Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990
t
Ástkaer eiginmaftur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KJARTAN Þ. ÓLAFSSON
fiskmatsmaður,
fyrrum bóndi að Leirum, Austur-Eyjafjöllum,
lést á heimili sínu, Hraunbæ 132, Reykjavík, aðfaranótt 25. apríl sl.
Kristín Pétursdóttir,
Vigdís Kjartansdóttir, Þorvarður Þórðarson,
Pétur Sævar Kjartansson, Ingibjörg Hrönn Sveinsdóttir,
Ólafur Marel Kjartansson, Guðný Védís Guðjónsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona,
ANNA S. GUÐMUNDSDÓTTIR JULNES,
6420 Aukra,
Noregi,
lést í sjúkrahúsinu í Molde 17. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram.
Johan Julnes,
HildaJulnes, LeifJulnes,
Jenny Julnes,
Ásta S. Þórarinsdóttir, Guðmundur G. Guðmundsson,
Þórarinn B. Guðmundsson, Kristin Líndal,
Úlfar Ágústsson, Guðrún J. Gísladóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir,
afi, sonur, bróðir og mágur,
SIGURÞÓR ÁRNI ÞORLEIFSSON,
Skólavegi 9,
Keflavík,
lést 23. apríl.
Útförinferframfrá Keflavíkurkirkju laugardaginn 28. apríl kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlegast bent á Krabba-
meinsfélagið.
Sigrfður Björnsdóttir,
Þorleifur Kristinn Sigurþórsson,
Unnur Birna Þórhallsdóttir,
Jón Þór Harðarson,
Ólafur Jóhann Harðarson,
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir,
Ragna Sif Newman,
Þorleifur Sigurþórsson,
Ágústa Þorleifsdóttir,
Guðmundur Karl Þorleifsson,
Júlíana Pietruszewski,
Karolína Margrét Þorleifsdóttir.
Björn Kjartan Sigurþórsson,
Raymond Newman,
Anna Marie Kjærnested,
Unnar Örn Ólafsson,
Margrét Karlsdóttir,
Kristófer Þorgrfmsson,
Sigurlaug Björnsdóttir,
Paul Pietruszewski,
t
Frændi okkar og vinur,
GARÐAR SVEINN ÁRNASON
(frá Neskaupstað),
Austurgötu 4,
Hofsósi,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 30.
apríl kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Salgerður Ólafsdóttir,
Lára Ólafsdóttir,
Hafsteinn Ólafsson,
Baldvin Þorsteinsson,
Einar Ágúst Kristinsson,
Rebekka Ingvarsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
STEINUNN MARTEINSDÓTTIR
frá Freyju, Neskaupstað,
síðar búsett i' Bogahlíð 13, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, föstudaginn 27. apríl,
kl. 15.00.
Ada Elísabet Benjamínsdóttir,
Jón Benjamínsson,
Benjami'n Friðriksson,
Baldur Friðriksson,
Magnús Friðriksson,
Ragnheiður Jónsdóttir,
Friðrik Á. Magnússon,
Guðný M. Kjartansdóttir,
Birna Magnúsdóttir,
Lilja Björnsdóttir,
Bryndfs Jónsdóttir,
Steinunn Jónsdóttir
og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir og amma,
MATTHILDUR MATTHÍASDÓTTIR
frá Litluhólum,
Vestmannaeyjum,
er andaðist á Hvítabandinu aðfaranótt 22. apríl, verður jarðsung-
in frá Innri-Njarðvíkurkirkju laugárdaginn 28. apríl kl. 1 5.00.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hjartavernd.
Sigrún María Sigurðardóttir,
Þórhildur Sylvi'a Magnúsdóttir.
Eyvör Guðmunds-
dóttír — Minning
Fædd 27. júlí 1904
Dáin 21. apríl 1990
Hún amma mín, Eyvör Guð-
mundsdóttir, lést á Hvítabandinu
þann 21. þ.m. á 86. aldursári, þrot-
in að kröftum, södd lífdaga.
Hún var fædd 27. júlí 1904 á
Bolungarvík, en fluttist kornabarn
í Garðinn, þar sem hún ólst upp.
Árið 1924 giftist hún afa, Þor-
valdi Kristjánssyni, síðar málara-
meistara, og fluttist hún þá til
Reykjavíkur, en síðar bjuggu þau í
Hafnarfirði. Aii lést árið 1976.
Amma naut góðrar heilsu vel fram
yfir áttrætt en síðustu árin reynd-
ust henni erfið sökum ellihrumleika.
Hún var af fátæku fólki komin, sjálf
var hún fátæk af veraldlegum eig-
um alla sína tíð og fékk ríflega sinn
skerf af erfiðleikum lífsins. Það sem
einkenndi ömmu þó alla tíð var
brosið, létt iund og hlýja. Hvern dag
þakkaði hún guði fyrir lífið í verki,
með lífsgleði og hjartahlýju. Hún
helgaði líf sitt fjölskyldu sinni, var
hlý og hjálpsöm vinum sínum og
nágrönnum.
Eg geymi í huga mér fjölmargar
dýrmætar minningar í samneyti við
ömmu og afa í heimsóknum okkar
systkinanna á Laufásveginn og
síðar á Austurbrúnina.
Sem fyrr segir urðu síðustu árin
ömmu erfíð og dvaldist hún þá
mestmegnis á sjúkrastofnunum
borgarinnar, vil ég þakka hjúkr-
unarfólki því sem annaðist hana
góða aðhlynningu á undanfömum
árum.
Ég geymi í huga mér minninguna
um ömmu sem geislaði af gleði og
hlýju allt sitt líf. Hún var fátæk en
hafði samt svo mikið að gefa.
„Perla í mannhafinu".
Megi guð geyma hana.
Haukur Þór Hauksson
í dag er til moldar borin mikil
öðlingskona, tengdamóðir mín Ey-
vör Guðmundsdóttir. Foreldrar
hennar voru þau Guðfinna Magnús-
dóttir og Guðmundur Sveinsson sjó-
maður. Eyja fæddist í Bolungarvík,
en fluttist kornung í Garð á Suður-
nesjum og síðan til Hafnarfjarðar.
Þar bjó hún uns hún giftist Þor-
valdi Kristjánssyni málarameistara
í júlí 1924. Hann lést ánð 1976.
Eyja og Þorvaldur eignuðust eina
dóttur, Arndísi, f. 23. mars 1924,
sem gift er undirrituðum. Kynni
okkar Eyju hófust um þær mundir,
sem við Arndís giftumst og hafa
því staðið á 5. áratug.
Samskipti hennar við okkur og
börnin og barnabörnin hafa verið
ákaflega náin og gefandi. Um-
hyggja hennar fyrir fjölskyldunni
hefur alla tíð gengið fyrir öllu öðru.
Eyja var mjög glaðlynd og flutti
með sér gleði, og hógværð hennar
var börnunum góð fyrirmynd. Hun
var góður fulltrúi sinnar kynslóðar
og þeirra, sem ólust upp við vinnu-
semi og kröpp kjör. Eyja kunni þó
að meta þau lífsgæði, sem til boða
stóðu á efri árum. Minnist ég þess
með ánægju hversu hughrif hennar
voru sterk af ferðalögum með öldr-
uðum til sólarstranda. Var það mik-
il upplifun fyrir hana og uppspretta
ánægju og gleði.
Síðustu árin urðu Eyju erfið.
Heilsunni hrakaði og varð hún að
gista sjúkrastofnanir löngum.
Síðustu árin bjó hún á vistheimilinu
Seljahlíð og síðustu mánuðina var
hún á sjúkradeild Hvítabandsins,
þar sem hún lést.
Á báðum þessum stofnunum
naut hún besta aðbúnaðar, sem
hægt er að láta í té, og stöndum við
í mikilli þakkarskuld við starfsfólk
þessara stofnana fyrir frábæra
umönnun hennar.
Að leiðarlokum þakka ég og fjöl-
skylda mín Eyju fyrir samferðina,
fyrir alla ástúðina og umhyggjuna.
Minning hennar mun lifa með okk-
ur, sem nutum samvista við hana.
Haukur Benediktsson
Einar Þorgeirs-
son - Kveðjuorð
Þegar náttúran kallar til sín mik-
inn mann, leitar hugurinn út á sjón-
deildarhringinn að öðrum til saman-
burðar, en enginn kemur til greina
eða mun koma. Sjö breiddarbaugar
og tveir lengdarbaugar aðskildu
okkur, 8.000 mílur; Atlantshafið og
meginland Bandaríkjanna að
Kyrrahafinu. Vinur minn Einar
Þorgeirsson hefur yfirgefið þetta
jarðneska líf.
Þessi mikla fjarlægð milli okkar
og mörgu ár sem liðu milli þess að
við hittumst riðlaði aldrei þeim
sterku vináttuböndum sem við höfð-
um bundist. Engan hef ég vininn
átt sem var eins traustur og hann.
Gerðum við með okkur bræðralag
að halda þessari vináttu til eilífðar,
sem í mínum huga er án mæli-
kvarða í rúmi og tíma. Óháð tilveru
jarðneskrar tilveru. — Vinátta án
+
Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
VALDIMARS STEFÁNSSONAR
frá Laugardæium,
fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 28. apríl kl. 13.30.
Jarðsett veröur í Laugardælum.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar,
ÁRNI JÓN SIGURÐSSON,
fyrrverandi kaupmaður,
Langholtsvegi 174,
verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 13.30.
Guðrún Árnadóttir,
Þorgeir Árnason,
Aðalheiður Árnadóttir,
Sigurður Árnason.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúö
og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengda-
föður og afa,
HARALDAR JÓNSSONAR,
Þórufelli 20.
Svanborg Sighvatsdóttir,
Auður Agnes Haralsdóttir, Ingvi Pétursson,
Þorsteinn Jón Haraldsson, Bjarney Þórarinsdóttir,
Haraldur Ingvason.
endis. Það liðu jafnvel mánuðir
milli símtala, en hugur okkar var
alltaf hvor hjá öðrum. Gagnkvæm
virðing tveggja einstaklinga, vina
sem örlögin aðskildu.
Einar heitinn var atorkumaður,
bar sinn eigin plóg með glæsibrag.
í mínum huga var Einar Þorgeirs-
son ímynd atorku, hagleikni og
jarðbundinnar greindar. Hann var
gæddur skemmtilegri kímnigáfu
sem honum var einum leikin og gat
fengið heilan hóp til að veltast um
af hlátri.
Allir menn eru miðjan í sínum
eigin hring og miðjur okkar mætt-
ust oft í huganum, þó fjarlægðin
væri mikil. Fátt er svo göfugt sem
slík vináttubönd.
Þér, Helga mín, Sirrý, Bjarna,
Einari og öðrum aðstandendum
votta ég dýpstu samúð. Megi Guð
gefa ykkur styrk.
Á þessum hljóðlátu tímum þegar
draumar fæðast og ráfandi mistur
hugans reikar í vídd tímans: Geng
ég út og ráfa inn á rás hugvíddar.
Það er á þessum stað sem ég sé
andlit hans. ímynd hans lifir þar.
Ég geng með Einari á þá staði sem
við höfum gengið gegnum áður
fyrr. Minnist samræðna okkar er
við létum hugann reika um tilver-
una og framtíðardrauma.
Á hljóðlátum stundum munum
við hugsa/ til hans, þessa trausta
heilsteypta vinar og þakka honum
fyrir það sem hann var okkur og
fjölskyldunni og varðveita minning-
una um hann. Megi Einar vinur
okkar hvíla í friði.
Svanborg og Auðunn Sæberg
Einarsson, Vancouver,
Washington.