Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 14
81
Í4
H n 8AUKAI .8 iK'HACJ'/lYíi M QK AIJKÖÍM ÖlW
-----MORGUNBLAÐIÐ- MÍÐVIKUÐAOUR- S: JANUAR-1990
Sinfóníuhljómsveit æskunnar.
Tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar æskunnar
Opið bréf
— til Kristínar Jóhannesdóttur, Þorsteins
Jónssonar og Hraftis Gunnlaugssonar
— frá Svavari Gestssyni
Sem stendur heldur Sinfóníu-
hljómsveit æskunnar hljómsveit-
amámskeið í Hagaskóla. Þar
koma saman um 80 tónlistarnem-
endur víðsvegar að af landinu
og æfa saman í fullskipaðri sin-
fóníuhljómsveit næstu tíu dag-
ana.
Á námskeiðinu er verið að æfa
Pellias & Melisande eftir Schönberg
og er Paul Zukofsky aðalstjórnandi
hljómsveitarinnar nú sem endra-
nær. Námskeiðinu lýkur með tón-
leikum í Háskólabíói, sunnudaginn
7. janúar kl. 14.
Forsala aðgöngumiða er í Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar.
í opnu bréfi til Páls Skúlasonar
formanns stjórnar Menningarsjóðs
útvarpsstöðva kemur fram eftirfar-
andi:
„Jafnframt hafði menntamálaráð-
herra lofað á fundi með stjóm kvik-
myndasjóðs að ef aðeins þyrfti reglu-
gerðarbreytingu skyldi hann sjá til
þess að sjóðurinn nýttist sjálfstæðum
íslenskum kvikmyndagerðarmönn-
um. Eftir að ráðuneytisstjóri mennta-
málaráðuneytisins hafði kynnt sér
málið kom í ljós að hægt var að
breyta reglugerðinni þannig að sjóð-
urinn nýttist sjálfstæðri kvikmynda-
gerð. Um leið og þetta upplýstist,
gleymdi menntamálaráðherra loforði
sínu.“
Ekki veit ég hvað þessi athuga-
semd á að þýða en mér er augljós-
lega ætlaður boðskapurinn og því
svara ég fyrir mig með opnu bréfi.
1. Strax og það lá fyrir að breyta
mætti sjóðsreglunum að þessu leyti
með reglugerð ræddi ég það við
formann stjómar Menningarsjóðsins.
Hann mæltist undan reglugerðar-
breytingu á þeirri forsendu að unnið
væri að uppgjöri á sjóðnum aftur í
tímann meðal annars vanskilum út-
varpsstöðva. Taldi hann rangt að
breyta reglugerð fyrr en uppgjör
lægi fyrir. Ég féllst á þetta sjónar-
mið enda virtist þá skammt í að
unnt yrði að knýja stöðvarnar til
uppgjörs. Því miður var þessi bjart-
sýni ekki á rökum reist eins og ykk-
ur er kunnugt.
2. Kvikmyndagerðarmenn hafa
komið ítrekað á minn fund í ráðu-
neytinu til þess að fjalla um kvik-
myndagerðina í landinu. Höfum við
meðal annars rætt um aðgang
íslenskra kvikmyndagerðarmanna að
erlendum sjóðum sem kvikmynda-
gerðarmenn hafa fagnað. Við höfum
rætt um nauðsyn þess að virðisauka-
skattur verði ekki lagður á íslenskar
kvikmyndir, en samkvæmt gildandi
lögum er söluskattur lagður á íslen-
skar kvikmyndir þó enginn hafi
rukkað enn fyrir þær og verður von-
andi aldrei gert. Kvikmyndagerðar-
menn hafa fagnað niðurstöðum sem
Svavar Gestsson
„ Yið erum sammála um
að framlagið í sjóðinn
er mörg ljósár frá þeim
veruleika sem verður
að takast á við.“
fyrir liggja í þessu efni. í þriðja lagi
höfum við rætt um kvikmyndasjóð
og stöðu hans á árinu 1990. Við
erum sammála um að framlagið í
sjóðinn er mörg ljósár frá þeim veru-
leika sem verður að takast á við.
Kvikmyndirnar eru svo mikilvægur
þáttur íslenskrar menningarsköpun-
ar að það er með öllu fráleitt að búa
við kvikmyndasjóðinn í þessu formi
áfram. Þess vegna verður að hefna
þess á öðrum vettvangi sem hallaðist
á kvikmyndasjóðinn við afgreiðslu
fjárlaga og við ætlum að gera það.
í fjórða lagi höfum við rætt um
framtíðarskipan kvikmyndasjóðsins
og það augljósa ranglæti sem felst
í því að kvikmyndamenn hafa orðið
að hætta öllum eigum sínum — og
hafa oft misst þær — meðan aðrir
framleiðendur hér á landi búa við
þær aðstæður að geta jafnvel leitað
ríkisábyrgðar fyrir framleiðslulánum
sínum.
Allt þetta höfum við rætt. Hafi
ráðherrann verið gleyminn sem hann
er ekki þó hann segi sjálfur frá þá
hefðu fundarmenn haft ótal tækifæri
til þess að hrista upp í undirrituðum.
Það að höfundar hins opna bréfs
kjósa heldur að senda frá sér athuga-
semdir í bréfi til Páls Skúlasonar er
lítt skiljanlegt. Og þessi svargrein
er ekki til þess skrifuð að biðja um
skýringar. En hún er svar.
Höfundurer
menntamálaráðherra.
Neftid end-
urskoðar
áfengisvamir
Heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, Guðmundur Bjarnason,
hefiir í samráði við dóms- og
kirkjumálaráðherra, Óla Þ. Guð-
bjartsson, Áfengisvarnaráð og
landlækni skipað nefnd, sem feng-
ið er það hlutverk að endurskoða
þau ákvæði áfcngislaga nr.
82/1969, með síðari breytingum,
sem snerta áfengisvarnir, og lög
nr. 39/1964, um meðferð ölvaðra
manna og drykkjusjúkra, með það
fyrir augum að steypa ákvæðuni
þessara laga saman í ein lög,
áfengisvarnalög. Er nefndinni ætl-
að að hafa samráð við þá aðila er
vinna að áfengisvörnum, s.s.
Áfengisvarnaráð, áfengisdeild
ríkisspítalanna og Samband
áhugamanna um áfengisvanda-
málið.
I nefndinni eiga sæti: Ingimar Sig-
urðsson, skrifstofustjóri, formaður,
Hrafn Pálsson, deildarstjóri, ritari,
Níels Árni Lund, deildarstjóri, Sig-
mundur Sigfússon, geðlæknir, til-
nefndur af landlækni, Ólafur Haukur
Árnason, áfengisvarnaráðunautur,
tilnefndur af Afengisvamaráði og
Jón Oddsson, hrl., tilnefndur af
dóms- og kirkjumálaráðherra.
Nefndinni er ætlað að Ijúka störf-
um á næsta ári.
%
GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ
BORGAR
UTSALA
í FULLUM GANGI
Þetta eru helgarferðir til London, Luxemborgar, Glasgow,
Frankfurt og Stokkhólms. Brottfarir eru alla fimmtudaga,
föstudaga og laugardaga og verðið er aðeins krónur
Þetta er ekkert verð fyrir svona ferð.
Bókið snemma - takmarkaður sætafjöldi.
Fargjaldið gíldir í brottfarir frá 1. jan. til 28. febr.
Ferðir á ofangreindu fargjaldi eru aðeins til sölu í janúarmánuði.
FLUGLEIÐIR