Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 46
46 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNIÍUDAGUR 10. DESEMBER 1989 ÆSKUMYNDIN... ERAF KATRÍNUFJELDSTED, LÆKNl OG BORGARFULLTRÚA ÚR MYNDASAFNINU . i Glaðvær, dugleg og músíkölsk Katrín Fjeldsted er fædd í Reykjavík hinn 6. nóvember, 1946, dóttir hjónanna Lárusar Fjeldsted, verslunarmanns, og Jórunnar Viðar, tónskálds. Katrín er gift Valgarði Egilssyni, lækni og skáldi, óg hafa þau eign- ast fjögur börn, Jórunni Viðar, Einar Vé- stein, sem lést í bernsku, Véstein og Einar Stein. Katrín lauk læknisprófi frá Háskóla íslands árið 1973 og lauk síðar framhalds- námi í heimilislækningum. Árið 1982 var hún kjörin borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Jórunn Viðar, móðir Katrínar, segir vanda að lýsa eigin barni, þar sem hún sé vart hlutlaus aðili. „Samt sem áður hika ég ekki við að segja að hún hafi verið sérstak- lega skemmtilegt barn og mjög fjör- ugt. Hún byijaði snemma að tala og talaði mikið. Ég man eftur því að gömul kona, sem hlustað hafði á Katrínu nokkra stund, sagði stundarhátt eftir ræðuna: „Katrín verður prestur.““ Katrín fór fimm ára gömul í ís- aksskóla, en hafði ekki verið þar nema í 3-4 daga þegar hún veiktist og varð að liggja í þijár vikur. „Það var ekkert grín að hemja hana þar,“ segir Jórunn. „Ég las fyrir hana, las og las, en uppáliaidsbókin var Dísa ljósálfur. Þegar ég var búin að lesa hana ótal sinnum, orðin vita raddlaus og uppgefin, rétti ég henni bókina og sagði: „Lestu nú sjálf.“ Og það gerði hún. Hún var orðin læs!“ Arndís Gísladóttir, æskúvinkona Katrínar hefur orðið: „Það má eig- inlega segja að við Katrín 'höfum erft hvora aðra, því ömmur okkar voru vinkonur og mömmur okkar líka, þannig að við umgengumst reglulega alveg frá bernsku. Katrín var yfirleitt mjög glaðvær og það gekk vitaskuld ýmislegt á þegar við létum til okkar taka. Annars man ég eftir því frá því við vorum sam- an í bamaheimilinu Steinahlíð að hún komst í hann krappan þegar einhver strákur ætlaði að fara að tuskast á við hana, en hún var nú ekki mikill bógur til slíkrar iðju. Þá kallaði hún náttúrulega á mig sér til aðstoðar og síðan segir hún að ég eigi hönk upp í bakið á henni.“ Önnur vinkona Katrínar úr barnaskóla segir hana hafa verið afskaplega Ijúfa viðkynningar og skemmtilega. „Við kynntumst í tíu ára bekk í Miðbæjarskólanum og hún var frekar feimin svona í fyrstu, en feimnin vék nú fljótlega fyrir glaðværð og dugnaði. Hún var af- skaplega drífandi og það kom nátt- úrulega líka fram í skólanum, því hún var mikil námsmanneskja." Þessi sama vinkona Katrínar segir heimilisbraginn á Laufásvegi 35 einnig hafa sett mark sitt á Katrínu. „Þetta var mikið menning- arheimili með alveg sérstöku and- rúmslofti, en auk foreldranna bjó amma Katrínar og nafna í húsinu. Þetta var mikið tónlistarheimili og Katrín lærði t.d. á fiðlu. Hún hélt því námi ekki til streitu, en hún hefur alltaf verið mjög músikölsk." Katrín um fimm ára aldurinn. Þótti feimin við fyrstu kynni, en feimnin vék fyrir glaðværð og dugnaði. ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Fyrsti KK-sextettinn KK-sextettinn, sem starfaði hér á landi á árunum 1947 til ára- móta 1961-62, verður lengi í minn- um hafður sem ein besta hljómsveit^ sinnar tegundar á Islandi. Þegar þeir Kristján Kristjánsson og Svavar Gests komu heim frá námi við Juilliard-tón- listarskólann í New York urðu þáttaskil í íslenskri dægurtónlist. Þeir báru með sér nýja, ferska strauma sem fóru ' vel saman við nývaknaðan jassáhuga ungra tónlistarmanna hér á landi. Kristján stofnaði fyrsta KK-sextettinn í samkomusal Mjólk- urstöðvarinnar og lék hljómsveitin í fyrsta sinn opinberlega 3. október 1947. Það hafði frést um bæinn að mikið stæði til og Ólafur K. Magnússon, þá nýráð- inn ljósmyndari Morg- unblaðsins, fór að sjálf- sögðu á staðinn. KK- sextettinn hafði æft daglega í nokkrar vikur amerísku útsetningunum sem þeir Kristján og Svavar höfðu haft með sér frá Ameríku. Daglegar æfingar STARFIÐ ERLENDUR S. BALDURSSONAFBROTAFRÆÐINGUR Erlendíir S. Baldursson Fangelsin sneisafull „Yfirleitt eru fangar mjög við- ræðugóðir þó þeir óneitanlega geti verið viðkvæmir á vissum augnablikum, t.d. þegar þeir eru nýbúnir að fá sína dóma eða ég þarf að synja þeim um leyfi,“ sagði Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur og deildar- stjóri félagsmáladeildar Fangels- isstofnunar rikisins, en sú stofn- un tók til starfa um síðustu ára- mót. Yið höfum þá þumalputtareglu að veita ekki föngum leyfi nema þeir séu búnir að sitja inni í _ár. Þá sækja þeir um leyfi og ef ’sá, sem fanginn ætlar að heim- sækja, er tilbúinn til að fá hann, er veitt tólf tíma leyfi, frá níu að morgni til níu að kvöldi. Slíkt leyfi er upp frá því hægt að fá á sex mánaða fresti. Ég veit ekki til þess að fangar hafi lent í alvarlegu broti í leyfum sínum, hvorki fyrr né síðar. Þó hafa menn lent í því að koma of seint aftur og jafnvel dottið í það,“ segir Erlendur. Afbrotafræðingurinn, ásamt fé- lagsfræðingi og sálfræðingi, heim- sækir fangelsin reglulega, en Er- lendur segir að fangelsin á landinu séu sneisafull og gjörnýtt. Plássin séu 104. Þar af sitja fimm fangar undir tvítugu inni. Menn eru sak- hæfir 15 ára, en að sögn Erlends er sáralítið um að menn séu fangels- aðir svo ungir enda er yfirleitt um að ræða einstaklinga, sem eru þá að stíga sín fyrstu skref á afbrota- brautinni. PETTA SÖGDU ÞAU M . . . Jónas Árnason á félagsfundi Æskulýðsfylk- ingarinnar í Reykjavík 14. nóv. 1949. Jónas ræddi um kjör æsku- fólks í bænum og sýndi glögglega fram á það, hvernig yfirvöld bæjarins hafa gjörsaml. brugðist hlutverki sínu ... Hann brá upp mynd af sjoppum íhalds- ins í bænum .. . þeim hræðilegu áhrifum sem þessir staðir hafa á æskufólkið. Hvernig það yrði andlega sljótt af þessum áhrif- um ... Alt fyrir sök íhaldsins. BÓKIN Á NÁTTBORÐINU Síðustu dagana hef ég verið að glugga í „Gestapo" eftir Sven Hazel. Hún er þrælgóð. Ég hef reyndar verið að lesa hana frá því ég var 7 ára og finnst mér hún alltaf jafn skemmtileg. * Eg er að lesa „Islandsklukkuna" eftir Halldór Laxness. Bókina .fann ég í bókasafninu hennar mömmu. Þetta er í fyrsta sinn sem ég les bók eftir Laxness og finnst mér hún svolítið erfið á köflum. Annars hef ég haft mest gaman af barnabókunum hennar Iðunnar Steinsdóttur. MYNDIN ÍTÆKINU Ólafur Guð laugsson nemi Eg er að horfa á spennumyndina „Die Hard“ með Bruce Willis í aðalhlutverki. Mér finnst mest gam- an af spennumyndum. Ég horfi töluvert á myndbönd, en í bíó hef ég ekki farið í þijá mánuði. Ingimar Ingimars- son 12 ára Þessa dagana er ég að horfa á grínmyndina„Beemeð“ Michael Keaton í aðalhlutverki. Ég horfi mikið á myndbönd þegar ég á pen- ing og þá aðallega grínmyndir, bæði breskar og bandarískar. PLATAN Á FÓNINUM * Eg hlusta svona á hitt og þetta. Eg held að mér finnist rokktón- Iist skemmtilegust. Michael Jackson er einn þeirra tónlistarmanna, sem ég held mikið upp á og á ég reynd- ar tvær hljómplötur með honum sem oft eru spilaðar. Rapp- og nýbylgjutónlist er mitt uppáhald. Eg á flestar plöt- urnar með hljómsveitinni „Public Enemy“ og einnig hlusta ég mikið á hljómsveitina „Cure“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.