Morgunblaðið - 03.01.1990, Page 33
33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990
Eigendur og smiðir farþegaferju Páls Helgasonar. Frá vinstri eru bræðurnir Karl, Páll og Rafn Pálssyn-
ir, þá Páll faðir þeirra, Haukur Sveinbjarnarson í Samtaki, Snorri Hauksson teiknari og Sveinbjörn
Grétar Hauksson bróðir hans sem vann einnig að hönnun.
Samtak í Hafnarfirði smíðar stærsta plastbát hérlendis:
50 ferþega útsýnisfeija
við Vestmannaeyjar
„Stóreykur möguleika til ýmiskonar
sjóferða,“ segir Páll Helgason
Bátagerðin Samtak í Hafiiarfirði lauk fyrir skömmu smíði á skrokk
stærsta plastbáts sem smíðaður hefiir verið hérlendis, en það er Páll
Helgason ferðamálafrömuður í Vestmannaeyjum og fjölskyldufyrir-
tæki hans sem lætur smíða bátinn. Báturinn er nær 14 metra langur
og 4 metrar á breidd, teiknaður af Snorra Haukssyni í Samtaki, en
báturinn er smíðaður til farþegaflutninga í útsýnisferðum og tekur
nær 40 manns í sæti og alls um 50 farþega. Ganghraði verður 25-30
mílur. Sigurður Karlsson hannaði yfirbyggingu farþegarýmis og inn-
réttingar farþegaferjunnar. 36 sæti eru í farþegasal, sem er yfirbyggð-
ur, en utan dyra er einnig aðstaða fyrir farþega á efra og neðra þil-
fari. Tvær Volvo Penta-vélar verða í bátnum, 358 hestöfl hvor. I bátn-
um verða öll fúllkomnustu siglingatæki sem völ er á.
„Það hefur legið fyrir töluvert
lengi að mínu mati að það þurfi
að gera stórátak í skoðunarferðum
á sjó við Vestmannaeyjar," sagði
Páll Helgason frá Vestmannaeyjum
í samtali við Morgunblaðið. „Til
þess þarf stóran og fullkominn bát
sem allir sem nálægt honum koma
geta verið hreyknir af. Hugmynd
mín með smíði þessa báts er sem
sagt að auka ferðamannastraum til
Vestmannaeyja og þjónustu þar,
lyfta henni á hærra plan með bát
á heimsmælikvarða þannig að hver
ferðamaður sem kemur til Vest-
mannaeyja hafi þörf og ástæðu til
þess að nýta þá þjónustu sem bátur-
inn býður upp á. Ég fékk vin minn
Sigurð Karlsson í Hveragerði, lista-
mann, hönnuð og bóhem, til þess
að spá í hlutina og útkoman varð
sú að út úr Viking 900 bátnum frá
Bátagerðinni Samtaki hf. í Hafnar-
firði hannaði Sigurður yfirbygg-
ingu og innréttingar í Viking 1300
farþegafetju, sem er breikkuð og
lengd útgáfa af Viking 900. Verkið
lofar meistarann. Minn draumur er
sem sagt að búa betur að ferða-
mannaþjónustunni í Eyjum og allir
sem vinna að ferðamálum þar ættu
að njóta góðs af því. Bátur af þess-
ari gerð gefur ýmsa möguleika,
aðstaða í gangmiklum yfirbyggðum
bát gefur tækifæri til þess að sigla
að öðrum eyjum í Vestmannaeyja-
klasanum, til dæmis að Surtsey og
Súlnaskeri. Skotferðir upp á land
eru nú inni í myndinni með þessum
bát auk hefðbundinna þátta eins
og hellasiglinga, bjargfuglaskoðun-
ar í nálægð. I Surtsey eru 11 mílur
frá Heimaey og í Þorlákshöfn eru
42 rnílur og gangmikill vel búinn
bátur býður upp á ýmislegt. Stjórn-
arherrarnir hafa verið að velta fyr-
ir sér byggingu nýs Heijólfs í 3-4
ár og enn er ekkert á hreinu, en
ég var að velta fyrir mér smíði
þessarar farþegafeiju í 3 mánuði
og síðan tekur 7-8 mánuði að full-
klára bátinn þannig að allt sem
þarf er vilji og geta.
Það er samt ekki þar með sagt
að ráðamenn þjóðarinnar eigi að
gefast upp í Heijólfsmálinu, þeir
halda ugglaust áfram að velta fyrir
sér þessu biýna hagsmunamáli
Vestmanneyinga og annarra lands-
manna sem ferðast tugþúsundum
saman til Vestmannaeyja. Þessi nýi
útsýnisbátur býður einnig upp á
möguleika fyrir tiltekna hópa í
einkaferðum með alls konar uppá-
komum. Ferðir með okkur á heima-
slóðinni kringum Heimaey hafa í
vaxandi mæli notið vinsælda ráða-
manna þjóðarinnar með erlenda
gesti þar sem boðið er upp á veiting-
ar og við höfum reynt að sníða ferð-
irnar eftir óskum hvers og eins og
ekki síður sinnt óvæntustu óskun-
um sem oft eru skemmtilegastar.
Þessi mál höfum við leyst í góðri
samvinnu við veitingastaðina í Eyj-
um. Túrisminn þar hefur nú slitið
barnsskónum og er orðinn miklu
þróaðri, en þetta hefst ekki nema
Páll Helgason
með góðri samvinnu allra og ég hef
átt frábæra samvinnu við allar
íslenskar ferðaskrifstofur og fjölda
af erlendum ferðaskrifstofum, enda
má segja að fjöldi fólks sem vinnur
að ferðamálum sé orðinn fjölskyldu-
vinir okkar sem stöndum að þessum
rekstri, Ferðaþjónustu Páls Helga-
sonar og Eyjabíls, en þetta eru fjöl-
skyldufyrirtæki þar sem faðir, synir
og tengdadætur starfa saman.
Reyndar er það svo að f lestir hópar
sem koma til Eyja hafa samband
við okkur varðandi eitt eða annað
í gistingu, ferðum og bílaleigu.
Við rekum gistihúsið Heimi í
Eyjum og eitt af því sem hefur
verið sérstaklega skemmtilegt ■ í
þessu starfi er að taka árlega á
móti sívaxandi fjölda sk’ólabarna
af fastalandinu, ungu fólki sem er
svo mikið til fyrirmyndar að við
fullorðna fólkið getum mikið af
þeim lært. Ég er bjartsýnn á fram-
tíðina, það er vor í lofti í ferðamál-
um ef menn hafa vaðið fyrir neðan
sig og vinna markvisst. Sérstaða
Vestmannaeyja er mikil og sívax-
andi áhugi fólks á að ferðast þang-
að. Við Éyjamenn erum komnir í
þá óskaaðstöðu að hvar sem ferðir
til Islands eru seldar í heiminum
geta menn einnig keypt ferðir til
Vestmannaeyja."
Helgi Benediktsson útvegsbóndi
og athafnamaður í Vestmannaeyj-
um lét á sínum tíma byggja stærsta
tréskip sem smíðað hefur verið á
íslandi. Fyrst Helga VE 333 um
1940, en þá byggðu Akureyringar
tvo stærri báta. Helgi lét sér það
ekki lynda og byggði þá Helga
Helgason VE 343, eikarbát sem var
um 240 tonn samkvæmt nútíma
mælingum og stærra tréskip hefur
ekki verið smíðað hérlendis og verð-
ur vart smíðað því ný tækni hefur
rutt sér rúms, m.a. plastbátasmíði
þar sem Páll Helgason lætur nú
byggja stærsta plastbát íslendinga
hérlendis. Bátasmiðja Guðmundar
í Hafnarfirði hefur nú tekið við
skrokknum og mun ljúka öllum inn-
réttingum og smíði bátsins í vetur.
Matsveinninn með teikni-
pennann í hönd
í samtali við Morgunblaðið sagð- *
ist Snorri Hauksson í Samtaki hafa
hannað Viking 900 bátinn eftir að
hafa farið erlendis til þess að skoða
fjölda báta. „Viking 900 báturinn
er fyrsti báturinn sem ég teikna,
en eftir miklar vangaveltur og púsí
úr línum sem okkur leyst bést á,
þá varð niðurstaðan fiskibátur sem
margir segja að sé með rennilegri
línur en gengur og gerist um fiski-
báta, enda lagði ég mikið upp úr
stílnum jafnhliða sjóhæfni. Viking
1300 báturinn er síðan stækkaður
upp úr 900 bátnum og það var Sig-
urður Karlsson sem vann útlits-
teikninguna á farþegarýminu og
hannaði innréttingar og skipulag
fyrir bátinn sem feiju. Á þessum
bátum getum við haft mjög djúpan
kjöl, sem eykur stöðugleika, minnk-
ar rek, en þótt við minnkum kjölinn
til þess að auka hraðann þá er Vik-
ing 1300 mjög stöðugur. Öll þessi
hönnun og teikningar hafa farið í
gegnum hendur Siglingamálastofn-
unar og við höfum smíðað tvo 900
báta og erum að smíða einn og auk
ferju Páls er verið að spá í aðra
svipaða.“ _ á.j.
Sovétmenn í toppformi
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM
2. janúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 77,50 60,00 68,61 8,977 615.868
Þorskur(umál) 49,00 49,00 49,00 0,990 48.510
Ýsa 122,00 48,00 100,83 8,400 847.000
Samtals 82,29 18,367 1.511.378
Selt var úr línu- og netabátum. í dag verðureinnig selt úr línu- og netabátum.
Frá Gunnari Finniaugssyni, fréttaritara
HIÐ ÁRLEGA áramótaskákjnót í
Reggio Emilia á Norður-Ítalíu
hófst 28. desember sl. Þetta er
32. mótið í röðinni og er það
sterkara en nokkru simii fyrr.
Meðalstig keppenda er vel yfir
2600 og er mótið í 16. styrkleika-
flokki FIDE.
Töfluröð keppenda er þessi:
1. Beljavski, 2. Ehlvest, 3. Port-
isch, 4. Karpov, 5. Ribli, 6. De
Firmian, 7. Margeir Pétursson,
8. Ivanchuk, 9. Andersson, 10.
Georghiev, 11. Gurevich.
Á upphaflegum lista keppenda
voru þeir Salov og Ljubojevic. Þegar
þeir heltust úr lestinni hljóp Ehlvest
í skarðið. Ekki tókst að fá nægilega
stigaháan keppanda á síðustu
stundu og stendur tala keppenda
því á. stöku. Þegar þetta er ritað
er fimm umferðum lokið og er stað-
an þessi (fjöldi tef ldra skáka er inn-
an sviga):
1.-2. Éhlvest og Ivanchuk 3 (4),
3. Ribli 3 (5), 4. Karpov 2‘A (4) +
biðskák, 5. Gurevich 2'A (5), 6.
Margeir 2 (4), 7.-8. De Firmian og
Georghiev 2 (5), 9. Andersson 1 'A
(4) + biðskák, 10. Portisch 1 'A (4),
11. Beljavski 1 (4).
Baráttan um efsta sætið kemur
trúlega til að standa á milli Ivanc-
huks, Karpovs og Ehlvests. Bæði
Portisch og Beljavski hafa byijað
illa.
Morgunblaásins á N-Ítalíu.
Þetta er sterkasta mót sem Mar-
geir hefur teflt á og í fyrsta sinn
sem íslenskur skákmaður tef lir hér.
í fyrstu umferð tefldi Margeir með
svörtu gegn De Firmian og lauk
viðureigninni með jafntefli. Margeir
sat yfir í annarri umferð og í þeirri
þriðju tapaði hann með hvítu gegn
Ivanchuk.
Skák Margeirs gegn Georghiev í
fimmtu umferð lauk í gær með jafn-
tefli, eftir 66 leiki.
Á gamlársdag átti Margeir í
höggi við Andersson og hafði svart.
Eftirfarandi staða kom upp eftir 27.
leik svarts Hcd8.
Ulf Andersson — Margeir
Pétursson
Andersson tókst snemma að ná
frumkvæðinu og varð Margeir að
tefla mjög nákvæmt til þess að
halda í horfinu. Þegar hér er komið
sögu er Margeir búinn að rétta hlut
sinn og nú taldi Andersson að skák-
in myndi leysast upp í jafntefli og
lék: 28. Rb3? en brá illilega í brún
þegar Margeir lék 28. - Hdl! Fram-
haldið varð: 29. Hxdl - Dxc2, 30.
Dd4 - Ðxb3, 31. Hd3 - Dxa4, 32.
Dxb6 - Dal, 33. Kg2 - Dxb2, 34.
Dxa5 - g6, 35. Db6 - Rc8, 36.
Db7 - Dc2, 37. Hf3 - Hf8.
Þrátt fyrir að svartur sé peði yfir
er staðan jafntefli með bestu vörn
38. Db5? Ljótur afleikur. Eftir 38.
He3 fellur b-peð svarts og staðan
er jafntefli. 38. - De4! 39. h4 -
Hd8, 40. Kh2 - e5, 41. He3 -
Dd4, 42. Dxe5 - Dxe5, 43. Hxe5
- Hb8, 44. Hd5 - 15. Möguleikarn-
ir eru auðvitað allir svarts megin
en enn getur hvítur þó haldið jafn-
tefli með réttri vörn 45. Hd2? Tap-
ar leik og þar með skákinn. Rétt
var 45. - Hdl eða 45. - Kg2. 45.
- Kf7, 46. Kg2 - Ke6, 47. Kf3 -
b3,- 48. Hb2 - Kd5, 49. Ke3 -
Kc4, 50. Kd2 - IId8 og hvítur
gaf. Þetta var eina tap Anderssons
með hvítu á árinu 1989 og lauk
skákinni aðeins nokkrum klukku-
stundum áður en kirkjukiukkur boð-
uðu komu nýs árs.
Morgunblaðið Bjarni
Farþegafeija Páls Helgasonar í Vestmannaeyjum, stærsti plastbátur
sem hefur verið smíðaður á íslandi og tekur um 50 farþega, en
hann verður sjósettur í apríl í vetur.