Morgunblaðið - 27.04.1990, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990
Þing Alþjóðaþingmannasambandsins á Kýpur:
Hrun kommúnismans set-
ur mark sitt á þingstörfin
- segir Geir H. Haarde, formaður íslandsdeildarinnar
83. ÞING Alþjóðaþingmannasambandsins (Inter-Parliamentary
Union) var haldið í Nikosíu á Kýpur dagana 2.-7. apríl og sóttu
þingið alþingismennirnir Geir H. Haarde, formaður íslands-
deildarinnar, Ólafur Þ. Þórðarson og Sighvatur Björgvinsson,
auk Þorsteins Magnússonar, ritara deildarinnar. Geir H. Ha-
arde sagði í samtali við Morgunblaðið að athyglisvert hefði
verið að kynnast ástandinu á Kýpur og friður og öryggi á
Miðjarðarhafi hefði verið eitt af helstu umræðuefhum þingsins.
Einnig hefði vakið athygli að hrun kommúnismans hefði sett
mark sitt á þingstörfin, því að fulltrúar frá Mið- og Austur-Evr-
ópu hefðu myndað sérstakan hóp án samstarfs við Sovétmenn
eins og áður. Þeir hefðu í mörgum málum snúist á sveif með
fulltrúum Vesturlanda.
Geir H. Haarde ávarpar þing Alþjóðaþingmannasambandsins á
Kýpur.
Að þessu sinni voru aðalum-
ræðuefni þingsins annars vegar
aðgerðir gegn dreifingu og
neyslu fíkniefna í heiminum og
hins vegar áhrif tækniþróunar á
atvinnumál og starfsmenntun.
Andreotti, forsætisráðherra ít-
alíu, sem var fyrir ítölsku sendi-
nefndinni, ávarpaði þingið á
fyrsta degi þess og fjallaði eink-
um um baráttuna gegn fíkni-
efnavandanum. Þetta mál var
tekið til umræðu að frumkvæði
ítala.
Harðar deilur um
Miðjarðarhafsályktun
Einnig var fjallað um frið og
öryggi á Miðjarðarhafssvæðinu
að tillögu Kýpurbúa. Hart var
deilt um drög að ályktun um
málið, sem ellefu manna undir-
nefnd lagði fram. Vestrænir
þingfulltrúar gagnrýndu hana
harðlega og þótti þeim hún of
einhliða og ekki skapa næga
samstöðu um málið.
„Vestrænu þingfulltrúarnir
gagnrýndu í fyrsta lagi tillögu
undirnefndarinnar um að ríki,
sem ekki eiga land að Miðjarðar-
hafi, kalli á brott herskip sín frá
hafsvæðinu. Þeir bentu á að
Miðjarðarhafið væri alþjóðlegt
hafsvæði, sem væri opið öilum
þjóðum, og auk þess væri það
mikilvægt fyrir öryggi Vestur-
landa að herskip þeirra gætu
athafnað sig á hafinu. í drögum
undirnefndarinnar var einnig
fjallað um deilur ísraela og
Araba og var þar gengið lengra
en við önnur tækifæri í einhliða
fordæmingu á ísrael. Þar var
meðal annars lagt til að ísraelar
skiluðu Jerúsalemborg allri en
ekki aðeins austurhlutanum ein-
um auk hemumdu svæðanna.
Aðgerðir þeirra í suðurhluta
Líbanons voru fordæmdar án
þess að minnst væri á dvöl sýr-
lenska hersins í norðurhluta
landsins. Skipulagðir flutningar
á innflytjendum til herteknu
svæðanna og uppbygging þar
var einnig fordæmd og því jafn-
framt lýst yfir að PLO (Frelsis-
samtök Palestínu) væri eini lög-
mæti fulltrúi palestínsku þjóðar-
innar. Þá var lýst yfir „virkri
samstöðu" með Líbýumönnum
en vestrænu fulltrúarnir töldu
það óverjandi að lýsa yfir sér-
stökum stuðningi við ríkisstjórn
sem vitað væri að hefði um langt
skeið veitt hermdarverkamönn-
um víða um heim fjárhagslegan
og hernaðarlegan stuðning,"
sagði- Geir. Drög undirnefndar-
innar voru samþykkt með 595
atkvæðum gegn 237 en íslenska
sendinefndin, sem hefur 9 at-
kvæði, greiddi atkvæði gegn
þeim. Geir H. Haarde gerði gi-ein
fyrir afstöðu íslensku sendi-
nefndarinnar og sagði hana óán-
ægða með að geta ekki greitt
drögunum atkvæði því hún gæti
tekið undir flest atriðin, sem þar
kæmu fram, önnur en þau sem
knúin hefðu verið fram með
meirihlutavaldi. Hann lýsti yfir
stuðningi við ákvæði ályktunar-
innar varðandi Kýpurmálið.
Litháensmálið
Geir tók þátt í almennum
stjórnmálaumræðum og ræddi
framvindu alþjóðamála síðustu
misseri, einkum atburðina í
Austur-Evrópu. Hann íjallaði
einnig um ástandið í Litháen og
kvaðst vona að þess yrði skammt
að bíða að þingmenn frá Eystra-
saltsríkjunum Litháen, Eistlandi
og Lettlandi yrðu fullgildir aðilar
að Alþjóðaþingmannasamband-
inu, sem fulltrúar sjálfstæðra
ríkja. Geir vakti einnig máls á
Litháensmálinu á fundi form-
anna norrænu sendinefndanna
með formanni sovésku sendi-
nefndarinnar, þar sem fulltrú-
arnir mótmæltu fyrirhuguðum
kjarnorkuvopnatilraunum á eyj-
unum Noyaja Zemlja. Hann lagði
þar áherslu á að það væri von
íslensku nefndarinnar að Sovét-
menn beittu ekki vopnavaldi eða
öðrum þrýstingi gegn Litháum
og fundin yrði friðsamleg leið til
þess að Litháen öðlaðist þegar
fullt sjálfstæði.
Hrun kommúnismans
Á þingum Alþjóðaþingmanna-
sambandsins er mikið um fundi
óformlegra hópa, sem Geir segir
að megi að nokkru líkja við þing-
flokka á þjóðþingi. „Á þinginu í
Nikosíu störfuðu sjö hópar, sem
af landfræðilegum og pólitískum
ástæðum telja sig eiga nokkra
samleið. Þannig störfuðu vest-
ræn ríki saman, svo og ríki Asíu
og Kyrrahafsins, Afríku, Araba-
heimsins, Rómönsku Ameríku,
hlutlaus ríki og Mið-Evrópulönd.
Síðast nefndi hópurinn er alveg
nýr og skipaður fulltrúum þjóð-
deilda Ungveijalands, Póllands
og Tékkóslóvakíu. Þeir vænta
þess að fulltrúar Búlgaríu og
Júgóslavíu eigi eftir að bætast í
hópinn og ef til vill fleiri. Þó er
líka hugsanlegt að þessar þjóð-
deildir gangi til liðs við Vestur-
landahópinn enda stóðu þær oft
með honum í atkvæðagreiðslum
á þinginu. Á undanförnum þing-
um hefur starfað sérstakur hóp-
ur þjóðdeilda frá kommúnista-
ríkjum undir forystu Sovétríkj-
anna en á þessu þingi var ekíri
grundvöllur fyrir því að kalla
þann hóp saman og er ljóst að
hrun kommúnismans í Mið- og
Austur-Evrópu hefur leitt til þess
að slíkur hópur mun tæpast
starfa framar innan vébanda
Alþjóðaþingmannasambandsins.
Þar eru nú fáir eftir aðrir en
Mongólíumenn, Víetnamar og
Kúbveijar,“ sagði Geir H. Ha-
arde.
Landið mitt ísland
Innlegg í byggðapólitík
eftir Magnús Má
Þorvaldsson
Um langt skeið ríkti stöðugleiki
í atvinnumálum Akureyrar, fólks-
fjölgun var stöðug, bæjarbúar undu
hag sínum við leik og störf, voru
stoltir og jafnvel álitnir sjálfs-
hreyknir af utanhéraðsfólki. Segja
má að landsbyggðin hafi almennt
lifað sitt gullskeið á síðasta áratug
því vissulega voru það fleiri staðir
er vel dugðu en hinn norðlenski
höfuðbær samtímis og höfuðborgin
stóð að miklu leyti í stað hvað fólks-
fjölda áhrærir.
Keyptir voru skuttogarar í hvert
pláss, fjárfestingar í skólum og
heilsugæslustöðvum voru miklar,
samgöngur og þjónusta batnaði
stórum. Ráðamenn viðhöfðu stór
orð og digurbarkaleg um árangur
byggðastefnu án þess að um ein-
hverja skýra stefnu hafi verið að
ræða, skýrri stefnu hefír aldrei ver-
ið framfylgt í íslenskum stjórnmál-
um heldur hefír hentisemi ráðið
ríkjum, leikmenn höfðu tæpast við
að meðtaka boðskap stjómar-
herranna þótt í raun megi kenna
stefnuna við almenna velferð.
Framhald sögunnar er líklega
flestum kunnug, framleiðslutak-
markanir í landbúnaði og verulegar
takmarkanir á afla hafa ásamt
áframhaldandi hentistefnu dregið
mjög úr þrótti landsbyggðarinnar;
raddir byggðapólitíkur hafa með
öllu þagnað og firnavöxtur höfuð-
borgarsvæðisins orðinn að eins kon-
ar náttúrulögmáli og við því lög-
máli má eigi hrófla. Engu að síður
er haldið áfram að fabúlera hug-
myndir um lausn vandans aukin
heldur þörf á máttugum byggðar-
kjarna, kjörnum á landsbyggðinni
til mótvægis við höfuðborgarsvæð-
ið. Kveðjurnar eru aftur á móti
aðrar, hugur og hönd eiga enga
samleið, dugleysi og sundurlyndi
talsmanna landsbyggðar veikja enn
stöðu nennar.
Engar aðferðir geta á einfaldan
hátt snúið við þeirri þróun sem nú
stendur yfir þótt því sé gjarnan
haldið fram. Málið snýst um að
setja fram markmið í byggðamálum
sem almenn samstaða er um, s.s.
samgöngumál, almenna efnahags-
stjórn, breytta stefnu í atvinnumál-
um landsbyggðarinnar og aðgerðir
í húsnæðismálum. Hinn blauði velur
einföldustu leiðina, slík er að fylgja
fordæmi fyrirrennara sinna og
halda óbreyttri stefnu.
Öll vitum við að þörf er á öflugri
höfuðborg þar sem fjölþætt þjón-
ustustarfsemi, menning, listir og
vísindi dafnar. Borgin, eitt sérein-
kenni byggðaþróunar hérlendis er
að við byggðum eina, tiltölulega
stóra borg, hefir fyrir nokkru náð
því að vera stór og öflug, ber ásamt
nágrannabyggðalögunum ægis-
hjálm yfir önnur byggðalög íslensk.
Þegar rætt er um að staðsetja
nýtt álver við Eyjafjörð eru Eyfirð-
ingar ekki að taka neitt frá höfuð-
borgarsvæðinu þar sem hið nýja
álver er enn hugmynd en ekki veru-
leiki, heldur fá tækifæri til að dafna
að einhveiju leyti í líkingu við áð-
urnefnt svæði.
Það er í verkahring stjórnvalda
að tryggja jafna búsetumöguleika
í landinu, að fólk geti búið sem
víðast án þess að það verði augljós-
lega „átthagafjötrað". Iðnaðarráð-
herra fullyrðir að álver staðsett á
Reykjanesi muni vera til hagsbóta
landinu öllu og þó það kunni að
hugnast einhveijum er skýringin
harla torræð, a.m.k. fyrir þá er
verða af álverinu. Standist áður-
nefnd túlkun ráðherrans um fjar-
áhrif hins vegar er eðlilegast að
reisa álverið við Eyjafjörðinn, enda
mur.i sú ráðstöfun ekki einungis
renna frekari stoðum undir eyfir-
skar byggðir aukin heldur íslandi
í heild, þ.m.t. höfuðborgarsvæðið.
Með ofangreinda staðhæfingu að
leiðarljósi kunna hugmyndir ráða-
manna um að staðsetja verið á sv-
horninu að skjóta skökku við en þar
sem hentistefnan heldur velli er
ráðstöfunin „eðlileg".
Allir hagkvæmnisútreikningar
hafa miðast við að sanna yfirburði
Magnús Már Þorvaldsson
„Krafa Eyfirðinga um
að næsta stóriðjufyrir-
tæki rísi nyrðra er ekki
nýtilkomin og hún er
fullkomlega réttmæt,
fullyrðingar ráða-
manna í Hafnarfirði um
annað er hrein móðgun
í garð norðanmanna."
Reykjaness hveijir hljóta áð vera
byggðir á hinum eldri að einhveiju
leyti þegar samkeppnin stóð milli
sömu staða er Alusuisse hugðist
reisa hér álver, hvað það og gerði.
Útreikningarnir stóðust hvergi enda
aldrei að því spurt, sporgöngumenn
fyrri reiknimeistara hafa komist að
sömu niðurstöðu, næstkomandi
munu efah'tið gjöra slíkt hið sama.
Hugur og hönd eiga ekki samleið,,
að baki duttlungafullra stjórnmála-
manna er auðvaldið er fjárstreym-
inu stjórnar og fyrir þessum auð-
hyggjuaðilum er byggðapólitík
hjóm eitt.
Menn halda svo áfram að fram-
reikna íbúaþróunina, að tæplega
30.000 manns muni yfirgefa lands-
byggðina og flytja til höfuðborgar-
svæðisins innan 20 ára ásamt nátt-
úrulegri fjölgun, sem er áætluð
25.000 manns. Sömu menn hafa
vitanlega áhyggjur af þessu en
hentistefnan leyfir engar breyting-
ar. Sv-horninu er berlega ætlað
hlutverk þiggjandans fram til 2010
a.m.k. þar sem tækifærin er að
finna leitar lýðurinn, þar sem tæki-
færin er að finna skapast einungis
11% aflaverðmætis þjóðarinnar.
Var einhver að tala um ranglæti?
Krafa Eyfirðinga um að næsta
stóriðjufyrirtæki rísi nyrðra er ekki
nýtilkomin og hún er fullkomlega
réttmæt, fullyrðingar ráðamanna í
Hafnarfirði um annað er hrein
móðgun í garð norðanmanna.
Erfiðleikar þeir sem að Eyfirð-
ingum steðja nú um stundir munu
stæla þá og nýtt framfaratímabil
hefjast enda ekki of seint að ná
áttum ogtaka skynsamlega ákvörð-
un í þessu stórkostlega byggða-
máli. Landið _mitt mun þá áfram
bera nafnið Island ekki borgríkið
„Reykjavík".
Höfundur er stud.nrkitekt.