Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990 27 Sýníng um helgina, opið laugardag kl. 13-17. Sovéskum gyð- ingum leyft að fara um Finnland Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNSK stjórnvöld tilkynntu á miðvikudag, að 100 sovéskum gyðingum yrði leyft að fara um Finnland á leið sinni til ísraels. Talið er að allt að nokkur hundruð þúsund gyðinga hyggist flytj- ast frá sovétríkjunum til fyrirheitna landsins en upp á síðkastið hefiir þeim reynst erfítt að komast þangað. Ungveijar hættu ný- lega að annast flutninga á sovéskum gyðingum vegna hótana frá palestínskum öfgahópum. Pertti Paasi^ utanríkisráðherra Finna segir að ísraelum hefði verið sett það skilyrði að gyðingarnir sem færu um Finnland yrði ekki vísað til byggða á herteknu svæðunum. Hefðu þeir fallist á það og segist Paasio sannfærður um að Israelar standi við orð sín. Fulltrúi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO) í Helsinki, Zuheir al-Wazir, er hins vegar uggandi og segist ekki treysta Israelsmönnum. Margir þeirra gyðinga sem hafa flust frá Sovétríkjunum til ísraels á undan- förnum árum hafa einmitt sest að á herteknu svæðunum. Af þeim sökum hafa palestínskir öfgamenn haft í hótunum við þjóðir og flugfé- lög sem tengjast flutningum á so- véskum gyðingum til ísraels. Ekki hefur verið látið uppi hvort vænta megi að fleiri sovéskir gyð- ingar fái að fara um Finnland en þeir 100 sem fengið hafa til þess leyfi. Heldur hefur ekki verið skýrt frá því hvenær mennirnir 100 verða a ferðinni. Finnar voru lengi milliliðir í sam- skiptum ísraela og Sovétmanna meðan þjóðirnar tvær höfðu ekki með sér stjórnmálasamband. Und- anfarið hafa verið stofnuð hér í landi félagasamtök Finna tii þess að undirbúa mikla fólksflutninga frá Leníngraðsvæðinu og Eistlandi til Israels. Næturvörður sýru ausinn Reuter Maður var handtekinn í ríkislistasafninu í Amster- dam í gær eftir að hafa sprautað sýru úr brúsa yfir hið fræga máiverk Rembrandts Næturvörðinn. Að sögn starfsmanna safnsins tókst að koma í veg fyrir að sýran skemmdi listaverkið sem málað var árið 1642. t ■ V.. . Bretland: Hrotur varða við mengnn- arlöggjöf St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgun- blaðsins. ENSKUR dómari komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku, að hrotur vörðuðu við mengunarlög. Mengunarvald- urinn var þó ekki sektaður. Davies-hjónin búa á efri hæð í húsi í borginni Leeds og frú Philips býr þar á neðri hæð með dóttur sinni. Frú Philips er 87 ára gömul og eru það hrotur hennar sem valdið hafa Davies- hjónunum ónæði. Þau ákváðu að stefna granna sínum fyrir rétt til að fá bættan skaða vegna ónæðisins af hrotunum, sem hafa lengi borizt af neðri hæð- inni. í málarekstrinum kom fram, að Davies-hjónin hafa kallað inn lögregluna og heimilislækni til að reyna að stilla til friðar, en án nokkurs árangurs. Síðan var loftið hjá frú Philips og gólfið hjá hjónunum hljóðeinangrað. Þá höfðu vandræðin staðið í hálft annað ár. Lögmaður Davies hjónanna hélt því fram, að hrotur væru hávaði, sem gæti valdið tjóni. Sama mætti segja um hanagal í morgunsárið og orgelleik. Lög- maður frú Philips sagði hrotur hennar stafa af hálsveiki. Hrotur væru fullkomlega eðlilegar, bættu heilsuna, hjartsláttinn og lækkuðu blóðþrýsting. Svo bætti hann við: „Það vill enginn hijóta, en það kann enginn ráð við því.“ Dómarinn komst að þeirri nið- urstöðu, að hroturnar væru beint tilræði við heilsu og vellíðan nágrannanna og vörðuðu við mengunarlög. Hann taldi þó óeðlilegt að frú Philips væri dæmd til að greiða skaðabætur eða allan málskostnað. Þetta er í fyrsta skipti í enskri réttar- sögu, að hrotur eru taldar varða við lög. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2, sími 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.