Morgunblaðið - 16.12.1989, Side 16

Morgunblaðið - 16.12.1989, Side 16
Tl 16 e8ei flaaMaaaa .ar AUOAaflAOUAJ QiQAiaauoflOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 Heilsárs hús Hef til sölu ein vönduðustu og fallegustu heilsárs hús, ásamt kjarri vöxnu landi, á einum besta stað á Suðurlandi. Stærð 48 m2 + 26 m2 stofa á efri hæð. Upplýsingar gefur Heimir Guðmundsson, byggingameislari, í síma 98-33893 eftir kl. 19.00. Að skattleggja erfíðleika fólks eftir Birgi ísleif Gunnarsson Vorið 1988 var samþykkt á Al- þingi að breyta úr sðluskatti yfir í virðisaukaskatt og var þá sam- þykktur allmikill lagabálkur um það m ál á Alþingi. Upphaflega átti skattheimta samkvæmt þessu nýja frumvarpi að koma til framkvæmda 1. júlí 1989, en var síðan frestað til 1. janúar 1990. Þrátt fyrir þennan lagabálk var ljóst að um allmörg atriði þyrfti að fjalla nánar og að Alþingi þyrfti að setja ítarlegri lög um virðisauka- skatt. Voru í nefndarálitum til- greind mjög mörg atriði sem fjalla skyldi nánar um og leggja fyrir Alþingi að nýju. Var fyrirhugað að sérstök nefnd skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka tæki til umfjöllun- ar þau áhorfsmál sem fjalla þyrfti um og fylgdist að öðru leyti með undirbúningi. Margt fer úrskeiðis Núverandi ríkisstjóm hefur lítið viljað sinna slíku samstarfi oer um- KORÐMAM8 Norðmannsþinur er jóla- tréö sem ekki fellir barrið. ÞEYIR Landsbyggðaþjónusta Sendum jólatré hvert á land sem er. Jólatrén okkar eru óvenjufalleg í ár. Komiö í jólaskóginn og veljiö jólatré viö bestu aöstæöur. Sjón er sögu ríkari. Ævintýraheimur fyrir börn á öllum aldri, Opió frá kl. 9-22 til jola Birgir ísleifúr Gunnarsson „Niðurstaðan verður afar ósanngjörn. Ein- staklingar í erfiðleikum verða aðalgreiðendur þessa skatts, en fyrir- tækin fá skattinn end- urgreiddan.“ rædd nefnd því lítið starfað. Það er í raun mikil ógæfa í þessu máli að það skuli hafa komið í hlut þessar- ar skattóðu ríkisstjórnar og þessa skattgráðuga fjármálaráðherra, sem nú situr, að hrinda virðisauka- löggjöfinni í framkvæmd. Það er þegar ljóst að margt mun fara úr- skeiðis í þeim efnum. Eitt atriði vil ég gera sértaklega að umtalsefni hér, en það er að leggja skuli fullan virðisaukaskatt (24,5%) á lögfræðiþjónustu. í ýms- um löndum í kringum okkur, sem tekið hafa upp virðisaukaskatt, er slík þjónusta undanþegin virðis- aukasaktti. Rök gegn skattlagn- ingu þessarar þjónustu er í megin- atriðum eftirfarandi: Lögfræðiþjónusta ísland á að heita réttarríki. Fólk leitar til lögmanna vegna þess að það þarf að leita réttar síns eða veija rétt sinn. Oft tekst að leysa slík mál án atbeina dómstóla. Mörg mál þurfa þó að fara fyrir dóm. Það er mjög óeðlilegt að leggja sérstakan skatt á þá viðleitni fólks að leita réttar síns. Það stríðir gegn hugmyndum okkar um réttarríkið. I annan stað má benda á að skattur þessi yrði að mestu leyti greiddur af einstaklingum sem að einhveiju leyti eru í vandræðum og því líklegt að hafi minna bolmagn en aðrir til að standa undir slíkum skatti. Fólk í hjónaskilnaði, menn í fjárhagsvandræðum sem fá á sig fjárkröfur af því þeir geta ekki stað- ið í skilum og erfingjar látinna eru dæmi um hópa sem þurfa að greiða þennan skatt. Fyrirtækin sleppa í þriðja lagi má benda á að það eru fyrst og fremst einstaklingar sem þurfa að bera þennan skatt. Stór hluti af viðskiptavinum lög- manna eru fyrirtæki af ýmsu tagi. Þau fá skattinn endurgreiddan samkvæmt reglum um skattupp- gjör. Fyrirtækin fá e'ndurgreiddan svonefndan innskatt, það er virðis- aúkaskatt m.a. af aðkeyptri þjón- ustu, en lögfræðikostnaður heyrir þar undir. Einstaklingarnir eru hins vegar síðasti hlekkur í þessari við- skiptakeðju og verða því sjálfir að bera sinn skatt. Niðurstaðan verður afar ósann- gjörn. Einstaklingar í erfiðleikum verða aðalgreiðendur þessa skatts, en fyrirtækin fá skattinn endur- greiddan. Auðvitað er þetta eitt málið af mörgum sem nauðsynlegt hefði verið að taka til yfirvegaðrar athugunar, eins og ætlast var til. Því hefur núverandi fjármálaráð- herra með öllu hafnað. ílöfumliw er einn af alþingismönnum Sjálfslæöisflokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. s 1 \ -I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.