Morgunblaðið - 07.04.1990, Side 20

Morgunblaðið - 07.04.1990, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990 Aagot Vilhjálmsson - Afmæliskveðja Frú Aagot Vilhjálmsson, Miðleiti 5, Reykjavík, er 90 ára í dag, 7. apríl. Hún er elst 9 barna Rolfs Johansen, kaupmanns á Reyðarfirði og eiginkonu hans, Kristine Över- land, eða frú Kitty, eins og hún var ávallt kölluð. Þau voru bæði af norsku bergi brotin, en fluttust ung að árum til íslands og bjuggu hér alla tíð, lengst af á Reyðarfirði. Þar rak Rolf Johansen umfangsmikla verslun, ásamt útgerð, póstaf- greiðslu og afgreiðslu strandferða- skipa. Af öllum þessum umsvifum leiddi að heimilisreksturinn varð mjög umfangsmikill. Fjöldi vanda- lauss fólks var þar við störf og gestagangur mikill. Myndarskap húsfreyjunnar frú Kitty var við brugðið og duldist engum að þar fór mikil hæfileikakona. Hún sinnti margskonar félags- og menningar- málum auk þess að reka þetta stóra heimili. Börnin voru alin upp við mikla trúrækni. Þau höfðu heimakennara í nokkur ár og mikil áhersla var lögð á að þau lærðu góða íslensku, þótt hjónin töluðu norsku sín á milli og börnin skildu bæði málin. Þarna hefur verið lagður traustur grunnur að framtíð þessara barna, sem þau hafa búið að um langa ævi. Er amma mín, frú Aagot, besta dæmið um það, því að enn í dag ber þessi níræða kona uppi merki þeirrar óbilandi bjartsýni og lífsgleði, sem einkenndi móður hennar og hún fékk sjálf svo ríku- lega í vöggugjöf. Af níu börnum Johansens-hjón- anna komust sjö á legg, en tvö dóu í blóma lífsins. Þijú þeirra eru enn á lífi, Hákon, f.1905, og Olga, f. 1908, auk Aagotar. Elstu systurnar tvær, Aagot og Valborg (f. 1901), fylgdust löngum að og fóru saman til Akureyrar í gagnfræðaskóla tvo og hálfan vetur á árunum 1915-1917, eftir að hafa verið tvo vetur í skóla á Seyðisfirði hjá Rögnu föðursystur sinni. En Valborg varð ekki langlíf og lést árið 1928. Árið 1920 giftist Aagot Árna Vilhjálmssyni lækni. Þau fluttust nýgift til Noregs og bjuggust jafn- vel við að setjast þar að, þar sem læknishéruð á íslandi lágu ekki á lausu. Vorið eftir fór hún svo heim til Reyðarfjarðar til þess að eignast fyrsta barnið. Árni kom síðan heim næsta vetur og starfaði sem læknir á ýmsum stöðum þangað til honum bauðst embætti héraðslæknis á Vopnafirði og settust þau þar að árið 1924. Þar bjuggu þau síðan allt til ársins 1960. Börnin urðu 11 og komust þau öll til fullorðinsára: Snorri (1921-1972); Kjartan (1922-1978); Ámi (1924); Kristín (1926); Sigrún (1927); Valborg (1930); Vilhjálmur (1932); Aagot (1935); Rolf (1937); Aðalbjörg (1939) og Þórólfur (1941). Að mörgu leyti má segja að í lífi læknishjónanna á Vopnafirði endur- speglist líf kaupmannshjónanna á Reyðarfirði. En munurinn er sá að hér var ekki um kaupmanninn að ræða, heldur embættismanninn, héraðslækninn. Árni læknir var í hreppsnefnd og oddviti staðarins í áratugi. Á heimili þeirra þurfti því ekki aðeins að veita þreyttum ferða- löngum beina heldur var þar sjúkra- húsið í héraðinu, hótelið og gisti- heimilið. í apótekinu, sem aldrei var nefnt annað, var móttaka fyrir alla sjúklinga sem komu og þar voru gerðar aðgerðir. Ef um meiriháttar aðgerðir var að ræða þurfti að taka sjúklinginn inn á heimilið og veita honum þar aðhlynningu. Frú Aagot þurfti því að vera margt í senn. Hún var ekki aðeins húsmóðir á sínu stóra heimili og móðir barna sinna, heldur var hún einnig hjúkr- unarkona og aðstoðarlæknir, þótt hún 'hefði ekki til þess skólamennt- un og sennilega hefur ekki liðið sá dagur að hún væri ekki sótt til aðstoðar við tanntöku eða annað slíkt. Allt lín og umbúðir sjúkling- anna varð að þvo með öðrum þvotti heimilisins og öll læknisáhöld og tæki varð að sótthreinsa í eldhús- inu. Á heimilinu var rekinn smábú- skapur, svarðar- og mótekja til eldi- viðar og mikið var unnið að heimil- isiðnaði. Frú Aagot eignaðist rokk og lærði að spinna og síðan var pijónað, heklað og saumað. Fljót- lega eignaðist hún pijónavél og eft- ir það sá hún ekki aðeins eigin heimili fyrir pijónlesi, heldur pijón- OPIÐ PRÓFKJÖR Á NÝJUM VETTVANGI Opinn fundur meö Ólínu í Múlakaffi laugardag 7. apríl kl. 10.00 MUNIÐ PRÓFKJÖpiÐ UM HELGINA Við undirrituð lýsum ánœgju okkar með framboð Ólínu Porvarðardóttur í sameiginlegu prófkjöri Alþýðuflokks, Samtaka um nýjan vettvang og annarra félagasamtaka. Alfreð Gíslason — handknattleiksmaður Atli Heimir Sveinsson - tónskáld Árni G. Stefánsson - kennari Ásgerður Bjarnadóttir - bankaritari Baldur Jónasson — markaðsstjóri Birna Kristín Baldursdóttir - háskólanemi Bubbi Morthens - tónlistarmaður Dagbjört Óskarsdóttir - snyrtifrœðingur Elínborg Óladóttir — verslúnarmaður Elísabet Jökulsdóttir - rithöfundur Gísli Helgason — tónlistarmaður Guðmunda Elíasdóttir - söngkona Gunnar Eyjólfsson - leikari Hannibal Valdimarsson - Fv ráðherra Haukur Haraidsson - deildarstjöri Haukur Morthens - söngvari Helga María Ástvaldsdóttir — hjúkrunarfræðingur Helgi Björnsson — tónlistarmaður og leikari Helgi Hafliðason - fisksali Hermann Sigurðsson - deildarstjóri Hörður Óskarsson — prentsmiðjustjóri Ingi Bæringsson - verkamaður Jakob Frímann Magnússon - tónlistarmaður Jóhannes Guðmundsson - framkvrzmdastjóri Próf. Jón Bragi Bjarnason - lífeðlisfræðingur Jónas V. Magnússon - rafiðnfræðingur Jónas Sveinsson — bifreiðastjóri Margrét Einarsdóttir - borgarslarfsmaður Margrét Haraldsdóttir — menntaskólakennari Margrét Jódís Sigurðardóttir - verkakona Oddur Malmberg - guðfræðinemi Pálmi Gestsson - leikari Kjörstaðir eru: í KRINGLUNNI 4 GERÐUBERGI VÖRÐUSKÓLA KOLAPORTI Rögnvaldur Sigurjónsson - tónlistarmaður Skúli Johnsen — borgarlæknir STUÐNINGSMENN Viggó Sigurðsson - íþróttakennari Vilborg Halldórsdóttir - leikkona Vilhelm Ingimundarson - fulltrúi aði hún bókstaflega fyrir alla sveit- ina í mörg ár. Oftast varð greiðslan fyrir pijónaskapinn lítið annað en þakklæti þess sem við tók. Lengi hafði hún litla hannyrðaverslun inn af lækningastofunni og var það umboð frá verslun Balduins Ryel á Akureyri. En þótt önn dagsins væri mikil fann hún alltaf tíma til að sinna félagsmálum. Hún starfaði mikið í Kvenfélagi Vopnaijarðar og var þar lengst af gjaldkeri. Hún sat um langt skeið í sóknarnefnd Vopna- Ijarðarsóknar. Þá er ótalinn áhugi hennar á leiklist. Hún hafði mjög gaman af að leika og var ein aðal- driffjöðrin í leikfélagi á Vopnafirði og lék oft sjálf í ýmsum hlutverkum. Eftir að þau hjón fluttust til Reykjavíkur starfaði Árni læknir um árabil hjá Tryggingastofnun ríkisins, en hann lést í apríl 1977. Afkomendur þeirra eru að nálgast 100, börnin voru 11, við barnabörn- in erum 36, barnabarnabörnin um 50 og eitt barnabarnabarnabarn. Þó að amma Aagot standi ekki lengur á leiksviði er hún samt sem áður enn í stóru hlutverki, því að hún er sá tengiliður sem heldur þessari stóru fjölskyldu saman. Hún hefur alltaf jafngaman af að hitta fólk, fara í leikhús, á tónleika, eða gera eitthvað annað skemmtilegt, enda hrókur alls fagnaðar hvar sem hún fer. Hún tekur virkan þátt í félagsstarfi aldraðra og stundar þar reglulega leikfimi og handavinnu. Einnig er hún meðlimur í Félagi austfirskra kvenna og sækir þar fundi reglulega. Ekki eru mörg ár síðan hún hætti pijónaskapnum, en handavinnan er samt aldrei langt undan, t.d. útsaumur eða barnahos- ur. Þessi níræði unglingur lætur engan bilbug á sér finna og heldur upp á afmælið með opnu húsi í Miðleiti 5 í dag kl. 3-6. Elsku amma, til hamingju með daginn, ég vona að sem flestir njóti hans með þér, lifðu heil. Auður Árnadóttir Elsku amma. Nú þegar þú leggur af stað inn í tíunda áratuginn langar okkur að senda þér svolitla kveðju. Við kynntumst þér ekki mikið sem miðaldra konu þegar við vorum börn, þá skildu torfærur Austijarð- anna. En það hefur verið okkur mikil gjöf að fá að kynnast þér sem unglingi fram á hárrar elli ár. Við höfum kynnst brosi og bjartsýni, hláturmildi, hlýju viðmóti og léttri lund; fallegri manneskju. Við höfum séð að það er hægt að komast í gegnum langa ævi, umbrotasamt lífsstarf og gagngerar þjóðfélags- breytingar með bros á vör, og við höfum lært hvernig jákvætt lífsvið- horf lýsir upp tilveruna og gefur henni tilgang. Frá þér fer betra fólk með bjart- ari lífssýn. Til hamingju með daginn. Birna, Árni, Anna og Sigbjörn ■ HINIR árlegu vortónleikar Lúðrasveitar Laugarnesskóla verða haldnir í skólanum í dag, laugardag, kl. 14. Kaffiveitingar að tónleikum loknum. M SÝNING stendur yfir í Hafhar- borg þessa dagana á málverkum úr safni Hafnarborgar. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14—19. I páskavikunni verður opið skírdag og annan í páskum en lokað á föstudaginn langa, laugar- dag og páskadg. ■ SAMEIGINLEGUR fundur stjórna Félags sjónvarpsþýðenda RÚV og Félags þýðenda Stöð 2 hefur skorað á menntamálaráð- herra og Alþingi að hlutast nú þeg- ar til um að sett verði lög sem kveði á um lágmarkskröfur fyrir þýðend- ur á kvikmynda- og sjónvarpsefni og gera dreifingaraðila ábyrga fyrir því að þýðingar í myndmiðlum séu ekki í höndum fúskara. Einnig skor- ar fundurinn á menntamálaráð- herra og Alþingi að hvika hvergi frá þeirri stefnu að lögfesta þýðing- arskylduna í nýjum útvarpslögum og sýna þannig íslenskri menningu og tungu rækt í verki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.