Morgunblaðið - 03.01.1990, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990
Fjöldamorð á Grænlandi
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÁTJAN ára gamall piltur skaut sjö ungmenni til ólífís í bænum Narsaq
á Suður-Grænlandi á nýársdagsmorgun. Áttunda'fórnarlambið særðist
illa, en er ekki í lífshættu. Það gat sagt til morðingjans. Sama morgun
fannst 22 ára gamall maður látinn í bænum Paamiut (Frederiksháb),
einnig á Suður-Grænlandi. Hann hafði verið skotinn með haglabyssu
í magann. Málið er enn óupplýst.
Fjöldamorðið var framið í félags-
heimili í bænum Narsaq þar sem
nýársfagnaður stóð fram undir
morgun. Níu manns voru á staðnum
Nýtt pöndu-
afbrigði
Peking. Reuter.
NOKKRIR vísindamenn í Kína
halda því fram að fram sé kom-
in nýtt risapönduafbrigði sem
er brúnt og hvítt að lit. Hingað
til hefur mönnum einungis ver-
ið kunnugt um svartar og
hvítar risapöndur.
Á gamlárskvöld, fjórum mán-
uðum eftir að risapönduhúnninn
Bao Bei kom í þennan heim,
breyttist svartur og hvítur feldur
hans þannig að svörtu flekkimir
urðu brúnir. Feldur birnunnar
Dan Dan, móður Baos, er einnig
brúnn og hvítur og héldu vísinda-
menn að sá eiginleiki hennar
væri afleiðing stökkbreytingar
sem ekki myndi erfast. Litbrigði
Baos þykja hins vegar benda til
að fram sé komið nýtt afbrigði
risapöndu. Risapöndur, sem
líkjast björnum, eru mjög sjald-
gæfar og eru heimkynni þeirra í
Tíbet og suðvesturhluta Kína.
Dan Dan og Bao Bei eru fyrstu
risapöndurnar sem fundist hafa
með feld sem ekki er hvítur og
svartur.
á sjöunda tímanum þegar deila kom
upp milli 18 ára pilts og hinna átta
sem eftir voru í samkvæminu. Hann
hvarf á braut, en kom stuttu síðar
aftur með riffil og skaut á fólkið
af stuttu færi.
Fimm létust þegar í stað eftir
að hafa verið skotin í hnakkann.
Það voru tvær konur, 19 og 26 ára
gamlar, og þrír karlar, 18, 33 og
34 ára gamlir. Tvær stúlkur til við-
bótar létust af sárum sínum á
spítala í gær.
Drápsmaðurinn, sem verið hefur
undir eftirliti vegna fyrri afbrota
sinna, var hnepptur í gæsluvarðhald
í gær, og játaði hann á sig verknað-
inn. Hann hafði farið heim til for-
eldra sinna og var sofandi þegar
lögreglan sótti hann.
Þá fannst 22 ára gamall maður
látinn í bænum Paamiut (Frederiks-
háb) á nýársdagsmorguninn. Hann
hafði verið skotinn i magann með
haglabyssu í húsi einu í bænum.
Hvorki hefur tekist að hafa upp á
morðvopninu né morðingjanum.
Að undanförnu hafa farið fram
miklar umræður á Grænlandi um
refsilöggjöf landsins. Hún þótti á
undan sinni samtíð þegar hún var
sett, en mjög hefur verið ýtt á það
að undanförnu að löggjöfin verði
hert. Gagmýnt hefur verið að allt
of margir afbrotamenn slepþi með
sektir þó að dómar yfir þeim hafi
kveðið á um afplánun á stofnunum.
Á árinu 1988 voru framin 18
morð á Grænlandi.
Reuter
Yaclav Havel, forseti Tékkóslóv-
akíu, skömmu áður en hann flutti
nýársávarp sitt.
Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, í nýársávarpi:
Landið verði aftur í hring-
iðu evrópskrar menningar
Prag. Daily Telegraph.
VACLAV Havel, hinn nýi forseti Tékkóslóvakíu, kynnti í nýársávarpi
sínu almenna sakaruppgjöf, sem náð gæti til allt að 30.000 fanga.
Hann hvatti einnig til óháðrar rannsóknar á pólitískum glæpum, sem
framdir voru á 41 árs valdatíma kommúnista í landinu og bitnuðu
á „hundruðum þúsunda Tékka“. Forsetinn sagði að Tékkóslóvakía
mætti aldrei aftur verða hjálenda nokkurs annars ríkis og kvaðst
vona að landið kæmist að nýju í hringiðu andlegra strauma í Evrópu.
Flestir þeirra, sem fengið hafa
innan við þriggja ára fangelsisdóma,
verða látnir lausir vegna sakarupp-
gjafar forsetans. Þeir sem dæmdir
hafa verið tii lengri fangelsisvistar
þurfa ekki að afplána allt að helm-
ingi dómsins. Sakaruppgjöfin nær
þó ekki til þeirra, sem dæmdir hafa
verið fyrjr morð, nauðgun eða rán.
Forsetinn fór þess á leit við þjóðina
að hún liðsinnti þeim, sem verða látn-
ir lausir.
Havel er fyrsti háttsetti embættis-
maðurinn í Tékkóslóvakíu, sem vakið
hefur máls á misnotkun kommún-
istaflokksins á réttarkerfi landsins.
Er Klement Gottwald, fyrsti forseti
Tékkóslóvakíu eftir að kommúnistar
Innritun daglega í sfma 38360 frá
kl. 13-15
Kennsla hefst miðvikudaginn 10. janúar.
Fjölbreytt og skemmtilegt kerfi fyrir alla
aldurshópa, byrjendurog framhald.
Framhaldsnemendur mæti á sömu
tímumogáður.
Afhending og endurnýjun skírteina í skól-
anum þriðjudaginn 9. janúarfrá kl.
17-19.
M:
Búri
alámliów
Ballettskóli ik ^
Eddu ^
Scheving
Skúlatúni 4
Laasir
tírnr
- þrælgott
kerli
MeAlimur í Fólagi fslenskra listdansara.
náðu yfirráðum árið 1948, var við
völd voru fjölmargir andófsmenn
hengdir, fangelsaðir eða sendir í út-
legð vegna stjórnmálaskoðana sinna.
Aðrir sættu ofsóknum eftir að Var-
sjárbandalagið réðst inn í landið árið
1968. Orðaval Havels bar vott um
varkárni en hann tók þó skýrt fram
að hann vildi að „sekt hinna ábyrgu“
yrði rannsökuð. „Við verðum að kom-
ast að öllum sannleikanum," bætti
hann við.
Forsetinn hvatti þjóðina til að end-
urheimta sjálfstraust sitt og stuðla
að bættu siðferði í evrópskum stjórn-
málum. „Það versta er að við búum
við siðferðislega spillingu vegna þess
að við höfum vanist því að tala gegn
betri vitund. Við yöndumst alræðinu
og áttum þannig þátt í því að styrkja
það í sessi,“ sagði hann meðai ann-
ars. Havel lagði áherslu á að Tékkar
ættu við mikinn vanda að stríða í
iðnaðar- og umhverfismálum, en
sagði að erfiðast yrði þó að útrýma
siðferðislegri spillingu.
Hann sagði að hann myndi leggja
höfuðáherslu á að tryggja frjálsar
kosningar, bæta lífskjörin og koma
á umbótum í menntamálum. „Land
okkar má aldrei aftur verða hjálenda
eða lítils megnugt frændríki nokkurs
annars ríkis,“ sagði hann án þess
að minnast berum orðum á Sovétrík-
in eða innrás Varsjárbandalagsins
árið 1968. „Land okkar er lítið en
samt var það eitt sinn miðdepill and-
legra strauma í Evrópu. Er ástæða
til að ætla að slíkt geti ekki endjrtek-
ið sig?‘f
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
/rá Múlalundi...
... þær duga sem besta bók.
Múlalundur
Vinningstölur laugardaginn
30. des. '89
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 3 896.385
2. tlm 5 93.328
3. 4af5 169 4.763
4. 3af 5 5.507 341
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.838.992 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002