Morgunblaðið - 16.12.1989, Síða 37
e 1MORGCNÐLAÐIÐ; IAUGARD AGUR '1B;.DESEMBER,1989
37
Áætlun um að opna lofthelgi ríkja
NATO og Varsjárbandalagsins:
Vilja tryggja eft-
irlit o g stuðla að
slökun á spennu
Á FUNDI utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins
(NATO), sem lauk í Brussel í gær, var samþykkt áætlun sem George
Bush Bandaríkjaforseti kynnti í maímánuði á þessu ári og fjallar um
opnun lofthelgi ríkja NATO og Varsjárbandalagsins til að unnt verði
að halda uppi eftirliti með hernaðarumsvifum i aðildarríkjunum 23.
Áætlunin, sem er mjög ítarleg, er birt sem sérstakur viðauki við lokaá-
lyktun ráðherrafundarins. Boðað hefur verið til ráðstefiiu um opnun
lofthelgi í febrúarmánuði í Ottawa í Kanada með fulltrúum rilqa
NATO og Varsjárbandalagsins.
Almennur tilgangur áætlunarinn-
ar um að opna lofthelgi er sá að
tryggja að unnt verði að halda uppi
eftirliti með hernaðarumsvifum á
landsvæði allra ríkja bandalaganna
tveggja m.a. til að sannreyna að
afvopnunarsáttmálar séu haldnir í
heiðri og til að stuðla að auknu
trausti og slökun á spennu í sam-
skiptum austurs og vesturs.
Gert er ráð fyrir að settur verði
áveðinn „kvóti“ fyrir hvert ríki er
kveði á um hámarksfjölda slíkra
eftirlitsferða á hvetjum ársfjórð-
ungi. Áætlunin tekur til allra land-
svæða ríkja NATO og Varsjárbanda-
lagsins í Evrópu, Asíu og Norður-
Ameríku og mun þannig einnig taka
til íslands. Tekið er fram að áætlun-
in geti komið að miklum notum við
framkvæmd eftirlits t.a.m. eftir að
samið hefur verið um niðurskurð
herafla og vígtóla í Evrópu (CFE-
viðræðumar), fækkun langdrægra
kjamorkuvopna (START-viðræðum-
ar) og um eyðingu efnavopna. Um
STA.RT- og CFE-viðræðurnar gildir
að risaveldin stefna að því að ljúka
gerð þeirra sáttmála á næsta ári og
fögnuðu utanríkisráðherrar NATO-
ríkjanna því sérstaklega í lokaálykt-
un fundarins.
í þeim lið áætlunarinnar sem fjall-
ar um framkvæmd hennar segir að
hvert aðildarríki geti ýmist annast
slík eftirlitsflug upp á eigin spýtur
eða í samstarfi við önnur ríki þess
bandalags er það tilheyrir. Sem fyrr
segir er gert ráð fyrir að ákvarðaðir
verði „kvótar“ fyrir hvert ríki, sem
kveði á um hámarksfjölda slíkra
eftirlitsferða og munu þeir fara eftir
stærð viðkomandi ríkis. Stefnt skuli
að því að heildarfjöldi eftirlitsferða
á vegum bandalaganna tveggja verði
nokkum veginn sá sami. Hvert ríki
skuldbindi sig til að heimila að
minnsta kosti eitt slíkt flug ársfjórð-
ungslega en tekið er fram að smærri
ríki geti tekið sig saman um að heim-
ila slík eftirlitsflug og jafnframt
staðið að þeim í sameiningu. Tekið
er fram að eftirlitsflugvélamar verði
að vera óvopnaðar og að óheimilt
verði að hafa hlerunarbúnað um
borð er numið geti dulmálssending-
ar.
í áætluninni er gert ráð fyrir því
að tilkynnt verði um slíkt eftirlitsflug
með 16 klukkustunda fyrirvara.
Fljúgi eftirlitsflugvélarnar ekki yfir
landsvæði er tilheyrir viðkomandi
ríki á leið til áfangastaðarins verður
fyrirvarinn styttri. Mun þetta ákvæði
þannnig samkvæmt þessu taka til
strandríkja. 24 klukkustundir mun
á hinn bóginn líða frá því eftirlits-
menn em komnir á staðinn og þar
til þeir taka til starfa og er þá m.a.
gert ráð fyrir að lögð verði fram
flugáætlun auk þess sem búnaður
flugvélanna verður skoðaður.
Reuter
Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands (t.v.),
ásamt Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakklands.
Tékkóslóvakía;
Rífíi girðingar meðfram
v-þýsku landamænmum
Prag. Reuter.
MIROSLAV Vacek, varnarmálaráðherra Tékkóslóvakíu, sagði í gær
að landamæragirðingar meðfi:am vestur-þýsku landamærunum
yrðu rifin á næstunni, herskylda yrði stytt og bundinn yrði endi á
ítök kommúnistaflokksins í hemum.
Vacek sagði að landamæragirð-
ingar meðfram vestur-þýsku
landamærunum hefðu ekki lengur
neina hernaðarlega þýðingu og því
yrðu þær rifnar. Sl. mánudag hófu
Tékkar að rífa girðingar meðfram
austurrísku landamærunum af
sömu ástæðu.
Ennfremur sagði Vacek að hann
hefði náð samkomulagi við Jiri
Dienstbier, utanríkisráðherra, um
að nær 5.000 sovéskir hermenn,
sem verið hefðu í landinu frá því
í innrás Varsjárbandalagshetjanna
í Tékkóslóvakíu 1968, yrðu sendir
heim.
Að sögn Vaceks hefur verið
ákveðið að stytta herskyldu úr
tveimur árum í eitt og hálft frá
næstu áramótum. Verulega verður
dregið úr æfingum hers- og vara-
liðs, sem fyrirhugaðar voru á
næsta ári og peningar, sem við það
sparast, notaðirtil umhverfismála.
• 4 4*. tj," „ ,,
cfnitvS
Skáldsögurnar Fyrirheitna landið og,Náttvíg hafa hlotið stórkostlegar
viðtökur: Báðar eru þær tilnefndar til Islensku bókmenntaverðlaunanna
og blaðadómar hafa verið lofsamlegir:
FYRIRHEITNA LANDIÐ EFTIR EINAR KÁRASON:
„Óneitanlega smitar hún lesandann, krækir í hann. Sagt er frá mörgu fáránlegu þannig
að sá sem hér ritar varð að taka sér pásur til að hlæja upphátt."
(Ingi BogiBogason, Morgunblaðinu.)
„..bæði er hún bráðskemmtileg aflestrar í stöðugum skopstælingum á hverskyns
sýndarmennsku, og höfðarjafnframt djúpttil lesenda, vekur þátil umhugsunar. Þetta er
vönduð bók og margbrotin saga.“ (Örn Ólafsson, DV.)
NÁTTVÍG EFTIR THOR VILHJÁLMSSON:
„Kannski er kjarni málsins og styrkur bókarinnar að sagan heldur áfram. Inn í vitundina
og vex þar. (Jóhanna Kristjónsdóttir, Morgunblaðinu)
„Þetta er í stuttu máli mögnuð saga og skemmtileg aflestrar." (Örn Ólafsson, DV.)
MallMlog menning
■ ■ I ÞJÓÐBRAUT HEIMSBÓKMENNTANNA
Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.
VIII MAJMSNt >N