Morgunblaðið - 27.04.1990, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRIL 1990
Borgin eignaðist
Hótel Borg í gær
Reykjavíkurborg keypti í gær Hótel Borg á 147 miHjónir króna.
Verður tíundi hluti kaupverðsins greiddur út á þessu ári en þar af
verður um 40% skuldajafnað vegna ógreiddra fasteignagjalda. Eftir-
stöðvarnar verða greiddar á 8 árum. Borgin tekur við Hótel Borg 1.
október næstkomandi.
Eigendur hótelsins höfðu áður
boðið Alþingi hótelið til kaups á 120
milljónir en Davíð Oddsson borgar-
stjóri sagði söluupphæðina nú þá
sömu, uppreiknaða með ákveðinni
vísitölu. Hann sagðist vera sann-
færður um að þessi kaup myndu
borga sig.
„Þetta er góð eign og fasteigna-
mat húss og lóðar er raunar um 280
milljónir. Að auki er þetta eina stóra
hótelið í miðbænum og það eru
möguleikar á að byggja við það,“
sagði Davíð. Hann bætti við að
líklega myndi Reykjavíkurborg þeg-
ar í haust fara að undirbúa viðbygg-
ingu allt að 40 herbergja, og leigja
hótelið síðan eða selja það leigusölu,
þó þannig að tryggt væri að þar
færi fram hótelrekstur.
Hann sagði að ekki lægi fyrir
kostnaðaráætlun um viðbyggingu en
vegna þess að þegar væru til staðar
ísafjörður:
Málfirelsi
bæjarstjóra
skertí
bæjarstjórn
Meirihlutaflokkarnir í bæjar-
stjórn IsaQarðar hafa samþykkt
að Haraldur L. Haraldsson bæjar-
stjóri sitji áfram út kjörtímabilið
þótt hann hafi nú boðið sig fram
til bæjarstjómar íyrir Sjálfstætt
framboð. Málfi-elsi hans á bæjar-
stjórnarfúndum hefúr þó verið
skert.
Smári Haraldsson formaður bæj-
arráðs sagði við Morgunblaðið að
það hefði orðið að samkomulagi
miili meirihlutans og bæjarstjóra að
hann gegndi starfí sínu áfram út
kjörtímabilið en sæti ekki fundi
meirihlutans. SkipuðJ verður 3
manna samstarfsnefnd sem fundar
reglulega með bæjarstjóra um fram-
gang bæjarmála. Loks var því beint
til bæjarstjórans að hann notaði
málfrelsi sitt á bæjarstjórnarfundum
aðeins til að svara fyrirspurnum.
Guðmundur Þórðarson formaður
Sjálfstæðisfélags Ísaíjarðar og einn
fra'mbjóðandi Sjálfstæðs framboðs,
sagði í Morgunblaðinu í gær að kom-
ið hefði verið boðum til forustu Full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna og
efsta manns Sjálfstæðisflokksins, að
aðstandendur framboðsins væru til
viðræðu um samninga. Engin við-
brögð hefðu komið við þeim skila-
boðum.
Ólafur Helgi Kjartansson efsti
maður Sjálfstæðisflokksins sagði að
þetta væru hrein ósannindi. Ekkert
slíkt hefði verið orðað við sig, og
hann vissi að sama gilti um formann
Fulltrúaráðsins.
eldhús og veitingasalir væri sú bygg-
ing hagkvæm.
Forsetar Alþingis hafa lagt fram
þingsályktunartillögu um að Alþingi
kaupi Hótel Borg. Þegar Davíð var
spurður hvort borgin hefði ekki ver-
ið að „ræna“ húsinu frá Alþingi
sagði hann: „Við vildum ekki láta
þetta fara illa því þingið er raunar
versti aðilinn til að vera með þetta
hótel. Þinghald liggur niðri 6 mán-
uði á ári og þá væri hálf dauflegt
um að litast þama í miðbænum,"
sagði Davíð.
Þegar Guðrún Helgadóttir forseti
sameinaðs þings var í gærkvöldi
spurð álits á sölunni sagðist hún
ekki vita til þess að af kaupunum
hefði orðið, þar sem ekki væri nóg
að Dávíð Oddsson skrifaði undir
kaupsamning, hinir aðilamir yrðu
að gera það einnig. Hún sagði að í
dag kæmi fram nefndarálit á þings-
ályktunartillögu um kaup Alþingis á
Hótel Borg og þá yrði málið rætt á
þingi.
Helgi V. Jónsson lögmaður, full-
trúi eigenda Hótels Borgar, sagði
við Morgunblaðið í gærkvöldi að all-
ir eigendur, nema einn, hefðu sam-
þykkt að ganga að tilboði borgarinn-
ar, en þessi eini væri bundinn af
samkomulagi um meirihlutasölu.
Eigendurnir hefðu þegar skrifað
undir kaupsamninginn, nema fjórir
sem ættu litla hluta, og þar af væri
einn staddur í Bandaríkjunum. Loks
ætti Landsbankinn eftir að skrifa
undir samninginn.
Viðskiptaráðherra:
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Erla Halldórsdóttir formaður stafsmannafélags Flugleiða gefúr hinni nýju vél nafiiið Védís á
Keflavíkurflugvelli í gær. Við hlið hennar stendur Sigurður Helgason forsljóri Flugleiða.
Enn stækkar flugfloti Flugleiða:
Védís kom heim í gær
Keflavík.
ÞRIÐJA Boeing 737-flugvéI
Flugleiða kom til Keflavíkur-
flugvallar laust fyrir hádegi í
gær og gaf Erla Halldórsdóttir
formaður starfsmannafélags
Flugleiða henni nafnið Védís.
Védís kom frá Seattle í Banda-
ríkjunum með viðkomu í Montreal
í Kanada og tók flugið heim um
9 klukkustundir. Flugstjóri var
Guðjón Ólafsson og aðstoðarflug-
maður var Halldór Sigurðsson, en
Gylfi Jónsson flugstjóri og
Tryggvi Baldursson aðstoðarflug-
maður flugu vélinni til Montreal.
Flugfreyjur voru Guðný Svein-
björnsdóttir og Svava Schiöth.
Einkennisstafir Védísar eru TF-
FIC, hún tekur 156 farþega í
sæti og verður notuð í áætlun til
Evrópu. Fimmta Boeing-vélin er
svo væntanleg eftir viku og er
hún af gerðinni 757 og tekur 189
farþega í sæti. . bb
Heimild gefin til sameiningar
Landsbanka og Samvinnubanka
VIÐSKIPTARÁÐHERRA afhenti í gær formanni bankaráðs Lands-
bankans heimild til að sameina Landsbankann og Samvinnubank-
ann, en Landsbankinn hefúr eignast ráðandi meirihluta í Samvinnu-
bankanum. Heimildin er við það miðuð að á næstunni verði uppstokk-
un í útibúakerfi ríkisbankanna og dreifingu skulda mikilvægra við-
skiptaaðila milli þeirra í þeim tilgangi að auka hagkvæmni og öryggi
í bankakerfinu.
skiptaráðuneytisins til sameining-
arinnar barst okkur á hádegi, og
höfum við ekki enn rætt við forráða-
menn Samvinnubankans um hvert
framhaldið verður. Við munum taka
þessu öllu rólega, en á einhverjum
stöðum munum við þó byrja á ein-
földun kerfisins þar sem það blasir
við að spamaði er hægt að beita
strax. Ég nefni þar staði eins og
Patreksfjörð, Vopnafjörð, Höfn í
Hornafírði og Selfoss, þar sem við
myndum sjálfsagt fljótlega hefjast
handa, en þó er þess að geta að
ennþá eru engar áætlanir neitt fast-
mótaðar um málið."
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að hann hefði fengið
ítarlega greinargerð frá Seðlabank-
anum og bankaeftirlitinu síðastlið-
inn þriðjudag varðandi sameiningu
Landsbankans og Samvinnubank-
ans, og hefði hann byggt heimildina
til þess á tillögum Seðlabankans.
Aðspurður sagði hann að eðli máls-
ins samkvæmt væri það verkefni
bankaráða og bankastjóra ríkis-
bankanna að koma sér saman um
dreifíngu skulda viðskiptaaðila milli
bankanna, en af sinni hálfu og einn-
ig Seðlabankans hefðu verið gefnar
ákveðnar ábendingar þar að lút-
andi, sem hann sagðist ekki vilja
tjá sig nánar um að svo stöddu.
Sverrir Hermannsson, banka-
stjóri Landsbankans, sagði að fyrir
skömmu hefðu verið skipaðar sam-
starfsnefndir Landsbankans og
Samvinnubankans með bankastjór-
um, aðstoðarbankastjórum og for-
mönnum starfsmannafélaga bank-
anna, sem yrði ráðgefandi varðandi
sameiningu bankanna. „Leyfí við-
Kvótafrumvarpið á Alþingi:
Þingmenn gagn-
rýna málsmeðferð
Aðalfimdur SH:
Coldwater skilaði hagnaði
Staðan batnar hjá verksmiðjunni í Grimsby
JÓN Ingvarsson, formaður stjórnar SH, sagði á aðalfúndi samtak-
anna í gær, að hann væri þeirra skoðunar að sérstakur fisk-
vinnslukvóti væri líklegur til að skapa fleiri vandamál en hann
leysti. Nærtækast væri að tengja handhöfn veiðiheimilda við þá,
sem skipin ættu, enda yrði fiskur ekki sóttur í sjó nema með
skipum.
Aðalfundi SH verður haldið
áfram í dag, en í gær komu með-
al annars fram þær upplýsingar
að rekstur Coldwater í Banda-
ríkjunum hefði skilað hagnaði á
síðasta ári eftir tap árið 1988.
Ennfremur værí rekstur Icelandic
Freezing Plants í Grimby að snú-
ast mjög til betri vegar eftir um-
talsverðan taprekstur. SH flutti
utan á síðasta ári um helming
allra frystra sjávarafurða og
fjórðung allra sjávarafurða héðan
og hefur mikil söluaukning orðið
hjá söluskrifstofum félagsins í
Hamborg og París.
Friðrik Pálsson, forstjóri SH,
hvatti til þess í ræðu sinni, að
menn huguðu að aukinni sam-
vinnu við útflutning sjávarafurða.
„Lengi hefur frystiiðnaðurinn á
Islandi verið klofinn í tvennt, að
því er virðist af flokkspólitískum
ástæðum. Sem betur fer virðist
vera að verða nokkur breyting og
smátt og smátt er að skapast
meiri skilningur á því, að fyrir-
tæki með Iík starfssvið eigi að
starfa saman, en ekki endilega
að keppa hvort við annað,“ sagði
Friðrik.
/ttSj1á-!nána^a bTs 20 ^21.
ÞRÍR stjórnarþingmenn, Karvel
Pálmason, Alþýðuflokki, Skúli
Alexandersson, Alþýðubanda-
lagi, og Stefán Valgeirsson,
Samtökum um jafnrétti og fé-
lagshyggju, gagnrýndu harð-
lega í umræðum á Aiþingi í gær
málsmeðferð á irumvarpi um
stjórn fiskveiða og sögðu að
ekkert samkomulag hefði náðst
við þá um málið.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði í um-
ræðunum á Alþingi í gær að breyt-
ingarnar, sem orðið hefðu á mál-
inu, gengju þvert á þá stefnumörk-
un, sem rædd hefði verið við hags-
munaaðila í sjávarútvegi. Þor-
steinn sagði að það hefði ætíð
verið grundvallaratriði við ákvörð-
un fiskveiðistefnu að hafa fullt
samráð við hagsmunaaðila í sjáv-
®":vegi og með þessu móti sé
i aðeins þinglegri afgreiðslu
málsins stefnt í hættu, heldur jafn-
framt ýtt undir stórátök um það
úti í þjóðfélaginu.
Sjá nánar á þingsíðu, bls. 29.
Yfirlyflafræð-
ingur grunað-
ur umfjárdrátt
GRUNUR Ieikur á að yfirlyfia-
fræðingur á Landakotsspítala hafi
drcgið að sér fé frá spítalanum
og heftir Rannsóknarlögregla
ríkisins málið með höndum. Lyfja-
fræðingurinn gegnir ekki störfum
meðan á rannsókn málsins stend-
ur.
Ólafur Öm Arnarson, yfirlæknir
Landakotsspítala, sagði í gær að
grunsemdirnar hefðu vaknað í kjölfar
rannsóknar sem Ríkisendurskoðun
gerði á reikningum ákveðins lyfjafyr-
irtækis í síðustu viku. Við rannsókn-
ina fannst reikningur vegna við-
skipta spítalans og fyrirtækisins sem
aldrei höfðu átt sér stað.