Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 28
28 ,C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 FOLK í Jjölmiðlum • JÓN ÓTTAR Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, hefur boðið sig fram til dagskrárgerðar fyrir Aðalstöðina, hina nýju út- varpsstöð Ól- afs Laufdal í Aðalstrætinu. Jón Óttar mun vera mikill áhugamaður um klassíska tónlist og meðal annarra meðlimur áhuga- mannahóps, sem stofnaður hefur verið um klassíska tónlist og hefur boðist til þess að stjóma og kynna tónlistarþátt á Aðalstöðinni þar sem klassísk tónlist réði ríkjum. Margr- ét Hrafnsdóttir, starfsmannastjóri Aðalstöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að málið væri ekki lengra á veg komið en starfs- menn Aðalstöðvarinnar hefðu hins- vegar mikinn hug á að fá Jón Óttar til liðs við sig. Sem kunnugt er hefur Jón Óttar verið afkastamesti dagskrárgerðarmaður Stöðvar tvö og verður því ekki annað sagt en hann fari hamförum á ljósvakanum. er JÓN ÓTTAR Barnaefiii BBC aukið Breska ríkissjónvarpið, BBC, hyggst verja 25 milljónum punda til framleiðslu á barnaefni. Bamadagskrá sjónvarpsins mun lengjast um 80 tíma í vetur, aðal- lega um helgar. Barnasjónvarpið á að hefjast 7.30 f.h. á Iaugardögum og sunnudögum. Sá tími, sem bæt- ist við bamadagskrána, verður not- aður til að sýna ný framhaldsleikrit og 23 þáttaraðir. Bretar bestir? Helmingur 2.000 breskra sjón- varpsáhorfenda, sem bresk fjölmiðla-rannsóknarstofnun ræddi við nýlega, telur að breskt sjón- varpsefni sé best í heimi. Þrjátíu af hundraði voru á öðru máli. Þeir sem talað var við telja enn fremur að Sky-sjónvarpið sé „lélegt að gæðum og ekki peninganna virði“. Rúmlega tveir þriðju telja að eigendur gervihnattadiska séu „sjónvarpssjúkir“. Aðeins 12% telja að þeir séu „forframaðir“. Viðamikil rann- sókn á íslensku blöðunum fyrir síðustu kosn- ingar leiðir íljós að ífréttaflutn- ingi sínum gengu morgun- blöðin erinda „gömlu“ fjór- flokkanna Sýnileg flokkshollusta morgunblaðanna FLOKKSPÓLITÍSK slagsíða var á öllum íslensku dagblöðunum fyrir síðustu alþingiskosningar, Umfangsmikil rannsókn Guð- mundar Rúnars Amasonar, stjórnmálafræðings, á viðfangi og umfjöllun dagblaðanna fimm fyrir kosningarnar er nú á loka- stigi. Samkvæmt henni var það merkjanlegt hversu morgun- blöðin fjögur Ijiilluðu á jákvæðari hátt um þá flokka sem almanna- rómur kennir þau við. DV fór auk þess mýkstum höndum um Borgaraflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Vissulega hafa blöðin breyst fi-á því fyrir tveimur og hálfú ári og því eiga niðurstöður þessarar könnunar e.t.v. ekki við blöðin eins og þau eru í dag. Annað mál er hins vegar hvort þær segi okkur eitthvað til um hvemig þau muni haga sér fyrir næstu alþingiskosningar. Erfitt getur reynst að henda reiður á tengslum blaða og flokka. Óvefengjanlegar staðreyndir eru illfinnanlegar og vafalaust er hægt að vefengja niðurstöður vísindalegra rannsókna jafnvel þó mjög nákvæmum og faglegum vinnubrögðum sé beitt. Guðmundur Rúnar er langt kominn með doktorsverkefni sitt við virtan enskan háskóla sem byggist m.a. á greiningu á öllu efni sem birtist í íslenskum dag- blöðum í átta vikur fyrir kosning- arnar 1987. Það þýður að yfir ein og hálf milljón dálksentimetrar eða 15 dálkkílómetrar af efni dag- blaða voru lesnir, flokkaðir og greindir. Niðurstöður þessarar athugunar eru um margt fróðleg- ar, sérstaklega hvað varðar fréttir blaðanna af flokkunum og undir- búningi kosninganna. Alþýðublaðið hafði mjög sterk- ar taugar til Alþýðuflokksins (A) fyrir kosning- blaðinu var heldur betur í nöp við Framsóknarmaddömuna (F) því í um 70% þeirra tilfella sem hún var nefnd á nafn var talað illa um hana. DV virtist hlutlausast blað- anna. Þó voru neikvæðar fréttir um A og Abl örlítið fleiri en já- kvæðar. Hins vegar var oftar ljall- að á jákvæðan hátt um B og S en neikvæðan. Morgunblaðið ræddi oftast við leiðtoga S, Þorstein Pálsson, af leiðtogum stjórnmálaflokkanna. Á sama hátt töluðu hin morgun- blöðin oftast við leiðtoga þeirra flokka sem þau eru tengd. Tæp- lega 60% kosningafrétta í Mbl snérust að einhverju leyti um S og í fjórum af hveijum tíu frá- sögnum var fjallað á jákvæðan hátt um flokkinn á meðan að já- kvæðar frásagnir af hinum flokk- unum voru fátíðar. Oftast talaði blaðið illa um Abl og B. Þar sem B var stofnaður á miðju rannsókn- artímabilinu er ljóst að blaðið hef- ur heldur betur haft horn í síðu hans þar sem því tókst að hnýta jafn oft í hann á fjórum vikum eins og Abl á átta vikum. Tíminn, líkt og hin blöðin, leit að mestu framhjá hinum svoköll- uðu smáflokkum, þ.e. Flokki mannsins, Þjóðarflokknum og Samtökum um jafnrétti. Blaðið fjallaði oftast um F og í rúmlega 60% tilfella var farið fögrum orð- um um hann. Blaðið fjallaði aldrei illa um F og sárasjaldan vel um aðra flokka sem allir fengu álíka skammt af neikvæðum sending- um frá blaðinu. Þjóðviljinn fjallaði minna um B og Kvennalistann en önnur blöð. Blaðið skar sig einnig úr að því leyti að miður góð umfjöllun þess um aðra flokka en þann, sem það studdi, var miklu algengari en hjá hinum blöðunum. Þáverandi stjórnarflokkar, S og F, fengu flestar skammirnar. Blaðið lét varla eitt einasta hrósyrði falla í garð annarra flokka en Abl. í tveimur af hverjum þremur skipt- um sem blaðið fjallaði um Abl var umsögn þess jákvæð. Af þessu má því ljóst vera að tengsl blaða, sérstaklega morgun- blaða, við flokka eru ýmist sterk eða mjög sterk, — með slíkri nið- urstöðu er þó ekki verið að gera lítið úr sjálfstæði þeirra. BAKSVIÐ eftirÁsgeir Fridgeirsson arnar og trú- lega kemur það fáum á óvart. Það vekur e.t.v. athygli sumra að í um sjö af hveijum tíu skiptum sem blaðið fjallaði um flokkinn í frétt- um sínum fór það jákvæðum orð- um um hann og í þrjú skipti af hveijum tíu var frásögn blaðsins hlutlaus. Neikvæð umfjöllum blaðsins um flokkinn var ekki mælanleg. Um 30-40% frétta í blaðinu af Sjálfstæðisflokki (S), Alþýðubandalagi (Ab) og Borg- araflokki (B) voru neikvæðar og Fyrir liðlega tveimur áratugum, þegar ég þóttist jafnvel hættur í blaðamennskunni fyrir fullt og allt, var ég um nokkurra mánaða skeið með vikulega þætti í útvarpinu sem einsog það heitir núna „báru yfir- skriftina" Einn á ferð. Þetta voru rabbþættir með tveimur þremur innskotum aj^niður- soðinni músík, 45 mínútur af vangaveltum um lífið og tilveruna sem leystu svosem ekki beinlínis lífsgátuna en áttu helst allt um það ekki að vera einungis masið tómt. Maður freistaðist auðvitað' til þess að láta reka annað slagið inná þau mið þar sem maður var kunnugastur, nefnilega á fjölmiðlaslóðim- ar. Einhveiju sinni þótti mér til dæmis kjörið að fara nokkrum orðum um lesenda- bréfín í dagblöðunum og hlaut þá einsog að líkum lætur einkum að beina sjón- um mínum hingað að Morg- unblaðinu, enda var það þá einsog það hefur löngum verið helsta skjólið þessara blessaðra skriffinna. Ég á bágt með að trúa því að ég hafí verið durtsleg- ur. Bæði var tilefnið ekki tröllvaxið og svo er það vissulega deginum sannara að aðgátar skuli að jafnaði gætt í nærveru sálar. Þó hlaut ég samvisku minnar vegna og starfsheiðurs jafn- vel að láta þá skoðun flakka að ég væri ekkert sérlega hrifinn af fyrrgreindum les- endabréfum, sem mér fannst satt best að segja langtum of oft næsta dapurlegur sam- setningur og vissulega óra- vegu frá því að vera það sem kalla mætti eina af skraut- fjöðrunum í kolli blaðanna. Tvennt ber nú til að ég ri§a þetta upp. í fýrsta lagi rambaði ég um síðastliðna helgi á löngu gleymda úr- klippu með dægilegu skammarbréfi sem ég upp- skar hér í Velvakandaopn- unni fyrir framhleypni mína. Og í öðru lagi er kominn tími til að ég játi það hreinskilnis- lega að skoðun mín á títtnefndu bréfafargani í blöðunum hefur nákvæm- lega ekkert breyst á þessum tveimur áratugum. Blöðin okkar eru svo dæmalaust brokkgeng. Þeg- ar öllu er á botninn hvolft eru þau engir nýgræðingar. Þó er því líkast á stundum sem þeim ætli aldrei að auðn- ast að slíta barnsskónum. Saman við meistarataktana gefur að líta hin afkára- legustu vindhögg. Dæmi: Öll reykvísku dagblöðin upp- lýstu skilmerkilega um dag- inn eins og þeim var líka rétt og skylt að hin auglýsta kvölddagskrá ríkisútvarps og sjónvarps yrði látin víkja fyrir vantraustsumræðunni sællar minningar. Aftur á móti hafði ekki eitt einasta þeirra fyrir því að breyta hinni venjulegu útvarps- og sjónvarpskynningu sinni í samræmi við þessar upplýs- ingar. Þar trónuðu eftir sem áður og einsog ekkert væri sjálfsagðara hinir útskúfuðu dagskrárliðir, rétt einsog blöðin hefðu komið sér sam- an um það öll sem eitt að láta nú þessa kálfa, sem nenntu að lesa þau, alla sem einn hlaupa apríl. Einhver angi af þessu and- varaleysi eða hvað maður á að kalla það kynni að vera ein af ástæðunum fyrir því hvernig við látum til dæmis lesendadálkana okkar reka á reiðanum ár eftir ár, að ekki sé dýpra tekið í árinni. Á marktækum erlendum blöð- um áttuðu menn sig á því fyrir dijúgum mannsaldri að minnsta kosti hve ágætt og eftirsóknarvert efni lesenda- dálkarnir eru ef rétt er á spilunum haldið. Þar rækta menn þennan akur — velja og hafna, stytta og klippa og lagfæra miskunnarlaust ef svo ber undir — í stað þess að umbera hann í mesta lagi einsog hér vill vera. Þjóðkunnir menn þar ytra og/eða hinir snjöllustu penn- ar þykjast ekkert of góðir til þess að sýna sig þama. Hér heima er þessum málum aft- ur á móti þannig komið eftir áratuga strit að það má engu muna að maður vorkenni þessum veslingum sem vill- ast í bréfadálkana með marktækar skoðanir á skammlausu máli. Mér þykir við hæfi að botna þessa þredikun með því að birta bréfið sem ég nefndi áðan, þetta með vítunum. Rúmsins vegna verð ég samt að nema örfáar línur úr miðju þess. Það verð- ur að hafa það ef mönnum finnst ég harðbijósta eða vera að setja mig á háan hest. En hinn dapurlegi sannleikur, sem ég er að reyna að undirstrika, er ein- faldlega sá að þóað bréfið að tarna hafi semsagt verið skrifað fyrir góðum tuttugu árum þá er það hvorki verra né betra en sitthvað af því sem,við erum að birta í dag. Gjörið svo vel: „Því miður gat ég ekki hlustað á þátt Gísla J. Ást- þórssonar í útvarpinu í dag, en mér var sagt, að Gísli J. hefði fundið að því, að ritað hafði verið um frágang á gangstétt og götu nú fyrir skömmu, og þótti Gísla J. þetta víst ógurleg ósvffni. Mér þykir það mjög skrítið, ef Gísli J. ætlar að vera málsvari fyrir slysahættu og trassaskap, en svo virðist vera. Ég hygg, að Gísla J. hefði verið nær að kynna sér mál og aðstæður, áður en hann rauk með þetta í út- varp, og eins sýnist mér hánn ekki eins athugull og ætla mætti. Á umræddum stað var grafinn skurður úr miðri götu og langt inn í port, til að gera við vatnsrör, sem hafði sprungið. Verkið var unnið í nóvember og nú fyrst gengið frá, svo að viðunandi sé. Já, ætli Gísla J. þætti þetta góð vinnubrögð ... Nú vona ég, að Gísli J. reyni að kynna sér allar aðstæður, áður en hann reynir næst að hnýta í þá, sem ræða um slysahættur og segja hvar þær eru. Það væri áreiðan- lega skynsamara fyrir hann að þegja en að taka munninn fullan um það, að menn skrifuðu ekki um fegurð landsins. Þá vil ég banda Gísla J. á það, að það er ekki hægt að lýsa fegurð landsins með skrifum; þar verða að koma myndir, ann- ars gæti ég trúað, að Gísli J. hafi ekki komið mjög mik- ið inn á hin fögru afréttar- fjöll Iandsins. — Með vin- semd, Austurbæingur." Svo mörg voru þau orð. Gísli J. Ástþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.