Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 C 41 John M. Davenport með nýja ljósgjafann. vegna einnar peru, sem er miklu þynnri og nokkuð styttri en litlifing- ur. General Electric býst við, að nýja peran muni auka veltu fyrirtækisins um milljarða dollara þegar á líður næsta áratug og nú þegar hefur verið ákveðið að auka við ljósaperu- deildina og framleiða þar einnig bílljósasamstæður. Allt frá því Edison fann upp Ijósa- peruna hafa glóljósin, þar á meðal halogen-bílljósin, gefið frá sér birtu með því að hita örmjóan vír eða glóþráð þar til hann verður gló- andi. Gallinn er bara sá, að hitinn tærir vírinn smám saman þar til hann brestur. Því er hins vegar ekki fyrir að fara í nýju ljósunum, sem hafa enga glóþræði en virka á líkan hátt og flúrljós. John M. Davenport, einn af vísindamönnunum hjá General Electric, sem fundu upp nýju ljósin, segir, að bílljósin séu aðeins byijun- in. „Við búumst við, að þessi nýja tækni verði komin inn á öll heimili fyrr en varir,“ segir hann og keppi- nautum GE á þessum markaði dett- ur ekki í hug að bera á móti því. „Þetta verður ljósbúnaðarkerfi framtíðarinnar," segir Robert L. Vile, einn af yfirmönnum Philips- verksmiðjanna. Djass- og blústónleikar sunnudag kl. 21.30 Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir og flokkur mannsins hennar Eyþór Gunnarsson, píanó - Gunnlaugur Briem, trommur - Jóhann Ásmundsson, bassi og Friðrik Karlsson, gítar. Heiti potturinn Fischersundi Leitið tii okkar: SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 i íS', |ö mS'" 'fLxrvt'" yg&m; . Heimildarskáldsaga um Guðmund Daníelsson og fleira fólk. Kímnigáfa Guðmundar Daníelssonar nýtur sín vel í þessari skáldsögukenndu sjálfsmynd um leið og frásögn hans gefur glögga mynd af manninum sem þrátt íyrir yfirþyrmandi amstur og eril missir aldrei sjónar á óskadraumnum, kölluninni til að skrifa. Hér gefur að líta kunna og miður kunna samferðamenn skáldsins, og oftar en ekki skoðar höfundur þá með góðlátlegum glampa í augum. ÍÐUNN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.