Morgunblaðið - 03.01.1990, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990
„Smáþjóðirnar geta verið eins
konar samviska heimsins“
Aramótaávarp Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra
Góðir íslendingar.
Við áramótin er að venju keppst
við að spá fyrir nýju ári. Menn vilja
vita hvað framtíðin ber í sínu skauti.
Meðal annars er greint frá því að
forspár maður telji sig sjá ljóma yfir
íslandi seinni hluta næsta árs. Ekk-
ert skal um það fullyrt, en hitt veit
ég, að það mun fyrst og fremst ráð-
ast af okkar eigin gerðum, því enn
mun sannast að „hver er sinnar
gæfu smiður".
Því verður þó ekki neitað að horf-
ur eru stórum betri nú en þær hafa
verið um nokkurt skeið. Vel má vera
að aðstæður leyfi að umrædd spá
megi rætast. íslensku þjóðinni er enn
einu sinni að takast að vinna sig út
úr erfiðleikum. Fáein dæmi vil ég
nefna.
Fyrir rúmu ári lá við stöðvun út-
flutnings- og samkeppnisgreinanna.
Sem betur fer tókst að koma í veg
fyrir slíkt. Jafnframt hefur rekstrar-
staðan breyst mjög til batnaðar.
Undanfarin ár höfum við íslend-
ingar eytt umfram efni. Þetta hefur
nú snúist við. Á því ári senTér að
líða mun útflutningurinn verða um
6-7 milljörðum króna meiri en inn-
flutningur. Það er mikil framför.
Ef ekkert óvænt gerist, mun gengi
íslensku krónunnar verða sæmilega
stöðugt á næsta ári. Það er forsenda
þess að verðlag hækki lítið og mjög
dragi úr verðbólgu.
Þótt margt mikilvægt hafi áunnist
eru ekki allir erfiðleikar um garð
gengnir. Áhrifa eyðslu, rangrar fjár-
festingar og hárra vaxta mun enn
gæta víða í þjóðfélaginu næstu mán-
uði. Þótt sjálfsagt sé að lina þær
þrautir eins og frekast er unnt verð-
ur ekki hjá því komist að gera þá
hluti upp.
Aðeins herslumuninn vantar því
til þess að vel fari og ný framfara-
sókn megi hefjast á nýju ári. í því
sambandi eru kjarasamningarnir
eflaust mikilvægastir.
Undanfarnar vikur hafa staðið
yfir viðræður á milli launþega og
atvinnurekenda um kjaramál. I þeim
hefur gætt meiri framsýni en oftast
fyrr. Meginmarkmiðin eru atvinnu-
öryggi, verndun kaupmáttar og
lækkun verðbólgu og vaxta.
Ríkisstjómin mun gera allt sem í
hennar valdi stendur til þess að slíkir
samningar megi takast. í því skyni
hefur þegar verið ákveðið að halda
hækkun á verði opinberrar þjónustu
í lágmarki og veita gjaldfrest í tolli
á virðisaukaskatti. Peningastofnun-
um ber einnig að leggja sitt lóð á
vogarskálarnar með því að lækka
vexti, og þeir sem verðlagi vöru og
þjónustu ráða, m.a. sveitarstjórnir,
hljóta að stilla kröfum sínum mjög
í hóf. Mikið er í húfi.
Ef það tekst, sem ég hef nú rak-
ið, hygg ég að spáin muni rætast
og ljómi verða yfir íslandi seinni
hluta næsta árs.
Við litla verðbólgu, þolanlega vexti
og án vísitölu, jöfnuð í viðskiptum
við útlönd, jafnvægi í atvinnumálum
og viðunandi stöðu atvinnuveganna,
er betri grundvöllur en oftast hefur
verið til þess að hefja sókn til fram-
fara og bættra lífskjara. Sú sókn
verður að byggjast á skynsamlegrf
nýtingu náttúruauðæfa landsins,
fiskimiðanna, orkulindanna og gróð-
ursins, en einnig á fögru og hreinu
umhverf-i og náttúru þessa lands,
sem mun reynast mikil auðlind, ef
vel er með farið. Þessi sókn til bættra
lífskjara mun jafnframt, og ekki
síður, byggjast á þeim auði, sem í
fólkinu sjálfu býr, á þekkingu þess
og dugnaði.
Við getum ekki aukið sóknina á
fiskimiðin, en við getum aukið þau
verðmæti, sem úr aflanum eru unn-
in. Við skulum auka gæði framleiðsl-
unnar á öllum sviðum og bjóða hana
þannig á erlendum mörkuðum frá
hreinu og lítt menguðu umhverfi.
Með meiri þekkingu munum við
sækja fram á sviði hátækninnar og
þekkingin mun skapa hinum hefð-
bundna iðnaði grundvöll til'þess að
keppa við erlenda framleiðslu. Hreint
loft og vatn, útivist í fögru umhverfi
og jarðvarmi mun laða að vaxandi
fjölda ferðamanna.
Þegar til framtíðar er litið er mikil-
vægast að við íslendingar lærum af
margendurtekinni reynslu. Þeim
sveiflum sem munu enn verða í fá-
breyttum þjóðarbúskap okkar ber að
mæta með því að geyma frá góðu
árunum til þeirra mögru. Því sem
aflast ber að skipta af réttlæti. Þá
mun enginn þurfa að þola skort.
Ymsum kann að virðast þessi
framtíðarsýn einkennast af mikilli
bjartsýni. Það er að sumu leyti rétt.
Þó veit ég að ailt það sem ég hef
rakið hér getur orðið, ef vilji er til
þess.
í íslandsljóði sínu frá því um alda-
mótin hvetur Einar Benediktsson
landa sína til dáða, m.a. með þessum
orðum:
reistu í verki
viljans merki —
vilji er allt sem þarf.
Trúðu á sjálfs þín hönd en undur eigi.
Síðan hafa íslendingar lyft stærra
Grettistaki en flestar þjóðir. Það
hefur íslenska þjóðin gert með sjálfr-
ar sín hendi og einbeittuin vilja til
þess að tryggja sér og afkomendum
sínum betri lífskjör. Ef slík slys hefðu
ekki orðið tíð, er ég sannfærður um
að við íslendingar nytum lífskjara,
sem fáar þjóðir gætu keppt við.
Mistökin hafa einkum orðið á vel-
gengnistímum. Þá hleypur dugmikl-
um mönnum kapp í kinn. Þá er oft
eytt og fjárfest umfram efni. Síðan
fylgir samdráttarskeið eins og nótt
fylgir degi. Þá aukast erlendar skuld-
ir, því ekkert er geymt frá góðu árun-
um. Skuldir 'erlendis eru orðnar það
miklar að meiri mega þær ekki verða.
Á eyðslu og offjárfestingu höfum við
því ekki lengur ráð.
Fleira veldur að heilbrigt efna-
hagslíf verður okkur Íslendingum
stöðugt mikilvægara.
Utanríkisverslun er orðin veiga-
mikill þáttur í lífskjörum þjóðarinn-
ar. í því sambandi höfum við tengst
mjög ríkjum Vestur-Evrópu. Þar ryð-
ur frjáls samkeppni sér stöðugt meir
til rúms á öllum sviðum efnahagslífs-
ins, og hefur nú verið ákveðið að
ganga til samninga um evrópskt
efnahagssvæði, þar sem hömlur verði
sem minnstar.
Við íslendingar erum þátttakend-
ur í þessum samningum. Jafnvel
þótt við fáum alla okkar fyrirvara
samþykkta, mun framtíð íslensku
þjóðarinnar í þessu samstarfi ráðast
af samkeppnishæfni íslenskra fyrir-
Kennslustaðir: Auðbrekka 17, Kópavogi og
„Hallarsel“ við Þarabakka 3 í Mjódd.
Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska
standard og gömlu dansana.
Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina.
Einkatímar eftir samkomulagi.
Innritun og upplýsingar dagana 2.-6. janúar
kl. 13-19 í síma: 64 1111.
Kennsluönnin er 18 vikur, og lýkur með balli.
FID Betri kennsla - betri árangur.
Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra
tækja og eigin þreki og dugnaði.
Forsendan er stöðugleiki í efna-
hagslífinu. Þannig mun íslenska
þjóðin standast samkeppnina, en að
öðrum kosti ekki.
Ekki er ofsagt að samningarnir
við Evrópubandalagið, sem hefjast á
næsta ári, eru þeir mikilvægustu,
sem íslendingar hafa gengið til við
erlendar þjóðir.
Full aðild að evrópskri ríkjasam-
stæðu, eins konar bandaríkjum Evr-
ópu, kemur ekki til greina. Um það
virðist þjóðin nokkuð sammála. Aðild
að efnahagssamstarf i Evrópu er okk-
ur hins vegar mikil nauðsyn. Vegna
smæðar þjóðarinnar og sérstöðu
verður þó að gera þá skilyrðislausu
kröfu, að sjálfsákvörðunarréttur
þjóðarinnar verði ætíð virtur og yfir-
ráð yfir auðlindum til lands og sjáv-
ar. Fleiri skilyrði þarf að vísu að
setja, en segja má að þau sameinist
í þessu tvennu.
Mér hefur virst sem sumir telji að
samningar við Evrópubandalagið
leysi allan vanda. Það er mikill mis-
skilningur. Þá mun sem aldrei fyrr
reynast rétt að „hver er sinnar gæfu
smiður“. Þá geta mistökin orðið ör-
lagarík. Minnumst þess sem skáldið
segir: „Trúðu á sjálfs þín hönd, en
undur eigi.“
Ég treysti íslensku þjóðinni til að
standast það próf, en legg á það
áherslu að til þess verður sérhver
íslendingur að gera sér grein fyrir
því sem framundan er og vera ætíð
vel á verði.
í þeim opna heimi sem virðist á
næsta leiti verða hætturnar margar
á vegi smáþjóðar. Hún getur sem
hægast horfið í mannhafið.
Mér hefur orðið tíðrætt um heil-
brigt efnahagslíf, fyrst og fremst
vegna þess, að á því sviði eru erfið-
leikar okkar þessa stundina og án
þess mun annað duga skammt. En
staðreyndin er að f leira þarf ef duga
skal.
Styrkur smáþjóðar felst í hennar
arfi, sögunni og tungunni, í þeirri
sterku ímynd sem kynslóðirnar hafa
skapað. Þjóðin þarf að hafa þann
metnað til að bera, sem gerir henni
kleift að standast strauminn harðan.
Því mætti eins snúa dæminu' við
og segja: Án þess styrks sem sjálf-
stæðið krefst mun heilbrigt efna-
hagslíf duga skammt.
Nýlega sá ég í erlendu tímariti
varpað fram þeirri spurningu, hvort
dagar smáríkjanna væru liðnir. Höf-
undur greinarinnar komst að þeirri
niðurstöðu, að svo væri ekki. Eg er
honum sammála.
Á fyrri öldum og jafnvel fyrir fáum
áratugum voru smáríkin fótum troð-
in. Rödd þeirra heyrðist ekki. Þetta
er gjörbreytt.
Þátttaka í ýmsum alþjóðlegum
stofnunum, þar sem atkvæði vega
jafnt, og á smáríkin er því hlustað,
hefur gjörbreytt stöðu þeirra.
Nútíma fjölmiðlatækni hefur ekki
gert það síður. Nú berast fréttir á
svipstundu um heim allan af öllu sem
gerist.
Við Íslendingar hefðum ekki unnið
þorskastríðin svonefndu, nema vegna
þess að kall okkar heyrðist og mál-
staður okkar hlaut skilning þjóða
heims.
Þessum gjörbreyttu aðstæðum
smáríkjanna fylgja einnig skyldur.
Nú geta þau beitt'áhrifum sínum til
þess að koma góðu til leiðar, og þeim
ber skylda til að gera það. Sá tími
er liðinn, að okkur varði lítið um það
sem gerist erlendis. Við lifum í
minnkandi heimi. Flest sem gerist á
einum stað hefur áhrif á heildina.
Við íslendingar höfum á stundum
virst hikandi við að beita okkur af
krafti á alþjóðlegum vettvangi. Þó
eru ánægjulegar undantekningar.
Við gengum ötullega fram í því að
fá gerðan alþjóðasáttmála um hafið
og það tókst.
Á síðustu árum höfum við hvatt
til afvopnunar og betri sambúðar í
heiminum. Sérstaklega höfum við
lagt áherslu á afvopnun á höfunum.
Sú krafa nýtur vaxandi stuðnings.
Ég er sannfærður um að vopnabún-
aður á höfunum verður fljótlega á
dagskrá leiðtoga stórveldanna.
Það er mikill misskilningur að við
íslendingar séum með kröfu um tak-
mörkun kjarnorkuflotans að bregð-
ast samstarfslöndum okkar. Við er-
um ekki einir um þá skoðun að nauð-
synlegt sé að draga úr kjarnorku-
vopnabúnaði skipa og kafbáta, bæði
til þess að forða hafinu frá kjarn-
orkumengun og draga úr hættu á
ófriði.
Ýmsir sérfróðir menn hafa lýst
sömu skoðun. En segja má að hafið
sé okkar heimur og því beri okkur
skylda til að standa um það vörð.
Að sjálfsögðu fögnum við þeirri
þíðu, sem nú er orðin á milli austurs
og vesturs og stöðugt eykst. En hún
verður að ná til hafsins.
Við höfum einnig lagt til að gerð-
ur verði alþjóðlegur sáttmáli um
vemdun umhverfisins.
Við íslendingar búum við hreinna
umhverfi en flestar aðrar þjóðir. Því
veldur fjarlægðin frá hinum þétt-
byggðu og mjög iðnvæddu svæðum
heimsins. Við eigum þó einnig við
umhverfisvandamál að stríða. Ef svo
heldur fram sem horfir um eyðingu
andrúmsloftsins, förum við ekki var-
hluta af því. Mengun hafsins berst -
hingað fyrr eða síðar og gæti lagt
íslenskt efnahagslíf í rúst.
Ekki þýðir heldur að loka augun-
um fyrir því að mengun fer vaxandi
hér á landi. Því veldur m.a. mikill
fjöldi bifreiða og ýmiss konar iðnað-
ur. Gróðureyðingin er þó tvímæla-
laust alvarlegasta umhverfisvanda-
mál okkar íslendinga. Þeirri þróun
verður að snúa við.
Umhverfismálin hafa verið til
umræðu á Alþingi í meira en áratug.
Gera verður ráð fyrir að skipulag
þeirra mála ráðist þar nú í vetur.
Um það sýnist sitt hverjum, sem von
er, þegar um svo viðamikið mál er
að ræða. Það er einlæg von mín að
um umhverfismálin megi nást þjóð-
arsátt. Þá getum við beitt okkur á
alþjóðavettvangi af fullum krafti
gegn þessu sjálfskaparvíti mannsins,
eyðingu umhverfisins, í raun eigin
tortímingu.
Færa má rök fyrir því að smáþjóð-
irnar eigi mikilvægu hlutverki að
gegna. Þær ala ekki með sér drauma
um landvinninga eða heimsyfirráð.
Þær eiga sína framtíð undir því að
friður haldist. Smáþjóðirnar geta
verið eins konar samviska heimsins.
Til þess þarf þó í þeim að heyrast.
Við íslendingar höfum sýnt að
þrátt fyrir smæð getum við komið
ýmsu góðu til leiðar. Við skulum
halda því áfram og við skulum hik-
laust gagmýna það sem rangt er
gert, jafnvel þótt stórveldi eigi í hlut.
Á því ári sem er að líða hafa mikl-
ar og róttækar breytingar orðið í