Morgunblaðið - 16.12.1989, Page 65

Morgunblaðið - 16.12.1989, Page 65
65 Minning: Helgi Axelsson Fæddur 9. febrúar 1923 Dáinn 9. desember 1989 Eins og dágur fylgir nóttu og sumar fylgir vetri, þá var vinur okkar Helgi bóndi í Valdarási árviss fastur punktur í tilveru okkar í all- mörg síðustu ár. Þegar við sumarbú- staðarfólkið á Hrísum í Víðidal í Húnaþingi fórum að huga að vor- verkum okkar að liðnum vetri, var eftirvæntingin ávallt mikil. „Hvern- ig kæmi gróður undan vetri?“ „Hvernig skyldi sauðburðurinn ganga?“ „Hvernig ætli vorverkin gangi hjá bændum?“ Síðast en ekki síst: „Hvað ætli sé að frétta hjá Helga?“ „Helgi hlýtur að fara að láta sjá sig.“ Vorið var ekki komið og annir gátu ekki almðpnilega haf- ist fyrr en Helgi vinur okkar í Vald- arási var búinn að heilsa upp á okk- ur. Þegar hann renndi í hlað og heilsaði okkur með sínu hlýja við- móti og sterku handtaki var fyrst hægt að segja að vor væri gengið í garð. Var þá undantekningarlaust öllum verkum frestað um sinn. Sest var inn, hellt upp á könnuna og spurt frétta. Lágu menn þá ekki á liði sínu, spjallað var um heima og geima og farið í loftköstum yfir helstu dægurmál og stjórnmál líðandi stundar. Helgi var allt í senn málfylgjumaður, samkvæmur sjálf- um sér, traustur, hlýr og skemmti- legur og höfðingi heim að sækja. Hann fylgdist vel með, var vel heima í stjórnmálum og ótrúlega minnug- ur. Margoft urðum við að láta í minni pokann í þeim umræðum sem spunnust. í hugum okkar var Helgi tryggðartröll, þrautseigur og sterk- ur og samofinn tilveru okkar og búskap fyrir norðan. Af kynnum okkar við hann urðum við öll miklu ríkari. Blessuð sé minning góðs vinar. Eiginkonu, syni, fósturdóttur og fjölskyldu hans allri sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Pétursdóttir, Sigríður Friðriksdóttir, Bjarni Ásgeirsson, Hafdís Rúnarsdóttir og Karl Frið- riksson. Leitaði ég í minni mér að minnisverðum línum, en nógu góð þér engin er af öllum kveðjum mínum. (Stephan G. Steph.) í dag fer fram frá Víðidalstungu- kirkju útför Helga Axelssonar, bónda, Ytri-Valdarási, Þorkelshóla- hreppi. Helgi fæddist að Valdarási, næst elstur fjögurra bræðra. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmundsdóttir frá Hvarfi í Víðidal og Axel Guð- mundsson frá Aðalbreið í Miðfirði. Bræður Helga eru: Guðmundur, bóndi, Syðri-Valdarási, sambýlis- kona hans er Hulda Ragnarsdóttir, Skúli, bóndi, Bergstöðum, Miðfirði, eiginkona hans er Árný Kristófers- dóttir, og Benedikt, bóndi, Miðhópi, yíðidal, eiginkona hans er Elínborg Ólafsdóttir. Valdarás var gert að tvíbýli 1922 og keyptu Guðrún og Axel Syðri- Valdarás og hófu þar búskap. Það var svo 1943 að bræðurnir Guð- mundur og Helgi keyptu Ytri-Vald- arás og hafa búið þar síðan. Helgi í Valdarási, eins og hann var oftast kallaður, var maður mik- ill vexti, rammur að afli og svip- mikill. Það sem einkenndi hann öðr- um mönnum fremur var hin létta lundi, góðlegi og drengilegi svipur sem geislaði af andliti hans. Öll framkoma Helga við menn og skepnur var ljúf og umvafin hjarta- hlýju. Hægt er að segja með sanni um Helga, þegar hann heilsaði sér- hverjum manni fyrsta sinni, með sínu þétta handtaki, þá hafði af hans hálfu verið stofnað til ævilangr- ar vináttu. Kynni okkar Helga hófust árið 1954, þegar ég kom í Valdarás, til þess að vera snúningastrákur hjá foreldrum hans. Þarna bjó Axel fé- lagsbúi með þremur sonum sínum. Mikil uppbygging átti sér stað í Valdarási þetta sumar og næstu ár á eftir, eins og víðast í sveitum V- Húnavatnssýslu. Torfbæir og gripahús úr torfi, voru sem óðast að víkja fyrir nýjum steinsteyptum byggingum og ásjóna sýslunnar að breytast úr kotbýlum í stórbýli. Þetta voru ánægjulegir tímar til sveita. Bjartsýni og fram- farahugur hjá hveijum einstaklingi sem maður talaði við. Stórfjölskyldan í Valdarási var einstaklega barngóð, það fann ég strax. Ekkert kynslóðabil var til á þeim bæ. Bræðurnir Helgi og Bene- dikt voru einhleypir á þessum árum og var aldursmunur nær tíu ár á milli okkar þriggja. Ekki varð þess vart við störf eða skemmtan. Snún- ingastrákurinn skyldi ávallt fá að taka þátt í öllu sem þeir bræður tóku sér fyrir hendur. Er hægt að óska sér betra hlutskiptis en að deila vináttu með slíku fólki. Helgi varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast og síðan giftast sæmdarkonunni Elísabetu Vigfús- dóttur frá Norðfirði. Þau eignuðust einn son, Axel Sigurð, sem kvæntur er Kristínu Hilmarsdóttur. Elísabet átti miklu barnaláni að fagna og átti sex börn með fyrri manni sínum. Helgi reyndist börnum hennar hinn besti drengur. Um lengri eða skemmri tíma dvöldu börn Elísabetar á heimili þeirra og síðar tóku þau að sér að fóstra tvö dóttur- börn Elísabetar. Alla tíð hefur mátt sjá, hvað Helgi vað vinsæll og í há- vegum hafður hjá börnum, barna- börnum og ættingjum konu sinnar. Ekki verða rakin störf Helga að félagsmálum. Engin voru þau störf til í sveitarfélaginu sem Helgi, bræð- ur hans og faðir tóku ekki þátt í. Helgi var mikill samvinnumaður og Svanur Steindórsson prentari - Minning Fæddur 10. nóvember 1919 Dáinn 30. nóvember 1989 Svanur fæddist í Reykjavík. For- eldrar hans voru Steindór Pálsson, sjómaður (f. 17.10. 1885, d. 24.3. 1945) og Sólrún Jónsdóttir (f. 14.1. 1897). Að loknu barnaprófi stundaði hann nám við Héraðsskólann í Reyk- holti, Borgarfirði. Skömmu seinna hóf hann prentnám í Alþýðuprent- smiðjunni í Reykjavík eða þann 4. nóvember 1935, tók sveinsþróf í prentun 4. júní 1945. Hóf starf 12. ágúst 1945 í Félagsprentsmiðjunni og vann hann aðallega við að prenta Dagblaðið Vísi, Fijálsa þjóð. Oft fór Svanur yfir götuna úr Félagsprent- smiðjunni sem var þá í Ingólfsstræti 1A og prentaði Alþýðublaðið og um tveggja mánaða skeið prentaði hann öll morgunblöðin nema Morgun- blaðið og svo síðdegis Vísi. Þetta hefði ekki hver sem er leikið eftir honum. Árið 1962 hætti Vísir hjá Félags- prentsmiðjunni, en Svanur starfaði þar áfram og síðar vann hann hjá Anilínprent hf., dótturfyrirtæki prentsmiðjunnar, og var hann þar verkstjóri um árabil. Síðar vann hann hjá Formprenti. Hann var vinsæll meðal sam- starfsmanna sinna vegna óvenju- legrar kímni sinnar og kátínu því hann var auk þess að vera kapps- fullur og sívinnandi starfsmaður allt- af í góðu skapi og hafði góð áhrif á umhverfi sitt. Hann var allra manna trygglyndastur og sýndi það á marga lund. Nýlega átti hann 70 ára afmæli sem hann hélt upp á 11. nóvember á Vífilsstöðum en þa_r hafði hann dvalið vegna sjúkleika. Á afmælinu var hann umkringdur vin- um og vandamönnum sem hann naut í ríkum mæli og átti ég ekki von á að þetta yrði í síðasta skiptið sem ég hefði þá ánægju að vera samvistum við hann. Hann kvæntist Huldu Karlsdóttur 10. nóvember 1943 en hún er látin. Þau eignuðust tvö börn, Þóri prent- ara (hjá Morgunblaðinu), f. 15. maí 1944, og Svanhildi læknaritara, Höfn, Homafirði, f. 28. mars 1947. Samstarfsmenn og stjórn Félags- prentsmiðjunnar votta eftirlifandi ættingjum virðingu sína og samúð við andlát þessa góðs drengs. Konráð R. Bjarnason Ég vil með þessum fáu línum kveðja vin minn, Svan Steindórsson, prentara, sem ég kynntist fyrst, þegar ég hóf störf, ungur drengur, sem sendisveinn í Félagsprentsmiðj- unni árið 1952. Það var ekki erfitt að ná til Svans, hann var glaður og kátur maður, sem gott var að um- gangast. Nokkrum árum seinna þegar ég bytjaði að læra prentverk í sama fyrirtæki, kynntist ég dugnaðarfork- inum Svani, sem stjórnaði prentvél þeirri í tæp 20 ár, er dagblaðið Vísir var prentaður í. Það var blýprent- vél, stór og hávaðasöm, sem mjög erfitt var að vinna við. Hann stjórn- aði þeirri vél af slíkri snilli og þraut- seigju að með ólíkindum var. ■---------- Þrátt fyrir víndrykkju fataðist honum aldrei stjórnun vélarinnar, né tafðist útgáfa Vísis, enda 'var hann stundum kallaður „Vísismað- urinn“. Auk þess sá hann um prent- un vikublaðsins Fijálsrar þjóðar á hveiju fimmtudagskvöldi, allan líftíma þess blaðs, 6-8 ár. Tímann prentaði hann í 4-5 mánuði samfellt um áramótin 1960-61, þegar verið var að breyta því blaði; einnig var til hans leitað hjá Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum eftir aðstoð. Á þeim árum þegar blöðin voru prentuð í blýi, var Svanur Stein- dórsson ómissandi. Allan sinn starfs- tíma í Félagsprentsmiðjunni og Formprenti, en þar hóf hann störf 1974, var hann góður drengur og friðsamur við alla menn. Ég votta aðstandendum samúð mína og geymi vel minninguna um hann. Kristinn Jónsson lagði sitt af mörkum til þeirrar há- leitu hugsjónar. Einnig var hann góður „ræktunarmaður", en á máli búvísindanna er þetta orð aðeins notað yfir góða fagmenn í land- búnaði. Að leiðarlokum vil ég og fjölskylda mín færa fjölskyldu Helga Áxelsson- ar og aðstandendum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hannes G. Thorarensen Mig langar til að kveðja hann afa minn og segja nokkur orð um hversu góður afi hann var. Þegar pabbi minn sagði mér að hann elsku afi minn í sveitinni væri dáinn og kominn til Guðs fór ég að hágráta. Þetta var svo skrýtið því við pabbi og Fannar litli bróðir minn vorum nýbúnir að taka á móti honum þar sem hann kom með sjúkrabíl að norðan. Þá hafði hann verið svo hress og engum gat dottið það í hug að Guð væri alaveg að fara að kalla hann til sín. Ég og hann afi minn sem alltaf var mér svo góður, vorum góðir vin- ir þó svo að við höfðum ekki fengið að þekkjast lengi eða aðeins mín 5 ár. Það var alltaf svo gaman að koma í sveitina til afa og ömmu og allra dýranna sem afi og ég áttum sam- an, en afi hafði sagt að ég mætti eiga hundinn Týra og köttinn Rósa (en það var uppáhaldið hans afa) með sér. Ég hafði mestar áhyggjur af því þegar ég fékk fréttina, hvað um dýrin hans afa yrði. Ég sagði mömu að nú yrðum við að fara og hugsa um þau, enda var afi búinn að kenna mér þetta allt saman á þeim ófáu stundum sem við áttum saman. Siðastliðið haust fékk ég í fyrsta sinn að fara aleinn í sveitina. Ég fékk að vera í viku sem leið allt of fljótt, en í þessari viku gleymi ég sennilega aldrei. Við afi vorum mik- ið saman þessa viku, fórum t.d. 1 sund og í heimsóknir og mér fannst alveg ofsalega gaman, enda langaði mig ekkert heim. En afi sagði að ég kæmi bara seinna og það var svo ákveðið að ég fengi að koma næsta sumar og vera lengi. Ég hlakkaði svo til næsta sumars. Mér fínnst svo leiðinlegt að úr því getur ekki orðið, það hefði orðið svo gaman hjá okkur. Mér fannst alltaf gott að kúra hjá afa fyrir framan sjónvarpið á kvöldin eftir langan vinnudag og yfirleitt sofnuðum við báðir. ^ Ég ætla að skila kveðju frá Fann-"" ari Frey, hann er svo lítill að hann skilur þetta ekki og það er leiðinlegt að hann hafi ekki fengið tækifæri til að kynnast afa eins og ég, en ég segi honum frá afa þegar hann stækkar. Ég mun alltaf muna þennan stutta tíma sem okkur afa var ætlaður saman, og afa sem var áreiðanlega sterkasti og besti afi í heimi. Eg vona að afi hafi hitt Týra og alla vini sína hjá Guði. Og elsku Guð viltu geyma hann afa minn fyrir okkur sem eftir erum, og segja að við hugsum um ömmu fyrir hann. Ég bið góðan Guð að styrkja ömmu, pabba minn og alla hans virá og ættingja í sorg sinni. Hilmar Helgi + Eiginmaður minn, ÞORLÁKUR GUÐMUNDSSON, Sólheimum 25, lést miðvikudaginn 13. desember. Ingibjörg Guðmundsson. t Móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRUNN KVARAN, er látin. Útför verður fimmtudaginn 21. desember kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Ragnheiður Hafstað Sigurður Hafstað, Clara Kvaran, Einar R. Kvaran. Matthildur Björnson, ión Björnson. + Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARGMUNDUR JÓNSSON frá Stykkishólmi, Suðurhólum 2, sem andaðist í Landspítalanum 10. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. desember kl. 13.30. Jensína Óskarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa, sonar, bróður og mágs, VIÐARS HJALTASONAR vélsmiðs, Heiðarhrauni 9, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-5, Borgarspftalanum, fyrir góða hjúkrun. Sigrún Kjartansdóttir, Ólöf Guðrún Viðarsdóttir, Andrés Ari Óttósson, Laufey Viðarsdóttir, Kjartan Viðarsson, Viðar Andrésson, Guðrún Erlendsdóttir, Kristin Hjaltadóttir, Björn Leósson, Hjalti Jónsson, Þorkell Árnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.