Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 47
MORG UNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 C 47 Hinn kornungi og efnilegi trommuleikari, Svavar Gests, sem hafði stundað nám ásamt Kristjáni við Juilliard-tónlistar- skólann í New York. Fyrsti KK-sextettinn 1947, frá vinstri: Guðmundur Vilbergsson trompet, Kristján Kristjánsson altósaxófónn, Trausti Thorberg gítar, Steinþór Steingrímsson píanó, og fyrir aftan: Svavar Gests trommur og Hallur Símonarson kontrabassi. og sérsamdar útsetningar voru ný- lunda í bransanum hér heima og hið sama var að segja um sérsaum- uð einkennisfötin og nótnapúltin úr rauðu og hvítu plasti sem smíðuð vora eftir fyrirsögn Kristjáns. í blaðagrein um þetta fyrsta kvöld KK-sextettsins segir meðal annars: „Kristján Kristjánsson kom mönn- um þegar í bvrjun á óvart með því að æfa hljómsveit sína áður en hún átti að byija að leika á skémmti- staðnum. Einnig má geta þess að hljómsveitin var öll í nýjum ein- kennisbúningum strax fyrsta kvöld- ið og hafði öll tæki við hendina. Slíkt vissu menn að átti sér stað í útlandinu, en það hafði ekki verið tíðkað hér...“ SÍMTALID ER VIÐ ÁRNA BJÖRNSSON ÞJÓÐHÁTTAFRÆÐING á Islandi? 28881 Þjóðminjasafnið. - Góðan daginn, er hann Ámi Björnsson við? Ég skal sjá, augnablik. Halló. - Komdu sæll Ámi, þetta er Kristín Maija Baldursdóttir á Morgunblaðinu. Jú jú, komdu sæl. - Ami, það er þetta með að- ventuljósin__ Já. - Það getur enginn sagt mér... Áttu við þessi sænsku? Þú átt ekki við aðventukransana? - Nei þessi sem við setjum alltaf út í glugga, það getur eng- inn sagt mér hvaðan þau koma eða hvaðan þessi siður er kominn. Ja, þetta mun vera sænsk upp- finning og ekkert mjög gömul. Einhver sænskur náungi sem var að reyna að selja vaming sinn fékk þessa hugmynd og nú eru þessi ljós, að ég held, hvergi jafn útbreidd og á Islandi. - Og hvemig má það vera? Það var Gunnar Ásgeirsson hjá Volvoumboðinu sem flutti þau inn fyrir u.þ.b. 20 ámm. Bróðir hans hafði séð ljósin í Svíþjóð, kom með nokkur stykki heim og gaf gömlum frænkum. Þeim líkaði ljósin vel, Gunnar sá að þama var á ferðinni góð söluvara, og hóf innflutning á þeim. Og það var eins og af manni mælt, íslendingar féllu alveg fyrir þessu! - Gat nú skeð! - Síðan þegar útlendingar sjá ljósin fara þeir að spytja hvort mikið sé um gj'ðingatrú hér! Ég hef fengið fyrirspumir og hringingar hvað- anæva úr heimin- upi frá íslending- um búsettum ytra. Ámi Bj ornsson Þeir setja auðvitað aðventuljósin sín út í glugga, fólk í næstu göt- um rekur augun { þetta og spyr hvemig standi á þessu, hvort það sé mikið um gyðinga á íslandi - Já auðvitað! En nú era þetta ekkert „ekta“ gyðingaljós. Þetta era sjö ljós, sem minna á sjöarma ljósastiku í musterinu, en hjá gyðingum er ljósastikan yfirleitt lárétt, ekki eins og Ijósin okkar sem hafa þetta pýramídalag. Aðventuljósin munu ekki vera algeng á Norður- löndum. Það er eitthvað um þau í Svíþjóð, en þar era þau ekki nándar nærri eins útbreidd og hér á landi. Það er algjör tilviljun að þetta breiðist út hér og það á sér engar þjóðlegar rætur. Ekki einu sinni sænskar rætur, nema þá einungis viðskiptalegar! - Ja héma! Já þetta er dálítið kátlegt! - Það finnst mér ... en af hveiju ætli þetta hafi orðið svona vinsæit hjá okkur? Það er nú það, við eigum ekki svo miklar hefðir í sambandi við aðventuljós. Aðventkransamir komu frá Danmörku, bárast þangað á stríðsáranum með Þjóð- veijum, þú getur nú lesið um þetta í bók minni „í jólaskapi", en hingað komu þeir fyrst sem búðarskraut eftir stríðið. Þar sem smá lagni þurfti til að búa til krans þá var miklu auðveldara að kaupa þessi til- búnu ljós þegar þau komu. Bæði vora þau hand- hæg, nú og svo áttum við litlar hefðir eins og ég sagði. Þetta er nú sennilega ástæð- an. - Jæja Ámi, ég þakka þér fyrir þennan skemmti- lega fróðleik og kveð þig að sinni. Jú, vertu sæl. Verkalýðsleiðtoginn. ÉG ER eins og hver annar eftir- launamaður og hef ekkert fast starf. Einstaka sinnum gríp ég í að vinna einhver verkefni fyr- ir kunningjana. Annars hef ég það bara gott og les mikið og hlusta á tónlist," sagði Snorri Jónsson, verkalýðsleiðtogi um áratugaskeið og fyrrum forseti Alþýðusambands Islands. Snorri kvaðst eyða mörgum stundum í sumarbústað sínum í Mosfellssveit á sumram. „Þang- að sæki ég andlegt og líkamlegt þrek. Svo reynir maður auðvitað að hreyfa sig og fylgjast með eins og maður getur,“ sagði hann. Snorri var einn af stofnendum Félags eldri borgara í Reykjavík og formaður félagsins um tveggja ára skeið. Hann kvaðst þó lítið stunda félagsstarf þar eftir að hann lét af formennsku. „Við hitt- umst af og til, kunningjar frá því í gamla daga, til þess að halda okkur í formi í samræðulistinni, en að öðra leyti hef ég að mestu dregið mig út úr félagslífinu.“ Snorri hóf ungur afskipti af verkalýðsmálum. Hann varð ritari Félags jámiðnaðarmanna 1940 og formaður 1942. Hann var for- maður Málm- og skipasmíðasam- bandsins um nokkurra ára skeið og sat sat í miðstjóm Alþýðusam- bands íslands í 26 ár, frá árinu 1954, og var framkvæmdastjóri sambandsins í 20 ár. Hann varð varaforseti ASÍ 1972 og tók við forsetaembætti er Björn Jónsson HVAR ERU ÞAU NÚ? SNORRI JÓNSSON FYRRUM FORSETI ASÍ Eins og hver annareftir launamaður Snorri Jónsson kominn á eflirlaun. varð ráðherra 1973. Hann tók síðan aftur við forsetaembættinu af Bimi árið 1978 og gegndi því til ársins 1980. „Það var á ASÍ- þinginu 1980 sem ég hætti af- skiptum af verkalýðsmálum og upp frá því fór ég að draga mig út úr opinbera lífi, enda kominn á eftirlaun." Snorri sagði að margs væri að minnast frá árun- um i verkalýðsbaráttunni, en líklega væri verkfallið árið 1955 minnisstæðast. „Verkfallið stóð í sex vikur og það var mikil harka, en þá sömdum við um atvinnu- leysisbætumar, sem var mikill ávinningur fyrir vinnandi fólk,“ sagði hann. Hann sagði að það hefði verið talsvert mikil breyting að fara á eftirlaun og draga sig út úr opin- bera lífi. „Ég hafði nú búið mig svolítið undir þetta. Ég gerði mér Ijóst fyrirfram að þetta myndi verða talsvert mikil breyting og það tekur mann kannski um tvö ár að jafna sig á því. Þetta kemur aðallega fram í því að síminn hættir að hringja í sama mæli og áður og maður finnur að aðrir þurfa ekki eins á manni að halda og áður og það getur tekið svolít- inn tíma að sætta sig við það. En ég var búinn að búa mig und- ir þetta og það hjálpaði mér. Svo fór ég að starfa í Félagi eldri borgara og það dreifði huganum.“ Snorri kvaðst ekki vera farinn að huga að endurminningum sínum en neitaði þvi ekki að það hefði verið orðað við hann. „En mér finnst bara svo margt af þessu svo lítilfjörlegt sem verið er að gefa út að ég myndi hugsa mig vandlega um áður en ég léti hafa mig í slíkt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.