Morgunblaðið - 16.12.1989, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 16.12.1989, Qupperneq 33
Ungur maður á hælinu lauk stúdentsprófi utanskóla, og hafði yfirlæknirinn hrósað honum um morguninn fyrir góða framkomu, en maður þessi var mjög reglusam- ur. Hælinu var lokað klukkan hálftíu, en þegar ungi maðurinn fagnaði próflokum, dróst heim- ferðin eitthvað á langinn. Aðal- heiður og stofufélagar hennar á nr. 4 voru gengnar til náða. Allt í einu heyrðist ijátlað við gluggann, sem sneri í vestur. Úti á skálaþakinu stendur ungur mað- ur náhvítur og baðar út höndum. Þær opna gluggann og hleypa honum inn og loka. Maðurinn var í miklu uppnámi, vingsar hand- leggjunum og tautar í sífellu: „Yfirlæknirinn, yfirlæknirinn." Loks gengur ein þeirra að glugg- anum, opnar hann, horfir niður og spyr: „Eru fleiri?“ „Já,“ var svarað nefmæltri röddu, sem hljómaði kunnuglega, „ég er ekki vanur að fara þessa leiðina inn í hælið.“ Helgi hafði stundum gaman af því að fara á leiksýningar, vildi helst sjá sígild íslensk leikrit eða revíur, tók hann þá fjölskylduna með og hló manna mest. Hann var mjög hrifinn af leik Lárusar Páls- sonar í Nitouche og fleiri verkum. Lárus hafði leikið á Herranótt Menntaskólans og hugðist gera Ieiklistina að ævistarfi. Honum gekk vel í skóla og virtust allir vegir færir. Fjölskyldunni fannst ekki lífvænlegt fyrir ungan mann að gerast Ieikari, og var Helgi fenginn til að tala um fyrir honum. Lárus lét sér ekki segjast þrátt fyrir miklar úrtölur. Loks benti Helgi honum á, að leikari þyrfti helst að vera fríður og föngulegur, og rétti honum spegil. Ungi maður- inn var ósveigjanlegur, en erfði þessar úrtölur aldrei við Helga. Lárus kom á jóladag, lék og söng fyrir fjölskylduna á Vífilsstöðum við mikla hrifningu og bauð Helga og föðursystur sinni á allar helstu sýningar sínar. Á síðustu árum Helga á Vífils- stöðum atti hann erfitt með að fara frá hælinu. Hann vildi helst ekki sleppa „kvöldstofugangin- um“. Hann fór því sjaldan á leik- sýningar, en var allra manna fegn- astur, ef Guðrúnu var boðið og hann fékk að vera heima. Helgi gaf sér þó oftast tíma til að sækja tvenns konar samkomur. Hann vildi ógjarnan missa af jólakaffi Hringskvenna á Hótel Borg, og hann fór oft á Bakkfirðingamót. Helgi var kjörinn heiðursfélagi Læknafélags íslands sumarið 1978. Um haustið hélt félagið ný- kjömum heiðursfélögum hóf í Domus Medica. Þangað fóru þau hjónin ásamt börnum sínum og mökum þeirra. Heiðursfélagarnir voru kallaðir fram, farið um þá viðurkenningarorðum fyrir árang- ursrík störf í þágu heilbrigðismála þjóðarinnar og þeim afhent heið- /TIGIk meiríháttar tryllitæki! Sænskur hágæðasleði með fjaðrandi stýris- skíði og öryggisbremsum. Þú getur sveigt, beygt og bremsað að vild. Stigasleðinn er niðsterkur og getur því líka borið bæði pabba og mömmu! MORGUlMiHÐIS)! LAUGA'RDAGUR jltfJ ÐESEMáBER ursskjöl. Þegar Helgi kom aftur í sæti sitt, tóku Guðrún og börnin honum opnum örmum. Margir lögðu leið sína að borðinu til að óska þeim til hamingju, og Guðrún svaraði öllum brosandi og glöð. Þegar fólkið fór að tínast burt, bað Guðrún mann sinn og börn að doka við, þar til flestir gestirnir væru farnir, hún gæti ekki stigið í fót. Allir undruðust svo snögg um- skipti. Hún hafði verið svo hress og kát í hófinu, en nú urðu afkom- endurnir að bera hana út í bíl og síðan heim. Áður en haldið var í hófið var mikill undirbúningur á Lynghagan- um. Fötin urðu að vera hrein og ve' burstuð og skórnir gljáandi. Guðrún prílaði upp í tröppu, teygði sig efst upp í skáp til að ná sér í lífstykki eða „korselett" eins og hún kallaði það. Henni varð fótas- kortur og hún féll á gólfið. Seinna kom í ljós, að Guðrún hafði rif- beinsbrotnað og brákast á hæl- beini. Hún lá mánuð á Landakoti, og Helgi heimsótti hana tvisvar á dag oftast fótgangandi. Þótt Helgi hefði látið af störfum, fylgdist hann vel með í sérgrein sinni. Hann kom oft á Lands- bókasafnið. Þar hitti hann gamlan vin sinn og skjólstæðing, Agnar Þórðarson rithöfund, sem var þar bókavörður, og spurði Heigi um líðan hans. „Helgi kom á morgn- ana,“ segir Agnar. „Hann var glað- legur í framkomu, oftast yfir- hafnarlaus, með trefil og berhöfð- aður. Hann var kvikur í spori, leit stundum í dagblöð, gekk aftast í salinn, þar sem læknatímarit lágu í hillum. Hann valdi sér tímarit, settist og las, en leitaði sjaldan til bókavarðanna. Helgi skrifaði hjá sér athugasemdir, sennilega heiti á greinum og tímaritum, sem hann vildi athuga nánar. Margir læknar og aðrir mennta- menn, sem hættir voru störfum, báðu um minningarit, ættartölur eða dagblöð frá fyrri árum og sökktu sér niður í ættfræðigrúsk.“ Agnar segir, að Helgi hafi skorið sig úr, því að hann leit aðeins í læknarit. „Hann var allur í fræði- grein sinni og því, sem var að ger- ast í læknavísindunum. Helgi var síungur og lifandi af áhuga. Þegar Helgi var á safninu, fannst mér allt vera gott, hann flutti með sér ró og æðruleysi,“ sagði þessi góði vinur hans. Helgi fór eitt sinn á slysavarð- stofu með konu sinni, og þótti Guðrúnu biðin æði löng. Hún spurði, hvort hann gæti ekki talað við læknana fyrir innan. Helgi færðist undan og Guðrún spurði, hvort hér væri komin önnur kyn- slóð, sem hann þekkti ekki. Maður hennar svaraði, að komin væri ekki aðeins næsta kynslóð, heldur þarnæsta kynslóð, og þau hjónin biðu áfram. Stýrisskíðið er með fjöðrum og sjálfupprúll- andi dragsnúru á sumum gerðum. Skíðin eru breið og stöðug og renna einstaklega vel. Öryggisgrindin er úr sænsku gæðastáli. Þræiöruggar hand og fót- bremsur. Varnargrind fyrir framan fætur úr sænsku stáli. Mér sérhönnuðum útbúnaði sveigir sleðinn og stöðvast strax ef þú missir hann. Allur sleðinn er hann- aður með öryggið í fyrirrúmi i sam- vinnu við fjölmarga barnasérfræði- nga. ÖRNINN Spítalastíg 8 vió Óóinstorg símar: 14661,26888
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.