Morgunblaðið - 27.04.1990, Side 20

Morgunblaðið - 27.04.1990, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 -4 Aðalfundur SH var haldinn í gær: Flytja út um helming allra firystra sjávarafurða héðan HEILDARFRAMLEIÐSLA frystihúsa og frystiskipa inna SH var á síðasta ári 93.090 tonn og jókst um 1,3% frá árinu áður. Þorskfram- leiðsla var nánast sú sama bæði árin eða um 29.000 tonn. Heildarút- flutningur frystra sjávarafúrða frá landinu árið 1989 var 191.000 tonn að verðmæti 29, 5 milljarðar. Þar af var útflutningur SH 95.900 tonn að verðmæti 13,8 miiyarðar eða tæplega helmingur frystra afúrða og Qórðungur alls sjávarvöruútflutnings. Það er 21% aukning á magni og 42% á verði talið í krónum miðað við árið 1988. Morgunblaðið/Sverrir „Bandarikjadeildin" á fúndinum. Vinstra megin eru Magnús Gúst- afsson, forstjóri Coldwater og Pétur Másson, upplýsingastjóri, en hægra megin er Róbert Guðfinnsson, sljórnarmaður í Coldwater og aftan við hann innkaupastjórinn Ólafur Guðmundsson og gæðastjór- inn Páll Pétursson. Þessar upplýsingar komu meðal annars fram í skýrslu formanns stjórnar SH, Jóns Ingvarssonar, á aðafundi félagsins í gær. Grálúðu- framleiðsla jókst á síðasta ári úr 11.200 tonnum í 15.600 og nokkur aukning varð einnig á ýsufrystingu. Framleiðsla á karfa, ufsa og steinbít dróst nokkuð saman svo og síldar- frysting, en frysting loðnu og loðnu- hrogna jókst. Af heildarframleiðslu innan SH var hlutur frystiskipanna 15.100 tonn eða 16,3% og jókst um 2.300 tonn frá árinu áður. Af ein- stökum aðilum innan SH framleiddi Utgerðarfélag Akureyringa mest eða rúm 9.400 tonn frystra afurða að verðmæti 1,5 milljarður króna miðað við útborgunarverð. Af útflutningi SH á árinu fóru 85.100 tonn eða 89% til 6 landa. Til Bandaríkjanna fóru 27.300 tonn, 19.000 til Japans, 13.200 til Frakk- lands, 9.400 til Bretlands, 9.400 til Vestur-Þýzkalands og 6.800 tonn til Sovétríkjanna. Helztu breytingar á útflutningi á árinu 1989 voru þær að salan til Bandaríkjanna jókst um 3.500 tonn eða 15%, til Frakklands um 5.400 tonn eða 69%, til Vestur- Þýzkalands um 2.500 tonn eða 36% og til Japans um 3.000 tonn eða 19%. Samdráttur varð í útflutningi ti! Bretlands, sem nam 2.400 tonnum eða 26% og til Sovétríkjanna um 300 tonn eða 4%. Fyrsta fjórðung þessa árs dróst framleiðsla innan SH sam- an um 1.900 tonn miðað við sama tímabil í fyrra eða um 10%. Mestur varð samdrátturinn í framleiðslu loðnuafurða, en framleiðsla á þorsk- Tffurðum dróst einnig saman. Út- flutningur umrætt tímabil varð 22.000 tonn að verðmæti 3,7 millj- arðar króna. Það er 9% samdráttur í magni, en 23% aukning í verðmæt- um, talið í krónum. Coldwater seldi fyrir 12,2 milljarða króna Á síðasta ári seldi Coldwater, dóttur- fyrirtæki SH í Bandaríkjunum, 47.000 tonn af ýmsum afurðum fyr- ir 200 milljónir dollara, 12,2 milljarða króna og var það nánast óbreytt frá árinu áður, bæði hvað varðar verð og magn. Að verðmæti dróst sala verksmiðjuframleiddrar vöru saman um 8% en sala flaka jókst um 10%. Sala þorskflaka var 14.600 tonn, sem er aukning um fimmtung. Ennfremur jókst sala ýsuflaka um 3% og karfa- floka um 1%. Samdráttur í sölu ufsa- flaka varð hins vegar 15%. Á árinu varð hagnaður af rekstri Coldwater, sem nam 1,6 milljón dollara, nærri 100 milljónum króna, en á síðasta ári var fyrirtækið rekið með tapi. Fyrsta fjórðung þessa árs var sala fyrirtækisins 13.700 tonn að verð- mæti 57,8 milljónir dollara, 3,5 millj- arðar króna, sem er 2% aukning í magni og 4,5% í verðmæti. Skortur á þorskblokk og harðnandi sam- keppni við Evrópu um framleiðslu þorskflaka hafa að undanfömu leitt til nokkurrar verðhækkunar á Bandaríkjamarkaði. Margir spá enn- frekari verðhækkun á þorskblokk síðar á árinu, en birgðir eru nú tald- ar um það bil helmingi minni en á sama tím aí fyrra. Verð á þorsk- blokkinni er nú 1,75 dollari á pundið en allt upp í 2,05 í Evrópu. Erfitt á ár í Bretlandi Heildarsala Icelandic Freezing Plants, dótturfyrirtækis SH í Grims- by, nam 37,2 milljónum sterlings- punda, 3,7 milljörðum króna, í fyrra og var það 12% samdráttur frá árinu áður. Þar af var sala verksmiðju- framleíddrar vöru 13,4 milljónir sterlingspunda, 1,3 milljarðar króna, sala á flökum 12,8 milljónir sterlings- punda, 1,3 milljarðar króna og sala Brekkes 11 milljónir, 1,1 milljarður króna. Rekstrarhalli á fyrirtækinu nam 1,7 milljónum punda, 170 millj- ónum króna, þrátt fyrir 3 milljóna punda, 300 milljóna króna, hlutafjár- aukningu. Fyrsta fjórðung þessa árs nam salan 3.300 tonnum að verðmæti 6,5 milljónir punda, 650 milljónir króna. Það er 8% samdráttur að magni, en •5% aukning verðmæta. Þetta tímabil nam halli á rekstrinum 34.000 pund- um, 3,4 milljónum króna. Afkoman batnaði þó um 255.000 pund, 25,5 milljónir króna miðað við sama tíma í fyrra og stóð reksturinn undir 85% af fjármagnskostnaði þetta tímabil. „Þessi umskipti má rekja til bættr- ar afkomu í verksmiðjurekstri félags- ins auk þess sem afkoma dótturfé- lagsins Brekkes Foods batnaði veru- lega og skilar nú hagnaði í fyrsta skipti,“ sagði Jón Ingvarsson. „Það, sem einkum skiptir máli varðandi bætta afkomu verksmiðjunnar er 42% veltuaukning á verksmiðjufram- leiddri vöru fyrstu þijá mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra, en sú sala hefur farið stöðugt vaxandi síðastliðna 8 mánuði. Ennfremur hefur tekizt að fá hærra verð hjá ýmsum kaupendum og hefur það skilað sér í bættri framlegð. Loks ber að nefna að umtalsverð fram- leiðniaukning hefur orðið í verk- smiðjunni og hefur framleiðslukostn- aður því lækkað nokkuð. Þess ber að geta að sala á flökum dróst sam- an á fyrsta ársfjórðungi um 36% í magni og 26% að verðmæti. Marg- háttaðar breytingar voru gerðar á Brekkes. Þeim þáttum í starfsem- inni, sem engum arði skiluðu var hætt og starfsfólki þá sagt upp, hús- næði félagsins var selt og starfsemin sameinuð móðurfélaginu. Þessar kostnaðarsömu, en nauðsynlegu að- gerðir, leiddu til betri afkomu félags- ins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ósagt skal látið hvort niðurstaða þessa eina ársfjórðungs gefi vísbend- ingu um framhaldið eða hvort sölu- aukning siðustu 8 mánaða sé varan- leg. En við hljótum að vona að mikl- ar fjárfestingar í vöruþróun og marg- háttuðum öðrum aðgerðum að und- anförnu fari nú að skila sér. Hinn fyrsta maí næstkomandi læt- ur Ingólfur Skúlason af starfi for- stjóra. Hann hefur starfað við fyrir- tækið frá 1985, fyrst sem aðstoðar- framkvæmdastjóri og frá ársbyrjun 1988 sem forstjóri. Eg vil nota þetta tækifæri til að þakka honum vel unnin störf og óska honum velfarn- aðar. Jafnframt vil ég bjóða Agnar Friðriksson, sem ráðinn hefur verið til að gegna stafri forstjóra, velkom- inn til starfa.“ Söluaukning í Þýzkalandi og Frakklandi Heildarsala söluskrifstofunnar í Hamborg jókst verulega miðað við árið áður og nam 12.800 tonnum að verðmæti 63 milljónir marka, 2,7 milljörðum króna, sem er 30% aukn- ing að magni og 34% að verðmæti. Fyrsta fjórðung þessa árs nam salan 3.600 tonn að verðmæti 15,5 milljón- ir marka, 560 milljónir króna og er það 9% aukning að magni og 21% Jón rakti gang mála við undirbún- ing frumvarps sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistjórnun. Þar hefði kom- ið fram krafa frá fulltrúum fisk- vinnslunnar þess efnis, að hún fengi umráð yfir þriðjungi fiskveiðiheimild- að verðmæti. Söluskrifstofa SH í París seldi 13.900 tonn að verðmæti 190 millj- ónir franka, 2 milljarða króna. Það er 69% aukning í magni og 46% í verðmæti. Svipuð sala til Sovét Samningar við Sovétríkin um við- skipti ársins 1989 voru undirritaðir í desember 1988. heildarmagn, sem um var samið var 9.700 tonn og var hluti SH af því 6.500 tonn. Reynt var að ná viðbótarsamningi síðari hluta árins, en þrátt fyrir ítrekuð tilboð tókust samningar ekki. Fram- leitt var upp í þennan samning á fyrstu 6 mánuðum ársins að mestu og var því framleiðslu á ufsa, karfa og grálúðu beint inn á áðra mark- aði. í desember síðastliðnum voru undirritaðir samningar við Sovét- menn fyrir yfírstandandi ár. Samið var um 6.000 og var meðalhækkun í erlendri mynt 5,3%. í febrúar síðast- anna. „í fljótu bragði gæti virzt að þarna væri mikið hagsmunamál fyrir fiskvinnsluna í landinu. Og ekki skal ég lítið úr því gera að svo geti verið. Ég er hins vegar þeirra skoðunar, að slíkur fiskvinnslukvóti væri líkleg- liðnum tókst svo að semja um tæp 4.000 tonn á óbreyttu verði. Góð reynsla af skrifstofimni íTókýó „Nú er um eitt ár liðið frá því Sölumiðstöðin opnaði markaðsskrif- stofu í Tókýó. Óhætt er að fullyrða að reynslan af skrifstofunni þennan stutta tíma sé góð. Það skiptir veru- legu máli að geta verið í daglegu og beinu sambandi við kaupendur,“ sagði Jón Ingvarsson. „Útflutningur á skelflettri rækju var um 1.180 tonn, árið 1989 og dróst lítilega saman miðað við árið áður eða um 3%. Verðlag var sveiflu- kennt, hækkaði heldur framan af ári á stærri rækju en fór síðan lækk- andi. Verð á smærri rækju fór hins vegar stöðugt lækkandi allt árið. Útflutningur af hörpudiski var 610 tonn árið 1989 eða 50 tonnum minni en árið áður. Á árinu átti sér stað mikil breyting milli markaðssvæða þar sem útflutningur til Frakklands var 116 tonn, en hafði enginn verið árið áður. Að sama skapi dró úr út- flutningi til Bandaríkjanna. Verðlag í Frakklandi var hærra heldur en í Bandaríkjunum. Umtalsverðar breytingar urðu í framleiðslu og út- flutningi á humri á árinu. Heildarút- flutningurinn var 435 tonn. Áherzla var lögð á frystingu á heilum humri. Til Evrópu voru seld 284 tonn af heilfrystum humri og 151 tonn af humarhölum til Bandaríkjanna og Evrópu." Aukinn útflutningur á laxi Árið 1989 flutti SH út 220 tonn af ferskum laxi auk 20 tonna af öðrum laxaafurðum og silungi og er þar um tvöföldun að ræða. Jón Ingv- arsson segir að nú sé að baki mikið og nauðsynlegt undirbúningsstarf á þessu sviði, bæði hér heima og er- lendis. Stjórnendur SH vænti þess, að þetta starf muni skila árangri á árinu í auknum útflutningi á þessum tegundum, einkum til Banda- ríkjanna, Frakklands og Japans. Samhliða þessum útflutningi hafi þráðurinn verið tekinn upp að nýju með útflutningi á ferskum flökum með flugi, einkum til Bandaríkjanna, en hann hafi að mestu legið niðri um nokkurt skeið. Það sem af sé þessu ári, sé útflutningur á laxi, sil- ungi og ferskum fiskflökum með flugi þegar orðinn meiri en allt síðasta ár. ur til að skapa fleiri vandamál heldur en hann leysti. Hætt er við að ef aflaheimildum verður úthlutað víðar en til skipa, yrði þess skammt að bíða, að upp kæmu kröfur úr ýmsum öðrum áttum um aflakvóta. Þar á ég meðal annars við sjómenn, fisk- vinnslufólk, sveitarfélög og aðra að- ila í þjóðfélaginu, sem byggja myndu kröfu sína á þeirri staðreynd að fiski- miðin eru sameign þjóðarinnar. Ekki er ólíklegt að- slíkar kröfur myndu að lokum leiða til þess að sala veiði- leyfa yrði hafin eða auðlindaskattur settur á. Að mínu mati væri þá ver að stað fari en heima setið," sagði Jón. Hann rakti síðan í stuttu máli þróun frystiðnaðarins í tenglsum við siglingar með ferskan fisk og sagði að flestir viðurkenndu að rétt væri óg skynsamlegt að nýta ísfiskmark- Utvegsmenn réttmæt ir handhafar kvótans - segir Jón Ingvarsson, formaður stjórnar SH JÓN Ingvarsson, formaður stjórnar SH, sagði í ræðu sinni við setn- ingu aðalfúndar samtakanna, að hann teldi útvegsmenn réttmæta handhafa kvótans. „Fiskur verður ekki sóttur úr sjó nema með skip- um,“ sagði hann. „Því hlýtur það að vera nærtækast að tengja hand- höfn veiðiheimilda við þá, sem skipin eiga. Enda byggja útvegsmenn rétt sinn til kvótans meðal annars á því, að þegar öllum var frjálst að stunda útgerð og engar sóknartakmarkanir voru í gildi, kusu þeir sér þetta hlutskipti og því hljóti þeir nú að vera réttmætir hand- hafar kvótans. Þetta sjónarmið tel ég eigi fúllan rétt á séf svo framar- lega sem útvegsmenn fúllnægja þeim skyldum, sem óhjákvæmilega fylgja þeim mikilsvirðu réttindum, sem þjóðfélagið veitir þeim. Þeim ber því að haga ráðstöfun aflans með hag þjóðarinnar allrar í huga, þannig að aðrir, sem einnig eiga rátt á fiskistofhunum, fái notið þess réttar síns,“ sagði Jón. það kostar aðeins y\—~~~~ ~~t :-u==^--- ==

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.