyti
get ég ekki státað af mikilli
menntun," segir Guðbjörg.
Hún dvaldi um nokkurra ára
skeið á Meðalfelli í Kjós, ,já,
eitthvað fram á þrítugsaldurinn
hjá þeim hjónum Elínu og Eg-
gerti. Fyrst fór ég þangað ungl-
ingsstelpan og svo ílengdist ég
þar. Svo skrapp ég til
Reykjavíkur til að læra að
sauma og búa til mat svo ég
gæti orðið meira að liði á heimil-
inu,“ segir Guðbjörg Guð-
brandsdóttir, 100 ára og elstur
íbúa á elliheimilinu Grund í
Reykjavík.