Morgunblaðið - 03.01.1990, Page 44

Morgunblaðið - 03.01.1990, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990 Minning’: Kaj L.J. Pind hús gagnabólstrari Fæddur 6. október 1910 Dáinn 25. desember 1989 í dag verður borinn til grafar tengdafaðir minn, Kaj Pind, hús- gagnabólstrari, sem lést að kvöldi 25. desember sí. á Hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð í Kópavogi. Kaj fæddist í Kaupmannahöfn 6. október árið 1910 og var hann því á 80. aidursári er hann lést. Foreldrar háns voru Aksel Larsen Pind, fæddur 1875, og Mette Kirst- ine Larsdatter, fædd 1874, en hún lést þegar Kaj var ennþá á fyrsta ári. Faðir hennar, Lars Christiansen var ákafur stuðningsmaður Grundt- vigs og tók m.a. þátt í að stofna frískóla í Orup á Suður-Sjálandi. Kaj ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður í Kaupmannahöfn og gekk hún Kaj og tveimur eldri bræðrum hans í móðurstað auk þess sem þau hjónin eignuðust fjög- ur börn saman. Kaj gekk í skóla í Kaupmannahöfn og þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér. Tvær minningar voru honum einkar kær- ar frá þessum tíma. Hann varð þess heiðurs aðnjótandi að fá gullúr í verðlaun fyrir góða frammistöðu í skóla, og geymdi hann þetta úr til æviloka. Þá minntist hann þess oft þegar hann var sendill hjá stór- versluninni Illum, sem var með fínni verslunum borgarinnar á þeim tíma. Hann vann þar við að hjóla vítt og breitt um Kaupmannahöfn með ýmsar sendingar til viðskiptavina 'fg gat það oft verið erfitt fyrir 'ungan dreng að komast leiðar sinnar á stóru hjóli. Skoðanir Kaj hafa sennilega mótast mikið af reynslu hans frá unglingsárunum í Kaupmannahöfn. Þar lifðu margir við bág kjör og lélegt húsnæði og eflaust hefur reynsla Kaj af þessu ástandi orðið til þess að hann varð frekar vinstri- sinnaður í skoðunum þótt hann hafi aldrei tengst neinum ákveðnum stjórnmálaflokki. Hann ólst upp á tímum mikilla breytinga í Dan- mörku þar sem jafnaðarmenn og þær hugsjónir sem þeir stóðu fyrir sóttu stöðugt á, t.d. komust jafnað- armenn fyrst til valda í Danmörku á árinu 1934. Kaj var sósíalisti og hafði alltaf mikinn áhuga á stjórn- málum. Þar var ekki einungis um íslensk og dönsk stjórnmál að ræða, heldur fylgdist hann lengst af vel með í alþjóðastjórnmálum og hafði á þeim ákveðnar skoðanir. Þótt Kaj hefði greinilega góða námshæfileika kom frekara bók- nám ekki til greina á þeim tímum. Eins og svo margir aðrir tók hann sér fyrir hendur að læra einhveija iðn, og varð húsgagnabólstrun fyrir valinu. A þessum tímum eins og oftar var atvinnuástand mjög erfitt í Danmörku, enda var þetta á tímum kreppunnar miklu. Kaj lenti því oft í því að verða atvinnulaus um stundarsakir og féll honum það mjög illa. Atvinnuleysið í Danmörku var meginástæða þess að hann ákvað að fara til íslands. Það var árið 1935. Þá voru ísland og Danmörk ennþá í föstu ríkjasambandi og betra atvinnuástand fyrir nýsveina hér á landi en í Danmörku. Kaj hafði alls ekki hugsað sér að dvelja langdvölum á íslandi, og hefur oft sagt frá því að fyrstu þrír mánuðirn- ir hér á landi hafi verið mjög erfið- ir og að hann hafi haft mikla heim- þrá. En dvölin lengdist og hygg ég að næg atvinna hafi verið aðal- ástæðan fyrir því í upphafi og seinna kom síðari heimsstyijöldin í veg fyrir að hann kæmist til baka auk þess sem honum var farin að líka betur vistin hér á landi. Kaj var á þessum árum virkur í samtökunum Dannebrog hér á landi og’ sat m.a. í stjórn samtakanna í mörg ár. Þá tók hann mikinn þátt í starfi Ferðafélagsins á þessum árum og ferðaðist mikið um landið, enda var hann alltaf mikill náttúru- unnandi. Veturinn 1948-49 kynntist hann Önnu Gudrun Sund, sem var dönsk stúlka frá Herning á Jótlandi og hafði komið til starfa hér á landi haustið 1948. Kaj og Anna Gudrun gengu í hjónaband 25. febrúar árið 1950. Þau eignuðust tvö börn; Jörg- en, fæddan árið 1950 og Jönu, fædda árið 1956. Jörgen er nú for- stöðumaður Orðabókar Háskólans, giftur Aldísi Guðmundsdóttur og eiga þau þijú börn, Ólöfu Hildi, Önnu Guðrúnu og Finn Kára. Jana er kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, gift Ara Skúlasyni og eiga þau _tvö börn, Eddu Sif og Dagnýju Ósk. Kaj og Anna Gudrun bjuggu fyrst við Skarphéðinsgötuna þar sem þau leigðu íbúð. Kaj var ætíð mjög varfærinn í fjármálum og lýs- ir það sér vel í því að hann ætlaði varla að þora að kaupa sína fyrstu íbúð þrátt fyrir að hann ætti um helming andvirðis íbúðarinnar í reiðufé. Hann var af þeirri kynslóð sem vildi helst aldrei skulda neinum neitt. Hann keypti svo íbúð í Hvassaleiti og síðar hús í Kópa- vogi. Annað sem einkenndi Kaj var afstaða hans til mikillar yfirvinnu. Hann skildi aldrei hina miklu vinnu- gleði íslendinga og hann sagði oft sem svo að það væri of dýrt að vinna fyrir sumum peningum („Der er nogen penge som er for dyre at tjene“). Anna Gudrun lést um aldur fram árið 1967, einungis 41 árs að aldri. Fráfall hennar var Kaj mikið áfall, en hann barðist einn áfram við að sjá fjölskyldu sinni farborða. Hann var börnum sínum góður og um- hyggjusamur faðir og hvatti þau sífellt áfram til náms og starfa enda vanur því sjálfur að þurfa að sjá sér sjálfur farborða. Kaj hafði starfað sem húsgagna- bólstrari á ýmsum stöðum, m.a. hjá Gamla Kompaníinu og Kristjáni Siggeirssyni. Árið 1956 ákvað hann að hefja sjálfstæðan rekstur og setti upp húsgagnaverslun á Grettisgötu 46, sem hann starfrækti í rúm 20 ár. Þótt Kaj væri mikill sósíalisti var hann mikið á móti verkföllum. Það má segja að þreyta hans á verkföllum, sem hann taldi yfirleitt ekki gefa mikið í aðra hönd, hafi orðið til þess að hann ákvað að hefja eigin rekstur. í þessum skoð- unum hans var auðvitað ákveðin þversögn við hefðbundna lífsskoðun sósíalista. Skýringin er væntanlega sú að Kaj hafði kynnst böli atvinnu- leysisins mikið á sínum yngri árum og hafi þess vegna metið starfsör- yggið ofar flestu öðru. Vegna skorts á aðföngum hóf Kaj smám saman innflutning á ýmsum fylgihlutum til bólsturiðnað- ar og jókst sú starfsemi hans eftir því sem árin liðu. Eg kynntist Kaj á árinu 1976 og höfum við átt mörg góð ár sam- an. Að eðlisfari var Kaj fremur dul- ur, kannski ekki mjög fljótur að kynnast fólki en var mjög viðræðu- góður í góðra manna hópi og góður vinur vina sinna. Það náðist fljót- lega mjög gott samband á milli okkar, samband sem átti eftir að eflast og verða mjög náið, sérstak- lega eftir að ég náði betra valdi á danskri tungu. Ég og Jana dóttir hans hófum búskap okkar í kjallar- anum hjá Kaj og hefur hann alltaf verið mjög nátengdur okkur. Var þar um að ræða eðlilegt framhald af sambandi Kaj við dóttur sína sem höfðu þá búið ein saman í nokkur ár. Þrátt fyrir að hafa búið á íslandi í 50 ár var Kaj alltaf mjög danskur í sér að mörgu leyti. Eitt dæmi um það var einstök snyrtimennska hans. Hann sá sóma sinn í að halda húsi sínu og nánasta umhverfi allt- af mjög vel til haga að öllu leyti. Fljótlega eftir að við kynntumst fyrst spurði ég hann hvort ég gæti ekki hjálpað honum eitthvað. Það stóð ekki á svarinu, það þurfti að mála húsið að utan. Eftir að Kaj hætti störfum á vinnumarkaði fluttist hann til Dan- merkur og bjó þar í þijú ár í þjón- ustuíbúð í nágrenni við bróður sinn, Holger Pind, sem lést á árinu 1986. í lok ársins 1987 fluttist Kaj síðan aftur til íslands í þjónustuíbúð Sunnuhlíðarsamtakanna í Kópa- vogi, en þar hafði hann tryggt sér íbúðarrétt allnokkru fyrr. Því miður gat Kaj ekki notið dvalar í hinni nýju íbúð sinni í Sunnuhlíð mjög lengi vegna hrak- andi heilsu. Reyndar hafði hann alls ekki verið við góða heilsu allt frá því að hann kom aftur frá Dan- mörku í árslok 1987. Veikindi hans voru honum á margan hátt erfið því hann vildi ekki vera neinum byrði. Þess vegna kveinkaði hann sér lítið þótt honum liði oft illa og reyndi hann ávallt að bera sig vel. Síðastliðið rúmt ár hefur hann búið á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð og notið þar góðrar þjón- ustu og mikillar aðhlynningar frá- bærs starfsfólks. Vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Sunnu- hlíðar. Með Kaj er horfinn einn hinna dönsku þandverksmanna sem flutt- ust til Islands á millistríðsárunum og settust hér að. Þetta voru menn sem þekktu tímana tvenna og settu svip á íslenskt atvinnulíf fyrr á árum. Megi minning Kaj lifa. Ari Skúlason Það var á jóladag að afi minn lést. Ég trúi því að hann hafi verið ánægðui' með sitt dagsverk, hann hafði átt langa starfsævi og komið börnum sínum á legg. Afi hafði verið rúmliggjandi í marga mánuði, þrotinn að kröftum. Kaj Leonhard Jensen Pind fædd- ist árið 1910 í Kaupmannahöfn og var af fátæku fólki kominn. Hann átti þar af leiðandi ekki auðvelt með að kosta sig til náms og lærði því húsgagnabólstrun. Hingað til Islands flutti hann árið 1935 í því skyni að verða sér úti um atvinnu þar sem að atvinnuleysi var þá mikið í Danmörku. Hér kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Önnu Guðrúnu Sand, sem var stofu- stúlka á íslensku heimili. Hér er það upptalið sem ég vissi um fortíð afa- Kaj enda var hann alltaf fremur dulur á sjálfan sig. Það stafaði líklega að nokkru leyti af því að hann lærði aldrei íslenskuna til hlítar, vegna þess að svo virðist sem það hafi alltaf verið ætlun hans að fara heim til Danmerkur aftur. En það var ekki fyrr en eftir tæplega hálfrar aldar dvöl á Islandi að hann lét verða af því að fara heim. Hann seldi húsið sitt og ætlaði að eyða síðustu ævidögunum í Danmörku í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Það voru ekki allir á eitt sáttir um það í fjölskyldunni hvort skynsamlegt væri fyrir mann á hans aldri, sem hafði fest rætur hér á landi, að halda aftur til æskulandsins. Enda kom í ljós að þetta var ekki sama Danmörk og hann ólst upp í fyrir fimmtíu árum. Þrátt fyrir það lét hann drauminn rætast og tel ég það hafa verið rétt hjá honum. Hann flutti hins vegar aftur til íslands í desember 1987. Vegna uppruna síns hafði afi-Kaj mikinn áhuga á dönskunámi okkar systranna í skóla og settist oft nið- ur með mér til að fara yfir dönsk- ulexíumar. Reyndar hafði hann metnað fyrir okkar hönd í öllu skólanámi. Ef til vill hefur það staf- að af því að hann hafði ekki sem ungur maður sömu tækifæri til menntunar og við höfum í dag. Vegna veikinda afa-Kaj og Dan- merkurdvalar hafa fundið okkar verið fáir síðustu árin og er hann því sterkastur í minningunni hjá mér fram að þrettán/fjórtán ára BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur s c/> z a ,CO 5 => □ i 3 z z 5 5 3 Q

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.