Morgunblaðið - 16.12.1989, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 16.12.1989, Qupperneq 62
62 Bókaflokkurinn „Aldnirhafa Má oröiö' ‘ varöveitir hinar merkileg- IS ustu frásagnir eldra fólks af at- W{ burðum löngu liðinna ára og um \ það sjálft, atvinnuhættina, siðvenjumar og bregður upp myndum af þjóðlífinu, örum breytingum og stórstígum framförum, þótt ekki sé um samfelldar ævisögur að ræða. Þau sem segja frá eru: Bjami Jóhannesson, Einar Malmquist, Eiríkur Bjömsson, Guðný Pétursdóttir, Ketill Þórisson, Þorsteinn Guðmundsson og Þórður Oddsson. Þetta er síðasta bókin í þessum þekkta bókaflokki. «•***' Brellur og bemskuminningar Bjössa bomm, höfundur: Bjöm Jónsson, læknir. Margir þekkja höfundinn undir nafninu Bjössi bomm. í bókinni lýsir Bjössi bemskuárum sínum og bommertum á Sauðárkróki, bæ alsælu og sólskins. Bjössi bomm er ærslafullur drengur, og uppátækin hans sum ótrú- m leg, sumir myndu kannske segja hneykslanlega. Bjössi lýsir þeim og dregur ekkert undan. Jóhannes Geir listmálari bróðir höfundarins mynd- skreytti bókina. M Mannlíf þessarar bókar er óvenju auðugt. Lesandinn kynnist fyrst þrem afbragðsskáldum, þeim Heiðreki Guðmundssyni, Ólafi Jóhanni Sigurðssyni og Þorsteini Valdimarssyni. Þá koma vísinda- mennimir Dr. Símori Jóh. Ágústsson, Bjöm Magnús- son prófessor og Dr. Sigurður Sigurðsson, fyrrv. berkla- yfirlæknir. Aðrir eru Guðrún j E. Jónsdóttir frá Reykja- I hlíð og Jóhanna Bjöms- m dóttir í Kópavogi, Jij Eiríkur Guðmundsson frá || i Dröngum, Jóhann Péturs- / son, vitavörður, Skjöldur , Eiríksson, fyrrv. skóla- f í stjóri og Þórir Daníels- I: / son fyrrum ritstjóri. t' ■ jSkjaldborg Ármúla 23-108 Reykjavík Símar: 67 24 00 67 24 01 í 315 99 I FRÓÐLEGIR MANNLÍFSÞÆTTIR Minning: Sigrún Jóhannes- dóttir í Höfða Fædd 18. júlí 1892 Dáin 1. desember 1989 Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt ðllum mönnum. Drottinn er í nánd. Þessi hugljúfu og hvetjandi orð Ritningarinnar koma í huga minn nú, er ég hugsa til okkar kæru Sigrúnar í Höfða. Þau munu hafa mótað hana. Vinur úr „hópnum okkar“ hringdi að kvöldi 7. þ.m., til að láta vita um andlát hennar að morgni þess sama dags á hjúk- runarheimili á Akureyri. Andláts- fregn þessarar góðu og glaðsinna 97 ára gömlu vinkonu átti ekki að koma að óvörum — og þó, nú þegar allmargir landar okkar — sérstaklega konur — ná 100 ára aldrinum og rúmlega það. Ég hafði boðað Sigrúnu heimsókn í Höfða á 100 ára afmæli hennar eins og á 90 ára afmælinu, er við, nokkur hópur vina hennar hér syðra, tókum okkur upp og héldum norður í Eyjafjörð og áttum ógleymanlegar stundir með henni og fjölskyldu hennar í Höfða. En nú hefur Sigrún kvatt, með kyrrlátum hætti fjöl- skylduna sína fjölmennu og vina- hópinn stóra. Hún heyrði og hlýddi nú kailinu, sem við sungum saman um á stund óvissu í Landinu helga fyrir rúmum 22 árum: „ .. .oss þá kallar heim til hallar himna Guð, er lúður gjallar." (Sandell/Fr.Fr.) Minningar, Sigrúnu tengdar, frá vorinu 1967 og síðan, hafa ekki daprast. Fjölmargar myndir frá þessu tímabili rifja upp margvíslega atburði, sem nú heyra sögunni til. — Það var hress og eftirvænting- arfullur hópur, sem á vegum Sunnu, undir fararstjórn sr. Franks M. Halldórssonar, lagði í maímán- uði upp í för — sem reyndist í meira lagi söguleg — til Grikklands og Mið-Austurianda. Þegar við stig- um úr flugvélinni út í heita kvöld- goluna á flugvellinum við Aþenu, veitti ég fyrst athygli konu í okkar hópi á íslenskum búningi, spengi- legri og með hýrar brár. Ég spurð- ist fyrir um hana. Jú, þetta var hún Sigrún í Höfða í fyrstu utanförinni í boði barna sinna og tengdabarna í tilefni af 75 ára afmælinu. Það áttu fleiri en ég eftir að snúa sér við og virða fyrir sér þessa eftir- tektarverðu ferðakonu. Er við næsta -dag stóðum á Akropolis og virtum fyrir okkur hinar miklu minjar fornaldarinnar, þá gekk framhjá okkur hópur presta grísku kirkjunnar, skeggprúðir og virðu- legir. Ágæt mynd sýnir að þeir ætluðu alveg úr hálsliðum, er þeir störðu á Sigrúnu okkar í hinum klæðilega íslenska búningi. Svipuð atvik áttu eftir að endurtaka sig á hinni viðburðaríku ferð um löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins. — Á Áresarhæð í Aþenu las sr. Frank fyrir okkur ræðu þá er Páll postuli flutti á þeim stað yfir Aþeningum (Post. 17,22-34). Ég sá að Sigrún, er sat þarna á klöpp mitt á meðal okkar, hlustaði með athygli á þessa djörfu ræðu. Frá Aþenu flugum við til Beirút í Libanon, en þar varð alllöng bið á flugvellinum eftir heimamönnum, sem leiðbeina áttu okkur þar í landi. Þeir höfðu bókstaflega gefið okkur upp á bátinn, eins og alla aðra ferðamannahópa, sem hætt höfðu við heimsóknir á þessar slóð- ir vegna hættu á stríði milli ísrael og Egyptalands Nassers. En þegar Líbanir áttuðu sig á að hópurinn frá íslandi var mættur óttalaus, þá var honum innilega fagnað. Á send- inni sjávarströndinni skammt frá Beirút óðum við Sigrún saman út í Miðjarðarhafið til að heilsa vel upp á það og svala sveittum fótum. Og frábær er myndin af Höfða- freyjunni uppi í Líbanonsfjöllum, þar sem við stönsuðum nálægt svörtu tjaldi bedúína, þar sem koll- ótt og dindilmikið sauðfé reyndi að kroppa grös í landi, þar sem þistlar uxu fyrst og fremst. Sigrún varð fjarræn á svipinn á þessum stað og trúlega hefur hún í huganum verið að bera hann saman við hinn græna og grösuga Eyjafjörð og metið sinn hlut góðan. Éinn daginn var skroppið frá Líbanon yfir til Damaskus í Sýrlandi. Þar gekk Sigrún með okkur glöð á svip um stræti það, sem kallast Hið beina, og í hús Júdasar, þar sem Sál (Páll) baðst forðum fyrir og beið Ánaníasar, sem sendur var til að gefa_ honum sjónina aftur (Post. 9). Ósnortin komum við ekki frá þessum stað. Frá Beirút héldum Minning: Ofeigur Jónsson, Vatnagerði Fæddur 18.' febrúar 1915 Dáinn 7. desember 1989 Söknuður grípur huga manns, þegar frétt berst af andláti vinar og samstarfsmanns. Lífsgöngu Ófeigs Jónssonar er lokið eftir langa sjúkralegu og baráttu við sjúkdóm sem ekki varð læknaður. Sjúkdómi sínum tók Ófeigur með hinni mestu sálarró, beið þolinmóður síns skapadægurs. Ófeigur Jónsson fæddist í Vatna- garði í landsveit 18. febrúar 1915. Foreldrar hans voru Guðfinna Þórð- ardóttir frá Gröf í Hrunamanna- hreppi og Jón Ófeigsson frá Næfur- holti í Rangárvallahreppi. Þau hófu búskap í Næfurholti en fluttust að Vatnagarði 1912. Bjuggu þar til 1944, hættu þá búskap og fluttust til Reykjavíkur. Þau eignuðust fjögur börn. Elst- ur af börnum þeirra var Óskar Níls, sem fórst þriggja ára gamall þegar bæjarhúsin í Næfurholti hrundu í jarðskjálftunum í maí 1912. Eftirlifandi enj: Óskar kenn- ari á Laugarvatni, giftur Eygló Þórðardóttur frá Vatnsnesi í Grímsnesi, synir þeirra eru Jón Guðni verkfræðingur og Þórður læknir; og yngst systkinanna Þóra Guðrún. Dóttir hennar er Brynhild- ur Gísladóttur. Hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Islands, gerðist síðan kennari við Myndlista- skóla Reykjavíkur. Vinnur nú á teiknistofu hjá Prentsmiðjunni Odda. Sambýlismaður hennar er Þormar Ingimarsson. Ófeigur giftist ekki. Hann eign- aðist dóttur, Laufeyju að nafni. Hún er félagsfræðingur og stundar nú framhaldsnám í Svíþjóð. Dóttir hennar er Ásdís Kristinsdóttir. Móð- ir Laufeyjar er Bjarnveig Andrés- dóttir. Öfeigur sýndi dóttur sinni mikla umhyggju og gladdist yfir námsframa hennar. Ófeigur og Þóra Guðrún héldu heimili saman í Stórholti 26 í Reykjavík; þau- önnuðust aldraða foreldra sína meðan þau lifðu. Mjög kært var með Ófeigi og Brynhildi systurdóttur hans, sem ólst upp hjá þeim systkinum. Öll voru þau systkin mjög samrýnd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.