Morgunblaðið - 03.01.1990, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 1990
39
stúlku, vingjarnlega eins og hennar
var von og vísa. Minningarnar koma
í hugann hver af annarri. Þegar
drengirnir okkar fæddust sama árið
og síðan fengum við sumarbústað-
ina í landi Vatnsenda tveim árum
síðar. Þar undum við okkur í 12
sumur og áttum góða daga, fóram
í gönguferðir, sátum í sólinni og
spjölluðum eða bara þögðum sam-
an. Svo var farið saman í sunnu-
dagsbíltúra og beijatínslu á haustin.
A þessum tíma var flutt í sumar-
bústaðina á vorin og dvalið sumar-
langt. Þetta var yndisiegur og
áhyggjulaus tími fyrir okkur og
börnin sem urðu þijú hjá hvorri
okkar. Þau nutu þéss að leika sér
saman og taka þátt í öllu sem ver-
ið var að gera. Svo var hún Lovísa
svo notaleg og tilbúin að gera gott
úr öllu.
Þetta allt vorum við að rifja upp
núna i haust eitt sinn sem ég kom
til hennar á sjúkrahúsið. Auðvitað
gerðist margt fleira á langri ævi
en einhvern veginn er þetta efst í
huga við þessi tímamót. Og nú er
hún farin. Þangað sem leið okkar
allra liggur að lokum. Það er gott
að eiga góðar minningar um elsku-
lega mágkonu. Ég vil að lokum
þakka henni af heilu hjarta allar
samverustundirnar og vona að við
eigum eftir að hittast í landi eilífðar-
innar þegar minn tími kemur. Eig-
inmanni hennar, börnum og að-
standendum öðrum votta ég mina
dýpstu samúð, og megi minningin
um elsku hennar til ykkar ylja ykk-
ur um ókomin ár.
Þórunn Sveinbjarnardóttir
t
Móðir mín og tengdamóðir,
ÞÓRDÍS MAGNÚSDÓTTIR,
Haðarstíg 18,
lést 31. desember.
Vilborg G. Guðnadóttir,
Haukur Guðjónsson.
t
Móðir okkar,
HALLFRÍÐUR Gl'SLADÓTTIR,
lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði að kvöldi nýársdags.
Kolbrún Karlsdóttir,
Hrafnhildur Björk Ólafsdóttir,
Steinunn Inga Ólafsdóttir.
t
Gl'SLI GUÐMUNDSSON
leiðsögumaðurog kennari
frá Tröð,
lést 29. desember.
Anna M. Guðjónsdóttir,
Valgerður Guðmundsdóttir
og börn hins látna.
t
Faðir okkar,
HJÁLMAR EYJÓLFSSON,
Tjörn við Herjólfsgötu,
lést í Borgarspítalanum á nýársdag.
Gunnar Hjálmarsson,
Ásta Hjálmarsdóttir,
Jóhann Hjálmarsson.
t
Hjartkær fósturbróðir minn,
ANDRÉS GUÐMUNDSSON
frá Syðri-Gróf,
til heimilis að Háaleitisbraut 93,
lést TBorgarspítalanum aðfaranótt 30. degember.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Guðfinna Jónsdóttir.
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
GUNNAR ÁSGEIRSSON,
Krosseyrarvegi 11,
Hafnarfirði,
lést að morgni nýársdags á St. Jósepsspítala, Hafnarfirði. Útförin
auglýst síðar.
Hallbjörg Gunnarsdóttir, Guðni V. Björnsson,
Erla Gunnarsdóttir, Guðmundur Jafetsson.
t
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
DANÍEL VESTMANN,
Álfhóisvegi 4,
Kópavogi,
sem andaðist 22. desember 1989, verður jarðsunginn frá Kópa-
vogskirkju föstudaginn 5. janúar kl.13.30.
Lilja Vestmann, Svavar Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
EYGERÐUR PÉTURSDÓTTIR,
Sæbraut 10, Seltjarnarnesi,
sem lést að morgni 27. desember, verður jarðsungin frá Seltjarnar-
neskirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 15.00.
Benedikt Eiríksson,
Pétur Benediktsson, Guðrún Benediktsdóttir
og tengdabörn.
Hjartkær eiginmaður minn, faöir okkar, sonur og bróðir,
ÓLAFUR INGI JÓNSSON
prentsmiðjustjóri,
Sefgörðum 22,
Seltjarnarnesi,
sem andaðist 25. desember sl. verður jarðsunginn frá Neskirkju
fimmtudaginn 4. janúar kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Krabbameinsfélagið.
Sigrfður Sigurjónsdóttir,
Anna Sigurborg Ólafsdóttir, Ingi Rafn Ólafsson,
Sigurjón Ólafsson,
Helga Guðjónsdóttir, Málfríður Jónsdóttir.
Fyrirjól var það Lambada.
Þróunin heldur áfram og nú taka við ný spor og
ný tónlist „LAMBADANCA
Meiriháttar ný spor frá Brasilíu og tónlistin í
suður-amerískum stíl, s.s. „Lambadanca“ —
„Mambolambadau - „Lambada merengue“
ásamt „Salsa“ og „Mambo“.
Barna-, unglinga- og hjónahópar.
10 tíma námskeið.
Mæting lx í viku eða 2x í viku, þitt er valið.
Barnadansar: yngst 3-5 ára.
Samkvæmisdansar: Suður-amerískir,
latíndansar og standard dansar. Einnig
gömlu dansarnir.
Einstaklings- og parahópar.
ATH!
Tökum einnig að okkur kennslu úti á
landi þar sem þess er óskað.
10 tima námskeið eða eftir samkomulagi.
Rock’n roll: Eldhressir 10 tíma nám-
skeið: Barna- (yngst 10 ára), unglinga-
og hjónahópar.
Kennslustaðir:
Reykjavík: Skeifan 17 (Ford-húsið)
Gerðuberg, Breiðholti
KR-heimilið v/Frostaskjól
Garðabær: Garðalundur
Keflavík: Hafnargata 31
Vogar: Glaðheimar
Innritun fyrir alla kennslustaði er í símum (91) 31360
og 656522
alla þessa viku frá kl. 13-19.
Kennsla hefst
mánudaginn 8. janúar.
DAMSS
Lœrðir kennarctr - Betri árangur F.Í.D. M.
Dansskóli Auðar Haralds