Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 EVA LUNA EFTIR ISABEL ALLENDE er saga af ógleymanlegu fólki, kostulegum uppátækjum þess, ástum og sorgum. Eva Luna missir ung móður sína, er þá komið fyrir hjá ókunnugum og lendir brátt í æsilegum atburðum í tengslum við stjórnmálabaráttu í heimalandinu. í þessari bók sitja frásagnargleðin, fyndnin og persónusköpunin í fyrirrúmi. BÖRN ARBATS EFTIR ANATOLI RYBAKOV er áhrifamikil skáldsaga um líf ungs fólks á myrku tímabili í sovéskri sögu, hugsjónir þess, ástir og fjötra. Eftir 20 ár var banni við útgáfu hennar aflétt í Sovétríkjunum og hefur hún síðan farið sigurför um heiminn. Höfundur er verðugur fulltrúi hinnar miklu rússnesku skáldsögu, sver sig í ætt við meistara hennar Dostojevskí og Tolstoj. og menning Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sfmi 15199-24240. UMHVERFISMÁL/Eru ný vibhorf í augsýn? Umhvetfismál á alþjóðavettvangi Þeim fjölgar ört sem láta sig umhverfismál varða bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Stjórnmálamenn eru sammála um að umhverfísmál verði meðal helstu verkefna stórþjóða jafiit sem hinna smærri í náinni framtíð og að þau muni í æ ríkara mæli vera á dagskrá þegar forystumenn þjóða hittast til að stilla saman strengi. En hver er staðan nú? Málin eru víðfeðm og erfitt að skilgreina þau í stuttu máli. Til að finna einhver svör er gott ráð að glugga í skýrsluna „Framtíðin okkar“ sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna af alþjóðlegri nefnd undir forystu Gro Harlem Brundtland. Skýrslan kom út árið 1987 og er tímamótaplagg að mörgu leyti. I henni er gerð grein fyrir vanda- málum á þessum vettvangi bæði meðal ríkra þjóða og fátækra. Menn eru sammála um að við lifum mikla umbrotatíma. Og á umbrotatímum skapast oft far- vegur fyrir nýjar hugmyndir- ný viðhorf og nýjar hugsjónir. Á síðustu áratugum hefur þekking á umhverfismálum aukist að mun, en þekking á eðli náttúrulögmála vegur auðvitað þyngst þegar um þau er fjallað. í fyrsta kafla fyrrnefndrar skýrslu er bent á smæð jarðarinnar í alheimsgeiminum og hversu hætt henni sé í höndum okkar. Lögð er áhersla á að hverri þjóð sé ekki nóg að hugsa um sína velferð. Taka þurfi líka tillit til hvaða áhrif at- hafnir hafi í víðara samhengi á aðrar þjóðir- önnur svæði- aðra heimshluta. Á þessu sviði er þörf áherslu- og viðhorfsbreytinga. Um leið er bent á mikilvægi þess að hinn alþjóðlegi fjármagnsmarkaður hafi umhverfissjónarmið að leiðar- ljósi þegar ákvarðanir eru teknar um framkvæmdir. Árið 1985 voru jarðarbúar 4.8 biljónir og fjölgaði það ár um 80 miljónir. Sjálfsagt hefur talan hækkað verulega síðan. Stöðugt er gengið á hinar náttúrulegu auðlind- ir jarðar til þess að uppfylla kröfur um betri lífskjör. Þessi öra fólks- ijölgun og ofnýting auðlindanna er aðkallandi vandamál. Fæðuöflun er meiri í heiminum nú en nokkru sinni í sögu mann- kyns, segir á einum stað í skýrsl- unni. Samt þjást um 73o miljónir manna af fæðuskorti.Það mál þarf að leysa. Varðveisla lífríkisins er undirstaða mannlífs á jörðinni. Víða er stjórnvöldum þetta ljóst. En hvernig á að koma þessarri stað- reynd til skila til þeirra þjóða sem láta sér þau mál sem vind um eyru þjóta? Orkuframleiðsla er nauðsynleg vegna daglegrar afkomu. Framtíðin veltur mjög á því að orkuöflun sé tryggð. Hvernig á að gera það án þess að umhverfinu sé stefnt í voða? Iðnaður er undirstöðuatriði efna- hagslífsins. Stefnt er að því að framleiðsla aukist með minni til- kostnaði. Það hlýtur að vera verk- efni þeirra þjóða sem betur eru sett- ar að aðstoða hinar. Hvernig verður það best gert? Bent er á að sjálfsákvörðunar- réttur ríkja í hefðbundnum skilningi kunni að raskast vegna þess að taka þurfi meira tillit til samstöðu þjóða í umhverfisverndarmálum, ekki hvað síst varðandi þau svæði sem lúta ekki neinum beinum yfirr- áðum, s.s. úthöfin og andrúmsloft- ið. Afvopnun er mjög á dagskrá á alþjóðavettvangi. Hvernig má flýta henni svo óhætt sé? Þá er augljóst þegar blaðað er í skýrslunni að víða er þörf á laga- breytingum og samræmingu lagaá- kvæða. Og þá vaknar spurningin: Hvar á að byija? í þessu plaggi er reynt að höfða til allra þjóða heims og um leið bent á samábyrgðina sem á mann- kyni hvílir varðandi umhverfismál. Brýnum spurningum er varpað fram að /rumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Á þeim vettvangi verður þeim ef til vill fyrst svarað - og ný viðhorf eru vonandi í augsýn. eftir Huldu Valtýsdóttur ítalskarflísar Og nú nýr frábær hreinsilögur sem gerir gömlu fúgurnar á milli flísanna sem nýjar. Hreint galdraverk! Erum flutt í Síðumúla 21, hornið á Selmúla og Síðumúla. Símar 39140-60. MARÁS Opið alla helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.