Morgunblaðið - 27.04.1990, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990
39
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Leikfélag Vestmannaeyja frum-
sýndi nýlega Fróða og alla hina
grislingana.
BARNALEIKRIT
Fróðiog
hinir grisl-
Til greinahöfiinda
Minningarorð — ræður
Aldrei hefur ineira aðsent
efiii borizt Morgunblaðinu en
nú og því eru það eindregin
tilmæli ritsljóra blaðsins til
þeirra, sem óska birtingar á
greinum, að þeir stytti mál sitt
mjög. Æskilegt er, að greinar
verði að jaftiaði ekki lengri en
2-3 blöð að stærð A4 í aðra
hverja línu.
Þeir, sem óska birtingar á
lengri greinum, verða beðnir
um að stytta þær. Ef greinahöf-
undar telja það ekki hægt, geta
þeir búizt við verulegum töfum
á birtingu.
Minningar- og
afmælisgreinar
Af sömu ástæðum eru það ein-
dregin tilmæli ritstjóra Morgun-
blaðsins til þeirra, sem rita minn-
ingar- og afmælisgreinar í blaðið,
að reynt verði að forðast endur-
tekningar eins og kostur er, þegar
tvær eða fleiri greinar eru skrifað-
ar um sama einstakling. Þá verða
aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í
áður birt ljóð inni í textanum. Ef
mikill fjöldi greina berst blaðinu
um sama einstakling mega höf-
undar og aðstandendur eiga von
á því að greinar verði látnar bíða
fram á næsta dag eða næstu daga.
Að undanförnu hefur það færst
mjög í vöxt, að minningargreinar
berast til birtingar eftir útfarar-
dag og stundum löngu eftir jarð-
arför. Morgunblaðið áskilur sér
rétt til að birta ekki minningar-
greinar sem berast því eftir að
útför hefur farið fram.
Morgunblaðið hefur ekki birt
minningarkvæði um látið fólk, en
leyft tilvitnanir í gömul, áður
prentuð kvæði. Blaðið áskilur sér
rétt til að stytta þessar tilvitnanir
eða fella þær niður, ef þær eru
sífellt endurteknar. Þá mun Morg-
unblaðið ekki birta heil kvæði,
áður birt, en stundum fylgja óskir
um það.
Ræður
Töluvert er um það, að Morgun-
blaðið sé beðið um að birta ræð-
ur, sem haldnar eru á fundum,
ráðstefnum eða öðrum manná-
mótum. Morgunblaðið mun ekki
geta orðið við slíkum óskum nema
í undantekningartilvikum.
Ritstj.
mgarmr
íEjjum
Leikfélag Vestmannaeyja frum-
sýndi nýlega barnaleikritið
Fróða og alla hina grislingana. 18
leikendur eru í leikritinu, flestir
böm, og var þeim ásamt leikstjóran-
um, Kristjönu Pálsdóttur, fagnað
vel að lokinni frumsýningunni.
Leikritið er eftir Ole Lund
Kirkegaard og í leikskrá segir að
leikritið sé snargeggjaður reifari
fyrir börn og annað skynsemdar
fólk. Leikhúsgestir kunnu vel að
meta leikitið og sérstaklega þóttu
börnin standa sig vel í leik sínum.
Grímur
COSPER
—Ég vil fá jurtate og rúgkex - og ekkert rövl!
Þrýðtimælar
Allar stæröir og geröir
iíiMiritaiMir Jémis®®irí a ©s M.
Vesíurgötu 16 - Simar 14680-13280
í Kaupmannahöffn
’ FÆST
Í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI
WIKA