Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990
17
HBOKA
Fáein orð um
frelsi og núll
eftir Gísla Jónsson
Ég lifði Kreppuna miklu. Hún er
mér í ^sáru, óafmáanlegu barns-
minni. Ég veit að talsverð verðbólga
er betri en kreppa og atvinnuleysi,
hvað sem hagfræðikenningum líður.
Mennirnir, sem sömdu um núllið á
dögunum, lifðu fæstir Kreppuna
miklu. Ég er þakklátur þeim Dags-
bi'únarmönnum sem börðu í borðið
og sögðu nei. Það lifír þó enn neisti
í ösku íslenskrar verkalýðsbaráttu.
Upp með hana, og dettur nú mönnum
ekki framar í hug að tengja hana
við hrunið kerfi sameignarinnar
(kommúnismans). Alþýða Austur-
Évrópu hefur risið upp og berst eink-
um fyrir tvennu sem verður að fara
saman: frelsi og bætt lífskjör, frelsi
og mannúð. Ekkert af þessu hefur
sameignarstefnan getað fært fólki
og mun ekki geta. Er ekki reynslan
nógu löng, nógu þungbær, nógu sár?
Sjáið þið börnin í Rúmeníu, hrakin,
forsmáð og eyðnismituð undan stjóm
„sjarmörsins" Sjáseskús.
En við skulum ekki fyllast of mik-
illi sjálfumgleði. Þó slík ósköp við-
gangist ekki hér á landi, þá er í
ýmis hom, ýmis skúmaskot, að líta.
Ég hef ekki komist hjá að lesa frá-
sagnir fólks sem býr við svo rýran
kost að firnum sætir. Svo rýran til
dæmis að það hefur ekki efni á að
fá sér kjöt í matinn nema með löng-
um hléum. Gömul hjón hafa stöku
sinnum keypt sér hálsabita utan há-
tíða. Hálsabitar era vont kjöt. Ungur
verkamaður getur ekki leyft sér og
fólki sínu góða kjötmáltíð nema sára-
sjaldan. Þetta eru aðeins lítil dæmi
til þess að lengja ekki þennan grein-
arstúf um of. En þetta ætti að snerta
tilfinningar og taugar uppa og ístru-
maga, og ég held reyndar að það
komi við ýmis kaun. Mér finnst það.
Ég er ekki jafnaðarmaður. Ég
held að seint verði allir jafnir og
veit ekki hvort það er gott. Mig
grunar að viðleitni til þess að gera
alla jafna endi í því, að sumir verði
óheyrilega „jafnari en aðrir“. Þar
fyrir þoli ég ekki hvaða ójöfnuð sem
vera skal. Og ég veit að það gerir
íslensk þjóðarvitund ekki. Vel má
vera að núllsamningarnir hafi verið
skynsamlegir frá ýmsum sjónarmið-
um, einkum þó atvinnurekenda og
ríkisvalds. En það skyldi nú ekki
vera, að þeir gerðu ýmsa „jafnari"
en áður.
Þó að ég sé hættur skiptum af
stjórnmálum, ætla ég að lyktum að
biðja liðsodda flokksins míns að
hyggja að þessum fáu orðum. Ég
veit að þeir gera sér ljóst gildi frels-
is og mannúðar, en ég bið þá að
leggjast ekki undir höfuð ráðagerðir
og athafnir til þess að rétta hlut
fátækra manna á íslandi. Ég bið þá
að reyna að koma í veg fyir að þjóð-
in klofni í tvennt: þá sem eiga og
I SPORTKLUBBNUM
ÖLKRÁIN
í SPORTKLÚBBNUM
Borgartúni 32 - sími 624533.
þá sem ekki eiga. Ég bið þá að sætta
sig aldrei við núll handa þeim sem
minnst geta.
Frelsi með mannúð verður að setja
sér það markmið, að öllum líði sóma-
samlega, bæði efnalega og andlega.
Sjálfsagt næst það markmið aldrei,
en það er jafnsjálfsagt að keppa að
því.
Höfundur er cnnd. mag. í
íslenskum fræðum.
Gísli Jónsson
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
íráMúlalundi...
... þær duga sem besta bók.
Múlalundur
SÍMI: 62 8-4 50
BOLHOLTI 6
Janúar- og
febrúarndmskeiöin
voru fullbókuð. Þess vegna ætlum
við að bæta við einu
námskeiði í mars
Sif,
snyrtifræðingur
Korl,
hórgreiðslum.
Unnur,
framkvæmdastj.
Fjölbreytt námskeiÖ fyrir alla.
Leitið upplýsinga.
Símar 687580 - 687480.
Unnur Arngrímsdóttir, sími 36141.
okkur er ekki sama hvernig öðrum líður • Níu manns starfa nú við hjáiparstörf
(D
c
xO
O
m
xO
©
-
o
C3
■ -v.
(Q
RAUÐI KROSS ISLANDS
Barna og unglingasíminn staðfestir að ailtof mörg börn á Islandi þurfa hjálpar við