Morgunblaðið - 07.04.1990, Síða 36

Morgunblaðið - 07.04.1990, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRIL 1990 36 VORGULL (Forsythia) llmsjón: Ágústa Björnsdóttir I60.þáttur Það hefur verið ýjað að því við undirritaðan að þeir sem fylgjast með þessum þætti kynnu að hafa ánægju af smárabbi um forsýtíu. Hér er um ættkvísl að ræða, sem gengur undir nafninu „Forsythia" á máli fræðimanna, en hún er kennd við þekktan enskan garð- yrkufræðing W.A. Forsyth, sem er löngu liðinn. Á íslensku hefur for- sýtíu einnig verið gefin nöfnin vor- gull og gullrunni. Mun ég halda mig við fyrra nafnið og tína til sitt lítið af hveiju um þennan runna, sem víða er rómaður fyrir óvenju- lega blómsælni og glæsilegt blóm- skrúð. Fáar tegundir skrautrunna munu eins algengar í görðum nær- liggjandi landa og. einmitt vorgull. Þetta eftirlæti margra er sannkall- að tákn sumarkomunnar, því runn- inn byijar að töfra fram fagurgul og fínleg blóm sín fljótlega eftir að góður ylur fer að leika um jörð og loft. Blómgun hefst rétt áður en örla tekur á laufi runnans. Ekki síst þess vegna verða blóm hans svo áberandi og blómgun tilkomu- mikil. Ættkvíslin vorgull á heima í olíuviðarætt (Oleaceae) sem einn- ig nefnist smjörviðarætt, en ætt- arblóminn þar er hið alkunna olíu- tré ævagömul og stórmerk yrki- planta í Miðjarðarhafslöndum og víðar. Annað kunnugt tré ættarinn- ar er askur (Fraxinus). Enn aðrir ættingjar vorgulls eru sýrenur, jasmína og gecðarunni (Ligustr- um). Til vorgulls teljast einar 8 tegundir. Upprunalegir heimahag- ar flestra þeirra eru Kína, Kórea og Japan. Ein þeirra vex þó í fjal- lendi Albaníu. Vorgullstegundirnar eru stæði- legir sumargrænir runnar, 1—3 m á hæð með kröftugum og stinnum greinum sem standa þétt. Stundum eru þær bogsveigðar í endann. Greinar eru ýmist sívalar eða kant- aðar, gulbrúnar og stinga í stúf við margt annað. Blöðin eru gagn- stæð, fagurgræn. Blómin spretta aðallega fram á tveggja ára stutt- greinum en gætir þó einnig á að- eins ársgömlum, þau eru ekki stór en sitja oft mjög þétt. Vorguíl er auðvelt í fjölgun með kurlgræðlingum, á sama máta og víðir. Sama gildir um sumargræðl- inga. Tegundirnar þrífast best í frekar þurrum jarðvegi og þær eru taldar nægjusamar á næringu í jörð. Vorgull þarf langan og hlýjan vaxtartíma til að geta myndað blóm, er því borin von að runninn geti átt framtíð fyrir sér í görðum hér. Öðru máli gildir ef hann nyti vistar í stofu eða garðskála. Það skyldi þó athugað að runninn er plássfrekur og því væri ráðlegast að rækta hann í rúmgóðu íláti og beita klippunum óspart, samt á ákveðinn hátt. Afskornar greinar vorguljs eru mjög auðveldar í ylræktun. í þeim tilgangi er töluvert fengist við að rækta þær og selja sumsstaðar erlendis. Hér hefur í mörg ár verið svolítið framboð af innfluttum blómstrandi greinum í blómaversl- unum á veturna. Þær eru ylræktað- ar hér. Fyrst og fremst sjást þær þegar páskar fara að nálgast og bjóðast eitthvað fram eftir vori. Það eru fyrst og fremst ýmsir blómviljugir bastarðar sem þykja fegurstir í þessu skyni, en blóm flestra þeirra hafa skærari lit en sjálfar tegundirnar. Tveggja ára greinar skila flestum blómum, en þær eru látnar standa í vatni við allt að 20° hita á björtum stað. Koma þá blómhnappar mjög fljót- lega fram. Að lokum má geta þess að í Noregi þrífast sumar vorgullsteg- undirnar vel í austurhluta landsins og hér og þar í strandhéruðunum allt til Þrændalaga. Óli Valur Hansson ATVINNUAUGl YSINGAR Siglufjörður Blaðberi óskast á Hólaveg. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 71489. ffatngtuiIilfiMfe FfíAMHALDSSKÓLINN A HÚSAVlK SKOLAGARDI - POSTHOLF 74 - 540 HÚSAVlK SlMI 96-41344 96-42095 Kennarastöður Kennarastöður við Framhaldsskólann á Húsavík eru lausar til umsóknar. Um er að ræða heilar stöður í ensku, samfélagsgrein- um, íslensku, stærðfræði, þýsku og við- skiptagreinum. Ennfremur hlutastöður í dönsku, frönsku, rafiðngreinum, sérgreinum bifvélavirkjunar, vélritun og námsráðgjöf. Umsóknarfrestur um stöður þessar er til 30. apríl 1990. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda undir- rituðum, sem veitir nánari upplýsingar. Skólameistari. Sérkennarar Sérkennara vantar að Barnaskóla Húsavíkur næsta skólaár. Útvegum húsnæði, barna- gæslu o.fl. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Upplýsingar veitir Halldór Valdimarsson, skólastjóri, vinnusími 96-41660 og heima- sími 41974. Skóianefnd Húsavíkur. Prcnltcekni hf KÁRSNESBRAUT 108 • 200 KÓPAVOGI Prentari óskast Viljum ráða duglegan pressumann sem fyrst. Prenttækni hf., Kársnesbraut 108, Kópavogi, sími 44260. Umsjónarmaður félagsmiðstöðvar Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns Félagsmiðstöðvar Selfoss. Um er að ræða fullt starf til eins árs frá júní eða júlí nk. Umsjónarmaður ber ábyrgð á rekstri félagsmiðstöðvarinnar og skipuleggur starfsemi hennar í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð Selfossbæjar. Æskilegt er að umsækjandi hafi uppeldis- menntun eða reynslu af sviði unglingastarfs. Nánari upplýsingar um starfið veitir undirritað- ur á bæjarskrifstofum Selfoss, þar sem um- sóknum skal skilað eigi síðar en 23. apríl nk. Bæjarstjórinn á Selfossi. KENNSLA Lærið ensku í Englandi Sumarnámskeið í Bournemouth bjóðast enn fyrir alla sem eru 15 ára og eldri. Eitt slíkt námskeið hefst 22. júní nk., þar sem flugferð- ir, kynnisferðir, leiðsögn, bækur o.fl. er inni- falið í einu verði. Áratugareynsla. Allar upplýsingar gefur Sölvi Eysteinsson, Kvisthaga 3, Reykjavík, sími 14029. NAUÐUNGARUPPBOÐ Þriðjudaginn 10. aprfl 1990 fara fram nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum í dómsal embættisins, Hafnarstræti 1, og hefjast þau kl. 14.00: Brekkustig 7, Suðureyri, þingl. eign Aðalbjörns Þórhalls Jónssonar, eftir kröfu Sparisjóðs Súgfirðinga. Brautarholti 10, ísafirði, þingl. eign Árna Sædal Geirssonar, eftir kröfum Tryggingastofnunar ríkisins, íslandsbanka, (safirði, veðdeildar Landsbanka (slands og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Brimnesvegi 16, Flateyri, þingl. eign Finnboga I. Hallgrímssonar, eftir kröfum veðdeildar Landsbanka Islands, Lifeyrissjóðs Vestfirðiga og Kreditkorta hf. Nesvegi 5, Súðavík, þingl. eign Auðuns Karlssonar, eftir kröfum Sparisjóðs Súðavíkur, Kreditkorta hf. og innheimtumanns ríkis- sjóðs. Pólgötu 10, ísafirði, talinni eign Magnúsar Haukssonar, eftir kröfum Lífeyrissjóðs Vestfiðinga, Bæjarsjóðs isafjarðar, veðdeildar Lands- banka islands og innheimtumanns ríkissjóðs. Annað og síðara. Sólgötu 3, isafirði, þingl. eign Jóns Benónýs Hermannssonar, eftir kröfum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga og veðdeildar Landsbanka islands. Stórholti 11, 3.h.b, þingl. eign. Sigurrósar Sigurðardóttur o.fl., eftir kröfum Búnaðarbanka islands, Blönduósi, Kreditkorta hf., Lífeyris- sjóðs verslunarmanna og veðdeildar Landsbanka islands. Annað og síðara. Suðurgötu 11, ísafirði, þingl. eign Niðursuðuverksmiðjunnar hf., eftir kröfum Iðnþróunarsjóðs og Byggðastofnunar. Annað og síðara. Sunnuholti 3, ísafirði, þingl. eign Sævars Gestssonar, eftir kröfum Bæjarsjóðs isafjarðar og Bóksölu Eggerts og Guðmundar. Annað og síðara. Tangagötu 26, ísafirði, þingl. eign Kjartans Brynjólfssonar, eftir kröfu Kreditkorta hf. Túngötu 9, Suðureyri, þingl. eign Suðureyrarhrepps, eftir kröfu veð- deildar Landsbanka islands. Annað og síðara. Verksmiðjuhúsi við Sundahöfn, ísafirði, þingl. eign Niðursuðuverk- smiöjunnar, eftir kröfum, Iðnlánasjóðs, Byggðastofnunar, Skipadeild- ar Sambandsins og innheimtumanns ríkissjóðs. Annað og síðara. Þriðja og síðásta nauðungaruppboð á fiskverkunarhúsi og beitingarskúr, Flateyri, þingl. eign Snæfells hf. fer fram eftir kröfum Sæplasts hf., Glerborgar hf., Stefnis hf., Fiskveiðasjóðs og innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri þriðju- daginn 10. april 1990 kl. 16.00. Þriðja og síðasta nauðungaruppboð á Grundarstíg 11, Flateyri, þingl. eign Helgu Matthiasdóttur og Gunnhalls Gunnhallssonar fer fram eftir kröfu veðdeildar Lands- banka fslands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 10. apríl 1990 kl. 16.30. Þriðja og síðasta nauðungaruppboð á Mánagötu 4, ísafirði, þingl. eign Bernharðs Hjaltalín, fer fram eft- ir kröfum Verðbréfasjóðsins, Guðjóns Ármanns Jónssonar og Búnað- arbanka Islands, Austurbæ, á eigninni sjálfri miðvikudaginn 11. apríl 1990 kl. 11.00. Bæjarfógetinn á isafirði, sýsiumaðurínn í ísafjarðarsýsiu. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR é t Krabbameinsfélagið Aðalfundur Krabbameins- félags Reykjavíkur Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, mánudaginn 9. apríl 1990 og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Að loknum fundi verða kaffiveitingar í boði félagsins. Stjórnin. ATVINNUHUSNÆÐI Verslunarhúsnæði við Síðumúla Til leigu á besta stað við Síðumúla ca 160 fm verslunarhúsnæði á jarðhæð. Upplýsingar gefur Sigmundur Hannesson hdl., Pósthússtræti 13, í símum 25959 á skrifstofutíma og 24455 á kvöldin og um helgar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.